Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 19

Morgunblaðið - 29.07.1984, Page 19
MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 75 Regnboginn: Löggan og geimbúarnir REGNBOGINN hefur nú tekið til sýninga frönsku kvikmyndina „Löggan og geimbúarnir" eftir Gérard Beytout í leikstjórn Jean Girault. Með aðalhlutverk fara Louis De Funes, Michel Gialabru og Maurice Risch, auk annarra. Söguþráðurinn er á þá leið að lög- reglumaður i Saint-Tropez rekst á fljúgandi disk í rjóðri skammt utan borgarinnar. Enginn trúir sögu hans um diskinn, fyrr en diskurinn verður á vegi fleiri manna og lögreglumaðurinn er fenginn til að kanna málið. Úr fréttatilkynningu. Hellissandun „Frystihúsiö vonandi tilbúið um áramótin“ Á DÖGUNUM var rætt við Ólaf Rögnvaldsson, fréttaritara Morgun- blaðsins á Hellissandi, og hann spurð- ur frétta þaðan. Hann sagði að engar gatnagerðarframkvæmdir væru á veg- um bæjarins í sumar. Hins vegar væri verið að snyrta og ganga frá ýmsu sem unnið hafi verið á undanförnum árum. „Uppbygging frystihússins er nú í full- um gangi,“ sagði Ólafur „og stefnt er að því að það verði tílbúið um áramót- in. Veríð er að Ijúka við innveggi og frystiklefa og einnig er verið að vinna í kæligeymslum. Fljótlega verður hægt að setja upp frystitæki o.fl. Flestir bátar voru búnir með kvótann í vor og hafa nú snúið sér að öðrum veiðum, t.d. kolaveiðum. Þrír bátar verða á kolaveiðum og eru þeir um það bil að hefja þær nú. Einn bátur er á rækjuveiðum. Smá- bátar hafa fiskað mjög vel að und- anförnu. Atvinna hefur verið nóg og er séð fram á að svo verði áfram. Veðrið var ágætt framan af sumri, en að undanförnu hefur verið leiðindaveður, suðvestan úði og rigning. Heyskapur gengur erfið- lega og hefur ekkert náðst inn af heyi enn sem komið er. En menn eru bjartsýnir og vona að bráðlega fari að snúast til norðanáttar. Aðspurður um ferðamanna- straum á Hellissandi sagði ólafur að þarna færu í gegn fleiri rútur á dag og væri áberandi hvað mikið væri um erlenda hópa. Umferð ferðamanna um bæinn væri með mesta móti í sumar. vel um. Það er nefnilega ekki heiglum hent að velja rétt Nissa súkkulaöi. Ef farið er nákvæmlega eftir neðangreindum upplýsingum ættu þó allir að komast hjá því að gera vitleysu. Veldu íslenskt. . . ef það er betra! Nafn sitt dregur súkkulaðið af ítölsku þorpi á Sikiley. Þrátt fyrir að zetan hafi verið gerð útlæg úr íslensku máli hefur hún haldið velli á Nizzanu. Nafn og merki framleiðandans utan á umbúðunum ættu að auðvelda mönnum að forðast eftirlíkingar. Örþunnur og velvandaður svissneskur pappír úr áli. /1? <r ¥ * # w n Hver einasti biti er sérstaklega gæðastimplaður. Ef stimpilinn vantar tekur Nói Sírius enga ábyrgð á gæðum súkkulaðisins, enda gæti verið um vöru frá öðrum framleiðendum að ræða. Rauðgulur grunnlitur umbúðanna táknar, að innihaldið sé allslaust rjómasúkkulaði. Öfundargrænt Nizza býr yfir umtalsverðu magni af landbúnaðarafurðum Jimmy Garters, — he6ilhnetum. Nizza með rúsínum ber upprunalegan lit rúsínanna, vinberjabláan. Mönnum ber ekki saman um hvort stykkið er fjólublátt, vinrautt, bleikt eða einhvern veginn öðru visi á litinn. Þess vegna er öruggara að biðja bara um Nizza með hnetum og rúsinum. Súkkulaðibrúnt Nizza sækir bragðkeim sinn alla leið suður til Suður-Ameríku. Samt er þetta ekki suöusúkkulaöi, heldur ekta Mokka úr Arabica kaffibaunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.