Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 2

Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 2
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 vegna þess hann kom ekki auga á annan höfund frægari af verkum sínum en Sturlu Þórðarson. Það bezta var minningu Há- konar konungs ekki of gott. Samt vitum við ekki nú með fullri vissu að hann hafi skrifað önnur verk, þegar hann er beðinn um að rita sögu konungs, og er jafnvel fullyrt af sumum, að Hákonar saga sé fyrsta ritverk hans, en það er fráleitt. Kóngur hefði ekki beðið viðvaning að skrifa mikilvæga sögu föður síns né treyst því að orðstír hans yrði borgið um allar aldir í höndum heldur óvinveitts viðvan- ings. Sturla var frægur af ljóðum sínum eins og fyrr segir, þegar hann tókst á hendur að rita Hákonar sögu að boði Magnúsar konungs. Þá hafði hann áreið- anlega fært ýmislegt annað í letur og verið kunnur af lausmálsfræðum. Hann var e.t.v. höfundur að því broti úr Sturlungu sem Þórður kakali fer með í Noregi á fimmta tug 12. aldar. Sturla Þórðarson fór utan í fyrsta sinn 1263, tæplega fimmtugur að aldri. Þótt hann væri friðsamur að upplagi, komst hann ekki hjá því að eiga hlut að deilum Sturlungaaldar, en hann hafði að jafnaði verið andvigur kröfum Hákonar konungs til yfirráða á íslandi. Hann virðist ekki hafa verið ríkur maður og skorti jafnvel skotsilfur til utanfarar. Hann hafði beyg af fjandskap Hákonar konungs, eða eins og heimildir herma: hann uggði hans fjandskap mest, en þótti bót í máli þegar hann frétti að Hákon var farinn í herför vestur um haf og ekki vonlaust um að koma sér í kærleika við Magnús son hans. En Hákon gamli lézt fyrir vestan haf, svo þeir Sturla hittust aldrei. En Magnús kon- ungur tók Sturlu í sátt og urðu þeir síðar vildarvinir og mat konungur engan íslend- ing meir. III Sturla Þórðarson dvaldist lengi með Magnúsi konungi, orti um hann og föður hans mörg kvæði, setti að öllum líkindum saman lögbókina Járnsíðu að konungs ráði. Hákonar saga er meginheimildin um sögu Norðmanna 1217—1263 og ekki sízt athyglisverð heimild um samskipti kon- ungs og íslendinga. í ritinu nefnir Sturla sjálfan sig einu sinni til sögunnar og getur þess að hann hafi barizt á Þveráreyrum ásamt Þorvarði Þórarinssyni og Þorgils skarða við þá Hrafn Oddsson og Eyjólf ofsa. Í Hákonar sögu segir: „Þetta sumar höfðu þeir barizt á Þveráreyrum Þorvarð- ur Þórarinsson, Þorgils skarði og Sturla Þórðarson við Hrafn og Eyjólf... “ — og áherzla lögð á að Þorgils hafi flutt kon- ungsmál fyrir íslenzkum bændum. 1 Há- konar sögu eru atburðirnir meir séðir með augum konungs en í Sturlungu, þar sem Sturla horfir á þá sínum augum. Slík blæ- brigði bera sagnaritara gott vitni og gera frásögn hans trúverðugri en ella mundi. Sturla Þórðarson ritaði Hákonar sögu á tveimur árum, „ber það rithöfundarhæfi- leikum Sturlu merkilegt vitni, að hann skyldi semja annað eins rit á svo skömm- um tíma“, segir Sigurður Nordal, sem sýndi fram á, að Sturla hefði ritað Grettlu, eins og fram kemur í frægri ritgerð hans þess efnis. Sturla fór að dæmi konunga- sagnaritara fyrir 1200 og vitnar sífelldlega í kvæði um Hákon, enda tízka í slíkri sagnagerð. Oft vitnar hann í sjálfan sig. Hefur mikið af ljóðum hans varðveitzt fyr- ir bragðið, svo og kvæðum ólafs hvíta- skálds, eldra bróður hans, og hefðu þau annars glatazt, „og er mikill snilldarbrag- ur á sumum þeirra", segir Sigurður Nor- dal. Þeir bræður Sturla og ðlafur voru synir Þóru, frillu Þórðar Sturlusonar, eins og Sturla kemst sjálfur að orði um móður sína í íslendinga sögu. IV Sturla Þórðarson var fæddur á ólafs- messu 1214, sonarsonur Sturlu Þórðarson- ar í Hvammi og Guðnýjar Böðvarsdóttur, konu hans. Sturla yngri lék ekki óverulegt hlutverk í sögu íslands eftir 1241, en þó einkum eftir 1262, en sneri sig út úr öllum erfiðleikum, hófst til höfðingja í Dölum, sat á friðarstóli síðustu ár ævinnar, skrif- aði bókmenntir af ýmsu tagi, náði og sjö- tugs aldri. Hann var þvingaður til Noregs- farar 1263 og lauk þar við Hákonar sögu gamla, áreiðanlega sagnfræðilega heimild sem ber höfundi sínum fagurt vitni, þótt henni sé áfátt í sumu. Hann fór utan til Noregs öðru sinni 1277 og skrifaði þá sögu Magnúsar konungs lagabætis. Einhvern tíma á þessum árum skrifaði hann íslend- inga sögu, sem er um þriðjungur Sturl- unga sögu og álíka mikilvægur þáttur hennar og Ólafs saga helga er í Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Þeir frændur hafa ekki átt lítinn þátt í íslenzkri sagna- ritun á 13. öld, enda virðist Sturlungum ekki úr ætt skotið, þegar um er að ræða andlegt atgervi. í íslendinga sögu fer Sturla Þórðarson af jafn mikilli nærfærni með staðreyndir og hann hafði gert í Há- konar sögu, enda er hann óvenjutraustur sagnaritari og tekur starf sitt alvarlega. Listræn leiftur kvikna einnig ósjaldan undan fjöðurstaf hans. Líklegt má telja, að Sturla hafi haft í huga að setja saman safn til sögu íslands líkt og Snorri frændi hans hafði gert, þegar hann setti saman sögu Noregs og Noregskonunga í Heims- kringlu. Sturla ritaði eina gerð Landnámubókar og vitnar þar fram og aftur í heimildarit ýmiss konar, ekki sízt Islendinga sögur, sem hann hefur verið svo vel kunnugur að telja má víst að hann hafi haft þær flestar við höndina og ekki ólíklegt að hann hafi skrifað einhverjar þeirra án þess sannað sé. í Grettis sögu er þrisvar vitnað til Sturlu og í sögulok með þeim hætti, að augljóst er að hann er aðalheimildamaður hennar og höfundur með einhverjum hætti. Þar segir í lokin: Hefir Sturla lög- maður svo sagt að enginn sekur maður þyki honum jafn mikill fyrir sér hafa verið sem Grettir hinn sterki. Finnur hann til þess þrjár greinir. Þá fyrst, að honum þyk- ir hann vitrastur verið hafa, því að hann hefur verið lengst í sekt einhver manna og varð aldrei unninn, meðan hann var heill; þá aðra, að hann var sterkastur á landinu sinna jafnaldra og meir lagður til að koma af afturgöngum og reimleikum en aðrir menn; sú hin þriðja, að hans var hefnt út í Miklagarði, sem einskis annars íslenzks manns... “ Slíkar tilvitnanir eiga að styrkja sannfræði sagnanna eins og þegar vitnað er til Guðnýjar Böðvarsdóttur í Eyrbyggju og Styrmis fróða í Harðar sögu og Hólmverja. Það eru að öllum líkindum afritarar sem skírskota með þessum hætti til aðalhöfunda og þá í því skyni að gefa frásögninni meiri slagkraft en ella. Þannig er Guðný svo sterkur heimildamaður að Eyrbyggju að henni er jafnað til höfundar, sem e.t.v. var sonur hennar alkunnur. Þá þykir fullvíst, að Sturla Þórðarson hafi ritað Kristni sögu um upphaf kristins siðar á íslandi. Þá ritar hann meginþætti Sturlunga sögu og loks sögur Noregskon- unga um sína daga. Lýkur konungasagna- ritun með honum. Slikum manni hefði ekki orðið skotaskuld úr því að bæta Grettis sögu og Njálu og einhverjum fleiri fornum ritum við afrek sín. Hann hafði það til brunns að bera sem með þurfti. fslendinga saga er skrifuð á löngum tíma og hefur Sturlu Þórðarsyni líklega ekki enzt aldur til að ljúka henni. Augljóst er að síðustu kaflarnir eru uppkast að öðru meira, því að niðurlag Islendinga sögu er afar sundurlaust. V Sturla Þórðarson hefur öllum stundum haft ánægju af frásögnum og gömlum minnum. Þannig hlustaði hann á Guðnýju ömmu sína segja frá liðnum atburðum og hefur áreiðanlega lagt eyrun við hvenær sem færi gafst. Aðalpersónur sagnfræði- rita hans voru honum nákomnar og með ólíkindum hversu raunsær hann er þegar hann ritar um umhverfi sitt. Hann hefur augsýnilega einnig haft ánægju af furðu- sögum og margvíslegum skáldskap öðrum. Enginn rithöfundur 13. aldar hefur jafn mikla unun af að flétta dulrænar frásagn- ir inn í raunverulega atburði og Sturla Þórðarson. Hann færir alls kyns efni óspart í stílinn, yddir samtöl og semur. Hann var maður mikillar þekkingar og virðist hafa haft arfsagnir, samtímasögur og bókmenntir fornar og nýjar á hrað- bergi. Hann hafði ekki einungis áhrit’ á hirðina í Noregi, þegar hann kom þangað 1263, vegna ljóðlistar sinnar, heldur einnig vegna frásagnargáfu og er þess getið, að hann hafi sagt Huldar sögu betur en nokk- ur hafði áður sagt. Mun þetta hafa verið tröllkonusaga í stíl fornaldarsagna, full af furðum og fjarstæðum. Svo virðist af Sturlu þætti, að sagan hafi einungis verið til í munnlegri gerð og hafi Sturla spunnið hana eftir eigin höfði jafnóðum og hann sagði hana. Hann hefur sem sagt verið óvenjulegur skemmtanamaður, jafnframt því sem hann var áreiðanlegur sagnarit- ari. Sum samtölin í ritum Sturlu gefa Snorra ekkert eftir. Þau eru auðvitað sam- bland af skáldskap og sannfræði. Persónu- sköpun sumra frænda hans í fslendinga sögum er víða ógleymanleg. I samtímasög- unum varð hann að halda sig eins nálægt staðreyndum og nauðsyn krafði, enda margt á allra vitorði, en í ritum eins og Grettis sögu og Njálu getur hann látið ímyndunaraflið ráða ferðinni þegar svo ber undir. Þar blandar hann saman sann- fræði og skáldskap með þeim hætti, að skáldið og skemmtanamaðurinn nær und- irtökum og sagnameistarinn verður að lúta leiðsögn þeirra. Þannig verða til ein- hver mestu og mikilvægustu skáldverk ís- lenzkrar tungu og lúta þau sömu lögmál- um og Egils saga, er hún sprettur undan grænum fingrum Snorra Sturlusonar. Slík skrif hafa þó sennilega þótt merki um iðjuleysi og einkum ætluð til dægrastytt- ingar og skemmtana og því hafa höfund- arnir ekki talið þessi rit til vegsauka og ástæðulaust að leggja nafn sitt við þau. En öðru máli gegndi um sagnfræðirit og lög- bækur sem þóttu kjörgripir. Þau báru höf- undum sínum fagurt vitni, voru til marks um lærdóm þeirra og yfirgripsmikla þekk- ingu. Islendinga sögurnar voru allar sama marki brenndar; þær voru i föstu formi og allar með svipuðu sniði eins og „skemmt- anaiðnaðurinn" krafðist um þær mundir. Ekkert sérstakt til að stæra sig af, þótt hver saga væri annarri ólík að efni. Lengra náði frumleikinn ekki í augum samtímamanna. Ástæðan til þess að jafn vandaður sagnameistari og Sturla Þórðarson vitnar í Landnámugerð sinni í fslendinga sögur, jafnvel ungar sögur eins og Hænsna-Þóris sögu og treystir henni ekki síður en Ara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.