Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.07.1984, Qupperneq 6
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 hvílík snilli býr með Sturlu sem rithöf- undi, einkum þegar hann fjallar um at- burði, sem eru honum hugleiknir: „Áður hefur verið sýnt fram á það með fjölda dæma, hve meistaralega honum (þ.e. Sturlu Þórðarsyni) tekst oft að flétta vísur og hendingar inn í frásagnir sínar til að skapa listrænni blæ og dramatíska stíg- andi. Hann grípur mjög til fyrirburða og spásagna til að auka eftirvæntingu stórra viðburða, á líkan hátt og höfundur Njálu.“ (Leturbr. mín, M.J.) Hér er engu líkara en Gunnari sjáist yfir mikilvægi fullyrð- ingarinnar og er það með ólíkindum. Höfundi Njálu eru draumar og dulræn efni hugleikin eins og kunnugt er. Slíkar frásagnir eru einnig einkenni á þekktum ritum Sturlu Þórðarsonar og dálæti hans á bergvættum kemur að sjálfsögðu fram í frásögn Njálu af jötninum í Lómagnúpi. Hún er að vísu upprunnin í latínuritum, en hafnar í Njálu vegna ástríðufulls áhuga höfundar á slíku efni. Sturla Þórðarson kunni skil á erlendum heimildum og hafði þær á takteinum, notar m.a. frásagnir Beda prests í landnámssögu sinni. Höfundi Njálu er kristin trú einnig áleitið umhugsunarefni, svo og lög lands- ins og stjórnskipun, en hann er ekki sterk- ur í lögfræði frekar en Sturla Þórðarson, að sögn Ólafs Lárussonar, sem segir að honum hafi ekki verið sýnt um lagasetn- ingar né verið vel að sér í rétti þjóðar sinnar, ef marka má af lögbókinni Járn- síðu, sem samin var undir handarjaðri Magnúsar konungs lagabætis og Sturla kom með heim til íslands ásamt Þorvarði Þórarinssyni. Hann verður síðan fyrsti lögmaður konungsríkis á fslandi. En hvað sem líður kunnáttu hans í lögum er áhug- inn fyrir hendi eins og fram kemur í Njálu. Einar Ól. Sveinsson hefur sýnt fram á, að höfundur Njáls sögu styðst við Járnsíðu, þegar hann ritar um lög og rétt. Hún hefur þá verið til á Staðarhóli, en ólíklegt að hún hafi borizt víða á ritunartíma Njálu. Einar Ól. Sveinsson hefur einnig bent á, að höf- undur sögunnar hefur þekkt fjölda fornra rita. Slíka yfirsýn hafði enginn á íslandi á árunum 1275—’84 nema Sturla Þórðarson, svo vitað sé. Áhugi Sturlu Þórðarsonar á kristni kemur ekki sízt fram í Kristni sögu sem fullvíst má telja að hann hafi samið og ætlað sem þátt í samfelldri sögu íslands frá upphafi. En Landnáma og Islendinga sögur hans í Sturlungu eru þáttur í því heildarverki. Sturla Þórðarson tók við af Snorra frænda sínum og jók við konungasagnarit- un á Islandi. Hann gerist hirðskáld Magn- úsar konungs, ritar sögu hans, sem nú er glötuð að mestu, og athyglisvert að slík sagnaritun fer með honum í gröfina. Eftirminnileg og listræn samtöl ein- kenna þekkt rit Sturlu Þórðarsonar, eink- um minnisstæðustu kafla Islendinga sögu. Hann leggur áherzlu á persónusköpun og dramatíska spennu og er meistari í því að lýsa aðdraganda mikilla örlaga með draumum og spásögnum, eins og fyrr get- ur. Aðdraganda og blóðugum átökum á Ör- lygsstöðum, endalokum þjóðveldis á Is- landi er lýst með þeim hætti í íslendinga sögu að minnir einungis á örlagaatburði Njálu. Höfundur þessara rita er óforbetr- anlegur örlagatrúarmaður þrátt fyrir sína kaþólsku trú. En í þessum köflum er það skáldið, en ekki sagnaritarinn, sem á pennanum heldur. Draumur Jóreiðar í Miðjumdal fyrir Örlygsstaðabardaga bendir bæði til Grettis sögu og Njálu og þá ekki síður ýmis eftirminnileg samtöl í Is- lendinga sögu, sem gefa Snorra Sturlusyni lítið eftir. Frásögnin af Hvamm-Sturlu og Þorleifi beiskalda í Hítardal útaf farsótt sem gekk um héraðið og ummæli hvors um annars líðan minna mjög á leiftrandi glettur Sighvats við Sturlu son sinn í ís- lendinga sögu, en farsóttarþátturinn er í Sturlu sögu. Báðir minna þessir kaflar á meinfyndna frásögn af Birni í Mörk og Kára í Njáls sögu. Allar eru þessar sögur úr sama fjöðurstaf og það er mikill rithöf- undur sem á honum heldur. Þegar Hvamm-Sturla segir um Þorleif beiskalda, „allar kvalir munu honum sparðar til ann- ars heims" og Þorieifur um Sturlu, „hann mun nú hafa illt, en hálfu verra síðar", minna þessi ummæli á frásögn Njáluhöf- undar, m.a. þau orð Njáls, að ekki munu þeir brenna bæði þessa heims og annars: „Trúið þér og því, að guð er miskunnsamur og mun hann oss eigi bæði láta brenna þessa heims og annars." Sturla Sighvats- son í rauðu skikkjunni yfir brynjunni minnir einatt á Njálupersónur, en þó eink- um Sighvatur faðir hans og þá ekki sízt þegar hann kemur við sögu með þeim hætti, að Sturla Þórðarson nær „þeim listgripum óræðra frásagna, að annars staðar mun vart listilegar til þeirra bragða gripið í íslenzkum bókmenntum 13. aldar“, svo að vitnað sé til Gunnars Bene- diktssonar. Draumar og dulræn efni eru eftirminni- leg einkenni Njálu, ekki síður en Eyr- byggju og Grettis sögu. Sjálfur hefur Sturla Þórðarson haft miklar dulrænar gáfur eins og lýst er í fyrrnefndum þætti um hann og hefur hugboð um óorðna hluti eins og Njáll sem er líkur honum um margt og gæti verið staðgengill hans í sög- unni. Sturla var hjátrúarfullur í betra lagi, segir Sigurður Nordal. Njáll var mis- vitur og Grettir sá „flest fyrir þó að hann gæti eigi að gjört". Það er lítill sannfær- ingarkraftur í þeim orðum, sem Sturla Þórðarson lætur Sturlu bræðrung sinn Sighvatsson segja, þegar hann vaknar morguninn fyrir Örlygsstaðafund: „Ekki er mark að draumum." Njáll er kynntur með þessum hætti í sögu sinni: „Njáll hét maður; hann var sonur Þorgeirs gollnis, Þórólfssonar. Móð- ir Njáls hét Ásgerður og var dóttir Áskels hersis hins ómálga; hún hafði komið út hingað til íslands og numið land fyrir austan Markarfljót... Hann var lögmaður svo mikill að enginn fannst hans jafningi, vitur var hann og forspár, heilráður og góðgjarn, og varð allt að ráði, það er hann réð mönnum, hógvær og drenglyndur, langsýnn og langminnugur; hann leysti hvers manns vandræði, er á hans fund kom.“ Mörg þau lýsingarorð sem hér eru notuð eiga einnig við Sturlu Þórðarson og augljósar eru þær mætur sem Njáluhöf- undur hefur á lögmannsnafnbótinni. En aðrir staðgenglar höfundar Njálu eru Hös- kuldur Hvítanessgoði og Mörður Valgarðs- son sem eru innfluttar persónur, en tákn- gervingar Sturlungaaldar og verður um þá fjallað annars staðar. Gunnar á Hlíðar- enda er tilbúin rómantísk persóna sem sprettur úr sömu bókmenntatízku og Kjartan Ólafsson. Athyglisvert er það einnig, að höfundur Njálu notar ekki Melabók eða Landnámu- gerð Styrmis fróða þegar hann kynnir Njál í sögu sinni, heldur Landnámu Sturlu Þórðarsonar, enda kemur það ekki á óvart. Þar er Þorgeir einkenndur með orðinu gollnir, en í Melabók stendur: Þorgeir goldni. Hér er um lítið atriði að ræða, en gæti þó sagt mikla sögu. Höfundur Grettis sögu notar Sturlubók Landnámu af mikilli kunnáttu og kemur það ekki á óvart. Hann þekkir einnig ógrynni heimildarita, ekki síður en Njáluhöfundur. X Sturlu Þórðarsyni hugnuðust að vísu ekki afskipti Hákonar konungs af málefn- um Islands eins og víða kemur fram 1 heimildum, en sættir sig þó við orðinn hlut og örlög landsins eftir 1262. En þá er samt eins og hús hans brenni. Hugsjón hans verður eldi að bráð, persónugerð í Njáli Þorgeirssyni, talsmanni hans. Slíkt tákn- mál var algengt í heimsmynd kaþólskra manna á þessum tíma og Sturla notar það í Grettlu, þar sem íslenzk örlög birtast í gæfuleysi Grettis. Þjóðin er persónugerð í honum; hann verður táknlegt fyrirbrigði íslenzkra örlaga. Sjálfur glímdi Sturla Þórðarson við erlent konungsvald, féll — en hélt velli. En í glímunni við Glám sortnar þeim báðum fyrir augum, Gretti Ásmundarsyni og Sturlu Þórðarsyni. Og þótt Njáll væri vitur, kunni hann ekki allt- af fótum sínum forráð. Það kunni Sturla Þórðarson ekki heldur, hvorki réð hann alla þá drauma sem hann dreymdi í vöku né svefni. En suma drauma réð hann eins og heimildir herma, þótt misvitur væri. XI Sturla Þórðarson skýrir frá og lætur persónur sínar lýsa sér með orðum og at- höfnum, en það er aðalsmerki Njáluhöf- undar öðru fremur. Sturla dæmir ekki, hann er of veraldarvanur til þess. Veit nóg um freistingar mannskepnunnar til þess honum þyki ástæða að setjast í dómara- sæti. I Islendinga sögu fara raunar engir halloka fyrir honum, nema e.t.v. brennu- menn á Flugumýri. En Flosi siglir aftur á móti með reisn, þótt vont sé skipið. Það eru táknleg endalok mikilla örlaga í Njálu. Ritlist Sturlu Þórðarsonar rís hæst í Magnús lagahætir. Höggmynd í dómkirhj- unni í Stafangri. samtölunum sem stundum eru glettin og gamansöm eins og hjá Njáluhöfundi. Og þótt fjöldi sögupersóna ryðjist fram á sjónarsviðið í frásögn hans og þar gerist margir smáir atburðir, verður allt þetta mannhaf svipuð tíðindi og öldur sem brotna við strönd; eftirminnileg kveðja frá hafi tímans. Þessi frásagnarháttur minnir einna helzt á það sem Halldór Laxness segir í Skeggræðunum um ósvikna sveita- sagnfræðinga. Ég bendi á sumt í lýsingu nóbelsskáldsins á Gísla Konráðssyni, „ — þegar minnst varir, og í skyndingu ... dregur hann upp mynd af stórsögulegum, dramatískum atburðum með einföldum, en skörpum dráttum, og umvafða birtu leift- ursins, svo áþreifanlega að lesandinn vaknar með andfælum. En það er eins og hann taki ekki eftir því sjálfur. Stundum aftur á móti þegar hann kemur að stór- viðburðum, setur hann allt í einu tóndeyfi á strengi sína í staðinn fyrir að maður hefði búizt við að nú hækkaði hann rödd- ina og færi að æpa ..." En Sturla var meira en sveitasagnfræð- ingur. Hann var sagnameistari og mikið skáld, ekki sízt ljóðskáld. Og hann var háttvís rithöfundur. Hann nefnir sjálfan sig til sögunnar eins og hvern annan. Ann- að hefði truflað sannfræði sagnanna. Sturla Þórðarson er eins og hver önnur sögupersóna í ritum sínum. Okkur hefði varla dottið hann í hug sem höfundur ís- lendinga sögu, ef við vissum ekki betur. Enda má segja hann sé ekki höfundurinn, heldur þátttakandi; tæki í höndum at- burðarásar. Og hún sé höfundurinn. Hvað skáldsögunum við kemur er hann höfund- ur frumgrettlu og áreiðanlega e.k. hand- leiðsla þegar hún er endanlega rituð á of- anverðum dögum hans. Og þegar hann skrifar Njálu, tekur fortíðin sér bólfestu í honum, en samtíðarreynsla stjórnar tákn- legum skírskotunum. Sturla er þannig per- sónugervingur ritstýrðrar sagnfræði, en án hennar verða hvorki skýrðar fornar bók- menntir né nýjar. Halldór Laxness hefur komizt svo að orði, að sá sem skrifar sögu verði því að- eins þýðingarmikill, að hann leyni sér sem Öriygsstaðir. Skiltið vísar á staðinn þar sem allra mest, láti sem allra minnst á sér bera í sögunni; því aðeins viðurkenni lesandinn viðurvist hans og að hún sé nauðsynleg; því einungis að höfundurinn sé háttvís. Að- alatriðið í allri skáldsagnagerð sé að höf- undurinn „sé eins ósýnilegur og hægt er að gera sig“. Þegar lesandinn les bókina verði hann ekki var við hann, en taki allt sem hann skrifar sem góða og gilda vöru. Höf- undar Islendinga sagna hverfi ávallt í söguefninu, þeir séu svo vel menntaðir og uppaldir að þeir trani sér ekki fram. Þess- ar sögur séu svo vel gerðar að þær standi hver um sig sem sérstök veröld út af fyrir sig, „þar sem maður sér ekki guð“. Við trúum Njálu af því hún er skrifuð af svo mikilli háttvísi. Allt getur þetta átt við um Sturlu Þórð- arson og mér fannst þessi orð sem mælt af hans munni, þegar ég heyrði þau. En Sturla er ekki einungis háttvís í ritum sín- um, heldur einnig — og ekki síður — í lífi sínu. Skáldið stingur jafnvel í stúf við um- hverfið. En það er ekki þar með sagt að hann hafi verið í tómagír; hlutlaus; metn- aðarlaus rithöfurtdur. Síður en svo. Hann ætlar sér hvorki meira né minna en þann hlut sem hæfir höfuðskáldi. Hann verður hirðskáld og síðasti konungasagnaritar- inn. Hann er í hópi mestu og dýpstu skemmtisagnahöfunda landsins um sína daga, en það sem var meira um vert að eigin dómi lögspekingur og lagahöfundur. Loks hyggst hann rita sögu þjóðar sinnar á margar bækur, sem síðan á að setja sam- an á eina bók, en til þess endist honum ekki aldur og það fellur í hlut minni spá- manna sem klúðra því. Hann er alla ævi að skrifa heimskringlu íslenzkrar sögu, hvorki meira né minna. ólafur bróðir hans, sem lézt 1259, og hefur því ekki getað skrifað Njálu, virðist einnig færast mikið í fang, ef hann er höfundur Knýtlinga sögu sem Bjarni Guðnason telur líklegt, en 01- afur dvaldist um skeið við hirð Valdimars Danakonungs og er hann kallaður til sög- unnar með sama hætti og Sturla Þórðar- son er nefndur í Grettis sögu og Guðný amma hans í Eyrbyggju. Þeir bræður, ól- afur og Sturla Þórðarsynir, sóttu ekki í nein hreysi um sína daga. Og það er hátt til lofts þar sem minning þeirra er varð- veitt. Svo virðist sem höfundur Knýtlinga sögu hafi haft í huga að reisa sér sams konar bautastein með ritun Danakonunga- sögu og Snorri hafði gert með Heims- kringlu. Metnaður þeirra frænda var í góðu meðallagi og má vel vera að ólafur hvítaskáld hafi skrifað Laxdælu eins og stungið hefur verið upp á. Turville-Petre segir í Uppruna íslenzkra bókmennta, að Egla sé samin á beztu árum Snorra og erfitt að koma auga á annan

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.