Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 12
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Silungur Smásilungur steiktur í smjöri Handa 3. 1 'h tsk. fínt salt 1 'h tsk. hvítur pipar safi úr 1 stórri sítrónu 1 'h dl hveiti 50—100 g smjör 2 tsk. matarolía 1. Slægið silunginn, klippið af honum uggana, fjarlægið tálknin úr hausnum, en látið hausinn vera á. Skafið síðan allt slím af fiskinum, skolið og þerrið með eldhús- pappír. 2. Hellið sítrónusafa inní og utan á silunginn, stráið síðan salti og pipar á hann að utan og innan og látið bíða í 10 mínútur. 3. Veltið silungnum upp úr hveitinu. 4. Bræðið hluta af smjörinu á pönnu. Bætið matarolíu i það. Gætið þess að það brenni ekki. Steikið síðan silung- inn í 5—7 mínútur á hvorri hlið. Snúið silungnum að- eins einu sinni annars losnar hann í sundur. 5. Leggið fiskinn á fat, bætið smjöri á pönnuna og berið fram í skál. Meðlæti: Soðnar kartöflur, stráðar steinselju, sítrónu- bátar, tómatbátar og gúrkusneiðar. Glóðarsteiktur silungur með sólblóma- fræi eða hnetum Handa 2—3. 2 eins til tveggja punda silungar safi úr einni sítrónu 2 tsk. fínt salt 'h tsk. hvítur pipar 1 tsk. grillkrydd 20 g smjör 2 msk. sólblómafræ eða saxaðar heslihnetur 1. Afhausið silunginn, flakið síðan. Skafið roðið vel. Hægt er að dýfa silungnum augnablik í sjóðandi vatn áður en hann er flakaður. Það losar slím og hreistur af . roðinu. 2. hellið sítrónusafa yfir flökin, stráið á þau salti og látið bíða í 10 mínútur. 3. Hitið glóðarristina. Bræðið smjörið, setjið pipar og grillkrydd saman við. Penslið flökin báðum megin með smjörinu og glóðarsteikið síðan í 4—5 mínútur á hvorri . Ymsar tegundir silungs eru hér í ám og vötnum. Vatnaurriðinn elur allan aldur sinn í ám og stöðuvötnum og gengur úr þeim í smærri ár og læki. Stærðin er oftast 30—60 cm og þyngdin 0,3—2 kg. Sjóurriðinn lifir bæði í söltu og ósöltu vatni og er líkur laxi á margan hátt. Hann getur orðið mjög stór. Hér er hann allt í kringum land, en þó er mest af honum á Suður- og Suðvesturlandi og gengur hann í flestar ár á tímabilinu maí—september. Fjallableikjan verður aldrei eins stór og urriðinn. Af henni eru tvö afbrigði, vatnableikja og sjóbleikja. Rannsóknir á silungsvötnum landsins hafa sýnt að flest vötnin eru vannýtt og í mörgum þeirra er offjöldi fiska. Ef afli ykist myndi fiskurinn stækka og verða betri vara. Mý- vatnssilungur hefur lengi verið landsfrægur eða þá murtan úr Þingvallavatni. Smásil- ungur er mjög góður, en lítið hefur verið sóst eftir honum, og ræður þar sennilega mestu að margir halda að erfitt sé að hreinsa og matreiða svo smáan fisk. Fiskveiðiþjóðinni íslend- ingum ætti þó að vera kunnugt um hvar beinin liggja. Ekki þarf mörg handtök til að fletta soðnum fiskinum í sundur og fjarlægja beinin. Einnig hefi ég grun um að mörgum íslend- ingum sé illa við að borða roðið, en enginn borðar smásilung án þess að borða roðið með, sem er mjög ljúffengt. Glóðarsteiktur smásilungur með roði er herramannsmatur, roðið verður stökkt og mjög bragðgott, sé það glóðarsteikt. Skafa verður slím af roðinu áður en það er matreitt. Hægt er að dýfa fiskinum augnablik í sjóðandi vatn og skafa síðan slím og hreistur af, en það er óþarfi sé um mjög smáan fisk að ræða. hlið. Stráið sólblómafræunum eða hnetunum á flökin þegar þið hafið snúið þeim við. Meðlæti: Soðnar kartöflur, tómat- og sítrónubátar og kryddsmjör með sítrónusafa og steinselju. Kryddsmjör: 100 g lint smjör 2 tsk. sítrónusafi væn grein fersk steinselja 1. Klippið steinseljugreinina smátt, kreistið safann úr sítrónunni. 2. Setjið smjörið í hræirvélarskál ásamt sítrónusafa og steinselju. 3. Mótið rúllu úr smjörinu, setjið í álpappír og sléttið að utan eftir að smjörið er komið í pappírinn. 4. Setjið í frysti í 'h—l klst. 5. Skerið kryddsmjörið í sneiðar og berið með silungn- um. Silungur reyktur á reykgrilli við spánarkerfil í veiðarfæraverslunum hafa fengist svonefnd „reykgrill", sem ætluð eru til að reyksjóða mat I, eink- um fisk. Hægur vandi er að útbúa slíkt „reykgrill" úr góðum kökukassa, ómáluðum. Setjið nokkur göt eða rifur á kassann og lokið. Grind þarf að setja á botn kassans. Ætlast er til að sérstakt sag sé notað til að reykja við, en mjög skemmtilegt er að reykja fiskinn við kryddjurtir og tekur hann þá bragð af þeim. Spánar- kerfiil vex víða í görðum og utan þeirra, og er hann hentugur til að reykja við, en hann er svo vatnsmikill að hengja verður hann upp til þerris í nokkra daga fyrir notkun. Hvönn er einnig hægt að nota, en hana þarf sömuleiðis að þurrka. I „reykgrillum" er sett sag á botn kassans undir grindina, en hægt er að nota þessar tvær bragðsterku kryddjurtir í staðinn og vafalaust fleiri tegundir. „Reykgrillið" er síðan sett ofan á gastæki og sýnir meðfylgjandi mynd hvernig það er gert. Tíminn sem fer í að reykja fiskinn, fer eftir stærð hans, en venjulega tekur um 15—20 mínútur að reyksjóða fisk, sé hann ekki því stærri. 6 silungar, samtals 1 kg safi úr tveimur sítrónum 3 tsk. fint salt 1 tsk. hvítur pipar margar greinar spánarkerfill 1. Slægið silunginn, takið tálknin úr hausnum, en hafið hann á. Skafið roðið vel. 2. Hellið sítrónusafa yfir og inní fiskinn, stráið síðan salti og pipar yfir og inní hann. 3. Leggið þurrkuð spánarkerfilsblöð á botn reykgrillsins eða kökukassans, setjið síðan grind yfir, og fiskinn á grindina. Setjið síðan lokið á kassann. 4. Kveikið á gastækinu, setjið kassann ofan á og látið fiskinn sjóða í reyknum í 15—20 mínútur. 5. Borðið strax og þið takið silunginn úr kassanum. Meðlæti: Soðnar kartöflur eða snittubrauð og smjör.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.