Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 18. JÚLl 1984 Sveifluháls (Ljósm. Halldór Kjartansson) — eftir Ara Trausta Guðmundsson Leiðsögumenn í „túristaútgerð- inni„ þekkja „Gullhringinn" eins og vasa sína. „Gullhringurinn" sá er leiðin frá Reykjavík til Gullfoss og Geysis og síðan um Þingvelli til baka. Jarðfræðingar eiga sér líka sinn „gullhring" í nágrenni Reykja- vfkur. Á þeirri leið má sjá flest sér- kenni íslenskrar jarðfræði í hnot- skurn á einum ferðadegi. Velflestir nemar í framhaldsskólum, þar sem jarðfræði er kennd, hafa farið með lærimeisturum sínum þennan hring: Frá Hafnarfirði, meðfram Kleifar- vatni, austur að Selvogi, um Þor- lákshöfn og Þrengsli til Reykjavík- ur. Hér á eftir fylgir kynning leiðar- innar og nokkrar leiðbeiningar. Dálítill undirbún- ingur sakar ekki Leikmenn hafa verulegt gagn af ferðinni, þótt enginn jarðvísinda- maður fylgi. Menn hafa einfald- lega þann háttinn á að lesa sér dálítið til, skoða það sem fyrir augun ber (taka jafnvel myndir? og lesa meira að ferðinni lokinni. Tvær almennar jarðfræðibækur eru til á íslensku, sæmilega nú- tímalegar. Jarðfræði Þorleifs Ein- arssonar og Ágrip af jarðfræði Is- lands eftir greinarhöfund og það eru fyrst og fremst kaflar um eld- virkni, eldstöðvar og gosefni, sem gagnlegast er að lesa. Mun ég setja fram feitletruð atriðisorð í kynningunni hér á eftir svo auð- veldara verði að finna nothæfa kafla í bókunum. Eins og nærri má geta er hér um ökuferð að ræða. Áfangarnir eru margir og víða stansað, en sumt má sjá út um bílgluggann á ferð. Best ér að hefja daginn um níu-leytið. Að Eldborg Við hefjum ferðina við vegamót Reykjanesbrautar og Krísuvíkur- vegar, skammt frá álverinu. Fyrst liggur leiðin yfir helluhraun og sið- an yfir apalhraun með hellu- hraunsflákum, sem komið er úr gígum við Undirhlíðar. Hraunið heitir Kapelluhraun og hefur lík- lega runnið eftir landnám. Vel má sjá muninn á þessum tveimur hraungerðum sem stafar af mis- munandi seigju eldleðjunnar, þeg- ar hún vellur upp á yfirborð jarð- ar. Seig kvika verður að apal- hrauni. 1. stans er við hrauntröð skammt frá Vatnsskarði (sjá kort). Vegur- inn liggur þar ofan í stóra hraun- rás sem liggur í suðaustur og er farvegur sem runnið hefur eftir að meginhraunið breiddist út. I veggjunum má bæði sjá þverskurð „Jarðfræðingar eiga sér Ííka sinn „Gullhring“ í nágrenni Reykjavíkur. Á þeirri leið má sjá flest sérkenni íslenskrar jarðfræði í hnotskurn á einum degi.“ í hraunið og rákir eftir hraunjaka sem sigldu niður með straumnum. Aksturinn að næsta fyrirbæri er afar stuttur. Um 500 m innan við hrauntröðina er afleggjari til hægri. Þar framundan er rauður hóll og augsýnilega rauðamalar- nám. Þennan veg skal keyra uns hallar fram af ofan í gryfjur. Hóllinn er í raun allstór gjallgígur sem Kapelluhraun hefur runnið þétt upp að og hlýtur hann þar með að vera nokkru eldri en hraunið. Vegagerðarmenn eða ein- hverjir aðrir hafa grafið djúpa rás fyrir bíla og vinnuvélar inn í gíghrúgaldið og étið geysistóra geil inn í það sunnanvert. Best er að fara gangandi niður rásina og „inn“ í gíginn. Þarna er auðvelt að skoða innvolsið i gjallgíg; sjá hvernig gjall og kleprar hafa hrúgast upp í kringum kviku- strókinn úr gígnum sjálfum, skoða glerjaðar gasrásir og öll litbrigði gjóskunnar sem stafa af járninni- Hrauntröð í Kapelluhrauni. Úr Raufarhólshelli. haldi bergsins. I hraunstykkjum má finna grófa djúpbergsmola (hnyðlinga) og díla úr sumum steintegundanna, sem mynda bas- altið í eldstöðinni. Þessu næst er ekið um Vatns- skarð í áttina að Kleifarvatni. Eldvirknin á þessum slóðum er eldri en á láglendinu að baki. All- ar meginjarðmyndanir eru úr mó- bergi, sem varð til við gos undir ísaldarjökli, mest á síðasta jökul- skeiði, sem lauk fyrir um 10.000 árum. í klettum út með vatninu má sjá ýmsa hluta móbergsmynd- unarinnar; lagskipt móberg úr misgrófri gjósku, brotaberg úr gjósku og bergmolum o.fl. Nú er ekið sem leið liggur með vatninu framhjá Stefánshöfða og upp á ranann þar sem sést í fysta sinn út að jarðhitasvæðinu sem kennt er við Krísuvík. Þar er stansað. Nú má ganga út á klettaranann í átt að vatninu. f kynlega sorfnum klettunum er lagskipt móberg. Lagskiptingin varð til þegar gjóskan (úr þeytigosi í Sveiflu- hálsi) féll í vatn i eða við jökul og þungu kornin sukku hraðar en þau léttu. Við hverja sprengingu í gos- opinu urðu þá til tvö og tvö lög gróft og fíngert á víxl. Utar á ran- anum getur að líta skessukatla, en það eru vindsorfnir bollar i mó- bergsklöppum. Af hálsinum liggur leiðin niður á sléttlendi í átt að hverasvæðinu. Brátt er komið að afleggjara að veiðisvæði hreyfihamlaðra (sjá skilti) og frammi við vatnið sér á lítinn höfða. Hann ættu menn að skoða til að kynna sér bólstraberg, en það er einn hluti móbergs- myndunarinnar. í staðinn fyrir venjulegt hraun getur kvikan myndað hnyklótt berg, djúpt í jökli eða vatni, úr glerhúðuðum bólstrum, sem líkjast úttroðnum pokum. Þetta er 4. stansið á leið- inni. Að þessu loknu er farið að Sel- túni, en það er raunverulegt nafn á Krísuvíkurhverasvæðinu. Þar má aka að göngustíg og skoða svo dæmigert háhitasvæði, með gufu- augum og leirhverum. Við ónýta borholu má sjá fallegt hverahrúð- ur úr kísli og öðrum efnum (m.a. úr gulum brennisteini), sem fellur úr vatninu þegar það kólnar. Leir- inn myndast vegna þess að súrar gufur og vatn leysa upp móbergið og eru leirtegundirnar mislitar. Forvitnilegasti hverinn er rétt vinstra megin við akveginn sunn- an við slóðann upp að göngustígn- um. Rétt er að gleyma ekki að stöðva bllinn þar, þegar farið er frá Seltúni. Hverinn er geysistór o'g illúðlegur. Sprengigígar eru ekki á hverju strái. En rétt við útihús Krísuvík- urbæjar er stórt vatn, Grænavatn, í fallegum sprengigíg, sem hefur líklega myndast við mikið gufugos og sent frá sér dreif af bergmolum og hraunkúlum. Gígarnir eru reyndar fjórir (Grænavatn, Gesta- staðavatn og tvö Augu). Gott er að stöðva bílinn á litlu stæði sem orð- ið hefur til á bakkanum rétt við veginn. Liturinn á vatninu veldur heilabrotum. Það er nánast hvanngrænt. Ræðst þessi litur lík- lega af efnasamböndum í vatninu. Hraunkúlurnar finnast í næsta nágrenni gígsins og þá einnig gabbrómolar úr innskoti sem hlýt- ur að vera undir svæðinu. Vatnið í gignum er grunnvatn, rétt eins og í Kleifarvatni, og sígur það í og úr vatnsstæðinu án þess að menn verði þess varir. Vatnsflöturin fellur saman við grunnvatnsflöt- inn. Þegar komið er að vegamótum liggur leið til Grindavíkur til hægri, en til Selvogs á hina hönd. Þann veg veljum við. Framundan er fjallið Geitahlíð og þar undir, rétt við veginn, sér á fagurlega eldstöð: Eldborg undir Geitahlið, heitir hún. Þarna hefur opnast stutt sprunga og einn gígurinn orðið sýnu mestur. Aldurinn er fá-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.