Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ1984 Iðnþróun fyrri alda— og nú eftir Margréti Þorvaldsdóttur 1 árbókum Jóns Espólíns, sem eru annálar í söguformi, er mörg gullkorn að finna. Jón Espólin var uppi á árunum 1769—1834. Hann var afkastamikill rithöf- undur og ritaði í mjög sérstæð- um stíl, kjarnyrtum og oft ein- staklega skemmtilegum aflestr- ar. Kjarnyrði notar hann í um- mælum sinum um islensku þjóð- arsálina, — um samtíma sinn, — menn og málefni. Landsmönnum gæti orðið lærdómur að lýsingu hans á framfaraviðleitni hug- sjónamanna fyrri alda. Skyggnumst aftur í aldir. Það var árið 1751 að; Friðrek- ur konungur hinn fimmti tók sér það fyrir að rétta við ísland, og lagði þar á mikla stund; en óhægðir og harðindi þau, er þá fóru í hönd, ollu því að miður var ágengt enn hann vildi, og enn óvilji landsmanna við allar nýjar tilskipanir, og með óhöpp er fældu menn frá, en allramest samheldnisleysið, og eigingirni sumra þeirra manna er konung- ur trúði fyrir miklum peningum Tilfærsla á peningum hefur ekki verið óþekkt fyrirbrigði árið 1751. Það er að konungsboði að heimta átti skatt í heimanfylgju prinsessu nokkurrar og átti það að vera tíundi hluti af inntekt þeirra manna sem höfðu 100 dala laun. Um sumarið 1752 kom út; konungsboð og var ámálgað um prinsessuskattinn, segir Esp- ólín; gaf þá Friðrekur konungur fríheitabréf þeim félagsmönn- um, er standa fyrir ullarverk- stað, fiskafla umhverfis landið, og öðru, og til að leggja þar grundvöll gaf hann 15 þúsund dala. Hann gaf og landinu fiski- duggur með öllu er til hlýddi og komu þær í fardögum, og öll verkfæri til verksmiðjunnar ... var konungi þakkað með ljóðum fyrir duggurnar ... varð þó ekki jafnmikill hagur af duggunum sem ætlað var, en af jarðyrkju nýttist ekki um sinn. Ennfremur segir, að Magnús lögmaður Gíslason hafi viljað örva alþýðu til að þakka konungi hans góðvilja og góðar gjafir við iandið; og var það vel vert, þó lítil yrðu notin, var hvortveggja, að Islendingar tóku ekki mjög vel nýbreytni, og varla þó hún væri þörf eða í góðu skyni, enda seldist ekki betra út: urðu gjafir fáar að liði, eða komu fram. Það voru ýmsir í þá daga, ekki síður en í dag — óþolinmóðir — vegna hægfara framfara í land- inu. Espólín lýsir Eggert ólafs- syni og Bjarna Pálssyni er fóru um landið árið 1757, segir hann m.a.; Voru þeir báðir lærðir menn og viljaðir vel, og gervi menn miklir um marga hluti, Eggert hinn eðlisfróðasti maður og bezta skáld, vel að sér í heim- speki og öðrum vísindum; ann hann landinu og vildi af því láta nytjast allt það er innlent var, en þá er hann áfríði nokkurt í kvæðum sínum að slíkt væri vanhirt eða þótti íslendingar daufir eða atburðalitlir, þá var það ekki vel þegið af sumum. Það er þegar, árið 1762 að upp- gjafar tónn er kominn í lands- menn. Svo segir í „Jónsbók", ... tók mjög að veikjast von manna um ábata landsins við verksmíð- arnar þvíað akuryrkjumennirn- ir, eða þeir sem kornyrkju og trjáplöntun skyldu hafa framað, höfðu eigi gjört annað en legið hér á mönnum til þyngsla og far- ið á brott síðan. Fiskiduggurnar þóttu of stór- ar og fengið eigi launað útgjöld sína; við brennisteinhreinsun vissu menn ei hvað gjört var, og eigi kom gagn af því, og var sem hver viðburðurinn æti upp ann- an, þóttu þeir að vísu vel haldnir syðra, keypti jarðir og önnur dýrindi, en flestir aðrir, er hlut áttu í ásamt, höfðu lítt af slíku að segja. Eigi var heldur haldin almennileg samkoma eða reikn- ingur gjör nema eitt sinn í Við- ey, og vissu menn eigi til hvers kom; var ætíð kveinað yfir pen- ingafæð ... Það er sem bergmál þessara ummæla frá 18. öld hljómi á ís- landi í dag. Hver hefur ekki heyrt um tregðu við nýbreytni í atvinnuháttum, — og eigingirni þeirra er hugsa fyrst um eigin hag en hirða minna um hag þjóðarinnar, — skeytingarleysi við nýtingu íslensks hráefnis. Svo er flotinn of stór, fyrirtækin éta upp hvert annað, svo ekki sé minnst á peningaleysið. Þessar tilraunir á 18. öld, til byltingar í iðnaði, liðu út af. Menn drógu kjark hver úr öðr- um, eða var þaö „allramest sam- heldnisleysið". Nú er framundan iðnbylting hin þriðja. Mætum við henni sundruð eða samein- uð? Af því mun ráðast framtið lands og þjóðar. Margrét Þorvaldsdóttir Greinarhöfundur hefur lagfært stafsetningu Espólíns lítillega til aö greinin megi vera aðgengilegri aflestrar. Starfsemi her- stöðvaandstæðinga eftir Þorleif Kr. Guðlaugsson Herstöðvaandstæðingar beina nú áskorun til ríkisstjórnarinnar, að Bandaríkjamenn komi ekki fyrir stýriflaugum í hafinu um- hverfis tsland. Þetta er vægast sagt vafasöm yfirlýsing um vinnu- brögð og aðferðir herstöðvaand- stæðinga. Rökréttari afstaða þessara hópa væri sú að taka sér stöðu við rússneska sendiráðið svona tíu til fimmtán mínútur vikulega og krefja það um virkari afstöðu til friðsamlegra samskipta í heimin- um, svo að varnarliðið okkar geti farið og búið í sínu heimalandi. Það er ekki að ástæðulausu að við óttumst að þeir, þ.e. Rússar, skerði frelsi okkar ef ekki er hér varnar- lið. Annaðhvort standa herstöðva- andstæðingar rangt að athöfnum sínum eða þeir eru liðsmenn heimskommúnismans en ekki Is- lands. Eða af hverju minnast þeir ekki á ágengni Rússa hér við land? Líkast því er að Rússarnir séu vel- komnir með kafbáta sina og stýri- flaugar upp við landsteina hjá okkur. Varnarliðsandstæðingar verða að haga aðgerðum sínum á annan hátt í framtíðinni, ef starf þeirra á að metast sem stuðningur við íslenzku þjóðina. Enginn er líklegur til árása á okkur Rússum fremur. Hvers vegna þá ekki að reyna að setja þeim takmörk? Ætla mætti eftir mörgum merkjum að dæma frá herstöövaandstæðingum, að Rúss- ar væru ekki svo mjög óvelkomnir. Sama hugarfar kemur fram hjá herstöðvaandstæðingum á Norð- austurlandi þegar þeir mótmæla ratsjárstöðvum þar. Ratsjárstöðv- ar eru ekki og verða aldrei dráps- tæki, en geta bjargaö mörgum mannslífum og vakað yfir öryggi landsmanna. Þetta fólk ætti að at- huga hvað það er að gera. Það er blindað og ráðvillt af áróðri kommúnista og vinnur f ráðleysi samkvæmt þvi og í andstöðu við sína þjóð. Allt bendir til að verið sé að vinna með Rússum en ekki gegn ofbeldishneigð þeirra og gefur þeim enn frekar tilefni til árása og áframhaldandi þrýstings og ágengni. Fróðlegt var að fá upplýsingar um hvað mikill hluti alþýðubanda- Iagsmanna er fylgjandi veru okkar í Atlantshafsbandalaginu og vestrænni samvinnu. Þeir skera sig úr, kommarnir, hinir eru þeir sem Alþýðubanda- lagið hefur tælt sér til fylgis með ósvífnum áróðri og lygum. Síðan Fylkingin gekk í Alþýðubandalag- ið er farið að bera meira á öfga- sjónarmiðum í þeim herbúðum. Þessu ættu þeir lýðræðissinn- uðu að gera sér grein fyrir og víkja frá stuðningi við óheillaöfl þjóðarinnar. Það ætti að vera lýðum ljóst, að allt það böl sem kommúnisminn hefur leitt og leiðir leynt og ljóst yfir mannkynið, lítilsvirðingu fyrir mannslffum og mannréttind- um. Þeim er það hugsjónaleg skylda að niðurnfða og útrýma hugsjónum, sem eru af öðru tagi en þeirra eigin. Hinar frjálsu þjóðir hafa staðið í þeirri trú að hafa mætti frið- samleg samskipti við aðrar þjóðir, en nú er svo komið að ekki er hægt að láta við svo búið standa að gefa allar frelsishugsjónir í hendur ofbeldismönnum. Yfirgang og hernað kommúnista gegn öðrum þjóðum verður að etöðva með öll- um tiltækum ráðum án hernaðar. Við stöndum því á tímamótum. Eigum við sffellt að fórna frelsi okkar og láta heimsvaldastefnu kommúnismans vaða yfir lönd og frelsisunnandi þjóðfélög með ofríki og hervaldi og útrýma þjóð- erni og siðum? Nú er mikið rætt um gjöreyðingarstríð og vinna kommúnistar að framgangi sínum undir því valdi sem kjarnorku- vopn veita, meðan frelsisunnandi menn trúa stöðugt að hægt sé að vinna að málamiðlun um ólfk sjónarmið. I austri hervald og kúgun, en í vestri frelsi og við- leitni til vinsamlegra samskipta allra þjóða. Rússarnir láta mikið af því að þeir vilji frið, en sá friður markast við það frá þeirra viðmiðun, að framrás stefnu þeirra sé ekki stöðvuð. Þeir vita sem er, að kommúnisminn vinnur hvergi á nema með ofbeldi og útrým- ingarherferð, eins og saga þeirra ber vitni um. Þorleifur Kr. Guðlaugsson „Rússarnir láta mikið af því að þeir vilji frið, en sá friður markast við það frá þeirra viðmiðun, að framrás stefnu þeirra sé ekki stöðvuð. Þeir vita sem er, að komm- únisminn vinnur hvergi á nema með ofbeldi og útrýmingarherferð, eins og saga þeirra ber vitni um.“ Væru nú t.d. Bandaríkjamenn jafn þröngsýnir og Rússar og leyfðu ekki önnur stjórnmálavið- horf en segjum kapítalismann, þá væru milljónir manna undir lás og slá eða í þrælkunarvinnu fyrir ríkisvaldið eins og gerist innan bræðralagsins austur f Rússíá. Framkvæmdaaðilar innan Var- sjárbandalagsins fá mjög ódýrt vinnuafl með þessu móti. Væri nú þessi regla, sem ég hér hef lýst og er staðreynd þar sem kommúnistar stjórna, viðhöfð f Bandaríkjunum, hvað væri þá orð- ið um okkar frelsi hér á Islandi eftir 40 ára veru herliðs Banda- ríkjamanna? Ég skal gefa svolitla vísbendingu um það. Þá værum við undir stjórn Bandaríkjanna með sama stjórnarharðýðgi og í Rússlandi. Væru alþýðubanda- lagsmenn allir í banni, ýmist f fangelsi eða fangabúðum og þrælkunarvinnu og þúsundir manna undir eftirliti öryggislög- reglu. Eg er aðeins að minna á hvað við megum vera þakklát fyrir að hafa bandarískt varnarlið en ekki rússneskt á landi hér og ennfrem- ur minna þá á, sem vilja lýðræðis- stjórn í landinu, að þeir snúi nú baki við Alþýðubandalaginu og styðji aðra flokka til áhrifa. Sú staða sem komin er upp sfðan Fylkingin gekk í Alþýðubandalag- ið er harðnandi afstaða þess til þeirra sem reka fyrirtæki, sé það ekki rekið af rfkinu. Nú, þegar menn verða þess áskynja, að fyrirtæki eru að byrja að skila hagnaði eftir að atgangi þeirra gegn atvinnurekstrinum þegar þeir voru í stjórn linnti, þá fylkja þeir liði til að rifta öllum kjarasamningum til að ná þessum ímyndaða gróða. Þó að fyrirtæki séu nú farin að skila hagnaði, er ekki þar með sagt að þeu séu farin að græða mikið ennþá. Skulda- bagga þeirra af völdum stjórnar- hátta fyrrverandi ríkisstjórnar tekur nokkur ár að greiða niður. Augu Svavars Gestssonar luk- ust upp eina dagsstund frammi fyrir þjóðinni í sjónvarpsútsend- ingu, að nú væri hann og félagar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.