Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. jULl 1984 45 Sólblettir, svæði þar sem öflug segulsvið eru á sólinni. Þeir sýnast dekkri en aðrir hlutar vegna þess að hitastig þeirra er allmiklu lægra. gos þar og var ljósmyndað á hlið, sem geysistór baugur. Gervitungl, sem fylgdust með þeirri hlið sóiar, sem frá jörðu sneri, sendu upplýs- ingar um að svæði 331 væri enn virkt nokkra daga eftir þetta. Það var ekki fyrr en síðustu áhrifin frá svæði 331 höfðu fjarað út 13. ágúst, að „sólarveðurstofan" í Boulder gat gefið út eftirfarandi tilkynningu: Allt kyrrt á sólskífunni, aðeins fjórar smáblettaþyrpingar sýni- legar. Búist er við rólegu segul- sviði. f \ Maður getur næstum heyrt feg- insandvarp. Sólgosin miklu, sem.úrðu 2.-7. ágúst 1972, eru talandi tákn þeirra áhrifa, sem sólin getur haft á jörð- ina og íbúa hennar. Sólgosin á þessu 5 daga skeiði ásámt segul- stormunum, sem af þeim hlutust, eru þau mestu, sem enn hefur orð- ið vart síðan rannsóknarstofnun til geimathugana hóf vakt yfir sól- inni allan sólarhringinn á miðjum sjötta áratugnum. En þessi saga gæti allt eins endurtekið sig í framtíðinni, því sams konar at- burðarás gæti gerst bráðlega aft- ur. Þessir atburðir sýna ljóslega að á því leikur enginn vafi, að sólin getur gert mikinn usla á flestum tímum 11 ára sólskeiðsins, en ekki aðeins í hápunkti þess. Eða eins og skýrsla af þessum atburðum hljóðar: „Þeir sýndu að jarðeðlis- fræðilegir viðburðir af sögulegri stærð geta átt sér stað á sólskeiði þar sem tiltölulega lítið gerist." Með öðrum orðum: Sólin getur raunverulega gosið hvenær sem er og sett tæknikerfi okkar á jörðinni úr skorðum. Atburðirnir 1972 voru betur skráðir en nokkrir aðrir undanfar- andi. Hin skyndilega og ákafa at- hygli, sem almenningur sýndi þeim, var einstök í sinni röð. En öll höfðu þessi fyrirbrigði og verkanir þeirra verið athuguð oft- sinnis áður. Raunar kemur í ljós, að jafnvel á þessari öld hefur styrkleiki stormanna oftsinnis verið meiri en 1972. Á skala, sem mælir styrkleika jarðsegulsviðsins og þar sem „mikill stormur" er skráður 100 stig, komst stormurinn 1972 upp í 220 stig. Ef farið er eina öld aftur í tímann, hafa verið 17 segul- stormar meiri að styrk en 350 stig. Howard H. Sargent III, vísinda- maður í Boulder, vitnar til þeirra sem „risastorma". Slíkir „risastormar" hafa komið að jafnaði einu sinni eða tvisvar á hverju sólskeiði. Stormarnir 1972 komu á hjöðnunarskeiði 20. sól- skeiðsins. (Vísindamenn byrjuðu að tölusetja þau 1755 og hefst sól- skeið 1 það ár.) En sólskeið 19, sem var næst þar á undan og hafði mesta fjölda sólbletta í heila öld, hafði af 4 „risastormum" að státa. Allir komu þeir á hnignunartíma sólskeiðsins í lok fimmta áratug- arins og byrjun þess sjötta. Sól- skeið 17 hafði ekki færri en 6. Þeir komu einnig á hnignunarskeiði, ef miðað er við sólblettavirkni í lok þriðja áratugarins og byrjun þess fjórða. Norðurljósaathuganir virðast staðfesta þessa skoðun um fjölda „risastorma" áður fyrr. En leið til að meta styrk seg- ulstorma á jörðinni er að athuga hve langt suður á bóginn norður- Ijós hafa sést í það og það skiptið. Meðan á storminum 1972 stóð, kom a.m.k. ein fregn um norður- ljós í Kentucky. En eðlisfræðing- urinn Sidney Chapmann tók eitt sinn saman skrá um hve norður- ljós hefðu sést langt suður. Hann fann að norðurljós höfðu sést á þessari öld í Florída, á Kúbu og Hawaii og fleiri stöðum í hitabelt- inu. Oftast hafa þessi norðurljós á suðlægum breiddargráðum hafa verið á sama tíma og „risastorm- arnir“. Hann skráði, að norðurljós hefðu jafnvel sést í Singapore, 1° norðan miðbaugs! Það var 25. september 1909, sama dag og stærsti „risastormur" á þessari öld skall á. Á mælikvarða, sem ákvarðar „risastorma" 350 stig að styrkleika eða hærri, mældist þessi stormur 546 stig! Hvaða þýðingu hefur þetta allt fyrir framtíðina? Það lítur út fyrir að við getum búist við einum eða tveimur hættulegum „risa- stormum" á hverju einasta sól- skeiði eða lauslega ætlað á ellefu ára fresti. Skýrslur frá síðastlið- inni öld sýna greinilega að stærstu sólgosin, og þar af leiðandi mestu segulstormarnir, koma á síðari helmingi sólskeiða, nokkrum ár- um eftir að sólblettahámarki var náð. Viðvíkjandi sólskeiði 21, en þar náði öflug sólblettahrina há- marki í ársbyrjun 1980, táknar það að hættutími fyrir mikla seg- ulstorma á jörðinni af völdum sól- gosa eru á árunum 1982, 1983 og 1984. Ef segulstormur kæmi á sól- biettaskeiði 21 á samsvarandi tíma og stormurinn í ágúst 1972 kom í sólskeiði 20, þá má búast við honum í október 1983 (með því að bæta 11,2 árum við 1972). Sami tími fyrir sólskeið 22 er desember 1994. En það er einnig annað atriði. Skýrslur virðast sýna að mestu segulstormarnir verða á öðru hvoru sólskeiði. Á sólskeiði 17 voru 6; á sólskeiði 18 aðeins einn. Sólskeið 19 fæddi af sér 4; sólskeið 20, í byrjun áttunda áratugarins, engan. Skýrslur virðast ekki sýna alveg sömu útkomu, ef farið er lengra aftur eftir öldinni, en samt er ástæða til að vænta þess, að þau sólskeið, sem enda á oddatölu, séu líklegri til að koma af stað risa- stormum. Þetta styður þá skoðun að skólskeið 21 gæti enn komið af stað stórri flugeldasýningu, sem hefði áhrif á jörðina áður en skeiðið kemst í lágmark 1986. Það er enn eitt atriði, sem vert er íhugunar. Hugsið til áhrifanna, sem stórstormarnir í ágúst 1972 höfðu á mannlegt samfélag. Þeir rufu fjarskipti, spönuðu strauma í neðansjávarköplum, orsökuðu straumrof, skemmdu fjarskipta- kerfi, komu af stað sprengingum í spennubreytum, en öll eru þessi tæki nauðsynlegir hlutir í nútíma- þjóðfélagi. Ég hef ekki rekist á neinar fréttir af bilunum í tölvu- búnaði vegna segulstorma, en áhrif þeirra á tölvur er eitt af áhyggjuefnum vísindamanna. Frétt komst á loft, en hefur ekki verið staðfest af bandarískum hernaðaryfirvöldum, að raf- straumar, sem sólin spanaði upp í storminum í ágúst 1972, hafi orsakað sprenginu tundurdufla, sem bandaríski flotinn hafði áður komið fyrir í norður-víetnamskri höfn. Bandaríski flugherinn hefur áhyggjur af þeim möguleika að segulstormar geti haft áhrif, ekki einungis á lífsnauðsynleg fjar- skipti, heldur einnig á ratsjár og njósna-gervihnetti. I rauninni tek- ur flugherinn þátt í rekstri rann- sóknarstofnunar geimathugana í Boulder og fær allar fréttir þaðan gegnum beinan síma. Hér hefur verið fjallað um mik- ilvæg áhrif á bráðnauðsynleg tæknikerfi. Þetta eru kerfi, sem ekki mega bila án þess að af hljót- ist alvarleg röskun í nútímaþjóð- félagi. Við höfum vanist að treysta á stöðuga starfsemi þessara tækja fremur en nokkru sinni fyrr, þessa síðustu áratugi. Að þessu leyti er- um við vanbúnari gagnvart jarð- segulfræðilegum truflunum en nokkru sinni áður. "'Til að komast hjá ruglingi tímabelta, nota stjörnufrædingar tíma tíreenwich (Englandi) -tímabeltisins, sem þeir kalla alheimstíma (UT). Til að finna tíma Aust- urstrandar Bandaríkjanna eru 4 tímar dregnir frá, 5 tímar til að fá miðríkjatíma, 6 kl. til að fá Klettafjallatíma og 7 kl. til að fá Kyrrahafstima. "2l>riðja sólgosið frá deginum áður, 2. ágúst kl. 20 UT, einnig stundum kallaður Zulu-tími (Z). ’3Norðurljós myndast á norðurhveli jarð- ar, en suðurljós á suðurhreli jarðar. Stundum er eitt nafn, segulljós, notað um þessi fyrirbæri. Rósin Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Umberto Eco: The Name of the Rose. Secker & Warburg 1983. Translated from the Italian by Willi- am Weaver. í sumar sem leið var getið um þessa skáldsögu á síðum þessa blaðs, þýsku útgáfuna. í haust kom þessi þýðing út í Englandi. Skáldsagan kom í frumgerð út 1980, gefin út af Gruppo Editoriali Fabbri-Bompiani. Sagan var skjótt þýdd á frönsku og þýsku og fleiri tungumál og varð metsölu- bók eins og hún varð einnig í Bandaríkjunum, en það vakti nokkra undrun, þar sem efnið og sögusviðið er mjög svo bundið evr- ópskri menningararfleifð. Sala bókarinnar á Ítalíu sló öll met. Sagan hefst árið 1327 og sögu- svið er auðugt klaustur á Ítalíu. Aðalpersónan er enskur munkur, bróðir William Baskerville og samstarfsmaður hans og skrifari Adson, klausturmaður í Melk, þar sem hann skrifar frásögn sína. Þessir munkar eru nokkuð sniðnir eftir Sherlock Holmes og Watson lækni og sagan er öðrum þræði leynilögreglusaga. Páfinn situr um þessar mundir í Avignon, Jóhannes XXII, og á í heiftarlegum deilum við keisar- ann. William er sendur af keisara til fundar við fulltrúa páfa, hann er fransiskani og lærisveinn Roger Bacons og kann margt fyrir sér, svo að í fyrstu hvarflar að Adson að hann sé göldróttur. William var kunnur innviðum kirkjunnar, hann hafði verið dómari við rann- sóknarréttinn og það kom honum í góðar þarfir, því að strax og þeir koma til klaustursins taka að ger- ast voveiflegir atburðir f klaustr- inu, þar sem fundur fulltrúa páfa og keisara á að standa. Munkar finnast dauðir, að því er virðist annaðhvort myrtir eða hafa fram- ið sjálfsmorð. Ábótinn biður William (Sherlock) að rannsaka málin. Skipulag fundarins hverfur í skugga atburðarásarinnar, þar sem bókasafn klaustursins virðist lykilsviðið. Bókasafnið sjálft er lokað öllum nema bókaverðinum og þeim félögum er bannað að fara inn í bókageymslurnar. Fleiri munkar eru myrtir og þeir félagar kynnast klausturbúum i rannsókn sinni. Jafnframt því að yfirheyra og fylgjast með ýmsum persónum, fléttast guðfræðilegar, og heim- spekilegar umræður inn i umræð- ur um höfuðviðfangsefnið, lausn morðgátanna. Höfundinum tekst að draga upp mynd miðalda- klausturlífs. Fundurinn hefst og Ubertino frá Casale kemur til sög- unnar, en hann er kunnur höfund- ur merkilegs guðfræðirits, Arbor vitas ... hann er fulltrúi fransisk- ana. Bókin er iðandi af eftirminni- legum persónum. Bókasafnið er talið það merkasta í kristindómin- um og meðal bókanna, sem þar eru varðveittar, er eina eintakið sem til er í heiminum af öðru bindi Poetica eftir Aristóteles, og fjallar að öllum líkindum um kómedíuna, en þann þátt vantar í „poetik" Aristótelesar. Og síðan ... Sagan er í senn leynilögreglu- saga, ástarsaga, kirkjusaga og samfléttuð hugleiðingum um allt milli himins og jarðar. Þetta er hrikaleg samtíðarlýsing iðandi af lífi. Höfundurinn er málvísinda- maður, hefur sinnt heimspeki og bókmenntum, hefur m.a. ritað um James Joyce. Hann er kennari við háskólann í Bologna og býr í Míl- ano. ðuíiiII er oua niaosiour: ens&u útgáfunni, í stóru broti, hún mætti gjarnan vera talsvert lengri. Hín óróagjarna sól — eftir Pólma Ingólfsson Kafli sá sem hér fer á eftir er úr bókinni „Our Turbulent Sun“ eftir Kendrick Frazier, en hún kom út í Bandaríkjunum á sið- asta ári hjá Prentice Hall-út- gáfufyrirtækinu. Bókin er yfirlit yfir stöðu sólrannsókna í dag og hugleiðingar um þau viðfangs- efni, sem vísindamenn á þessu sviði munu fást við á næstu ár- um. Kaflinn, sem hér er birtur, fjallar um sólgos og áhrif þeirra á jörðina og hið tæknivædda þjóðfélag okkar. Sérstaklega er fjallað um hina miklu segul- storma, sem urðu í ágúst 1972, og afleiðingar þeirra, því þeir eru best rannsökuðu segulstorm- ar, sem komið hafa. Þekking vís- indamanna á sólinni og hegðun hennar hefur aukist geysilega síðastliðinn áratug. í upphafi bókarinnar er fjall- að um sólbletti, en þegar tilvist þeirra varð kunn, tóku menn að gera sér grein fyrir því að sólin er ekki jafn óumbreytanleg og fyrri alda menn höfðu talið, heldur undirorpin margvíslegum breytingum. Og frá árinu 1611, þegar sjónauka var í fyrsta skipti beint að sólinni og fram á þennan dag, hefur verið fylgst með sólblettum og mismunandi tíðni þeirra. (Rétt er að vara stranglega við því að horfa á sól- ina gegnum sjónauka, því það leiðir til blindu. Sjónaukanum skal haldið þannig að hann varpi mynd sólarinnar á pappírsblað, og koma þá sólblettirnir fram, sem deplar á blaðinu. Aðeins einnar sekúndu geisli, sem fellur á nethimnuna, getur eyðilagt sjónina.) Sólblettir standa í nánu sam- bandi við þá krafta, sem mynda hin sterku segulsvið sólar. Við vitum að sólblettirnir sýnast dekkri en aðrir hlutar sólarinnar vegna þess að þeir eru um 2000° kaldari. En jafnvel sú staðreynd er villandi. Þeir eru í rauninni jafnbjartir og kolbogaljós. Það er aðeins mismunurinn á þeim og björtustu hlutum sólarinnar, sem gerir það að verkum að þeir sýnast dökkir. Bandaríski stjörnufræðingurinn George Elly Hale útbjó árið 1908 sérstök tæki og með þeim uppgötvaði hann að sólblettir eru mjög öflug segulsvæði. Styrkleiki þeirra er þúsund sinnum meiri en segul- svið sólar og jarðar. Sólblettirn- ir koma gjarna fram tveir og tveir saman og hafa pörin and- stæð segulskaut, eins og norður- og suðurendar segulstangar. Við vitum í rauninni ekki hvernig þau inagnast að þessum styrkleika, þó við höldum okkur vita að segulsvæðin á sólinni stafi frá ósamstiga snúningi hennar, sem verkar á rafmagn- aðar lofttegundir er æða gegnum V* af ysta lagi sólar, en það hef- ur vsrið kallað „!eiðslusvæði“. Árið 1843 skýrði þýskur lyfja- fræðingur, Heinrich Schwabe, frá því að hann hefði orðið þess var að reglubundin hringrás væri í myndun sólbletta. Þeir ykjust, næðu hámarki og færi síðan fækkandi. Þetta gerðist á 10 ára fresti (nú er vitað að þetta gerist á 11 ára fresti). Talað er um 11 ára sólblettaskeið (raun- verulega 11,2 ár að meðaltali). Einnig er vitað að segulsvið sól- ar breytir um seguláttir í lok hvers sólblettaskeiðs. Norður- segulpóll verður að suðurseg- ulspóli og öfugt. Samfara þessum breytingum á sólblettum koma fram sólgos og önnur fyrirbæri á sólinni á þessu 11 ára tímabili. Útgeislun á raf- ögnum og áhrif sólvinda verka sterklega á segulsvið jarðar og í kaflanum hér á eftir er einmitt fjallað allítarlega um þessi áhrif, einkum þau sem segul- stormarnir í ágúst 1972 höfðu, en þeir eru, eins og áður sagði, best rannsökuðu segulstormar sem komið hafa. Pálmi Ingólfsson er tæknifræðing- ur og starfar hjá Raunvísindadeild Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.