Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 Lýsi hf. — Baldur Hjaltaaon og Lára Hanna Einarsdóttir. Alþjóðleg matvæla- sýning í París & Brynhildur Sverrisdóttir. Dagana 18.—22. júní var hin ellefta Salon international de L’alimentation, þ.e.a.s. alþjóðleg matvælasýning haldin í porte de Versailles í París. A þessari sýningu voru hvorki meira né minna en fímm íslensk fyrirtæki og er þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækin taka þátt í matvslasýningu hér í Frakklandi. Brynhildur Sverrisdóttir mark- aðsráðgjafi hjá útflutningsstöð iðn- aðarins annaðist alla skipulagningu og undirbúning hvað varðar sýning- una hér í París. Finnur Fróðason innanhússarkitekt hannaði og skipulagði það pláss sem íslensku fyrirtækjunum var ætlað af smekk- vísi. Fyrsta fyrirtækið sem ég skoöaði var Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, S/H, og þar hitti ég fyrir fram- kvæmdastjórann, Ólaf Guðmunds- son. Hann tjáði mér að sex þúsund tonn af fiski færu til Frakklands árlega og mest af því væri ufsi, karfaflök og grálúðuflök. Hann sagðist vonast eftir aukinni sölu á hrognum og rækju, en S/H selur fisk til nítján landa. Á staðnum var einnig fram- kvæmdastjóri framleiðslu, Hjalti Einarsson, Benedikt Guðmundsson sölustjóri og fleiri. S/H bauð upp á djúpsteykta þorskbita, sem brögð- uðust betur en vel. Sjávarafurða- deild Sambandsins og Iceland Sea- food Ltd. var næst á dagskrá og þar hitti ég fyrir þá Benedikt Sveinsson framkvæmdastjóra hjá Iceland Sea- food en hann starfar f Bretlandi. ólafur Jónsson var á staðnum fyrir hönd sambandsins. Benedikt sagði að sýning sem þessi væri Mekka matvörunnar, og væri þetta í fyrsta skipti sem sambandið tæki þátt í slíkri sýningu, þetta væri einn þátt- ur til að koma vörunni á erlendan markað, og sagðist hann vera mjög bjartsýnn á að það mundi takast. Valgarður J. ólafsson hjá Sölu- sambandi íslenskra fiskframleið- enda SÍF var með gamla góða salt- fískinn á boðstólum. Fyrir tslending sem ekki hefur farið heim í marga mánuði er ekki laust við að vatn hafi komið í munn- inn á mér er ég sá f huganum þenn- an fallega saltfisk soðinn á diski með íslenskum kartöflum og smjöri. Fyrirtækið SÍF var stofnað 1932 og er þvf fimmtfu og tveggja ára. Það selur saltfisk til tuttugu og fimm landa og 3400 tonn fara til FrakklandB af blautum og þurrum fiski. Mest selja þeir til Portúgal, Spánar, ítalfu og Grikklands. Fjórða fyrirtækið var Sölustofn- un íagmetis, Iceland Waters. Kæli- borðið hjá þeim var mjög girnilegt og vel skreytt af alls kyns niður- suðuvöru, rækjum, síld að ógleymd- um hinum fræga kavíar, sem Frakk- ar sækjast mjög eftir, cngin góð veisla haldin svo ekki sé kavíar á borðum. Lagmetið selur kavíar og rækju til Frakklands, og nú á að bæta síld- inni við. Framkvæmdastjóri Lag- metisins er Theódór Halldórsson, Rafn A. Sigurðsson stjórnarfor- maður var einnig á staðnum ásamt Páli Gunnari Pálssyni matvæla- fræðingi. Sigríður Margrét Vigfúsdóttir sem er að ljúka námi f kvikmynda- gerð í París var túlkur á staðnum fyrir viðskiptavini. Síðasta fyrirtækið var Lýsi h/f og þar voru þau Lára Hanna Einars- dóttir sölumaður og Baldur Hjalta- son efnafræðingur, og fræddu þau gesti um hollustu Lýsis um leið og þeim var boðið upp á lýsispillu. Nfutfu prósent af allri framleiðslu Lýsis h/f fer á erlendan markað, á fimmtíu lönd. Þetta er í fyrsta skipti sem Lýsi h/f kemur til Frakk- lands og hefur fyrirtækið f huga að auka útflutning f íslenskum neyt- endapakkningum. Sýnishornum af lýsinu var ein- staklega vel komið fyrir f básnum og plaköt skreyttu vegginn þar sem sýndi að lýsi er fyrir alla fjölskyld- una og alla aldurshópa. Ástæðan fyrir langlífi íslendinga, Norðmanna og Japana er einfald- lega sú að við lifum mestmegnis á fiskmeti og tökum inn lýsi. Allavega fyrir mig var það einstök ánægja að sjá lýsi á sýningunni. Ég er búinn að vera hér f Frakklandi á sjöunda ár og hvað er það sem maður hefur haft f ferðatöskunni með sér frá Is- landi ef ekki tlu flöskur af lýsi fyrir árið fyrir alla fjölskylduna, auðvit- að frosinn fisk margvafinn inn í dagblöð þegar flogið hefur verið beint, að ógleymdu skyri, rúgbrauði, malti, og auðvitað einni flösku af brennivfni. Hver veit nema ég eigi eftir að finna þetta allt f frönskum matvöruverslunum áður en langt um líður ... Þetta er f fyrsta skipti sem Nína vinnur með leörið, en hugmyndina fékk hún í Afríku. Einkasýning á verkum Nínu Gautadóttur í París Sveit lúðra bauð gesti velkomna. Einkasýning á verkum Nínu Gautadóttur var opnuð 14. júnf sfð- astliðinn á Grande Masse des Beaux-Arts f sjötta hverfí f Parfs. Við opnunina var fjöldi manns og heil sveit lúðra bauð gesti vel- komna fyrir framan húsið. Þetta er í fyrsta skipti sem Nína vinnur með leðrið, en hug- myndina fékk hún í Niger í Afr- fku, en þangað segist hún hafa farið alveg efnislaus. Verkin eru öll unnin 1983. Hugmyndina fékk hún hjá litlum hirðingjaflokki sem ferðaðist með tjöld sín um Afríku. Þeir unnu mikið úr leðri og lituðu það á alla vegu. Þeir skreyttu híbýli sín með leðurvör- um, hnakka og beisli úlfalda sinna. Þeir lituðu fyrir hana leðrið, en hún segist hafa verið mjög ánægð er hún komst að því að liturinn kæmi frá Englandi, þá hafi hún verið nokkuð viss um að hann væri góður. Nfna segist alltaf vera á leið- inni að mála, en alitaf þegar hún hafi ætlað að byrja á þessari hefðbundnu list hafi hún alltaf fengið aðra hugmynd. Hún sagð- ist vona að það gæti orðið hennar næsta verkefni, en hvað út úr þvf kæmi vissi hún ekki og hló ... Sýningu Nínu lauk 27. júní. Atómstöðin og Útlaginn En fleira fslenskt hefur verið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.