Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 14
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLl 1984 „Það er Guð sjálfur sem kallar Hugleiðingar vegna greinar Arnórs Hannibalssonar í DV 3. júlí Módirin með börnin sín tvö. Börn, sem njóta aðhlynningar á kristniboðsstöðinni. eftir Susie Bachmann „Þó við höfum aðeins dvalið þrjá mánuði í Kenýa, þá er margt sem kemur okkur á óvart, já, svo ótalmargt. En svar okkar er: Að Guð skuli geta gert þá peninga sem safnast saman á vegum Sambands ís- lenskra kristniboðsfé- laga að svo mikilli blessun.“ Greinin hefst á þessa leið: Eitt af því óhugnanlega sem gerist í heiminum i dag, er svokallað kristniboð í löndum fjarri Evrópu. Það miðar að því að brjóta niður, rífa sundur, slíta og eyðileggja trú og menningu viðkomandi þjóða í anda nýlendustefnu 19. aldar. Að- eins síðar í greininni segir: Engin rök mæla með því að allir skuli hafa sömu trú fremur en allir skuli mæla á sömu tungu. Árið 1950, þá rúmlega tvítug, var ég á húsmæðraskóla rétt utan við Osló. Svo kvalin var ég af heimþrá fyrstu mánuðina að mér er það í minni enn þann dag í dag. Það var þá sem ég kynntist ungu fólki sem gekk á skóla norska kristniboðssambandsins í Osló. Tveir Islendingar voru þar við nám um þetta leyti, Felix Olafsson og Benedikt Jasonarson, sem báðir urðu kristniboðar í Eþíópiu að námi loknu. Nám mitt við húsmæðraskólann voru aðeins 6 mánuðir, en nám við skóla norska kristniboðsins tók 6 ár. Því er það, að ég minnist á hve illa haldin ég var af heimþrá, að einmitt þessvegna fannst mér al- gjörlega óskiljanlegt að ungt fólk legði á sig 6 ára nám fjarri heima- landi sínu, fjölskyldu og vinum. Ég átti eftir að dvelja í Noregi í tvö ár. Áður en ég hélt heim, laust upp fyrir mér mikilvægri stað- reynd. Kristniboð er ekki eitthvað sem maðurinn hefur fundið upp af sjálfum sér. Kristniboð er ekki heldur eitthvað sem kirkjan hefur fundið upp. Kristniboð byrjar í hjarta Guðs. Ef svo væri ekki, væri kristniboð algjör rökleysa. Arnór Hannibaisson segir: Ég álít að þjóðir utan Evrópu, fjöl- breytilegar að menningu, trú og siðum eigi rétt á að vera i friði fyrir Evrópumönnum og fá að iðka sína siði samkvæmt hefðum. Það er ofbeldi og menningarspjöll að rífa þetta fólk upp af sínum þjóð- lífsrótum. Þegar ég las þetta, kom f huga minn frásögn Asbjörns Ávik sem var kristniboði f Kina 1 tugi ára. Honum kynntist ég f Noregi á ár- unum 1950—1952. Ávik talar af reynslu og þekkingu. Hann veit hvað það er að vera heiðingi. Hann hefur sjálfur starfað mitt á meðal þeirra. Þessari frásögn hefi ég aldrei getað gleymt: Heiðin móðir stendur með barn- ið sitt f fanginu og Htur yfir hið ægilega fljót, fullt af krókódílum. Hún þrýstir þvf að sér, kyssir litla, heita andlitið, það er svo lftið og hjálparvana og það er hennar eign. Áframhaldið skiljum við ekki. Hún fleygir barmnu í hið ægilega fljót og hún sér hvernig krókódílarnir rífast um litla kroppinn. ó, hve angistin fyllir hjarta hennar, en hún getur ekki annað. Hún varð að gera þetta til að blíðka Satan, hann er henni og fólki hennar ægileg staðreynd. Trúarbrögðo hennar fólks skipuðu svo fyrir. Ávik endar frásögnina með þvi að segja: Þetta er ísköld heiðni. Ef hún á að hafa einhverja von, verður hún að fórna og hún fórnar því dýrmætasta sem hún á. Ef til vill er fórnin ekki nógu stór, úr þvi sker tíminn einn. Ef til vill verður hún að fórna öðru barni og þá þorir hún ekki annað en hlýða. Avik er ekki að lesa fyrir okkur reyfara. Hann er að segja frá staðreyndum. Hann heyrði sjálfur móðurina segja frá hvernig henni leið og hvað hún mátti reyna áður en hún tók kristna trú. Svo geta þeir sem enga reynslu né þekkingu hafa, sagt, að það sé ofbeldi og menningarspjöll að rífa fólk upp af sínum þjóðlífsrótum. Það er sannfæring mín og millj- óna annarra, að kristniboð sé ekki eitthvað sem maðurinn hefur fundið upp. Það er Guð sjálfur sem skapar neyð í hjarta einstakl- ingsins til þess að vinna að kristniboði heima og heiman. Það er köllun Guðs sjálfs, ekkert minna. Við þá sannfæringu breyt- ast aðrar forsendur og rök. Eða hver skilur þetta með höfðinu heimspekingurinn eða húsmóðir- in: Kristniboðinn segir frá: Það gerðist í landafræðitíma. Kennar- inn var að segja okkur frá Kína. Þá fannst mér eins og hönd væri lögð á öxl mér og rödd er sagði: Þú átt að fara fyrir mig til þessa lands. Kristniboðinn heldur áfram: Næstu dagar voru sautján ára piltinum erfiðir, því að höndin var ekki tekin af öxlinni. Fótatak hans sem hafði stigið niður úr há- sætinu til þess að afla sér her- manns, hljómaði í öllum gólfum og öilum vegum. Jafnvel þegar ég flýði inn i skóginn, kom það i troðningunum. Og ég þráttaði við Guð, því að ég vildi verða bóndi. Gat ekki hugsað mér neitt annað. En Guð tekur hönd sína aldrei aft- ur. Hann biður bara þess að menn gefi sig algjörlega honum á vald. Margir kristniboðar hafa einmitt reynt þetta sama. Svo ég taki dæmi: Einar Eng, sem starfar nú i Kenýa, bað Guð dag og nótt: „Góði Guð, sendu einhvern annan, bara ekki mig.“ Hann átti sér annan draum, Einar Eng, en kallið varð yfirsterkara en allt annað og hann vissi að hann yrði aldrei ham- ingjusamur nema hann hlýddi þessu kalli. Árið 1979 áttum við hjónin því láni að fagna að heimsækja fs- lensku kristniboðsstöðina i Chep- areria í Kenýa. Ómögulegt var að skilja með höfðinu hvernig á þvi gat staðið að ung hjón, þau Kell- rún og Skúli Svavarsson kristni- boðar, sem stjórnuðu kristni- boðsstöðinni i frumskógi svört- ustu Afríku meðal Pokot-manna, skyldu yfirleitt geta hugsað sér að starfa þarna svo árum skipti, fjarri heimalandi og ástvinum. 5 börn þeirra hjóna, öll í Naíróbí, þar sem þau sóttu skóla sem börn kristniboðanna sækja. Fjarlægðin um 480 km. Þar af leiðandi gátu börn og foreldrar aðeins verið saman um stórhátíðir og í sumar- leyfum. Sama forsenda: Það er Guð sjálfur sem kallar. Arnór Hannibalsson vitnar meðal annars í tímaritið „Hönd- ina“. Segir hann að þar sé skýrt frá því að kristilegir kærleiksboð- arar standi fyrir því að rífa börn í Kenýa út úr venjubundnu fjöl- skyldulífi þeirra og kenna þeim að lesa í skólum. Tilgangurinn sé að hrífa þau úr greipum fáfræði og fátæktar og Arnór bætir því við að þetta sé misskilin mannúð. Fólkið í Kenýa veit sínu viti þótt það hafi ef til vill ekki komið sér upp flók- inni ritmenningu, og Arnór Hannibalsson endar með þessum orðum: það á að fá að ráða því sjálft hvernig það elur börn sín. Þegar við hjónin vorum í Kenýa, bæði sáum við og heyrðum þegar fólkið kom til kristniboðanna og grátbað þá um hjálp við að koma upp skólum fyrir börnin sín. Við viljum fá skóla fyrir börnin, getið þið hjálpað? spurði það kristni- boðana aftur og aftur. Fáfræði og fátækt Ein af mörgum minningum frá Kenýa. Það var árla morguns. Ung stúlka, tæplega af barnsaldri, kemur gangandi upp hallann að kristniboðsstöðinni. Greinilegt er, að hún kemur langt að. f fanginu heldur hún á tveim ungbörnum, tvíburum nokkurra vikna göml- um. Hafði hún vafið óhreinum tuskum utan um litlu kroppana, hún átti ekkert annað. Ekki sást í augu barnanna fyrir kaunum, og nú stóð hún þarna, unga móðirin, fyrir framan kristniboðana og bað um hjálp. Þar sem Kellrún er hjúkrunarkona að mennt, kunni hún til verka og gat hjálpað. Og nú vil ég spyrja heimspekinginn: Var það misskilin mannúð að bera penicillin i augu barnanna og bjóða ungu móðurinni að koma á hverjum degi til að fá áframhald- andi hjálp? Börnin hefðu orðið blind, hefðu þau enga hjálp fengið. Það eru margir blindir í Kenýa í dag vegna fátæktar og fáfræði. Fátæktin og fáfræðin gerir það að verkum að fólkið þarna um slóðir kann ekki að þrífa sig né börnin sín. Eitt af því fyrsta sem kristni- boðinn gerði var að leiða vatn heim að kristniboðsstöðinni og nú hafa hinir innfæddu lært að nýta sér vatnið. í gagnrýni Arnórs Hannibals- sonar á Hjálparstarf kirkjunnar talar hann um að þetta sé á mis- skilningi byggt og i versta falli skrípaleikur. Á hann þar við fisk- töflurnar sem sendar voru til Eþíópíu, og svo bætir hann við: Það þarf sérfróða menn, sem geta sagt því hvar og hvernig hægt er að ná í vatn. Ekki ætla ég að svara fyrir Hjálparstofnun kirkjunnar, hún er fullfær um það sjálf. Ekki get ég samt látið hjá lfða að benda Arnóri Hannibalssyni á, að Hjálp- arstofnun fslensku kirkjunnar hefur um áraraðir verið f sam- starfi við aðrar hjálparstofnanir þar sem eitt aðalverkefnið hefur verið að bora og leita eftir vatni og kenna þeim innfæddu gerð vatnsbóla. Ég er undrandi ef Arn- ór hefur ekki vitað um þá stað- reynd. Við hjónin höfum svo oft verið spurð eftir að við komum heim frá Kenýa, hvað það hafi verið sem kom okkur mest á óvart þarna úti. Þó við höfum aðeins dvalið þrjá mánuði í Kenýa, var margt sem kom okkur á óvart, já, svo ótal- margt. En svar okkar er: Að Guð skuli geta gert þá peninga sem safnast saman á vegum Sambands fslenskra kristniboðsfélaga að svo mikilli blessun. Susie Bachmann er húsmóðir í Heykjarík. ~rr‘ MATSUSHITA V/ ELeCTRIC CKOUP SUNRISE JAPANSKUR HELJARKRAFTUR FRÁBÆR ENDING útsölustaðir um land allt. VERÐ STÆRÐ GERIÐ SAMAN HEAVY DUTY BURÐ ALKAUNE AA 12,- 32.50 C 18- 54.- D 24,- 69.50 9 V 37- 129.50 MEIRA EN 60 ÁRA REYNSLA Þetta er raf hiaðan sem kemur út meö eina aibestu endingu f viöurkenndustu prófunum í heiminum f dag. HEILDSÖLUDREIFING: SUNOABORG 9 REYKJAVÍK Simi 687270

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.