Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1984, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. JÚLÍ 1984 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI ^ * IL FÖSTUDAGS Opinberir starfsmenn eiga að vera til fyrirmyndar Sigurður G. Haraldsson skrifar: „Agæti Velvakandi. Þegar ég sem oftar renndi aug- um yfir dálka þína sl. fimmtudag, hnaut ég illilega um grein eftir starfsmann Tryggingastofnunar. Nú ætla ég að taka það skýrt og skorinort fram, að ég hef ekkert nema gott um þessa ríkisstofnun að segja. Hún hefur án nokkurs vafa liðsinnt og létt undir með mörgum í lífsbaráttunni, þá ára- tugi sem hún hefur starfað. Ég vil einnig minna á það í því sam- bandi, að núverandi forstjóri hennar var einn af ráðherrum við- reisnarstjórnarinnar, m.ö.o. sjáv- arútvegs-, heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra hennar á árunum 1%5 til 1971, og ættu það raunar að vera næg meðmæli með þessari ríkisstofnun. Því meir undrandi varð ég, er ég las greinina í Velvakanda sem ég áður nefndi. Þar er einhver ónefndur starfsmaður Trygg- ingastofnunar að tala um „að- dróttanir í garð góðra starfs- manna“ og „þekkingarskort á því efni sem til umfjöllunar er“. Hér eru teknar tvær tilvitnanir upp úr áðurnefndri grein. Vart er ég einn um þá skoðun að verða að lýsa yfir furðu minni á því að opinber starfsmaður hafi uppi svo torskil- in og óljós ummæli í blaðagrein. Það verður að gera meiri kröfur til opinberra starfsmanna en ann- arra. Þeir eiga að vera borgurun- um til fyrirmyndar í hvívetna, enda setja almenn hegningarlög þeim mjög þröngar skorður í hegðun og framkomu við borgar- ana. Tæpast er ég einn um þá skoðun, að torskilin og óljós um- mæli af hálfu opinbers starfs- manns í blöðum séu óviðeigandi. Að lokum vil ég ítreka það að ég ber fyllsta traust til Trygginga- stofnunar og þeirrar aðstoðar sem hún veitir þeim, sem höllum fæti standa í lífsbaráttunni, og tek undir það með starfsmanni Trygg- ingastofnunar að lýðræði í okkar landi þurfi að vera sem styrkast." Tillitsleysi öku- manna í garð hestamanna Telst hreinlæti ekki lengur til sóma? Ingibjörg skrifar: Mig langar til að forvitnast um hvort læknar vorir hafi eitthvað sótthreinsandi í bílunum þegar þeir fara í sjúkravitjanir í heima- hús? Hér áður fyrr þvoðu læknarnir sér alltaf um hendurnar þegar komið var á staðinn og gaf það manni þá tilfinningu að hreinlæti væri til sóma. Undanfarin ár hef ég fengið marga lækna heim og vekur það mig til umhugsunar um að enginn þessara ungu lækna þvær sér lengur. Ef að læknar hafa ekki sótthreinsandi efni til að þvo sér með eru þeir þá ekki sjálfir aðal bakteríusmitberarnir? Við hvaða hag- stæðu ákvæði samvinnulag- anna er átt? Halldór Kristjánsson skrifar: Dr. Benjamín Eiríksson er dug- legur að skrifa í blöð og gerir sér far um að vera málefnalegur hvert sem umræðuefnið er. Því eru líkur til að hann ræði mál til hlítar og taki ekki illa upp þó að hann sé beðinn um fyllri greinargerð ef miðlungslesara er óljóst við hvað hann hafi átt. Morgunblaðið birti 11. júlí Orð um samvinnu eftir dr. Benjamín. Þetta er, sem vænta mátti, fræði- leg grein og málefnaleg. Þar segir m.a. „Með hinum hagstæðu ákvæð- um samvinnulaganna myndast fjármagn örar en hjá einkaaðil- um.“ Nú spyr ég: Hver eru þau hag- stæðu ákvæði samvinnulaganna sem doktorinn hefur hér í huga? Öll hugleiðing hans, sú er á eftir fer, hvílir á skoðun hans um þessi ákvæði. Ég vænti að hann taki ekki óstinnt upp þó að ég spyrji og að honum endist lítillæti til að svara. í annan stað segir doktorinn í grein sinni: „í samvinnulögunum felst inn- byggt fyrirkomulag sem þýðir sjálfvirka uppsöfnun fjármagns, sjálvirkni, sem ekki er í hlutafé- lagslögunum." Mig langar til að spyrja við hvað sé átt með þessum orðum. Svo bíðum við átckta. Magnea skrifar: Kæri Velvakandi. Nú er svo komið að ég get ekki lengur orða bundist yfir óskiljan- legu tillitsleysi reykvískra öku- manna í garð hesta og hesta- manna úti á landsbyggöinni. Þannig er mál með vexti að ég er búsett í Reykjavík en er með hest- ana mína í girðingu fyrir austan fja.ll yfir sumartímann. Því fer ég austur í sveit hvenær sem tækif- æri gefst til, til að sinna ferfættu vinunum mínum sem mér eru svo kærir. Meðal þeirra eru tvö hálf- tamin trippi, sem enn eiga dálítið (land með að geta talist fulltamin, og þarf að umgangast þau með mikilli varkárni, eins og svo títt er um ótamin hross. Þar sem lítið er um lagða reið- vegi í sveitinni, verða hestamenn að láta sér lynda reiðleið meðfram þjóðveginum, sem um er mikil bílaumferð um helgar. Reykvískir ökumenn eiga það flestir sam- merkt, að kunna ekki að sýna til- lítssemi í garð hesta og hesta- manna og ósjaldan hef ég næstum verið dottin af baki trippanna minna, þegar hugsunarlausir öku- menn gera sér það að leik að auka hraðann þegar þeir aka framhjá. Svo ég tali nú ekki um ósköpin þegar ökumenn með óskiljanlega kímnigáfu flauta á ríðandi fólk um leið og þeir þeysa fram hjá og nægir það venjulega til að fæla hvern meðaltaugasterkan hest. Ég, og svo margir fleiri, er búin að láta mér þetta lynda í svo ótalmörg ár, án þess að láta frá mér heyra óánægjustunu á prenti. Því fór svo að ég gat ekki lengur orða bundist. Ég bið ykkur hér með, ökumenn, sem eruð á ferð um þjóðvegi landsins, að brjóta nú odd af oflæti ykkar og sýna lágmarks- kurteisi og tillitssemi I garð hesta og hestamanna. Hægið á bifreið- inni rétt á meðan þið farið fram hjá hestamönnum úti í sveit, þið verðið meiri menn í augum margra fyrir vikið.“ Bendix ■heniia- VARAHLUTIR Vestur þýsku varahlutaverksmiðjurnar Bendix framleiða eingöngu vandaðar vörur. Þær framleiða orginal varahluti t.d. fyrir FIAT verksmiðjurnar ítölsku. Þessar gæðavörur bjóðum við á góðu verði. Dæmi: Fiat 127 Hemladælur, aftur 229 kr. " framan 728 kr. Hemlaskór í afturhjól með útíherslum 578 kr. Gorma- og skóhaldara- sett í afturhjól 272 kr. Hemladiskar, framan 420 kr. Stöðuhemilsbarkar 294 kr. Klossar 198 kr. LADA Hemladiskadælur 955 kr. Sendum í póstkröfu um allt land. Fljót og góð þjónusta. LLINGf Sérverslun með hemlahluti. Skeifunni 11 Sími: 31340,82740, Blaðburóarfólk óskast! Austurbær Vesturbær Ingólfsstræti Tjarnarstígur Lindargata frá 1—38 !■ II .. . I I ■■■——— \ I I \ 1 I ! ! I \ t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.