Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.07.1984, Blaðsíða 32
fc«er tn'n. or HTrnAmn.mqíí nrr?* mvrnpqnv MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1984 Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga: Umfjöllun fjölmiðla á list á landsbyggðinni gagnrýnd Morgunblaðið/Bjðrn. Atli Guðlaugsson, nýkjörinn formaður MENOR, og Kristínn G. Jóhannsson, fráfarandi formaður, takast í hendur í fundarlok. BlönduÓNÍ 26. júní. Nú um helgina var aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga (MENOR) haldinn á Hótel Blöndu- ósi. Aðild að samtökunum, sem stofnuð voru fyrir tveim árum, eiga m.a. leikfélag, myndlistarmenn, rit- höfundar og tónlistarmenn úr Norð- lendingafjórðungi. Meðal mála sem töluvert voru rædd á fundinum var starfsaðstaða listamanna úti á landsbyggðinni í samanburði við höfuðborgarsvæðið og umfjöllun fjölmiðla um list úti á landi. I máli fundarmanna kom fram nokkur óánægja með það áhugaleysi sem ríkjandi er hjá flestum fjölmiðlum í höfuðborginni gagnvart listsköpun á landsbyggð- inni. Á fundinum flutti Tryggvi Gísla- son skólameistari á Akureyri erindi sem hann nefndi „Listir á lands- byggð. Heimalningsháttur eða listsköpun" og spunnust fjörugar og athyglisverðar umræður út frá því. Starfshópar listamanna sem skipaðir voru á fundinum lögðu fram eftirfarandi ályktanir sem voru samþykktar eftir nokkrar um- ræður. 1. „Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga, haldinn á Blöndu- ósi um Jónsmessuna 1984, varar eindregið við þeirri uggvænlegu breytingu á rekstrarfyrirkomu- lagi tónlistarskóla, sem yfirvof- andi er og beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að tilverurétti skólanna verði ekki ógnað á þennan hátt. Jafnframt vill fundurinn mótmæla niðurfell- ingu á starfi námsstjóra, sem þegar var farið að skila árangri". 2. „Aðalfundur MENOR haldinn á Blönduósi 24. júní 1984 lýsir yfir megnri óánægju með leiklistar- gagnrýni fjölmiðla. Mælast verður til þess að sýn- ingar áhugaleikfélaga fái heið- arlega umfjöllun. Lagt verði sama mat á list, hvar á landinu sem hún er framborin. Ekki má sætta sig við það að sýning sé afgreidd þannig að hún sé annað hvort góð eða vond af því að það sé áhugaleikhús sem að henni stendur". 3. „Aöalfundur MENOR haldinn á Blönduósi 24. júní 1984 harmar það að Þjóðleikhúsið eða önnur atvinnuleikhús skuli hafa aflagt sýningarferðir út á landsbyggð- ina og skorar á viðkomandi að taka þessar ferðir upp að nýju.“ 4. „Starfshópur myndlistarmanna telur nauðsynlegt að skapa myndlistarmönnum viðunandi starfsskilyrði eins og öðrum starfsstéttum. Enn er Reykjavík eina sveitarfélagið sem veitir listamönnum starfslaun. Þess ber að vænta að önnur sveitarfélög taki einnig upp slíkt fyrirkomulag sem lið í því að skapa listamönnum eðlilegan starfsgrundvöll og uppörvun. Starfshópur listamanna telur að efla verði listkennslu og list- þjálfun í almennum skólum. Myndlistarskólinn á Akureyri gegnir nú miklu hlutverki f menntunarmálum í myndlist í fjórðungnum. Við leggum til að á Akureyri verði komið á legg menningar- miðstöð sem gæti þjónað öllum fjórðungnum." 5. „Aðalfundur Menningarsamtaka Norðlendinga haldinn á Blöndu- ósi 1984 leggur áherslu á að listgreinar í fjórðungnum ein- angrist ekki í listalífi í landinu. Þess vegna skora þeir á fjölmiðla á Norðurlandi svo og landsfjöl- miðla að sýna listum í fjórð- ungnum verðugan áhuga og veita þeim heiðarlega gagnrýni. Aðalfundurinn vekur athygli á að eftirtekt og viðurkenning sé verulega hvetjandi fyrir störf listamanna. Aðalfundurinn leggur því til við Bandalag íslenskra listamanna að það gangist fyrir ráðstefnu um listir í landinu sem heild, jafnt jarðveg þeirra sem list- sköpun. Kristinn G. Jóhannsson formað- ur samtakanna tilkynnti að hann sæi sér ekki fært að gefa kost á sér til endurkjörs vegna anna og voru honum þökkuð vel unnin störf f þágu þeirra. í hans stað var kjörinn Atli Guölaugsson. í stjórn voru kos- in Kristinn G. Jóhannsson, fráfar- andi formaður, Bragi Sigurjónsson, Valgarður Stefánsson og Þórey Að- alsteinsdóttir. f tengslum við aðalfund MENOR sýndu myndlistarmennirnir Elías B. Halldórsson, Marfa Hjaltadóttir, Marinó Björnsson og Örlygur Kristfinnsson. Guðmundur Hall- dórsson frá Bergstöðum las úr eigin verkum og Jóhann Már Jóhannsson, Svavar Jóhannsson og Guðjón Pálsson fluttu lög eftir Jón Björns- son og Eyþór Stefánsson. Á laugar- dagskvöldið sátu fundargestir mat- arboð Blönduóshrepps. Að loknum aðalfundinum ræddi fréttaritari lftillega við nýkjörinn formann samtakanna Atla Guð- laugsson og spurði hann fyrst hver væru helstu verkefni MENOR: „Helstu mál eru að efla samstöðu listamanna innan fjórðungsins og um allt land og koma okkar list á framfæri sem víðast." — Hefur einhver árangur orðið af starfi samtakanna til þessa? „Það er þegar farið að taka tillit til þeirra og reyndar mætti leita meira til þeirra með allt sem lýtur að útvegun á listamönnum til sýn- ingahalds, tónleika o.fl.“ — Hvernig leggst það í þig að taka við formennsku í MENOR? „Vel. Þó samtökin séu ekki eldri en þetta og rétt farin að ganga hjálparlaust, eru þau þegar orðin altalandi." Að lokum sagði Atli og listamenn innan fjórðungsins sem geta nýtt sér starfsemi samtakanna ættu að vera dugiegri að koma til þeirra upplýsingum um að hverju þeir eru að starfa hverju sinni. Bakteríur og tannskemmdir — eftir Dr. W. Peter Holbrook Þann 30. maí sl. birtist í Mbl. grein undir fyrirsögninni „Bakt- ería gegn tannskemmdum". Þar sem grein þessi var um margt ákaflega villandi þykir mér ástæða til að koma á framfæri eft- irfarandi athugasemdum og upp- lýsingum. í greininni er þess ekki getið í hvaða tímariti vísinda- mennirnir frá háskólanum í Conn- ecticut birtu niðurstöður rann- sókna sinna. Það er því ekki unnt að gera beinar athugasemdir við rannsóknir þeirra en þó má út- skýra nokkuð hvernig tann- skemmdir verða til. Þá er þess fyrst að geta, að bakteríur geta ekki „étið“ aðrar bakteríur eins og haldið var fram í grein Mbl. Bakt- eríur hafa um sig stífan vegg og geta því ekki innbyrt agnir af neinu tagi heldur taka til sín sam- eindir gegnum örsmá göt í veggn- um. Ýmsar tegundir baktería festa sig við yfirborð tanna. Ef ein teg- und baktería hverfur af yfirborði tannar merkir það yfirleitt að hún hafi vikið af yfirborðsfestingu sinni fyrir annarri tegund bakt- ería. Slíkar breytingar eru sífellt að gerast í munninum og samspil baktería f munni og áhrif þeirra hver á aðra er mjög flókið og fjarri því að vera fyllilega útskýrt. Til þess að bakteríur af ákveð- inni tegund geti valdið tannátu verða þær fyrst að geta fest sig á glerung tanna. Streptococcus mut- ans, aðrir streptokokkar og Actinomyces viscosus eru mikil- vægustu tegundirnar í þessu til- liti. Streptococcus salivarius fest- ist ekki á yfirborð tanna. Strepto- coccus mutans ásamt sumum öðr- um tegundum munnbaktería framleiða stórar sameindir (poly- mera) sem nefnast glúkanar þegar mikið er af kolvetnum, yfirleitt „Þegar tönn er byrjuð að skemmast og lítil hola myndast setjast fljótlega margar tegund- ir baktería aö í mjúkum og hálfónýtum vefnum í holunni og halda áfram að skemma tönnina og eyða henni.“ sykri, í fæðunni. Þessir glúkanar eru límkenndir og hjálpa Strepto- kokkum og öðrum bakteríum að festast við tennurnar. Þegar ekk- ert kolvetni er tiltækt úr fæðu milli mála nota þessar bakteríur glúkana sér til viðurværis. Þær bakteríur sem festast vel við tenn- ur og geta vaxið og fjölgað sér jafnvel meðan fæðuinntaka er engin verða því fljótlega þær sem mest fer fyrir í bakteríugróðri tannyfirborðs. Auk hæfninnar til að festast við tennur verða bakt- eríur sem valda tannskemmdum líka að geta framleitt sýru (þ.e. mjólkursýru) sem ræðst á tönnina og skemmir hana. Streptókokkar, lactobacilli og Actinomyces teg- undir eru aðalframleiðendur sýru úr kolvetnum í munni. Lactobac- illi og Streptococcus salivarius mynda sýru en festast ekki við tennur og sýran sem þær fram- leiða jafnast fljótlega út af munnvatninu. Munnvatnið nær aftur á móti ekki til þeirrar sýru sem framleidd er af þeim bakterí- um sem eru fastar við tönnina í svonefndri tannsýklu. Þessi sýra ræðst óhindruð á yfirborð tannar- innar og veldur skemmd. Þær bakterfur sem eru þekktar að því að valda tannátu eru því þær sem festast við tannglerung- inn og framleiða sýru jafnvel með- an engin inntaka á kolvetnum fer fram. Þegar tönn er byrjuð að skemmast og lítil hola hefur myndast setjast fljótlega margar mismunandi tegundir baktería að í mjúkum og hálfónýtum vefnum í holunni og haida áfram að skemma tönnina og eyða henni. Það leiðir af því sem að ofan segir að aðferðir sem draga úr fjölda Str. mutans í tannsýklu og stuðla að því, að bakteríur sem ekki framl. sýru setjist þar að í staðinn, muni draga úr myndun tannátu. Str. sanguis framleiðir minna af sýru en str. mutans og finnst í ríkara mæli í tannsýklu fólks með fáar skemmdar og við- gerðar tennur borið saman við tannsýklu fólks með margar tenn- ur skemmdar og viðgerðar. í London er nú unnið að tilraunum með bóluefni sem einmitt hefur þau áhrif að draga mjög úr fjölda Str. mutans og kemur þá yfirleitt Str. sanguis í staðinn. I öpum sem notaðir voru við tilraunirnar var beint samband milli fækkunar Str. mutans á tönnum og minnk- aðrar tíðni tannskemmda. Bólu- efnið verkar með því að efla ónæmissvörun líkamans gegn str. mutans. Dr. W. Peter Holbrook er lektor í örveru- og ónæmisíræði við Tann- læknadeild Háskóla íslands. Verö «5*560/48.560. COMBIGAJVIP Verö pe^ee/69.7oo. COMBICAMP Verö 96*66/86.800. í tilefni af 10 ára afmæli á samstarfi Benco og Combi Camp gefum viö í sameiningu 10.000 af- slátt af öllum 3 gerðunum næstu 10 daga. Benco Bolholti 4, Reykjavík, sími 91-21945/84077.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.