Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 35 Steinsteypa í byggingariðnaði — eftir Harald Ásgeirsson Á árinu 1983 munu um átta milljarða króna verðmæti, af þrettán milljarða heildarfjár- munamyndun í þjóðarbúinu, hafa náðst fyrir byggingarstörf í land- inu. Þótt veituvirki, samgöngu- og stóriðjuframkvæmdir séu frá þessari tölu dregnar standa enn eftir um fjórir milljarðar, sem eru cingöngu fjármunamyndun í hús- byggingum. Af þessu má vera ljóst hversu gríðar þýðingarmikil þessi starfsemi er. Þessi fjármuna- myndun gerist ekki heldur átaka- laust, og það brennur nú með sviða á mörgum að það skyldi látið viðgangast að Byggingarsjóður bálaði nánast upp á undangengn- um verðbólguárum. Húsnæðisskostnaður ræður mestu um kjör manna í þessu landi, enda er húsnæðisöryggið fyrir marga næstum jafngilt at- vinnuörygginu. Frammámenn ættu því að huga vandlega að sparnaði og bættu skipulagi þess- arar starfsemi. Viðfangsefni þessa pistils er þó annað. Vegna þessarar miklu fjár- munafestingar í bygginga- starfseminni verða áföll í atvinnu- greininni afar áhrifarík. Skemmst er í því sambandi að minnast þess mikla tjóns sem við þjóðarbúinu blasti, er skemmdir af völdum al- kalíefnahvarfa urðu almennt ljós- ar. Hefði ekkert verið aðhafst hefði þetta tjón mælst í milljörð- um, jafnvel milljarða tugum, auk þess sem það hefði valdið islenskri steypu- og steypuvöruframleiðslu geigvænlegum álitshnekki. Rannsóknastarfsemi var þó strax hafin og raunar hafði verið unnið að rannsóknum á fyrirbær- inu í nokkur ár áður en skaðinn varð augljós. Árangurinn af sam- starfi framleiðenda, stærstu not- enda, eftiriitsaðila og rannsókn- armanna í Steinsteypunefnd var 1. að íslenska sementið og steypu- tækni í landinu voru stórlega endurbætt og 2. að leiðir fundust til þess að draga mikið úr áhrifum skað- valdsins í gamalli steypu. íslenska sementið var endur- bætt á þann hátt að nú er blandað við það 7—8% af kísilryki frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga. Áhrif þessarar íblöndunar eru annars vegar að Pennavinir Sextán ára japönsk stúlka með áhuga á bókalestri og handavinnu: Sayuri Murakami, 185-44 Asabara, Kurashiki City, 710 Japan. Nítján ára Ghana-piltur með íþrótta- og tónlistaráhuga: Gamariel Sackey, P.O.Box 253, Cape Coast, Ghana. Átján ára hollenzk stúlka með áhuga á hlátri, póstkortum, tungumálum, ferðalögum o.fl.: Wilma Vrugteveen, Disselsweg 22, 7468 AM Enter, Nederland. Tvítugur piltur í Ghana með áhuga á íþróttum, tónlist, póst- kortum o.fl.: Joseph Boray, c/o Emmanuel Sackey, Airport Post Office, Accra, Ghana. festa hefur aukist mjög mikið, svo að það er með sterkara sementi sem nú er fáanlegt. Hins vegar hverfur alkalíþensla i steypu við notkun þess. Þannig er nú inn- byggður öryggisþáttur í sementið, svo að auðveldara á að vera að búa til gæðasteypu úr íslenska sem- entinu en nokkru sinni fyrr. Ekki á heldur að vera nein hætta á al- kalíþenslu í steypu sem nú er framleidd, annars vegar vegna framangreinds öryggisþáttar, en hins vegar vegna þess að ekki er látið óátalið lengur að nota óþveg- in sjávarefni til steypugerðar. Það eina sem hægt er að gera til þess að draga úr skemmdum af völdum alkalívirkni í gamalli steypu er að verja hana gegn raka. Alkalívirkni kemur fram fyrir áhrif þriggja þátta, þ.e. virkra steypuefna, mikils alkalímagns og raka. 1 gamalli alkalívirkri steypu eru virku fylliefnin til staðar og þar er mikið af alkalíum sem ekki verða fjarlægð eða dempuð með kísilryki. Alkalívirkni í þeim held- ur þvi áfram meðan raki er í steypunni. Rakann má hins vegar hemja, t.d. með klæðningu. Klæðning er þó kostnaðarsöm aðgerð, auk þess sem hún getur breytt útliti húsa óæskilega. Því ber aðeins í einstöku tilfellum að grípa til hennar. Hins vegar hefur fræðsla um þörfina á aðgát orðið til þess 1. að almenningur heldur húsum sínum miklu betur við en áður, 2. að málningarframleiðendur leggja meiri áherslu á leiðbein- ingar og framleiðslu á málning- um (akryl) sem þétta veggi fyrir slagregni en hefta lítið út- öndun, og 3. að fundist hafa ný efni (sílan- ar) sem reynst hafa sérlega vel til að verjast skemmdunum. öll þessi atriði draga úr skaðan- um. Sérstaka áherslu legg ég á áhrif sílana en þetta eru efni sem nýkomin eru á markaðinn. Silan- mólið er af svipaðri stærð og vatnsmólið. Þess vegna gengur síl- anið, sem er vanalega í alkóhól- upplausn, inn í allar þær sprung- ur, sem vatn getur gengið í. Síl- an-mól er búið þeim eiginleikum að það binst efnatengjum í annan endann við steypuna (sprungu- kantana) og verða það varanleg tengsl. Hinn endi mólsins er síðan vatnsfælinn og heldur því vatni frá yfirborðinu. Þetta eru mjög mikilvægir eiginleikar, því þeir fyrirbyggja langvarandi að vatn gangi í sprungurnar. Það er hins vegar ókostur að efnin eru nokkuð dýr. Ástæða er til þess að fagna því hversu vel hefur til tekist og að svo skamman tíma tók að finna lausnirnar. Hins vegar eru óbein áhrif skemmdanna þau að ýmsir hafa tapað tiltrú á hið hefðbundna Haraldur Ásgeirsson „Val á byggingarefnum og aöferðum á að vera frjálst, en valð má ekki byggjast á röngum for- sendum eöa upplýs- ingaskorti eöa á því að alkalískemmdir hafi einhverju sinni valdið skemmdum í íslenskri steypu. Steypa er nú betri vara en áöur vegna þess aö sementið hefur verið bætt, og líka vegna aukinnar aögæslu framleiðenda og eftir- litsaðila.“ byggingarefni okkar og velja því jafnvel frekar innflutt timburhús. Val á byggingarefnum og að- ferðum á að vera frjálst, en valið má ekki byggjast á röngum for- sendum eða upplýsingaskorti eða á þvi að alkalískemmdir hafi ein- hverju sinni valdið skemmdum í íslenskri steypu. Steypa er nú betri vara en áður vegna þess að sementið hefur verið bætt, og líka vegna aukinnar aðgæslu framleið- enda og eftirlitsaðila. Ekki má heldur gleyma því að niðurbrotsöfl náttúrunnar vinna líka á öðrum byggingarefnum. I því sambandi má minna á geig- vænlegt fúatjón vegna uppsafnaðs raka í háeinangruðum timburhús- um á Norðurlöndum. Þess má einnig geta að komið hefur í ljós að gamlar plastfilmur hafa stökknað með aldrinum og hætta er því mikil á að þær bili. Þar sem þessar filmur hafa verið notaðar í stað stormpappa til vindþéttingar er fyllsta ástæða til aðgæslu því bili vindþéttingin er raki vís til að komast inn í einangrunina, og er þá oftast stutt í fúa og aðrar skemmdir. Það þarf því að vanda vel til húsasmíða úr timbri, engu síður en úr steinsteypu. Steinsteypa er í raun eina inn- lenda byggingarefnið, efni sem þrátt fyrir ýmiss konar mistök á undanförnum árum hefur reynst okkur vel. Veruleg gróska er í þróun efnisins með tilkomu ým- issa blendiefna, nýrra byggingar- aðferða og mjög aukinnar þekk- ingar tæknimanna á efninu og þar af leiðandi bættri hönnun. Áföllin af völdum alkalívirkni í steypu ættu því ekki lengur að fæla menn frá notkun þessa kjörna bygg- ingarefnis. 10. júlí 1984. HarMldur Ásgeirsson er forsíjórí Rannsóknastofnunar brggingar- iónaöaríns. Fljótandi EUBOS í baö og sturtu, ef þú hefur viökvæma G. Óla Þeir sem eru með viðkvæma húð geta notað Eubos í stað venjulegrar sápu. Eubos taflan er í laginu eins og sáp er notuð eins og sápa, en er samt, „sápa". Við notkun Eubos starfar sýruvorn húðarinnar og svitaholurnar eölilega. Þá prútnar húðin ekki og hvorki smit né áreiti trufla starfsemi hennar, og hún helst ^ mjúk og bægileg. 1 Eubos fæst einrú sem kemur í sta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.