Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLl 1984 Dráttarvélaakstur: Vignir sigraði enn einu sinni Dráttarvélaakstur er ein af þeim starfsíþróttum sem keppt er í á landsmótum og var svo einnig gert í Keflavík og Njarövík um helgina. Sigurvegari þar varö Vignir Valtýsson frfHSÞ og er þetta í sjöunda skipti sem hann sigrar í þessari grein. Vignir ók dráttarvélinni af mikilli leikni í gegnum allar hindranirnar og var engu líkara en hann vssri á hraöskreiðum sportbíl en ekki dráttarvól meö vagni aftan í, slík- ur var hraöinn á honum. Keppninni er þannig háttaö aö fyrst eru lagöar fyrir keppendur spurningar um ýmislegt sem við- kemur dráttarvélum svo sem vinnuhæfni, hiröingu og öryggis- búnaö. Síöan eru menn látnir aka um ákveöna braut sem er mjög hlykkjótt og fá þeir refsistig fyrir aö fella stikur þær sem afmarka brautina. Mest er hægt aö fá 150 stig úr keppninni allri og Vignir geröi sér lítiö fyrir og fékk 147 stig. Viö hittum Vigni aö máli þegar hann var aö koma út úr dráttarvél- inni og spuröum hann hvernig hon- um heföi gengiö. „Þetta gekk bærilega, annars er ég alveg óvanur þessari gerö af dráttarvélum og hef reyndar aldrei stigiö upp í Ford-dráttarvél fyrr en núna. Brautin var dálítiö þröng en núna var keppt á malbiki þannig aö maöur þurfti ekki aö huga aö þúfum eins og þegar keppt er á grasi,“ sagöi Vignir um leiö og hann fór aö athuga hve mörg stig hann heföi hlotið fyrir aksturinn. Keppendur voru 26 og gekk þeim misvel eins og gengur og gerist í íþróttum. Annar í keppninni varö Siguröur Eggertsson, HSK, og þriöji Heiöar Jónsson frá Hér- aössambandi Suöur-Þingeyinga. Þaö má aö lokum taka þaö fram aö móöurbróöir Vignis haföi sigrað í keppninni í nokkur skipti áöur en Vignir tók til viö aö sigra, þannig aö þaö má segja aö hæfni til aö aka dráttarvél sé í blóöinu. • Vignir Valtýsson sigraði enn einu sinni í dráttarvélaakstrinum. Þessi ungi Reynismaöur úr Sandgeröi vakti athygli fyrir „óþvingaöa" framkomu á lands- mótinu um helgina. Hann sést hér meö boltann sinn aö leik. Þessi ungi herramaöur haföi mest yndi af handboltanum og fylgdist grannt meö keppni í þeirri íþrótt. Þó brá svo viö aö hann sást fylgjast meö knattspyrnukeppninni — greinilega mikill boltamaöur hér á feröinni. Blaöamaöur Morgunblaðsins þóttist kannast viö kauöa frá því í Pollamótinu í knattspyrnu sem haldiö var fyrir skömmu í Vest- mannaeyjum — renndi grun í aö þar heföi hann veriö fylgifiskur liös Reynis. En ekki gafst kostur á aö fá þaö staöfest hjá þeim litla — hann haföi svo mikið aö gera viö aö leika sér og fylgjast meö öörum leika, aö hann gaf sér ekki tíma fyrir blaðaviötal. Hann gæti átt þaö eftir seinna aö spjalla viö blaöamenn — þaö þyrfti a.m.k. ekki aö koma á óvart þó hann yröi keppnismaður sjálfur er fram líöa stundir. Ingvar Guðmundsson: Töðugjaldakaffi EINN KARLMAÐUR var meöal keppenda í því aö leggja á borö. Við hittum hann akömmu áöur en keppnin hófat og spuröum hann fyrst til nafns og kvaöst hann heita Ingvar Guömundsson og keppa fyrir USVH. „Ég hef aldrei keppt áöur á landsmóti og þetta leggst bara sæmilega í mig. Ég valdi kaffiborö og ástæöa þess aö ég er aö bjóöa fólki í kaffi eru tööugjöld," sagöi Ingvar. Hann sagöist vera matreiöslu- maöur á Hvammstanga og í gegn- um starf sitt heföi hann kynnst þessu aöeins og eins heföi hann „æft“ nokkuö að undanförnu. „Nei, ég geri ekki mikið af þessu heima hjá mér, þar nota ég helst pappadiska því aö uppvask er þaö leiöinlegasta sem ég veit.“ • Ingvar Guömundsson Liö UMFK best í júdó Á föstudag vr keppt f júdó á landsmótinu í Keflavík og Njarö- vík. Keppt var í tveimur flokkum, eldri flokki og yngri. Keflvíkingar voru mjög sigursœlir í júdóinu, áttu þrjá efstu menn I báöum flokkunum. f yngri flokki sigraöi Kristján Svanbergsson, annar varö Sigmundur Bjarnason og fé- lagi þeirra úr UMFK, Loftur Vil- hjálmsson. í eldri flokki varö Siguröur Hauksson, UMFK, stigahæstur en hann lagöi alla andstæöina sína. Annar varö Magnús Hauksson og þriöji Ómar Sigurösson báöir úr UMFK. Keflvíkingar fá 31,5 stig út úr keppninni í júdóinu og geta þeir vel viö unaö. Að leggja á borð er list: Leðurteborð bar sigur úr býtum EIN AF starfsíþróttum þeim sem keppt var í á landsmóti UMFÍ um helgina var aö leggja á borö. Keppninni var þannig háttaö aö keppendur fengu að velja milli þess aö gera boröskreytingu vegna barnaafmælis eöa kaffi- borö og þeir sem völdu síöari kostinn máttu ráða hvert tilefniö var. Ýmsar ástæður voru gefnar fyrir því aö menn dekkuöu kaffi- borö. Brúökaup var ein ástæöan, tööugjöld önnur og svo mætti lengi telja. Keppendur voru 29 og þar af einn karlmaður. Hver keppandi haföi 45 mínútur til aö klára þá skreytingu sem hann haföi valiö og tókst öllum aö Ijúka verki sínu áöur en tíminn var útrunninn. Stig voru gefin út frá ýmsum þáttum, svo sem hvernig dúkar og servíettur voru, hversu lengi keppendur voru aö Ijúka verkinu og síöast en ekki síst hvernig heildarsvipurinn var á boröinu þegar upp var staðiö. Mest gátu keppendur fengiö 50 stig. Margir áhorfendur fylgdust meö þessari skemmtilegu grein og mörgu barninu langaöi greinilega til aö vera meö í ímyndaöri afmæl- isveislu því boröin voru hvert ööru glæsilegra. Sigurvegari í þessari grein varö Aöalheiöur Héöinsdóttur úr UMFK en hún var meö mjög fallegt kaffi- borö sem var aö mestu leyti úr leöri, reyndar var hér um aö ræöa teboö og viö spuröum sigurvegar- ann hvort þaö heföi verið langur undirbúningur aö þessu teboöi. „Já, þaö má eiginlega segja aö upphafið sé frá því í vetur, en þá vorum viö nokkrar saman í leöur- vinnu og þegar rætt var við okkur um aö keppa hér á mótinu ákváö- um viö aö vinna þetta allt í samein- ingu. Viö drógum síöan um hver ætti aö sjá um aö leggja á hvaöa borö og ég var svo heppin aö fá þetta borö.“ Aöalheiöur kvaöst ekki hafa keppt áöur á landsmóti og þegar hún var spurö aö því hvort kaffi- boröiö heima hjá henni væri alltaf svona glæsilegt hló hún og svaraöi ákveöiö nei. Urslit á landsmótinu Borötennts karla: Bjarni Kristjánsson, UMFK. Gylfi Pálsson, UMFK. Rúnar Óskarsson, UMFK. Guðmundur Stefánsson, UMSE. Guömundur Halidórsson, UMSE. Jón Sigurösson, UMFN. Kristján Eggertsson, HSÞ. Magnús Guömundsson, HSK. Borótennis kvenna: Sigrún Bjarnadóttir, UMSB. íris Ansnes, HSK. Bryndís Brynjólfsdóttir, HSK. Anna Lára Jóhannesdóttir. HSK. Anna Gunnarsdóttir, UMFK. Guöjörg Jónsdóttir, UMFK. Guöríöur Guöjónsdóttir, UMSK. Júdó: Eldri flokkur: Siguröur Hauksson, UMFK. Magnús Hauksson, UMFK. Ómar Sigurösson, UMFK. Árni Ólafsson, UÍA. Brynjólfur Sigurösson, UMFG. Gunnar Jóhannesson, UMFG. Yngri flokkur: Kristján Svanbergsson, UMFK. Sigmundur Bjarnason, UMFK. Loftur Vilhjálmsson, UMFK. Garöar Gislason, UMFG. Gísli Tryggvason, UMSK. Jóhann Kristmundsson, UMFG. Glíma: Eldri flokkur: Eyþór Pétursson, HSÞ. Pétur Ingvason, HSÞ. Halldór Konráösson, Víkverja. Kristján Ingvason, HSÞ. Þóroddur Helgason, UÍA. Gísli Jónsson, HSK. Yngri flokkur: Arngrímur Jónsson, HSÞ. Trausti Sveinsson, HSÞ. Kjartan Ásmundsson. HSK. Geir Guömundsson, HSK. Arnar Tryggvason, HSK. Davíö Jónsson, HSÞ. Skák: UMSK 18,5 vinninga. UMFB 16,5 vinninga. HSK 15,5 vinninga. UÍA 15,5 vinninga. UMFN 14,5 vinninga. UGS 13,5 vinninga. UDN 13,5 vinninga. Starfsíþróttir: Jurtagreining: Hjördís Haraldsdóttir, UMSE. Benedikt Björnsson, HSÞ. Ketill Tryggvason, HSÞ. Rósa Kristjánsóttir, UMSE. Vigdís Hauksdóttir, HSK. Guörún Sveinsdóttir, UMFK. Hestadómar: Snorri Kristjánsson, HSÞ. Jón M. Jónsson, UMSK. Haraldur Þórarinsson, HSÞ. Jónas Lilliendal, HSK. Þóra Jónsdóttir, UÍA. Hákon Kristinsson UMFK. Lagt á borö: Aöalheiöur Héöinsdóttir, UMFK. Þórdis Ingadóttir, HSÞ. Klara Saeland, HSK. Anna Þóra Böövarsson. UMFK. Emilia Gröns, HSK. Guörún Hákonardóttir, UMFK. Línubeiting: Jósteinn Hreiöarsson, HSÞ. Oddur Gunnarsson, UMFK. Jón H. Sigmundsson, HSK. Björgvin Þorvaldsson, UMFK. Húni Áskelsson. UMFK. Svavar Guömundsson, UMSE. Dráttarvélarakstur: Vignir Valtýsson, HSÞ. Siguröur Eggertsson, HSK. Heiöar Jónsson, HSÞ. Elías Höskuldsson. UMSE. Jón Ingi Sveinsson, UMSE. Ómar Pálsson, HSS. # „Leðurhópurinn" úr Keffavík. Þær unnu í sameiningu að undirbúningi þess að leggja á borö og drógu síöan um hver átti aö sjá um hvaða borð. Aðalheiður Héöinsdóttir er önnur frá hægri en hún sá um aö dekka sigurborðiö sem þær stöllur standa viö. Morgunbiaöið/sus

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.