Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐID, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Veður- guðir Allt snýst meira eða minna um veðrið þessa júlídaga. Dag- ana 7.-9. júli laugardag til mánudags var ágætt veður 1 Reykjavik, sólskin og hiti frá fimmtán til tuttugu stig. Borgin breytti um svip og var óþekkj- anleg frá því sem var áður í rigningartíð. Borgarbragurinn minnti á baðstrandarlíf á sól- arströnd úti í heimi, sérstaklega í almenningsgörðum og við sundstaði þar sem fólk gekk um léttklædd, konur í bikiní og svo komu myndir í DV af óvenju- legri stemmningu í borginni þar sem rignir yfirleitt meirihluta sumars og hefur gert undanfarin ár en Adam og Eva voru ekki lengi í Paradís. Sólskinið og góða veðrið stóð ekki nema í þrjá daga, síðan rigndi dag eftir dag eins og hellt væri úr fötu. Engu líkara en að veðurguðirnir hefðu skyndilega boðað til ráðstefnu og niðurstaðan orðið sú að nú væri nóg komið af sólskini í bili i Reykjavík, sólin kæmi aftur síð- ar þegar borgarbúar væru búnir að fá nóg af rigningunni. Þeir eru til sem telja að ekki muni stytta upp næstu vikur. Þegar þetta er ritað, fimmtudaginn 12. júlí, herjar stórrigning á borg- arbúa og gleðina sem var alls- ráðandi í blíðviðrinu er varla að finna í rigningarveðri, það er drungi yfir mannlífinu. Veður- guðirnir eru óútreiknanlegir eins og dæmin sanna og alveg eins líklegt að sólin sé ekki langt undan. En hverjir eru þessir veð- urguðir sem veðuráhugamenn vitna svo oft til? Er til nema einn Guð? Sumir hafa trú á veðurguðum og telja þá hafa umtalsverð áhrif hér á landi. Fisksalinn sem ég versla stundum við glotti þegar ég kom einn rigningardaginn inní versl- un hans. Það lá óvenjuvel á hon- um. — Jæja, það rignir, sagði ég um leið og ég kom inní búðina. Fisksalinn tók af höndum sér gúmmíhanska, lagði þá snyrti- lega frá sér og sagði: — Já, það rignir og það verður rigning fram að verslunar- mannahelgi. — Fram að verslunarmanna- helgi. Ertu viss um það? spurði ég undrandi yfir þessum tíðind- um. — Já, mig dreymdi veðurguð- ina um daginn. Þeir eru fjórir og einn þeirra, sá sem sér um spárnar, sagði að ekki myndi verða sól að ráði fyrr en um verslunarmannahelgina, þá kæmi sól uppá dag í vikutíma, meiri sól vildi hann ekki lofa í bili. — Af hverju kemur hún ekki fyrr en um verslunarmannahelg- ina? Fékkstu nokkra skýringu á því í draumnum? spurði ég. — Þetta er tengt frídegi versl- unarmanna. Veðurguðirnir vilja gleðja verslunarfólkið sem gegn- ir stóru hlutverki í þjóðfélaginu, hlutverki sem aldrei er nógu vel þakkað. Auk þess er það á léleg- um kjörum og þarf að fá laun sín bætt, svaraði fisksalinn. — Hvað með Dagsbrúnarfólk- ið og iðnverkafólkið? Það er lág- launafólk eins og verslunar- menn. Hvað vilja veðurguðirnir gera fyrir það? spurði ég. — Það á sína sólskinsdaga, sem betur fer, það er búið að fá marga sólskinsdag og það á skil- ið betri laun og þar er ég sam- mála Þjóðviljanum sem ég er þó yfirleitt aldrei sammála. Hvern- ig er hægt að vera sammála blaði sem allt árið um kring er að ráðast gegn frjálsum atvinnu- rekstri í landinu? spurði fisksal- inn. Hann setti á sig gúmmíhansk- ana, rétti mér fiskinn sem ég var að kaupa í soðið. Síðan hvarf hann á bak við, í móttökuher- bergið og tók á móti fiski sem var að koma frá Reykjavíkurh- öfn. Ég heyrði að hann var enn að tala um veðrið, þegar ég yfir- gaf fiskbúðina. Sumir vilja komast sem lengst frá rigningunni og leita þá oft til útlanda, á sólarströnd. Ekki þó allir, t.d. ekki maður er sinnir menningarmálum og er skrif- stofustjóri hjá bókaútgáfu. Hann sagði mér í fréttum ekki alls fyrir löngu að hann væri á förum til útlanda í þrjár vikur til mánuð. — Hvert ertu að fara? spurði ég' * — Til Spánar í nautaat. Eg veit ekkert eins skemmtilegt og nautaat. Það getur vel verið að ég gerist nautahirðir ef ekki fer að lifna yfir bókaútgáfunni hér á íslandi. — í alvöru? spurði ég. — Já, já, í alvöru. Ég kann hvergi betur við mig en í eldlín- unni, í bardaganum. Nautaatið er engu líkt, svei mér þá það minnir á bókaútgáfuna eins og hún hefur verið síðustu árin hér á íslandi, þegar spurningin er að lifa af. Það er erfiðir tímar í bókaútgáfu nú þessi árin, en bráðum kemur betri tíð. Vídíó- væðingin er stundarfyrirbæri. Þjóðin fær leið á vídíóspólunum og þá leitar hún aftur til bókar- innar. Spólan segir henni lítið sem ekkert, bókin yfirleitt allt sem hún þarf að vita ... Á Ártúnsholti við Bröndu- kvísl, Bleikjukvísl, Reyðarkvísl og þar í nágrenni er að rísa myndarlegt hverfi einbýlis- og raðhúsa. Steinsteypt hús og timburhús með stóru þaki og byggingarstíllinn minnir á hús sem byggð voru löngu fyrr á öld- inni. Það er stíll yfir þessum hús- um, þau standa nokkuð hátt og útsýni til allra átta. Utanbæjar- maður sem átti leið þar um í bíl ekki alls fyrir löngu var svo hrif- inn af húsunum og umhverfinu að hann gleymdi að kaupa filmu í myndavélina í ESSO-stöðinni á Ártúnshöfða. Filmuna ætlaði hann að nota til að taka myndir af stúlku í Reykjavík sem hann var að heimsækja. Hann keypti að vísu filmuna síðar og mynd- aði kærustuna og nokkur hús í smíðum á Ártúnshöfða ... Málefni aldraðra Þórir S. Guðbergsson Sjóngæsla er nauðsynleg „Sjóngæsla meðal aldraðs fólks er veigamikill þáttur heilbrigðismála þar eð algengi augnsjúk- dóma, sem valda var- anlegri sjónskerðingu og leitt geta til blindu, eykst mjög á efri árum“ Rétt um 10% af íbúafjölda landsins eru nú 65 ára og eldri. Þegar árin færast yfir minnkar mótstöðuþrek okkar en margir aldraðir fá þó að njóta góðrar heilsu langt fram eftir ævi. Ætla má að um 12% þeirra sem eru á aldrinum 65—69 ára geti ekki búiö á heimilum sinum án hjálp- ar en hins vegar um 80% þeirra sem eru á aldrinum 85 ára og eldri þurfi á einhvers konar hjálp að halda til þess að geta búið á heimilum sínum, þ.e. heimahjúkrun, heimilisþjónustu, dagvistun, endurhæfingu, fé- lagsráðgjöf o.fl. „Ekki er ráð nema I tíma sé tekið,“ segir gamalt máltæki og á það ekki síst við um fyrir- byggjandi aðgerðir í undirbún- ingi efri ára. Eitt mikilvægasta skynfæri okkar er sjónin. Hún er okkur dýrmætari en svo að við viljum missa hana án þess e.t.v. að þurfa þess. En við rannsóknir kemur greinilega í ljós, að „hafi ráð verið í tíma tekið“ og fylgst hafi verið náið með sjón viðkom- andi hefði í mörgum tilvikum verið unnt að koma í veg fyrir ótímabæra sjónskerðingu eða blindu. í fréttabréfi um heilbrigðis- mál (134. hefti 1980) ritar pró- fessor Guðmundur Björnsson grein sem hann nefnir „Sjón- gæsla aldraðra". Þar segir Guð- mundur m.a.: „Sjóngæsla meðal aldraðs fólks (hér er átt við 70 ára og eldri) er veigamikill þáttur heil- brigðismála þar eð tíðni augn- sjúkdóma, sem valda varanlegri sjónskerðingu og leitt geta ti) blindu, eykst mjög á efri árum. Er því nauðsynlegt að heilsu- gæslulæknar og hjúkrunar- fræðingar kunni skil á alvar- legum augnkvillum og þá eink- um þeim sem unnt er að koma í veg fyrir.“ í nýlegri könnun sem gerð var á heilsufari 32ja ibúa i ibúðum aldraðra, þar sem meðalaldur fólks var um 83,5 ár, kom í ljós að óvenju margir íbúanna voru talsvert hamlaðir af sjóndepru eða blindu og í sumum tilvikum hafði ekki verið fylgst með sjón þeirra um margra ára skeið. í áðurnefndri grein segir pró- fessor Guðmundur ennfremur: „Hvernig eldast augun? Manns- augað er stöðugt að breytast frá fæðingu og fram á elliár. Augað sjálft er I vexti fram yfir tví- tugsaldur. Verðum við vör við það er unglingar verða nærsýnir, en það er mjög algengt. Fyrstu merki þess að við við séum kom- in af léttasta skeiði koma frá augum, er aldursfjarsýni byrjar, en það er um 45 ára aldur hjá fólki með eðlilegt sjónlag. Með aldrinum minnkar tærleiki hinna gagnsæju hluta augans. Æskublik augnanna hverfur. Þar sem ljósið hefur ekki eins greiða leið inn í augað, þarf roskið fólk mun meiri birtu en ungt fólk til að sjá skýrt. Einnig minnkar næmleiki sjónfrum- anna með aldrinum og sjónvídd- in minnkaar. Siggmyndun eða kölkun kemur í æðaveggi. Verð- ur blóðrás þá tregari og flutn- ingur súrefnis og næringarefna minnkar. AUt á þetta sinn þátt i hrörunarbreytingum í hinum viðkvæmu vefjum augans. Oft er erfitt að draga mörkin milli sjúklegs ástands og ellihrörnun- ar. Segja má að hrörnun dragi úr ljósnæmi, en sjúklegar breyt- ingar úr sjónskerpu. Hvaða alvarlegir augnsjúkdóm- ar eru algeng&stir meðal aldraðs fólks hér á landi? Sjúkdómar af meðfæddum og/eða arfgengum uppruna eru allt til sextugsaldurs lang al- gengastir þeirra sjúkdóma sem orsaka sjóndepru eða blindu á báðum augum. Eftir þann aldur fara ellihrörnunarsjúkdómar að gera vart við sig. Á elliárum eru algengustu augnsjúkdómar sem leitt geta til blindu eða sjón- depru þessir: Ellidrer, gláka og ellirýrnun í miðgróf sjónu. Sam- eiginlegt með öllum þessum sjúkdómum er, að þeir byrja að gera vart við sig upp úr miðjum aldri, en eftir sjötugt eykst tíðni þeirra mjög hratt.“ Sjálfsgt þarf ekki að brýna fyrir fólki nema að litlu leyti hve mikilvægt skynfæri sjónin er og hversu nauðsynlegt er að halda henni eins lengi og mögulegt er. í grein próf. Guðmundar Bjöms- sonar segir hann ennfremur að blindutíðni á íslandi sé síst meiri en meðal nágranna okkar austan hafs og vestan, en senni- lega sé þó blinda af völdum gláku heldur tíðari hér. Stundum er ekki unnt að koma í veg fyrir sjónskerðingu eða blindu þrátt fyrir bættar grein- ingaraðferðir, aukna þekkingu og nýja tækni. Margir eru þeir því sem einangrast félagslega við að missa sjónina og finna ekki leiðir til að „ganga eftir nýjum brautum" — finna sér annan farveg miðað við breyttar aðstæður. Það er ástæða til þess að ítreka það starf sem unnið er á vegum félagsmálastofnana, fé- lags- og tómstundastarf hvers- konar, félagsstarf safnaða og Rauða krossdeilda, dagvistar- deilda og endurhæfingarstöðva. Og síðast en ekki síst hið sí- aukna og fjölbreytta starf Hljóð- bókasafnsins í Hamrahlíð 17 í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.