Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 61 Styrmis hefur verið, og augljóst, að Sturla hefur bætt inní sitt rit ýmsu því, sem nú þykir dýrmætur fróðleikur, s.s. gögnum um nafntogaða landnámsmenn og upphaf íslandsbyggðar. Má ætla að Guðný amma hans hafi verið honum betri en enginn, þegar hann velti uppruna sínum fyrir sér og þá ekki síður, ef rétt er sem margir telja, að hann sé höfundur Eyrbyggja sögu, enda hníga að því allsterk rök. Sturla var raunar ekki nema sjö ára, þegar Guð- ný amma hans lézt, en hún hefur fóstrað hann og frá henni fær hann andrúm sögu- aldar og umhverfi langt fram á þjóðveldis- öld. Börn eru næm á þessum aldri, hlusta vel. Þá tók Guðný, sem var í blóma lífsins, þegar Hvamm-Sturla lézt, saman við hér- aðshöfðingjann Ara sterka Þorgilsson, sonarson Ara fróða, en hann lézt í Noregi. Þórður faðir Sturlu hafði gert brúðkaup til Helgu Aradóttur, en „bar ekki auðnu til að fella þvílíka ást til Helgu sem vera átti“, segir sonur hans í Islendinga sögu. Það er sterkur ilmur mikillar sögu í æskuum- hverfi Sturlu Þórðarsonar. Að vísu eru meinbugir á því að sami maður hafi skrifað Eyrbyggju og Njálu, t.a.m. segir í hinni fyrr nefndu sögunni, að Snorri goði hafi verið forspár, en í Njálu, að hann hafi verið vitrastur þeirra manna á íslandi sem eigi voru forspáir. Engu er líkara en hér sé talið að fólk með dulræna hæfileika sé öðrum mönnum vitrara. En hér þarf þó ekkert að stangast á, því að annað eins hefur skolazt til í sögunum og ekki þarf annað til en smáinnskot afritara eins og algengt er, t.a.m. þegar einhver hefur bætt þeim „fróðleik" inní handrit að Njálu að Þorvarður Þórarinsson sé í tölu vitrustu manna á íslandi, en vel gæti það verið runnið frá varðveittum ummælum Sturlu, samfylgdarmanns hans. Brátt fer orð er um munn líður. Og afritarar fara frjálslega með efnivið sinn. En hvað sem því líður er „fræðileg" afstaða í Eyrbyggju ekki síður en Njálu. Eyrbyggja er sem kunnugt er talin í flokki listrænustu sagna og má segja, að nauðsynlegir reimleikar en ekki einungis upplýsingabrot um drauga til forna tengi hana við Grettis sögu, aðra íslendinga sögu sem fullvíst má telja, að Sturla Þórð- arson hafi fjallað um eða ritað, þótt sitt- hvað hafi verið aukið við hana síðar eins og aðrar íslendinga sögur. „Úr því að ann- ar eins sagnfræðingur og Sturla fór að skrifa um Gretti á annað borð,“ segir Sig- urður Nordal í Sturla Þórðarson og Grett- is saga, „var eðlilegast, að það yrði saga, í svipuðum stíl og aðrar sögur um íslend- inga frá því tímabili." Sturla Þórðarson hefur þá skrifað Eyr- byggju, áður en hann lauk ritun Land- námugerðar sinnar, en Grettis sögu löngu síðar, eða um svipað leyti og hann var með Njáls sögu í huga. I Eyrbyggju er margt um Snorrungagoðorð og ættföður Sturl- unga, aðalpersónuna Snorra goða, en frá honum voru mannaforráð þeirra komin. Snorri Sturluson hefur haft dálæti á þess- um forföður sínum. Og Sturlu Þórðarsyni hefur einnig þótt mikið til hans koma. Er athyglisvert hve oft hann kemur fyrir í fornum ritum. Það er augsýnilegt að reynt er að hefja hann til skýjanna og skjald- borg er slegin um minningu hans. Þar eiga Sturlungar hlut að máli. Sturlungar voru með hugann við ætt sína og afrek og festu ekki sizt á bækur það sem kom sér vel fyrir þá eins og sjá má af lýsingu Snorra Sturlusonar á land- námi Egils forföður þeirra á Borg, sem hann færir e.t.v. út i eiginhagsmunaskyni í Egils sögu, þótt Sigurður Nordal hafni þeirri tilgátu Björns M. Olsens. En Sturla tekur í sama streng í Landnámubók sinni og eru augljós tengsl milli þessara tveggja rita. Menn hallast mjög að því, að Snorri Sturluson hafi sagt Eglu fyrir og er ekki ólíklegt, ef litið er á rök Sigurðar Nordals þess efnis. En með hliðsjón af ljósum og einföldum stíl Heimskringlu er það þó ekki ótvírætt, svo miklu torráðnari og dimmari sem stillinn er á Egils sögu. En þá má benda á að höfundur Sölku Völku skrifaði einnig Gerplu — og væru þær sögur ekki eignaðar sama höfundi að óreyndu. Njála líkist meir þekktum ritum Sturlu Þórðar- sonar en Egla likist Heimskringlu Snorra. Samt verður Sturla ekki talinn ótvíræður höfundur Njálu — og er slíkt trúboð ekki heldur ætlað þessari grein, þótt dregnar séu ályktanir af sterkum likum. Sumir telja að Þórður faðir Sturlu hafi sett saman ágrip af Eyrbyggja sögu og því eðlilegt, að Sturla sonur hans hafi lokið verkinu. En hví skyldi Sturla ekki alveg eins hafa skrifað það allt sjálfur? Hann er alkunnur af ritverkum sínum, en ekki fað- ir hans, þótt ræktaður menntamaður væri. Þó kippir Þórði áreiðanlega í kynið eins og öðrum Sturlungum að þessu leyti og jafn- vel vigamaðurinn Sturla Sighvatsson, bræðrungur Sturlu Þórðarsonar, er með hugann við bókmenntaiðju Snorra föð- urbróður síns i Reykholti og vill fá verk hans í afriti. Sturla Þórðarson hefur fylgzt með Snorra frænda sínum við ritstörf i Reyk- holti og vafalaust að hann hafi verið hon- um ungum hvatning og fyrirmynd, eins og fyrr getur. Sturla verður jafnvel síðar lög- sögumaður eins og Snorri frændi hans, það verður Ólafur hvitaskáld einnig. Sturla hefur hafið ritstörf ungur og e.t.v. sett saman Þorgils sögu og Hafliða fyrir áhrif Guðnýjar ömmu sinnar, en ýmsir telja Sturlu einnig höfund þáttarins „— að því sem mig minnir", segir þar. Höfundur hefur ekki verið þátttakandi í sögunni, og þarf að styðjast við gamlar frásagnir og minni sitt. Sturla hefur a.m.k. þekkt Þorgils sögu skarða og Þórðar sögu kakala og sneiðir að mestu hjá efni þeirra í íslendinga sögu. Þar eru því eyður í frá- sögninni. Ef Sturla hefði ekki með ein- hverjum hætti haft hönd í bagga með samningu þessara rita Sturlungu, hefði hann fjallað um efni þeirra í sögu sinni. En hann endurtekur ekki sjálfan sig og skrifar upp eigin sagnir. Sú er nærtækasta skýringin á eyðunum í íslendinga sögu. Og ritstjóri Sturlungasafnsins, sem kallar Sturlu Þórðarson „alvitrastan og hófsam- astan“, hefði ekki farið að sleppa að mestu úr íslendinga sögu árunum 1242—’55 og látið frásögn Þórðar sögu kakala og Þor- gils sögu skarða nægja, ef hann hefði ekki vitað að þær voru undan rifjum hans runnar, enda kemur hann við sögu í þeim báðum. Þverárbardagi í Þorgils sögu skarða minnir mjög á Örlygsstaðafund í íslendinga sögu enda undan rifjum Sturlu runninn, en hann var þar einnig þátttak- andi og sjónarvottur, þótt ekki fari mikið fyrir honum frekar en í frásögninni af ör- lygsstaðabardaga. Höfundur nefnir nöfn allra sem féllu í Þverárbardaga eins og Sturla gerir í frásögn sinni af Örlygs- staðafundi f íslendinga sögu og notar meira að segja svipað orðfæri: „Þar voru þeir til sólarfalls um kvöldið," segir í ts- lendinga sögu, en í Þorgils sögu skarða: „ ... e n eftir sólarfall var það, er flóttinn brast ... “ Þórður Hítnesingur sem fylgdi Þorgils hefur verið nefndur höfund- ur Þorgils sögu enda virðist lenzka að telja þá helzt höfunda verka Sturlu Þórðarson- ar, sem lítt hafa helgað sig ritstörfum og má þar enn nefna Þorvarð Þórarinsson. I Þorgils sögu skarða er sagt frá einkasam- tölum Þorgils og Sturlu og hermt orðrétt ummæli þeirra. Að sjálfsögðu hefur Sturla notað margvíslegar heimildir í sagnaritun sinni eins og höfundur Sturlu þáttar segir og haft náið samstarf við fjölda manna, Þórð Hítnesing sem aðra. Sturla Þórðarson orti drápu um Þorgils frænda sinn dauðan (d. 1258) og hafa varð- veitzt brot úr henni. Þá er vitnað í Þverár- vísu eftir hann í fyrrnefndri frásögn, þar sem hann ávarpar Þorgils: Þik sák, Þorgils, vekja þingmót Heðins snótar, þ.e. ég sá þig hefja orrustu. Þetta var 1255. Guðný Böðvarsdóttir vissi lengra nefi sínu og var m.a. viðstödd þegar bein Snorra goða voru grafin upp í Sælings- dalstungu, eins og sagt er frá í Eyrbyggju: Og sagði hún svo frá að það væri meðal- manns bein og ekki mikil, segir í sögunni og enn nánar frá ummælum hennar greint, svo að augljóst má vera að þau eru skráð á kálfsskinn milliliðalaust. Guðný er aldrei langt undan þegar þessar bækur eru færð- ar á kálfsskinn. Milli hennar og sögualdar er ekki nema rúm öld og hefur það ekki þótt langur tími, áður en tækniöld ruglaði minni manna. Nú er hálfönnur öld frá því Guðný, amma Halldórs Laxness, leit dags- ins ljós. Þá hefur Guðný Böðvarsdóttir sagt Sturlu Þórðarsyni sögu afa hans og al- nafna, Sturlu Þórðarsonar, eða Hvamm- Sturlu, enda er sagan nákvæmust, eins og bent hefur verið á annars staðar, þar sem Guðný er heyrnar- og sjónarvottur að at- burðum og hafa verið færð veigamikil rök að hlut hennar að Sturlu sögu, en á þau minnist Gunnar Benediktsson í fróðlegu og raunsæju riti sínu, Sagnameistarinn Sturla. Sturlu saga er ekki eftir Snorra Sturluson, segir Sigurður Nordal í riti sínu um hann. „Sagan bendir öll á Breiðafjörð," segir hann. IX Gunnar Benediktsson bendir á að það er íslendinga saga sem skýrast sker úr um,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.