Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 53 Lyftingakappi varð Skákmeistari Akureyrar Skák Margeir Pétursson Það er álíka heimskulegt að halda því fram, að skákmeistarar séu upp til hópa pervisnir amlóðar og að lyftingakappar séu naut- heimsk vöðvafjöll. Ef einhver trúir á slíkar alhæfingar ætti hann að taka skák við Akureyringinn Kára Elísson og bjóða honum síðan í sjómann á eftir. Kári er löngu landsþekktur sem margfaldur fs- landsmethafi í lyftingum og nú í vor gerði hann sér lítið fyrir og varð skákmeistari Akureyrar 1984. Kári hefur lengi verið öflugur skákmaður, en hefur látið taflið sitja á hakanum fyrir lyftingunum og því kom þessi frábæri árangur hans mjög á óvart þar sem nærri allir sterkustu skákmenn Akureyr- ar voru á meðal keppinauta hans. Þeir Áskell Örn Kárason, Gylfi Þórhallsson og Pálmi Pét- ursson eru allir landsþekktir skákmenn og styrkleiki mótsins sézt bezt á því að Jón Björg- vinsson, sem átti titil sinn að verja frá því árinu áður, varð óvænt að sætta sig við neðsta sætið. Um einstök úrslit vísast til meðfylgjandi töflu og tekið skal fram, að stigin í henni eru íslensk. í B-flokki á skákþingi Akur- eyrar varð Friðgeir Kristjánsson hlutskarpastur með 5 vinninga af 6 mögulegum. í öðru sæti varð ri Olafsson þriðji Jakob Þór Kristjánsson með 4 v. Efstir í unglingaflokki urðu þeir Árni G. Hauksson og Skafti Ingimarsson. Fyrir jól fór fram haustmót Skákfélags Akureyrar og varð Áskell Örn Kárason þar hlut- skarpastur með 6 v. af 7 mögu- legum. í 2.-4. sæti urðu þeir Þór Valtýsson, Jón Björgvinsson og Jón G. Viðarsson með 5 v. í ungl- ingaflokki sigraði Árni G. Hauksson. Akureyrarmeistarinn nýbak- aði teflir afar skemmtilegar skákir og hann fékk fegurðar- verðlaunin á mótinu fyrir þessa brjáluðu sókn: Hvítt: Kári Elísson Svart: Jakob S. Kristinsson I. e4 — c5, 2. Rf3 — Rc6, 3. d4 — cxd4, 4. Rxd4 — Rf6, 5. Rc3 — e5. Lasker-afbrigðið sem naut gíf- urlegra vinsælda á seinni hluta áttunda áratugarins. 6. Rdb5 — d6, 7. Bg5 — a6, 8. Ra3 — b5, 9. Bxf6 — gxf6, 10. Rd5 — f5, 11. Bxb5!? Þetta er allra hvassasta leiðin gegn Lasker-afbrigðinu. Kári gefur sér greinilega tíma til að glugga í fræðin. II. — axb5, 12. Rxb5 — Ha4. f skákinni Halldór G. Einars- son — Haukur Angantýsson, Skákþingi Reykjavíkur 1983, gaf svartur skiptamuninn aftur með 12. — Ha7, án þess að það nægði til að blíðka goðin. Athyglisverð er skákin Honfi — Horvath, Su- botica 1978: 12. - Dg5!?, 13. Rdc7+ — Kd8, 14. Rxa8 — Dxg2, 15. Hfl - Dxe4+, 16. De2 - Da4, 17. Rac7 — Rd4! og svartur hefur undirtökin. 13. Rbc7+ — Kd7, 14. c4!? — Ha7? Svartur missir kjarkinn. Betra er 14. — Hxc4, 15. Dh5 — Rd4! 16. Dxf7+ - Kc6, 17. Rb4+ - Kb7,18. Rb5+ — Dd7!, en þannig tefldist skákin Briiggeman — Gaulitz, V-Þýzkalandi 1982. 15. Rb5 — Dg5, 16. Rb6+ — Kd8, 17. Rxa7 — Rxa7, 18. Da4 — Dxg2, 19. 0-0-0 — Dxe4. Siiiári með 4xh v. og SKAKÞlNG- hKURmbK STIG- 4 2 3 9 5 6 8 9 10 VINN. RÖd\ 4 K'ARI EL'ISSON 2fts wk '/z O / tí / / 1 / l 7 1 ! n 4L 'ASKELL ÖRN KíIflA, 2095 •u W, / 0 1 O / 1 / 1 6& : 2. i 3 GYLFI þoRNPiLLSS. H05 1 r0 m / 1 / 0,0 'A i' 5t 3. j V P'ALMl péTURSSON ^IOO Oi 1 0 •/i / 0 /h- l\S i V i 5 JÖN G. VIÐARSS0N !2000 54 O 0 Y'/l WL 0 / / / Zz \ •f/z 5. ! <o PÖR VALTÝSS0N \zotO o! í 0 0 1 /% % / ÍC /4 r+- vö OÞ- ? j sigurjón siGumjn* 0\C /JÍLOÍ54 m 0 1 /4 H í-7. U'JAKOB KR!STmsS0N 2020 OjO 1 1 ;QjO 0 1 /y/ 'k 1 3/z S. ; o ARNAR ÞORSTElHSSO^nOO 1 0 r,/z % 3 9. I— 10 jón hjörG'VIMssgN\zo(,o oiolo Oi 54.154 •Á 0 '/z V/// Z 40. Nú hótar svartur óþyrmilega að leika 20. — Bh6+ og allt er í hers höndum hjá hvítum. En Kári lumar á stórkostlegu svari: Ti' s s * 1 i V A i 1 m " o ; ; jHf ■■ , <^b w >■■■■!■■ * * 1 JÍÉÉ m H b m. i \ 20. Hxd6+H - Bxd6, 21. Hdl - Rc6. 21. - Kc7, 22. Dxa7+ - Db7 má t.d. svara með 23. Rxc8 — Hxc8, 24. Dxb7+ - Kxb7, 25. Hxd6 — Hxc4+, 26. Kd2 með yf- irburðaendatafli. 22. Da8! En ekki 22. Hxd6 - Kc7, 23. Rxc8 — Hxc8 og svartur snýr fljótlega vörn í sókn. 22. — Ke7? Nauðsynlegt var 22. — Re7, þótt hvítur hafi frábær sóknar- færi fyrir manninn eftir 23. Hxd6+ — Kc7, 24. Da3. Nú vinn- ur hvítur fljótt og örugglega: 23. Rd5+ — Kd8, 24. Dxc6 — Bd7, 25. Db6+ — Kc8, 26. Dxd6 — Dxc4+, 27. Kbl — De4+, 28. Kal — Dc2, 29. Re7+ — Kb7, 30. Dd7+ og svartur gafst upp. Glæsileg skák, 20. leikur hvíts var raunveruleg fórn, því afleið- ingar leiksins var ekki hægt að reikna út með neinni vissu. Vonandi fer Kári nú að stunda skákina í meira mæli en áður, þótt vafalaust sé erfitt að sam- eina áhugamál hans, lyftingarn- ar og skákina. Þar gæti útitaflið á Lækjartorgi þó komið að nokkru gagni, því þyngstu menn- irnir á því vega yfir 20 kíló- grömm. Skáklíf í Danmörku Skák Gunnar Gunnarsson Fróólegt er að bera okkur saman við aðra Norðurlandabúa á ýmsum sviðum skáklífsins og bera saman ýmsa þætti í uppbyggingu skáklífs í Danmörku miðað við okkur hér á íslandi. Á ýmsum sviðum stöndum við framar Dönum en á öðrum sviðum gætum við kannski eitthvað af þeim lært. Bent Larsen Skærasta stjarna Dana í mörg ár hefur verið stórmeistarinn Bent Larsen. Við þekkjum Bent Larsen vel því bæði hefur hann oft komið hingað og teflt hér og margir minnast fyrstu heimsóknar hans hingað 1955 er hann tefldi einvíg- isskákir við Friðrik Ólafsson um Norðurlandatitilinn. Bent Larsen vann titilinn öllum á óvart því Friðrik hafði þá getið sér þegar góðan orðstír víða um heim og þótti sigurstranglegri. Nú býr Bent Larsen í Brasilíu með konu sinni og teflir víða um heim og skrifar enn í ótal blöð. Árangur hans undanfarið hefur verið heldur skrykkjóttur og stundum hefur hann sést neðstur á blaði, en þess á milli á hann góða spretti. Hann þykir með þeim betri I heiminum að útskýra skák- ir og gerir það bæði á fróðlegan og skemmtilegan hátt. Hann er fyrir löngu hættur að tefla fyrir Dani og skrifar bara fyrir þá í danska skákbiaðið Stórmeistarar Bent Larsen er eini stórmeistari Dana í skák, en við eigum þó alt- ént tvo, þá Friðrik Ólafsson og Guð- mund Sigurjónsson. En Danir hafa mikinn áhuga á að fá sér annan stórmeistara og binda miklar von- ir við einn ungan og efnilegan sem heitir Curt Hansen. Skáksamband Danmerkur hefur nú ákveðið að styrkja Curt Hansen fjárhagslega til þess að hann geti einbeitt sér að skák að minnsta kosti næstu tvö ár. Ætla þeir að greiða honum sem nemur 7.000 íslenskum krón- um á mánuði gegn því að hann tefli í landsliðsflokki um Dan- merkurtitilinn og í landskeppnum og í þeim mótum í Danmörku þar sem möguleiki er á að ná stór- meistaraáfanga. Skáksambandið skuldbindur sig til að styrkja hann ennfremur fjárhagslega til að taka þátt í a.m.k. þremur mót- um erlendis þar sem hann hefði möguleika á að ná stórmeistara- áfanga. Curt Hansen er aðeins nítján ára gamall og varð að gera upp við sig hvort hann héldi áfram námi eða héldi áfram skákiðkun og nú hefur hann valið skákina og námið verður að bíða. Stórmeistarar okkar Eins og flestum skákáhuga- mönnum er kunnugt hafa stór- meistarar okkar notið launa frá ríkisvaldinu til þess að geta helg- að sig skákinni og fengið laun sem samsvara launum menntaskóla- kennara. Á meðan Friðrik var okkar skærasta stjarna og var á meðal þeirra sem kepptu alvarlega að heimsmeistaratigninni í skák var örugglega meirihluti þjóðar- innar fylgjandi því að styrkja hann til dáða á alla lund, enda varpaði hann frægðarljóma á landið og efldi skákáhuga hér á landi sem við búum enn að. Nú hafa aðstæður breyst hjá Friðrik og nú mun standa til að gera skipulagsbreytingar á þessum málum. Hafa verið uppi ýmsar hugmyndir hvernig best væri að þessum málum staðið, en enn mun óráðið hvernig mál skipast. Keppnin í landsliðs- flokki hjá Dönum Eins og mörgum er kunnugt fer fram keppni í landsliðsflokki hjá okkur nú í byrjun september nk. Allir öflugustu skákmenn okkar munu verða með enda er mikið í húfi: landsliðssæti á Ólympíumót- ið í Grikklandi og þátttökuréttindi á svæðamótinu næsta ár. Skák- samband íslands glímir nú við þann vanda að fjármagna dágóð verðlaun okkar mönnum til handa en þeir eru orðnir ýmsu góðu vanir á því sviði. Danir halda, eins og við höfum gert, sína landsliðs- keppni um páskana og hafa jafn- framt hækkað all verulega verð- launaupphæðir. Hjá þeim verða þrír efstu í landsliðsflokki í ólympíuliðinu (hjá okkur tveir fyrstu), en fjórir efstu verða vald- ir í Evrópumeistarakeppnina, en þar erum við ekki þátttakendur. Efsti maður í keppninni verður valinn til keppni í svæðamóti á næsta ári. Þá hafa Danir þann hátt á, að til þess að koma til greina með styrk frá Skáksam- bandinu, þegar farið er til keppni erlendis á eigin vegum, verða við- komandi skákmenn að hafa tekið þátt i landsliðsflokki eða ungl- ingameistaramóti sambandsins. Virkir skákmenn Á ísiandi teljast virkir skák- menn um 2500 en í Danmörku tæplega 10.000. Á íslandi mætti með meiri skipulagningu virkjt.. miklu fleiri skákmenn til almenn- ari skákiðkunar. Skáklíf víðsvegar úti á landsbyggðinni er rekið af veikum mætti og þarfnast miklu meiri örvunar og aðstoðar frá þeim sem standa styrkari fótum. Þó hefur skáklíf víða út um land eflst til muna með tilkomu deilda- keppni Skáksambandsins og mörgum úti á landsbyggðinni finnst það fróðlegt og skemmtileg^ að halda hjá sér helgarskákmót. Blaðaútgáfa Danska skáksambandið gefur út Skákblaðið og annast sölu á ýms- um skákmunum sem hefur veitt þeim góðar tekjur. Skáksamband Islands ætti að hafa hönd í bagga með utgáfu íslenska skákblaðsins og samræma þannig bæði frétta- og auglýsingaöflun sem kæmi öll- um aðilum til góða. Skjóta þarf miklu fleiri stoðum undir rekstur beggja aðila, Tímaritsins Skákar og Skáksambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.