Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 51 Njótum lands — níðum ei: Nokkur orð um umgengni Ferðamálaráð íslands stendur nú fyrir herferð er stuðla skal að bættri umgengni um landið. Öil- um er ljóst að umgengni er ábóta- vant bæði í þéttbýli og út um sveitir landsins en ekki eru allir tilbúnir að taka þátt í að bæta hana. Víða eru ýmiss konar mannvirki í hættu vegna þess að ekki er hugsað um að halda þeim við, og smám saman setja þau ljótan svip á okkar nánasta umhverfi. Ef við látum trassaskapinn ráða heima í húsgarði eða við bæinn í sveitinni, þá er hætt við að sami hugsunar- háttur fylgi okkar á ferðalögum um dali og fjöll. Það er stöðugt unnið að því að fá landsmenn til þess að bæta um- gengni við híbýli sín og í mörgum bæjar- og sveitarfélögum eru veitt verðlaun fyrir snyrtilegasta (feg- ursta) garðinn eða býlið. Þessi við- leitni hefur orðið til mikilla bóta á undanförnum árum, en nær þó ekki til nægilega margra. Fjölgun í hópi snyrtimenna, hvort sem menn eru á ferð eða heima, er ekki nægilega mikil, en munurinn á þeim og slóðunum verður hins vegar augljósari. Spurningin er hvernig hægt er að ná til þeirra sem ekki hafa áhuga á að fegra eða halda hreinu sínu nánasta umhverfi, og hvers vegna þeir eru svona sinnaðir. NJÓTUM LANDS -NÍÐUM El Ferðamálaréð Islands Umgengni fólks á ferðalögum er misjöfn og ekki þarf nema fáa ein- staklinga, sem skilja eftir sig ljót ummerki, til þess að koma óorði á mikinn fjölda. Ég er þeirra skoð- unar að mikill meirihluti fólks reynir að hafa sæmilega snyrti- legt í kringum híbýli sín og sama á við ferðamenn, en er það algjör- lega sami hópurinn? Hræddur er ég um að það fari ekki endilega saman, og kannast eflaust margir við fólk sem hugsar vel um blómin í garði sínum, en ber ekki jafn mikla virðingu fyrir mosa og lyngi er lendir undir hjólum jeppans á heiðum uppi. Við íslendingar erum nokkuð fúsir að taka leiðbeiningum, en það þar að orða þær vel, það má ekki leynast vottur af skammar- tón í þeim. Okkur er hætt við að segja, „ég gerði þetta ekki“, ef dæmi eru notuð til leiðbeiningar og þar með höfðar leiðsögnin ekki Krakkarnir voru á leið í útreið- artúr á hestunum Loga, 11 vetra, og Fífli, 22 vetra, og höfðu heimil- ishundinn Snata með í ferðinni. Þau sögðust hafa nóg viö að vera 1 sveitinni, heyskapurinn gengi vel og væru komnir um 3.000 baggar, til okkar, hún er leiðinda rövl. Það er líkast því að við getum ekki far- ið eftir boðum og bönnum nema við höfum átt þátt í setja þau. Nú geta ekki allir komist að þeim skrifborðum, þar sem reglur um umgengni í landinu eru settar en við verðum að treysta þeim hópum sem þar vinna og trúa að þeir séu að gera rétt. Umgengnisreglur eru þó ekki hafnar yfir gagnrýni, þær geta aldrei verið fullkomnar, við verðum oft að meta sjálf hvar mörkin eru. Þegar við komum út úr tjaldinu þá þurfum við ekki að vega og meta hvort stígvélið á að fara á hægri fótinn í dag. Hins vegar gætum við þurft, að meta hvort leiðin sem framundan er og virtist greiðfær í sólskininu í gær, er fær í rigningunni í dag. Það var á áætluninni sem við kunningj- arnir gerðum í vetur, að fara þessa leið í sumar og nú erum við komnir á stað. Hvað má það kosta að komast á leiðarenda, í peningum, í náttúru- spjöllum, hver er afraksturinn? Ég minnist frásagnar og mynd- ar úr ferð nokkurra heiðursmanna er fóru til laxveiða í Kjarrá í júní 1979 og greint er frá í bókinni „Varstu að fá ’ann?“ (örn og Ör- lygur 1983). Á myndinni er drátt- arvél á beltum (líklega ekur bóndi) að draga jeppa eftir drulluslóð. í myndatextanum segir m.a. að fyrirhöfnin hafi í þessu tilfelli keyrt um þverbak því ferðast var fram og til baka með þessum hætti, ekki var minnist á náttúru- spjöll, en afrakstur ferðarinnar þótti rýr, einn nýrunninn lax og einn hoplax. Hvernig gerist svona atburður? Hvernig er blómagarður þessara manna? Hvað var bóndinn að hugsa? Eru menn hræddir við að verða stimplaðir raggeitur eða náttúru- verndarmenn, ef þeir snúa jeppan- um frá drulluslóð og neita að taka þátt í leiknum? Ein orsök atburða af þessu tagi og margra minni slysa í umgengni okkar um landið, er sú, að við töl- um ekki nóg um þessi mál á heim- ilum, vinnustað eða ferðalögum. Ekki er nóg að umræða um ' bætta umgengni sé hávær í fjöl- miðlum, hún þarf að óma í kvöld- kyrrðinni um húsgarða og hljóma sem svanasöngur á heiði. Hver hefur borið á móti því að svana- söngur á heiði sé hinn eini hreini tónn? Og honum þurfa allir að ná. Þóroddur F. Þóroddsson. Ari Sigurðsson (t.v.), Hólmsteinn Halldórsson og Hólmfríður Björk Óskars- dóttir á leið ( útreiðartúr, að ógleyradum Loga, Fífli og Snata. Borgarbörn í sveit „Það er sko miklu skemmtilegra að vera í sveitinni á sumrin heldur en ( Reykjavfk. Þar hefur maður ekkert að gera en hér erum við ( heyskap og svo (Örum við stundum á hestbak," sagði Hólmsteinn Halldórsson, ungur Reyk- vfkingur, sem er í sveit hjá afa sínum og ömmu að Þorleifsstöðum ( Skaga- firði, ásamt frenku sinni, Hólmfríði Björk Óskarsdóttur úr Reykjavfk og Ara Sigurðssyni frá Siglufirði. auk þess sem þau fengju að fara i fjósið og hjálpa til með kýrnar. — Ætla þau aftur f sveit að ári liðnu? „Já, alveg örugglega," var ein- róma svar þremenninganna. Segirðu meira, selurðu meira. Og það gerist með LOOK||lG XE bifskeytinu. LOOKING II bifskeytin henta alls staðar, í lofti, á vegg, í glugga... Einfalt lykilborð, haganlega fyrir komið í bifskeytinu gerir þér á andartaki kleyft að hanna eigin auglýsingatexta. Smekkleg hönnun á öflugum auglýsinga miðli, hentugt fyrir kynningar og sértilboð. LOOKING n bifskeytin búa m.a. yfir eftirtöldum eiginleikum: Feitir sem grannir stafir, fjórar leturgerðir, yfir 100 forunnin myndtákn, allt að 360 orða texti, 5 hraðastillingar, þrjú leturbil og ÍSLENSKT LETUR. Þú getur látið textann: velta, Kða, mætast, eyðast, blikka, hika, opnast, lokast, skiptast og gleikka. Sölumaðurinn sívakandi, sem þiggur hvorki laun rré orlof. LOOKING U bifskeytin hafa „grípandi augnaráð". Burt með spjöld og snepla. Hringirðu í síma 11630 mun okkar maður koma um hæl með LOOKING II bifskeyti ásamt ýtarlegrl fróðleik, án nokkurra skuldbindinga sími 11630 í 1 1 Snarast á bak. Morgunblaðið/Vilborg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.