Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 71 BókmennUrisar í Parfs. Frá vinstri: Ford Madox Ford, James Joyce, Ezra Pound og John Quinn, sem ekki var rithöfundur heldur lögfræd- ingur f New York. okkur á öllum tímum ... Og auk þess er Zelda biluð.“ „Hvernig meinarðu?" „Hún er bara biluð. Þú kemst að því,“ sagði Hem- ingway. Callaghan skildi hvorki upp né nrður. Fitzgerald hafði sýnt að hann bar mikla virðingu fyrir Hemingway og dáðist að honum og þeir bjuggu aðeins nokkrum húslengdum hvor frá öðrum, án þess að Scott vissi það, og Callag- han mátti ekki segja frá því. Call- aghan hafði verið gefið í skyn að þessir tveir höfundar væru mestu mátar. Svo virtist ekki vera. Hem- ingway virtist af einhverjum orsökum vera í nöp við Fitzgerald. Einn daginn nokkru eftir þetta spurði Fitzgerald Callaghan, hvort hann mætti koma með þeim Götulífið í París fyrir stríð. þætti það ekki líka. „Jú,“ sagði Callaghan en hafði þó eitthvað smáræði út á hana að setja. „All ræt“, sagði Scott, „hún orkar ekki á þig,“ og það var greinilegt að hann hafði móðgast. Callaghan hafði óvart gert sig merkilegan með sig í augum Scotts. Þeir héldu áfram að tala um bókmenntir og Fitzgerald var drukkinn orðinn þegar hann hall- aði sér fram og sagði við Gallag- han: „Við skulum borða hádegis- verð saman á morgun. Hver viltu að borði með okkur hádegisverð?" „Það skiptir engu máli, Scott,“ svaraði Gallaghan. „Lista- gagnrýnandinn Clive Bell er í bænum. Kannastu við verk hans?“ „Ég hef lesið bókina hans.“ „Nei,“ sagði Fitzgerald, „nei, ég held að hann orki ekki nógu mikið á þig.“ Og svo sagði hann: „Hvað orkar á þig, Morley?“ Gallaghan var nú farið að líða heldur óþægilega. Fitzgerald var að hafa hann að fífli og áður en honum gafst tóm til að svara stóð Scott upp og sagði: „Myndi þetta orka á þig, Morley?“ og lagðist skyndilega á hnén, lagði höfuðið í gólfið og reyndi að standa á haus. Hann reyndi það hvað eftir annað og Callaghan og kona hans, Loretta, eldroðnuðu af skömm og kvöddu stuttu seinna. Hemingway hafði hrækt á Call- aghan munnfylli af blóði og Fitz- gerald hafði reynt að standa á haus fyrir hann. „Veistu,“ sagði Loretta, „þú átt brjálaða vini.“ Næsta dag skrifaði Callaghan Fitzgerald bréf og afsakaði að hann skyldi hafa ruðst svona inná hann án þess að tilkynna það áður. Hann sagði Hemingway frá við- skiptum sínum við Fitzgerald og allt sem hann sagði var: „Nú, svona er Scott.“ „Standandi á haus,“ sagði Callaghan. „Það hefði verið betra ef ég hefði gefið hon- um kjaftshögg." „Það er ekkert sérstakt að gefa Scott á kjaftinn," sagði Hemingway. „Hver einasti leigubílstjóri í París hefur gert það.“ Daginn eftir komu Fitzger- ald og Zelda þjótandi heim til Callaghan-hjónanna. „Ég fékk bréfið frá þér, Morley," sagði Fitzgerald. „Þetta er hræðilegt. Við höfum leitað að þér í ailan dag.“ Hann neitaði að fara fyrr en hann var oröinn þess fullviss að Gallaghan og Loretta hefðu fyrir- gefið honum. Þau ákváðu, að fara út að borða kvöldið eftir. Sem þau og gerðu. Fitzgerald stakk uppá því að næst skyldu þau bjóða Hemingway-hjónunum að borða með sér. Daginn eftir hitt- ust Hemingway og Callaghan í Ameríska klúbbnum þar sem þeir boxuðu og vinur Hemingways, Joan Miró, súrrealíski málarinn spænski, var dómari fyrir þá. Hemingway gaf ekkert út á mat- arboðið en spurði: „Þú sagðir Scott ekki hvar ég bý, er það?“ Nei, Call- aghan hafði ekki gert það. „Ef þú átt eftir að hitta Scott mikið, þá segðu honum ekki hvar við búum, he?“ „Af hverju?“, spurði Callag- han. „Hvað er að?“ „Fitzgerald- hjónin myndu koma vaðandi inná Hemingway einhverntíma þegar þeir boxuðu. „Af hverju spyrðu ekki Ernest?“, sagði Callaghan. „Það er allt í lagi þín vegna en heldur þú að Ernest væri á móti því?“, spurði Scott. „Allt í einu virtist mér það fáránlegt," skrifar Callaghan, „ að Scott, vinur minn og aðdáandi Ernest, skyldi ekki vera leyft að koma með okkur eitthvert síðdegið og vera hluti af okkar sameiginlegu vináttu. „Af hverju hefur þú ekki samband við Ernest?“, sagði ég. „Finndu hann og segðu að þú hafir verið að tala við mig. Segðu honum hreint út að þig langi til að koma með okkur. Miró kom með okkur. Af hverju ekki þú?“ Viku seinna var bankað á hurð- ina heima hjá Callaghan og í dyr- unum stóðu Hemingway og Fitz- gerald og virtust vera í besta skapi. Callaghan gat ekki leynt ánægju sinni. „Þegar ég hafði komið til Parísar," skrifar hann, „hafði mig langað til að vera í fé- lagsskap þessara tveggja manna. Nú voru þeir saman og þeir höfðu komið heim til mfn — vinir mín- ir.“ Þeir héldu til Ameríska klúbbsins og Hemingway og Callaghan fóru að boxa eins og æir voru vanir en Fitzgerald var tímavörður og virtist skemmta sér hið besta. Hver lota var þrjár mínútur og einnar mínútu hvíld á milli. í annarri lotu gerðist Ernest óvar um sig og fékk högg á kjaft- inn svo byrjaði að blæða. Það hafði gerst oft áður og átti ekki að hafa neina þýðingu fyrir hann. Scott virtist greinilega sleginn yf- ir þessu. Ernest boxaði af enn meiri krafti en áður og Callaghan átti í fullu fangi með hann. Hann náði góðu höggi á Hemingway, beint á kjaftinn, svo hann snérist og féll með það sama á bakið. „Ef Ernest og ég hefðum verið þarna einir,“ skrifar Callaghan, „hefði ég hlegið ... Fáránlegir hlutir höfðu gerst í þessum sal. Hafði hann ekki hrækt framan í mig? Og ég var ekkert undrandi á að sjá hann þarna flatan á bakinu. Hann hristi höfuðið og hvildi sig andartak liggjandi á bakinu. Þeg- ar hann reisti sig hægt upp, bjóst ég við að hann formælti og hlægi síðan.“ „Ó, guð!“, hrópaði Scott, „ég lét lotuna vera í fjórar mínút- ur.“ Hann var miður sín. „Andskotinn" öskraði Heming- way. Hann stóð á fætur og var hljóður nokkrar sekúndur. Scott starði undrandi á klukkuna. „Allt i lagi Scott," sagði Hemingway illur. „Ef þig langar til að sjá mig barinn í klessu, — segðu það þá. Segðu bara ekki að þér hafi orðið á mis- tök.“ Svo rauk hann í sturtuklef- ann að þvo framan úr sér blóðið. „Hann heldur að ég hafi gert þetta viljandi," sagði Scott. „Hvers vegna ætti ég að hafa gert það?“ Callaghan reyndi að sefa hann og sagði að Hemingway hlyti að sjá að sér og biðjast afsökunar á orð- um sínum. Hemingway snéri aftur úr sturtuklefanum án þess að segja orð og Callaghan stakk uppá að þeir héldu boxinu áfram. Eng- inn þ' 'rra minntist á þetta atvik nokku ntíma aftur. Sumrinu í París var tekið að halla. Fitzgerald fór á Rívíeruna, Hemingway til Spánar og Call- aghan hélt aftur heim til Toronto. Nokkrum vikum eftir það rakst Callaghan á frétt í slúðurdálki í „New York Herald Tribune" þar sem sagt var frá fundi hans og Hemingways í París. Hún var á þá leið að Hemingway hafði setið við kaffihús þegar Callaghan kom þar að og Hemingway hafði sagt hon- um að saga sem Callaghan hefði skrifað um boxara væri léleg; það væri greinilegt að hann vissi ekk- ert um hnefaleika. Og þar og þá hefði Hemingway skorað á hann i keppni og Callaghan hefði rotað hann í einni lotu. Fréttin varð tilefni mikilla bréfaskrifta á milli Scotts, Hem- ingways og Callaghans og svo virt- ist, sem hinir tveir fyrrnefndu héldu að Callaghan hefði komið fréttinni af stað. Svo var þó ekki og Callaghan kom á framfæri leið- réttingu á slúðrinu. En eftir þetta hittust þeir aldrei aftur. Síðdegis í september árið 1960 sat Callaghan með blaðamanni, gömlum vini sínum, Ken John- stone, sem sagði að óvörum að hann hefði kveðju að flytja frá Ronnie Jacques, vel þekktum ljósmyndara í New York. Jacques hafði verið í Sun Valley að taka myndir af Hemingway þegar talið hafði borist að Morley. Heming- way hafði orðið kátur við og sagt að í gamla daga í París hefði hann verið vanur að boxa við Callaghan. Það hefði allt verið heldur gott og skemmtilegt utan eitt fáránlegt tilvik þegar Scott Fitzgerald hefði verið tímavörður og allir hefðu verið að drekka. Hvað um það, Hemingway sendi sínar bestu kveðjur. „Auðvitað höfðum við ekki verið að drekka," skrifar Callaghan. „Kannski hafði Ernest fyrir mörg- um árum kosið að sjá þennan at- burð í því ljósi og kannski hafði hann fengið sjálfan sig til að trúa því líka.“ — ai.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.