Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 30
86 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 Konungur „spaghetti-vestranna66 Að sjá hann í kvikmyndaverinu fyrir nokkrum mánuðum við töku nýjustu myndar hans, „Einu sinni var í Ameríku", liktist Serg- io Leone frekar danshöfundi við Bolshoi-ballettinn að hugsa út sýningaratiði en „enfant terrible" ítalskrar kvikmyndagerðar, eins og sumir vilja nefna hann. Með hendur á mjöðmum og klút lauslega hnýttan um hálsinn fylgdist þessi 63 ára kvikmynda- stjórnandi einbeittur með kaflan- um, sem verið var að mynda úr þessari stórmynd hans um glæpa- menn í Bandaríkjunum, þar sem Robert De Niro leikur aðalhlut- verkið. Þótt hann hafi verið óumdeildur meistari ítölsku „spaghetti- vestranna" á sjöunda áratugnum, er Leone í dag hylltur sem nýr brautryðjandi ítalskrar kvik- myndagerðar vegna þessara nýju kvikmyndar sinnar. Á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes hlaut „Einu sinni var“ frábæra dóma. Jafnvel franskir gagnrýnendur lofuðu myndina, þótt þeir hefðu, áður en hún var frumsýnd, neitað að viðurkenna að ítölskum leik- stjóra gæti tekizt að stjórna kvikmynd byggðri á bandarískum atburðum, og með leikara, sem er jafn þekktur fyrir að láta illa að stjórn og Robert De Niro. En eftir opinbera kynningu á þessu nýja verki Leones, birtist leikstjórinn i nýju ljósi. Mynd hans var fagnað sem „meistara- verki“, „kvikmynd ársins", „af- burða mynd“. En samt, þrátt fyrir allt lofið í Cannes, var Leone ekki ánægður með sýningu myndarinnar í Bandaríkjunum. Þar var sýnd mjög stytt útgáfa — tók tvær stundir og 23 mínútur — miðað við þriggja tíma og 40 mínútna evrópska útgáfu. Hann viður- kenndi vonbrigði sín við ítölsku blöðin, sem höfðu eftir honum: „Ég segi þetta vegna bandarískra áhorfenda. Þeir (dreifendur myndarinnar) hafa leikið þá grátt ... Þeir fá að sjá mynd mína í smáskömmtum ... nærri helm- ingur myndarinnar eins og hún var upprunalega klippt, smábrot miðað við þær 37 klukkustunda myndatökur, sem tók sjö mánuði að vinna." Þessi stórmynd hans krafðist gífurlegrar vinnu, sem fáir hefðu tekið að sér. En Leone lét ekkert aftra sér. Hann er harð- duglegur, og lítur á kvikmyndun sem köllun sína. Og eins og trú- boða sæmir, vann hann krafta- verk. „Ég hafði takmarkaðan tíma til að taka myndina," sagði Leone, „og ef ég hefði þurft að taka hana á ítölsku, hefði það tafið okkur um nokkrar vikur. Svo ég ákvað að taka myndina á ensku og jiddísku. Að sjálfsögðu kann ég ekkert í þeim málum." Aðstoðarmenn, tæknimenn og ljósamenn Leones trúðu ekki eigin augum. Af óbilandi tilfinningu gat Leone stöðvað tökur, leiðbeint leikurunum, fara sér hægar, hraða sér, eða breyta um tón. „Jafnvel þótt ég skildi ekki málið, vissi ég hver hugmyndin var,“ útskýrði Leone. „Kvikmyndir eru búnar til úr myndum, og til að skilja þær þarftu aðeins að skilja tungumál hreyfinganna. Margar kvikmyndir væru betri án hljóðs, því samtölin eru oft einn hrærigrautur frá hendi textahöfunda." Ef til vill er þetta ástæða þess að Leone hefur venjulega, unnið með leikurum, sem láta vel að stjórn og hlíta fyrirmælum. Það var ný reynsla að starfa með De Niro. „Því er haldið fram að De Niro sé of mikill leikari fyrir mín- ar myndir, þar sem aðeins þurfi leikgrímur," sagði Leone. „En sú varð ekki reynslan. Eftir að hafa kynnzt De Niro varð mér ljóst að unnt er að segja ævintýrasögu, þótt sögupersónan sé mjög ólík því sem ég hafði ímyndað mér. Það er rétt eins og ef Collodi (höfundur Gosa) segði söguna af Gosa og hefði barn í hlutverkinu í stað tré- dúkku.“ Það var þó ekki auðvelt, daglega samstarfið við De Niro. „Dag nokkurn kom Fellini við á sviðinu þegar við vorum að taka upp kafla í einum upptökusalnum í Cine- citta,“ kvikmyndabænum ítalska, sem minnir á Hollywood. „De Niro var í rúminu, og átti að vakna við símahringingu. Ég gaf merkið: Síminn hringdi, og Robert stöðv- aði myndatökuna. Þetta er ekki rétt, sagði hann um hringinguna. „Of lágt.“ Reynt var á mý, og enn mót- mælti De Niro. „Þetta er óeðli- legur tónn. Það trúir honum eng- inn.“ Kallið á sviðstæknimennina. Fellini var orðinn óþolinmóður. Reynt var með hljómmagnara, með tóntölvutæki, en í hvert skipti hristi De Niro höfuðið jafn ákveð- inn og fyrr. Haft var samband við símafélagið. Tíminn leið. „Langar ykkur að vita hvernig fór?“ spurði Leone. „Við strikuð- um þennan kafla út úr handrit- inu.“ En ofnæmi De Niros fyrir sím- um minnkaði ekkert við þetta. „í annað skipti var Robert í símaklefa. Hann átti að velja númer og bíða eftir svari. Það tókst reyndar, í fertugustu og fimmtu töku um miðja nótt.“ Fleiri vandamál þurfti einnig að leysa. „Við vorum eins og farand- fjölleikahús," sagði Leone. Stjórn- andinn fór með hina aðalleikar- ana, Elizabeth McGovern og Treat Williams, til Toronto í Kanada, þar sem dvalizt var í tvær vikur, sjö vikur í New York og til París- ar, Rómar og Feneyja. Leone stöðvaði myndatökur í nokkrar vikur þegar taka átti kafla í Kína- hverfi. Hverfin í New York og San Francisco voru of nútímaleg. í Los Angeles bar hverfið of mikinn svip af Kaliforníu. Hópurinn fór til Hong Kong. Og í Brooklyn í New York, þar sem kaflinn um tvo gyð- inga á þriðja áratugnum gerist, lét Leone gera eftirlíkingu af bæna- húsi Gyðinga og götu frá Róm. Öll þessi ferðalög leiddu til auk- ins kostnaðar. „Áætlað hafði verið að myndin kostaði 25 milljónir dollara," sagði Leone, „en kostnað- urinn fór upp í 55 milljónir. Sem betur fór sýndi framleiðandinn, Aron Milchan, mjög mikinn skiln- ing.“ Hvernig tók Leone öllu um- stanginu við kvikmyndunina? „Ég lærði list þolinmæðinnar frá föður minurn," sagði Leone. „Ég fékk ást mína á kvikmyndum frá honum. Eftir að hafa starfað sem leikari með leikhópi Eleonor Duse, sem var fræg leikkona, gerðist Vinc- enzo Leone kvikmyndaleikstjóri í Róm þegar kvikmyndun var á byrjunarstigi. Hann stjórnaði 80% þeirra mynda, sem Francesca Bertini lék aðalhlutverk í, en hún var stærsta stjarna þöglu mynd- anna á Ítalíu. Hann var íburðar- mikill maður, sem sendi myndir sínar frá sér undir dulnefninu Roberto Roberti í samræmi við ít- alska hefð frá upphafi þöglu myndanna. Kvikmyndastjórnend- ur þeirra tíma notuðu sjaldan eig- in nöfn vegna þess að kvikmyndir voru ekki mikils metnar. „Hann var svipmikill maður," segir Sergio Leone um föður sinn. „Þegar ég var barn á árum ein- ræðisstjórnar fasista, hélt hann sig frá kvikmyndum af stjórn- málaástæðum. Við . sultum, en hann lét sig ekki. En ég man enn þegar ég fékk að sjá hann við kvikmyndastjórn, ég í stuttbuxum og snoðklipptur." egar Leone var 15 ára, skipaði faðir hans hann aðstoðarleik- stjóra. Þegar Vittorio De Sica gerði eina af sínum beztu mynd- um, „Reiðhjólaþjófinn", var ungi Leone honum til aðstoðar. „Þettta voru tímar „dolce vita“ í Róm,“ segir hann. „Fyrstu bandarísku leikstjórarnir komu til Cinecitta. Eftir Silvia Kramar Ég starfaði með Fred Zinneman, Robert Aldrich, Billy Wilder. ít- ölsk kvikmyndun var þá svo ný. Við höfðum gífurlegt hugarflug, en allt of litla reynslu. Að hugsa sér tækniþróunina í Hollywood í dag: Með beitingu tækninnar er unnt að skapa meistaraverk á borð við „ET“, en fyrir aðeins 30 árum áttum við ekkert." Leone minnist þess þegar verið var að taka stórmyndir í Róm á borð við „Ben Hur“ og „Quo Vad- is“, og þá tæknigalla, sem sjá má á myndunum í dag. „f einni sögu- legri senunni sjást hundruð skylmingamanna frá Rómaborg hinni fornu, en fyrir ofan þá, uppi á himninum, er farþegaþota á flugi... “ Á sjöunda áratugnum skapaði Sergio Leone ítölsku „spaghetti- vestrana", sem urðu vinsælir um allan heim. Sá þekktasti þeirra, „The Good, the Bad and the Ugly“ með Clint Eastwood í aðalhlut- verki, olli tímamótum í Bandaríkj- unum. Árið 1968 kom Robert Kennedy fram í sjónvarpi í bar- áttu sinni fyrir forsetaframboði, sem fékk svo hörmulegan endi, og sagði, „í gærkvöldi sá ég „The Good, the Bad and the Ugly“ eftir þennan ítalska leikstjóra. Eg hvet kjósendur mína til að sjá þessa mynd, því hún er svo dæmigerð fyrir ástandið. (Robert) McNam- ara (varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna), (Lyndon) Johnson (þá- verandi forseti) og ég föllum vel í hlutverkin. Eftir er hinsvegar að ákveða hver leikur hvern. Hvað mig varðar, er ég hvorki ófríður né spilltur..." „Hversvegna er ég hugfanginn af Bandaríkjunum?" spurði Leone sjálfan sig. „Vegna þess að Banda- ríkin eru land mundaðra skamm- byssna, dauðadala, rykfallinna bæja, kirkjugarða í tunglskini. En þau eru einnig land Víetnams, Kóreu, Nixons, Watergate, fyrstu sporanna á tunglinu, kjarnorku- vera, mótmæalagangna ung- menna, Steinbecks, Jane Fonda, KKK, Billy the Kid, A1 Capone og Reagans." Að segja sögu Bandaríkjanna,. segir Leone, er eins og að segja veraldarsöguna, með öllum hennar gæðum og göllum. „Banda- ríkin búa yfir ótakmörkuðu efni til kvikmyndagerðar. Það aðdrátt- arafl, sem svona Babylon hefur fyrir Evrópubúa úr gamla heimin- um eins og mig, stendur á gömlum merg. Því meir, sem þú þekkir Bandaríkin, þeim mun hændari verður þú að þeim, þótt þú vitir að þar ríkja allt aðrar aðstæður en þú hefur áður kynnzt." „Einu sinni var í Ameríku" átti upphaflega að vera dæmisaga frekar en söguleg frásögn, segir Leone. „Þar koma fram þeir góðu og þeir illu, rétt eins og í „Þyrni- rósu“ og „Mjallhvit", sagði leik- stjórinn, „því það er einungis fyrir tilveru Kains að við elskum Abel.“ í lokakafla nýjustu myndar sinnar tekur Leone á ný fram ein- vígið miskunnarlausa úr vestrun- um sínum. „Þetta er táknrænt, og hafið yfir sjálfan söguþráðinn," sagði Leone. „Einvígið er tákn lífs- ins: Þú kemst ekki frá því án þess að hafa gert þér grein fyrir til- gangi lífsins fyrir dauðann." Leone fékk hugmyndina að töku myndarinnar „Einu sinni var í Ameríku" fyrst árið 1967. „Ég man að ég ræddi það við Warren Beatty um þetta leyti," sagði hann Diego Gabutti, sem er þekktur ítalskur rithöfundur, „og nokkrum vikum seinna — ein- kennileg tilviljun — skýrði hann frá því að hann yrði í mynd Arth- ur Penns „Bonnie og Clyde“,“ sem einnig var söguleg stórmynd um glæpamenn í Bandaríkjunum. Leone fannst athyglisvert hvernig hugmyndirnar runnu þarna sam- an, og, ekki síður, á alveg sama tíma. „Og aftur, mörgum árum seinna,“ sagði Leone, „eftir að ég bauð Rússunum að gera kvikmynd um sögu John Reed og Október- byltinguna, en sovézku framleið- endurnir höfnuðu boðinu og töldu mér nægja að kvikmynda reynslu hans í Bandaríkjunum, kom Warren Beatty með mynd sína „Reds“, sem einnig var um John Reed. En það getur enginn leikið eftir Leone í uppbyggingu myndanna. „Helzti munurinn á mér og banda- rískum leikstjóra eins og Zinne- man eða John Ford, er að ég met myndina eftir evrópskum mæli- kvarða" segir Leone. „Og því ekki? Ég hef sagt það í gamni að mesti handritahöfundur allra tíma hafi verið Homer. „ódysseif- ur“ hans hefur allt til að bera í evrópska stórmynd. Bandaríkja- menn hafa ekki gert annað en apa eftir honum. En þetta leyndarmál má ég fyrir alla muni ekki segja Warren Beatty ... “ Áður en hann tók upp samstarf við De Niro, hafði Leone um margra ára skeið unnið með Clint Eastwood. Reyndar skapaði hann kvikmyndapersónu Éastwoods með myndum eins og „A Fistful of Dollars", „Once Upon a Time in the West“ og „The Good, the Bad and the Ugly“. En Leone á erfitt með að bera þessa tvo leikara saman. „De Niro fyllir myndina," sagði leikstjór- inn. „Hann þarf ekki einu sinni handrit til að leika eftir, hann hef- ur mjög sterka framkomu. Eastwood þarf hinsvegar alltaf einhverja leikmuni. „í Fistful of Dollars" var það Mexíkanasjal og vindill. I öðrum myndum var hann umkringdur öðrum leikurum eins og Jesúbarnið í jötunni." Talandi um búninga og leik- sviðsmyndir, þá má aftur líkja Sergio Leone við ballett- meistara hjá Bolshoi, sem vinnur í anda fegurðar og glæsileika. Hann réð heilan hóp færustu leikhús- klæðskera Rómar fyrir töku „Einu sinni var í Ameríku", sem var sögulega fullkomin kvikmynd. „Það er atriði, sem ég lærði hjá föður mínum og De Sica,“ sagði Leone. „Þeir kröfðust báðir glæsi- leika í kvikmyndum. f þeirra aug- um þurfti jafnvel tötrumbúinn fá- tæklingur að vera klæddur í réttu tötrana, bóndi varð að vera bóndi með glæsibrag." Leone er á því að með „Einu sinni var í Ameríku" hafi hann náð lengra en í fyrra kvikmynda- ævintýri sínu, „Einu sinni var í vestrinu". „Þetta þýðir ekki að ég hætti að stjórna ítölskum vestr- um,“ segir Leone „Mér hefur aldr- ei komið neitt annað í hug en virð- ing fyrir Bandaríkjum John Fords, með einvígjum í sólinni, flengreið á hestum, karlmannlegri vináttu, reykfylltum drykkju- krám, skínandi stjörnunni á brjósti fógetans og óravíðáttu. Sú mynd af Bandaríkjunum er jafn- vel enn í dag nær raunveruleikan- um en flestir kvikmyndaleikstjór- ar gera sér grein fyrir. Það er kvikmynda-dæmisaga, sem virðist heyra fortíðinni til, en er þrungin sannleika um nútímann." (Úr Los Angeleð Times)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.