Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JULÍ 1984 49 • Asgrímur Angantýsson UNÞ, yngsti keppandinn í skákínni, ellefu ára. • Ungmennasamband Kjalar- nesþings sigraði í skákeppninni. Sveitin hlaut 18 og hálfan vinn- ing, sveit UMFB varð önnur með 16 og hálfan vinning og í þriöja sæti varö HSK með 15 og hálfan vinning. Sveit UÍA hlaut reyndar jafn marga vinninga, en 64 stig samtals, en HSK-sveitin 65 stig. Sigursveit UMSK skipuðu As- geir P. Ásbjörnsson, Ágúst Karls- son, Leifur Jósteinsson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Harvey Georgsson, Jón A. Pálsson, Sig- urgeir Gíslason, Bragi Þorbergs- son. Hór má sjá nokkra úr sveit- inni aö tafli. Skakin skemmtileg Ásgrímur Angantýsson skák- maður frá Raufarhöfn keppti fyrir UNÞ á lansdmótinu um helgina. Ásgrímur er aöeins 11 ára gamall og var hann yngsti keppandinn í skákinni aö þessu sinni en alls tóku 16 sveitir þátt í keppninni. „Þetta hefur gegnið ágætlega hjá okkur þaö sem af er. Ég tefli á þriöja boröi fyrir UNÞ og byrjaöi aö tefla, svona fyrir alvöru, fyrir þremur árum. Þaö má segja aö maöur æfi sig svo til daglega því ég les mikið um skák og svo tefli ég líka mjög mikiö,“ sagöi yngsti skákmaöurinn þegar viö spuröum hann að því hvernig sveit hans heföi gengið á skákmótinu á landsmóti UMFÍ. Ásgrímur sagöist fylgjast nokk- uö með öörum iþróttagreinum og aö hann æföi blak líka og líkaöi þaö vel enda væri nauösynlegt aö æfa bæöi andlega og líkamlega. „Þetta er i fyrsta skiptiö sem ég keppi á landsmótiö og mér hefur fundist mjög gaman hérna, enda er þetta eitt þaö skemmtilegasta sem ég geri, þaö er aö tefla. Eg er staöráöinn í því aö halda áfram aö tefla og reyna að ná betri árangri,“ sagöi Ásgrímur og settist viö tafl- boröiö til þess aö hefja næstu um- ferð en þar var hann meö hvítt. • Eðvarð Þór Eðvarösson, UMFN, loggur hér af stað í baksundskeppninni á landsmótinu um helgina. Eðvarð setti ekki islandsmet í 200 m fjórsundi eins og mótsstjórnin gaf út því Ingólfur Gissurarson, ÍA, á það met ennþá, synti á 2:12,80 árið 1981. Eðvarð stóð sig þó mjög vel á landsmótinu, varð stigahæsti sundmaðurinn auk þess sem hann vann besta afrekiö í sundinu. Morgunblaölð/Július.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.