Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Spítali eða sláturhús? Dr. Jekyll kíkir á beran barm hjúkku mitt í uppskurði. Kvikmyndir Ólafur M. Jóhannesson Nafn á frummáli: Jekyll & Hyde ... Together Again. Ilandrit: Monika Johnson ofl. Tónlist: Barry DeVorzon. Myndataka: Philip Latrop. Stjórn: Jerry Belson. Sýnd í Regnboganum. Rithöfundar virðast hafa mis- jafnlega örvandi áhrif á kvik- myndagerðarmenn, þannig hafa sumir margprísaðir og verðlaun- aðir skáldsagnahöfundar ekki skilið eftir sig svo mikið sem myndramma á filmu, i besta falli hafa örþreytt doktorsefni ratað inní skáldverk þeirra og komið aftur út með sendibréf handa kollegum innan háskóla- heimsins, á sama tíma hafa svokallaðir reyfarahöfundar margir hverjir innspírerað kvikmyndaheiminn og þar með kannski vakið nýjar tilfinningar í brjósti milljónanna sem hættar eru að nenna að lesa bók. Það er máski full langt gengið að telja Robert Louis Stevenson í hópi reyfarahöfunda, en eitt er víst að sá fengi ekki Nóbelinn þessa dagana. Stevenson var nefnilega mjög alþýðlegur höf- undur og ekki bara vinsæll hjá lesendum, heldur og hjá kvik- myndahúsagestum er hafa flykkst inná myndir gerðar eftir sögum hans, nægir í því sam- bandi að nefna Treasure Island sem hefir verið margoft filmuð, sömuleiðis The Body Snatcher, The Suicide Club, Kidnapped, The Master of Ballantrae, Ebb Tide, The Wrong Box og síðast en ekki síst: Dr. Jekyll and Mr. Hyde, en þá ágætu sögu sjáum við nú í all nýstárlegu ljósi í Regnboganum. Ég þarf ekki að rekja þessa sögu af hinum tvískipta Dr. Hyde fyrir lesandanum, svo al- kunn sem hún er öllum þorra manna, en hér er hún sum sé ljóslifandi á filmu, færð all hressilega í stílinn og sett inn í umhverfi sem fæst okkar kynn- ast af eigin raun en við neyðumst flest til að horfast í augu við einhvern tímann á lífs- leiðinni. Hér er átt við umhverfi sjúkrarúmsins, þess sem stað- sett er innan veggja spítalans. Sú ýkta mynd sem þarna er gef- in af spítalalífinu er kannski ekki svo fjarri raunveruleikan- um, þegar allt kemur til alls, því tæknin hefur á vissan hátt breytt spítölunum í einskonar geimstöðvar staðsettar á móður Jörð. Þannig er næstum eins og að hverfa til annarrar plánetu að lenda inná stofum þar sem fólk er tengt allskonar vélbún- aði. Annars er kannski sjálft heil- brigðiskerfið enn fáránlegra, því þar er mönnum hegnt fyrir sparn- að. Hér á ég að sjálfsögðu við sjúklinga þá er dvelja utan spít- alanna, og greiða fyrir hverja heimsókn þangað á vit læknis, að ekki sé talað um þá þeir staul- ast með lyfseðlana í apótek en ef þessir sömu sjúklingar komast upp í sjúkrarúm inná ríkisspít- ala, greiðum við, þessir sem borgum skattana, í kringum tfu þúsund krónur fyrir hvern legu- dag viðkomandi sjúklings. Það er ekki að undra þótt neyðaróp hljómi svo til dag hvern í Vel- vakanda frá þessu lánlausa fólki sem ekki er nógu veikt til að gista rándýr sjúkrabeð eða hefir ekki nægilega góð sambönd til að sleppa þangað undan hegn- ingargjöldum kerfisþursanna. Nei, setjum Albert í málið eða í það minnsta Þjóðhagsstofnun, því öll viljum við jú hjálpast að við að fylla upp í fjárlagagatið, með skynsamlegum sparnaði. Þetta var nú ef til vill útúrdúr og þó; því skyldi maður ekki leyfa sér þann munað að skyggna inniviði íslensks sam- félags í Ijósi þeirra upplýsinga er berast í kvikmyndalíki hand- an um haf. f kvikmyndinni um Dr. Jekyll er lýst inn í banda- rískt sjúkrahúskerfi og sú mynd er þar blasir við sjónum er ekki beint kræsileg, ungir menn selja undan sér eistun til aldinna auð- jöfra og fátæklingar bíða í röð- um eftir að afhenda innyflin í líffærabankana. Ég held að við íslendingar — hvar í flokki sem við stöndum — ættum að varast að meta þannig manngildið til peninga, því þá breytast sjúkra- húsin smám saman í sláturhús þar sem stjörnuskrokkar fá betri meðferð en hinir sem minna eru metnir á fjármagnsmarkaðin- um. Því miður héldu höfundar fyrrgreindrar ádeilumyndar á peningasjúkt sjúkrakerfi sig ekki innan spítalans nema fyrri hluta sýningartímans og því fór sem fór, að myndin um dr. Jekyll endaði sem dapurleg hringavit- leysa. Caan í fínu formi dolby-kerfið að verki? Hvað um það, nýjasta mynd Tónabíós, „Róstusamt götulíf, er fagmann- lega unnin hasarmynd, að mörgu leyti nýstárleg og umhugsunar- verð, en fylgir í öllum aðalatrið-. um gamalkunnugri hasar- myndaformúlu, er gengur út frá hetjuskap gangstersins en ill- mennsku löggunnar. James Caan stendur sig prýðilega í aðalhlut- verkinu, svo fremi hann hætti ekki að leika sjálfan sig. Hið ósýnilega hagkerfi Nafn á frummáli: Violent Streets. Leikstjóri: Michael Mann. Handrit: Michael Mann. Tónlist: Tangerine Dream. Sýnd í Tónabíói. f nýjustu mynd Tónabíós „Viol- ent Streets“ sem þýða ætti á vora þjóðtungu: Róstusamt götulíf, segir frá fyrrum fanga, er snúið hefir til borgaralegra lífshátta. Þannig fæst kappinn, er James Caan leikur, við sölu Ford-bif- reiða á daginn, en á kvöldin við innbrot í peningaskápa, einkum þá er geyma demanta. Ég segi að maður þessi fáist við borgara- legan starfa, en sumir kunna því vafalaust ill? að nefna kvöld- vinnu, slíka er hér er lýst — því nafni. Kannski er fulldjúpt tekið í árinni, að telja innbrotsþjófnað til borgaralegra starfa, en hvað um höfuðpaur innbrotsþjófanna í þessari mynd, þann er kom af- rakstri næturvinnunnar í verð. Sá ágæti maður bjó í fínu út- hverfi, innan um vangamjúka góðborgara, enda eigandi mikill- ar keðju matvöruverslana. Er staðhæft í handriti að sá mátt- arstólpi hafi jafnóðum fest „inn- brotsféð" í „rekstrinum". Hví skyldi hinn, er hafði þann næturstarfa að tæma bankahólf- in, ekki njóta sömu virðingar vors ágæta samfélags og fyrr- greindur búðaeigandi? Svo fremi auðvitað að ekki komist upp um allt saman og hinn virðulegi Ford-bílasali gerðist tugthús- limur. Nei, meðan allt lék í lyndi var næturstarfið jafnvirðulegt og daglaunavinnan, því sá sem halar inn peninga — jafnt eftir sýnilegum og ósýnilegum leiðum — nýtur ætíð virðingar í voru borgaralega samfélagi. Það má jafnvel ganga svo langt að full- yrða, að sá sem á nóga peninga hafi samfélagið og samborgar- ana í vasanum. Við sjáum þetta lögmál glögg- lega að verki í mynd Tónabíós „Violent Streets", þá fyrrgreind- ur innbrotsþjófur fær þá flugu í höfuðið að ættleiða barn. Hann heldur ásamt fylgikonu sinni á opinbera ættleiðingarskrifstofu, en mætir þar bergmálslausum vegg kerfisins. Sú hlið kerfisins er fram snýr viðurkennir nefni- lega ekki rétt fanga til að ætt- leiða börn. Af tilviljun nefnir innbrotsþjófurinn þetta mál við höfuðpaurinn. Sá er ekki lengi að útvega honum barn, enda í nánum tengslum við konur tvær er hafa þann starfa að ala börn handa ríku fólki. Já, það er ekki falleg sú mynd er kvikmyndin „Violent Streets" bregður upp af ranghverfu þess borgaralega samfélags er brosir svo fallega við okkur launaþræl- unum. Hún sýnir okkur inní heim hins ósýnilega fjármagns — þessa töfralyfs, er opnar þeim er yfir því ráða allar dyr — jafn- vel rimladyr fangelsanna. Kannski er hér kominn andinn í flöskunni, þessi er aðeins birtist meistara sínum. Ekki veit ég það en hitt veit ég að það var ekki aðeins boðskapur þessarar myndar er vakti mig af hvers- dagsblundinum, heldur og spennandi atburðarás mögnuð af hljóðveri Tangerine Dream. Fannst mér undarlegt, hversu ákaflega tónarnir frá því hljóð- veri börðu hlustir, á sama tíma og málskraf leikaranna var ósköp eðlilegt. Hér er máski Tékki í Langbrók Myndlist Valtýr Pétursson Það er ekki á hverjum degi, sem tékknesk listakona sýnir myndir sínar hér í borg. Nú stendur yfir lítil, en snotur sýning á grafík eftir Zdenka Rusova, en hún er fædd í Prag og búsett á Norður- löndum, ef ég veit rétt. Hún er kennari við Listakademíið í Osló og á verk í mörgum söfnum víðs- vegar um lönd, þar á meðal í Nýlistasafninu í Reykjavík. Þessi sýning í Langbrók er ekki veigamikil, enda takmark- að, hvað kemst fyrir í svo litlu plássi, en sýningin i heild stend- ur fyrir sínu og hefur afar skemmtilegt yfirbragð. Þarna er auðsjáanlega á ferð manneskja, sem þekkir vel til grafíklistar. Tæknin er með ágætum og skiln- ingur á myndefni er nokkuð persónulegur og gefur hugmynd um myndræna hugsýn. Það hvarflar að manni við kynningu þessara fáu verka, að skemmti- í Nýlistasafni legt hefði verið að sjá meira frá hendi þessar tékknesku lista- konu. Það má ef til vill segja, að við lifum nú á mikilli grafískri öld. Alls staðar i heiminum er þessi listgrein í örum hræring- um, og almenningur hefur tekið mjög vel við sér á þessu sviði. Það er því nálægt manni að segja, að ekki hafi áður verið eins mikið að gerast á þessu sviði, en nú er best að tala var- lega. Það er nefnilega mikið til af ágætri grafík frá fyrri tímum, og nú segir ég ekki meir. Zdenka Rusova er án nokkurs efa ágæt grafikmanneskja, og verk hennar hafa sérstaklega að- laðandi einfaldleika, sem í sjálfu sér segir miklu meira en verkin gefa til kynna við fyrstu sýn. Þarna eru engar bumbur slegn- ar, en með innlifun og auðmýkt er manni sýnt inn í heim sem er frábrugðinn ærslum og hávaða nútímans, heim sem hefur frið og ró í einfaldleika sinum og tek- ur mann með sér í faðm þess óendanlega. Þau fáu verk, sem eru á þessari sýningu, leyna á sér og eru mjög eftirtektarverð. Ekki skal ég þreyta fólk með lengra skrifi að sinni, en ég vona að hægt sé að sjá af þessum lín- um, að ég er ánægður með þessa sýningu og augljóslega i meira lagi. Þessar grafíkmyndir í Langbrók komu mér nokkuð á óvart, og ég fagna því að þessi sýning er kominn í gallerf við Lækjargötuna. Hollensk kona hefur opnað sýningu á myndverkum sínum i Nýlistasafninu við Vitastig. Hún heitir Henriette van Egten og hefur áður sýnt verk sín hér á landi og meira að segja sýndi hún í hinu merkilega Rauða húsi á Akureyri á sínum tíma. Þarna kennir margra grasa, ætingar, málverk og bækur, eins og stendur á boðskorti. Flestar þessar myndir eru fremur smáar og í seríum, ef dæma má eftir því hvernig þessu er fyrirkomið í sölum Nýlistasafnsins. Henri- ette van Egten fer vel með liti og teiknar af nokkurri kunnáttu. Hún er best i litlum málverkum, sem mikið er af á þessari sýn- ingu. Þar kemur greinilega fram, að hún hefur visst vald á litnum, sem gerir þessi verk aðgengilegri en margt það, er þeir hafa tekið til sýningar í þessu lifandi safni. Undirtitill þessarar sýningar er Phantom portraits, sem út mætti leggja sem Drauga- portrett á vondri lensku. Ekki verkuðu þessar myndir á mig í þá veru, sem við hér á landi setj- um í samband við yfirnáttúru- legar verur eins og Þorbergur nefndi slíkt. Hann hélt því til streitu, að draugar væru ekki til og aðeins um yfirnáttúruleg fyrirbæri væri að ræða. Hvað sem því líður, fannst mér frekar þessi verk Henriette van Egten vera aðlaðandi, jafnvel feminin og allsfjarri hugtakinu Phantom portraits. Þarna eru einnig mjög smáar myndir gerðar í lit og auðsjáanlega tilheyrandi myndröðum. Þær eru ekki veiga- miklar en sýna samt vissa hlið á þessari listakonu og hafa nokk- urn geðþokka (charm). Þetta er án nokkurs efa ein af betri sýningum, sem verið hafa að undanförnu í Nýlistasafninu. En eins og margir vita, sem fylgjast með starfsemi safnsins, ber margt á góma innan veggja þar í sveit, og er því ekkert auð- skiljanlegra en að þar sé misjafn varningur á ferð. Starfsemi safnsins í heild er í mörgu tilliti mjög merkileg og væri sannur sjónarsviftir að því, ef það legði niður sýningar. Það þarf að vera slík stofnun, sem getur leyft sér það, sem öðrum óar við. Og því má heldur ekki gleyma, að ein- mitt í slíkri starfsemi leynist oft á tíðum vaxtarbroddur, sem á eftir að gera sitt gagn. Ég hafði ánægju af að sjá þessa snotru sýningu, og ég veit, að fleiri eru mér sammála um, að þarna eru aðlaðandi mynd- verk á ferð. .. .... -.i i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.