Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLl 1984 67 „Þegar þetta ferlíki fer hjá garði, er eins og vígbúnaðarkapphlaupið sé komið inn í stofu hjá þér“ SJÁ: Stríöstól FURÐUR Stytturnar sem urðu banabiti skapara sinna ja Hefur vísindamönnum loksins tekist aö leysa gátuna? Vísindamenn við háskólann í Hull telja sig nú jafnvel hafa leyst þá gátu hvers vegna ibúar Páskaeyju á Kyrrahafi áttu ekki annarra kosta völ en að yfirgefa hana fyrir að minnsta kosti þrjú hundruð árum. Stytturnar frægu sem þeir skildu eftir sig, sem og trétöflur með áletrunum sem engum hefur ennþá tekist að ráða úr, hafa vald- ið vísindamönnum heilabrotum allt síðan hin 75 fermílna eyja fannst árið 1772. Páskaeyju er oft lýst sem afskekktasta og einmana- legasta stað veraldar. Það eru þús- und mílur til næsta meginlands- granna, sem er Chile. Steinstytturnar á eyjunni, sem allar snúa ásjónunni inn í landið, eru merkasta tákn fortíðar sem ögrað hefur vísindamönnum i meira en tvær aldir. Bæði gras- vellirnir þarna og svo hlíðar hinna útdauðu eldfjalla eru heimkynni höggmynda í mannslíki sem eru frá þremur og allt upp i áttatiu feta háar. Ekkert er vitað um fólkið sem bjó þessar likneskjur til né um menningu þess, sem að sögn vís- indamannanna leið undir lok ein- hverntíma frá árinu 1400 til svo sem 1680. Stytturnar eru á sinn hátt engu ómerkilegri en pýramídar faraó- anna, hofin fornu á Indlandi og hinar miklu byggingar Mayanna, Aztekanna og Inkanna í Suður- Ameríku. Með rannsóknum á steingerðum frækornum, sem spanna síðastlið- in 37.000 ár og tekin voru úr þrem- ur gígum á eyjunni, hefur vísinda- mönnum Hull-háskóla nú tekist að skyggnast inn í fortiðina og koma með sennilega skýringu á aðdraganda þess að merkilegt meningarþjóðfélag leið undir lok og Páskaeyja lagðist i eyði. Niðurstaða vísindamannanna er í fæstum orðum sú, að eyjaskeggj- ar hafi gjöreytt skógum sinum á nokkrum hundruðum ára og þá meðal annars til þess að afla sér trjábola til að velta hinum risa- stóru höggmyndum til þeirra staða þar sem þeim var ætlað að gnæfa yfir landslagið. „Eyðing skóganna og uppblást- ur gróðurlendis, sem var afleið- ingin, mundi er fram liðu stundir hafa gert eyjuna óbyggilega," segja vísindamennirnir. — ROBERT MATHESON Hreint ekkert „hrafnaspark", segir fornleifafræðíngurinn. Fyrsti mála- skólinn kynni aö vera fundinn Bandarískur fornleifafræðing- ur, Neil Steede að nafni, er sannfærður um að hinir fornu Mayar hafi komið á fót fyrsta tungumálaskóla í heimi í Tabasco í Suður-Mexíkó og hefur þess vegna snúið sér til meira en 300 háskólastofnana víðs vegar um heim og beðið þær um aðstoð við að rannsaka þetta mál. Steede segir, að kenningar hans og uppgötvun stangist á við allt það, sem hingað til hefur verið trúað um fyrstu búsetu manna í Mið-Ameríku, en starf hans, sem hann segir að sé rétt að byrja, hef- ur m.a. verið fólgið í því að ljós- mynda og rannsaka 4600 múr- steina úr pýramidunum níu, sem Fornfræða- og sögustofnunin mexíkanska lét grafa úr jörðu í Comacalco 1978 og 1979. í Comacalco eru um 360 pýra- mídar hlaðnir úr múrsteini og þegar Steede kom þangað fyrst ár- ið 1979 veitt hann því athygli, að á sumum steinanna voru undarlegar rúnir, alls ólíkar þeim, sem May- arnir notuðu. Hann dró upp mynd- irnar og sendi síðan teikningarnar til félagsskapar fræðimanna í San Diego í Kaliforníu, sem eru sér- fróðir um fornar áletranir. Svarið, sem hann fékk, var, að rúnirnar væru ævagömul kínversk og burmísk tákn. „Síðan," segir Steede, „hafa aðrar rúnir verið greindar sem föníska, arabíska, manding, tungumál, sem talað er í Mið-Afríku, og ogam, sem líka er talað í Mið-Ameríku.“ Steede segir, að múrsteinarnir séu frá dögum Krists og fram til um 400 að voru tímatali. „Aðrir fornleifafræðingar segja, að þetta sé útilokað, að þetta sé þvert ofan f allt, sem áður var vitað, en við FORNLEIFAR skulum athuga það, að fornleifa- fræðingar eru yfirleitt engir málamenn. Þeir kannast við rúnir Mayanna en annað er bara eitt- hvert hrafnaspark í þeirra aug- um.“ Steede heldur því fram að „hrafnasparkið" hafi verið til sýn- is í hinu kunna Mannfræðisafni í Mexíkóborg án þess nokkur hafi áttað sig á því. „Það hefur verið þar í 20 ár á sumum mjög frægum gripum, sem safnið hefur selt ljósmyndir af en það er fyrst nú, þegar við vitum að hverju skal leita, við skiljum hve mikilvægir þeir eru. Þetta er þó bara byrjunin og einmitt þess vegna hef ég beðið um aðstoð alls staðar úr heimin- um.“ Steede telur sig geta lesið út úr múrsteinunum, að landnemar frá öðrum meginlöndum hafi verið að koma til Mið-Ameríku miklu leng- ur en áður var haldið og hann trú- ir því einnig, að múrsteinafjöldinn bendi til þess, að þeir hafi verið notaðir sem bækur í fornum tungumálaskóla. Þegar þeirra var ekki þörf lengur hafi þeir verið notaðir í pýramídana. „Mér sýn- ist,“ segir Steede, „sem Mayarnir hafi sagt við alla framandi gesti, sem að garði bar: Komið heilir og sælir. Hvernig væri nú að þið kennduð okkur tungu ykkar?“ Fyrir Steede er þó mesti leynd- ardómurinn sá hvers vegna May- arnir höfðu svo mikinn áhuga á menningu annarra manna. „Að þessu leyti virðast þeir gerólíkir öðrum fornum þjóðum í Amer- íku,“ segir hann. - RONALD BUCHANAN Lærið vélritun Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar. Ný námskeiö hefjast miövikudaginn 1. ágúst. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar í síma 36112 og 76728. Vólritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20, sími 685580. Til sölu einn glæsilegasti sportbíll landsins. Toyota Celica Supra 2,8 I. Bíllinn er eins og nýr meö rafmagnsrúö- um og öllum fylgihlutum. Nánari uppl. í síma 75106 e. kl. 18.00. . . . af myndum, kortum og plakötum. Einnig mikið úrval af tré-, ál- og smellurömmum og margt fleira. ÞÚ GETUR FENGIÐ GÓÐA GJÖF FYRIR MINNA EN 100 KR. Opið: Mánud. - fimmtud. kl. 9-18 Föstudaf’a kl. 9-19 l.auf’ardat’a kl. 10 - 17 Sunnudaf’a kl. 13 ■ 17 [fljjidii DALSHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 54171

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.