Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 37 Jón Karl Helgason skrifar frá París Hugskot „Eftir blóðug öfugspor enda- steypist menning vor.“ A þessum orðum hefst hin frá- bæra bók James Thurbers, Síð- asta blómið, þar sem.rakin er við- reisn mannkynsins eftir blóðuga styrjöld til þess tíma að ný styrj- öld hefur öllu eytt nema einum pilti, einni stúlku og’einu blómi. Vissulega er hún sterk, viðleitni náttúrunnar til sjátfsviðhalds; um gjörvalla heimskringluna myndast líf við að þrífast, í sí- feíldu stríði við samviskulaust umhverfi, veðrabrigði og annað líf. Bregðist einni tegundinni bogalistin, fyllir önnur sæti hennar, þannig að hver skiki líf- heimsins er jafnan fullskipaður. Veröldin snýst um sjálfa sig eins og glettinn rakki og lífið er parís- arhjól þar sem andstæðurnar taka hvor við af annarri. Það fæst ekki dulið, að þessar aldirnar lætur mannkynið mikið til sín taka; sigrar heiminn i sí- bylju, flýgur á tunglið, spyr, svar- ar og burstar þess á milli í sér tennurnar. Frumlegustu athafnir sínar nefnir það menningu, hinar eldri siðleysi. Frjálsræði er því aflvaki fjölskrúðugs mannlífs. Það eru mikil viðbrigði fyrir heimaalinn íslending að horfa út um lestarglugga á víðfeðmar trjábreiður Mið-Evrópu, eftir að hafa alist upp á jðkulskreyttu skeri þar sem tré er veisla og skógur hátið. Manngrasið er hon- um líka nýstárlegt; stingandi strám þess sem blómstra nú í París er fyrirmunað að festa ræt- ur heima, a.m.k. í bili. Rétt eins og íbúar Breiðholts eiga Parísarbúar sitt Gerðuberg; Pompidou-safnið, menningarmið- stöð þar sem fóðra má andann á málverkasýningum, tónleikum og öðru slíku „nammigotti". Safnið er á þrjá vegu girt húsum og strætum, en út frá fjórða flat- magaði skælbrosandi steinstétt undir kraumandi júnísól, síðast ég vissi. Og sjá: Víðsvegar um torgið frömdu „fiðlarar og fjöl- bragðamágurar seið sinn“, lista- gyðjunni til heiðurs. Næst safn- inu drógu andlitsteiknarar mynd- ir af vegfarendum, lófalesarar stunduðu handavinnu sína og innfæddur gítargutlari söng með nefinu. Fjöldi fólks sem leið átti um torgið staldraði þar við, aðrir virtust hafa komið gagngjört til að njóta mannlífsins. Skyndilega tók ég eftir ungum manni sem gekk í humátt á eftir vegfarendum og apaði eftir göngulagi þeirra. Stækkandi hóp- ur áhorfenda fylgdist með aðför- unum og var skemmt, sérstaklega þegar fórnarlömbin urðu þess áskynja að athygli fjöldans hvíldi á herðum þeirra og sérkennum. Eftir nokkra stund voru áhorf- endur orðnir það margir að látbragðsleikarinn hóaði þeim í hálfhring um sig og leikþáttur án orða fékk hláturtaugarnar til að sprikla. Skammt frá þessu umgerðar- lausa leikhúsi spilaði hópur Suður-Ameríkana á pan-flautur og strengjahljóðfæri, keilukast- ari sýndi og litlu fjær gleypti hör- undsdökkur fullhugi eld af óslökkvandi græðgi. Við inngang menningarmiðstöðvarinnar lék trúbadúr „Role over Beethoven" á gítar, ensku og munnhörpu og naut síðan undirleiks félaga síns. Sá lék á hljóðfæri sem smíðað var úr þvottabala, kústskafti og snærisspotta, en með réttri sam- setningu þessara eldhúsáhalda tókst honum að framkalla eitt- hvað sem kalla mátti bassaleik. Frammi fyrir öllum þessum ósköpum stóð ég öldungis hlessa, hvernig svo sem það ástand lýsir sér. Þessu átti ég ekki að venjast heiman frá, í besta falli hafði harmonikkuleikur Stefáns frá Möðrudal litað Austurstrætið listrænum blóma stöku dagstund. Hví þá? Þó svo að við eigum til að gelta upp í norðanfjúkið vetrar- langt og vökna margoft inn að beini, þá skín sólin jú stöku sinn- um á Lækjartorgið og ólgandi mannhaf flæðir um miðbæinn. Meðal þjóðarinnar leynast ónýtt- ir hæfileikar, t.a.m. yfirgnæfir framboð lærðra leikara eftir- spurn. Jarðvegurinn er fyrir hendi, en aðhlynningu skortir. fslensk löggjöf leggur blátt bann við „betli“, og samkvæmt henni flokkast hatturinn sem jafnan er látinn ganga milli áhorfenda meðan á svona götu- sýningum stendur, undir ölmusu- beiðni. Að vísu getur hver sem er troðið upp svo til hvar sem er, en þetta er eins og að leyfa mönnum að setja upp verslanir svo fram- arlega sem þeir gefi vörurnar. Hér skýtur skökku við. Er hægt að hugsa sér heilbrigðari við- skiptahætti en þá að viðskipta- vinurinn ákveði verð eftir eigin geðþótta? Líki honum vel er hon- um frjálst að umbuna af rausn, mislíki honum fær pyngjan að hvíla ósnert. Neytendasamtökin fara kollhnís af fögnuði. Menning er mannlif; með til- komu útimarkaðarins hefur það tekið stakkaskiptum til hins betra í miðborg Reykjavíkur síð- ustu ár. Nú er hins vegar orðið tímabært að hætta að líta á list- ræna viðleitni sem betl og leyfa manngrasinu að blómstra. Ég spyr eins og ísak Harðarson skáld í Ræflatestamenti sínu: Er ekki tímabært að lifa? ISUZU Sendibifreió Stór afturhurð auðveldar umgengni hæð 1,35 m. breidd 1,52 m. * Þægileg rennihurð á hlið til að auðvelda hleðslu, hæð 1,35 m. breidd 1,05 m Stórir og bjartir gluggar, gott útsýni. Beygjuradius er aðeins 4.8 m. sem auðveldar alla snúninga i bæjarakstri Allir þeir sem annast vöruflutninga þekkja af eigin raun þá erfiðleika sem eru því samfara að dreifa vörum í mikilli umferð við misjafnar aðstæður. Isuzu sendibíllinn leysir þennan vanda. Auðvelt er að vinna bæði í og við bílinn, og hann er einstaklega VERÐ FRÁ KR. 401.000.- MEÐ DÍSELVÉL, HOFÐABAKKA 9 5IMI 687300

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.