Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984 79 Stella undirbýr gestamóttöku, hitar vöfflujárniö og hrærir í deiginu. Búskapur Stellu Unga daman á meðfylgjandi myndum heitir Stella Stef- ánsdóttir og hún býr á Rein í Reykjahreppi í S-Þingeyja- sýslu. Stella dundar sér viö þaö þegar þannig viörar aö „búa“ og þá bakar hún ýmist pönnukökur eða vöfflur fyrir svanga vegfarendur og gesti. „Húsiö“ hennar smíö- aöi bóðir hennar Sigmar sem er 12 ára og eldhúsáhöld- in eru fengin hér og þar úr sveitinni. Myndirnar tók Silli á Húsavík. Þegar von er á gestum er þaö góöra manna siöur aö taka ofurlítiö til hjá sér og aö sjálfsögöu raöar Stella litla öllu í hillunum hjá sér. Og þá er þaö pönnukökubaksturinn. Þaö er aldrei aö vita nema gestunum líki ekki vöfflurnar ... Málningarstúss Félag einstæöra foreldra hefur um árabil haft skrifstofu sína í Traö- arkotssundi 6, eins og margir vita. Stjórnarfólki í FEF þótti oröin ærin ástæöa til aö mála þar og snurfusa og var í snarheitum komiö á laggirnar „viögeröarvinnuhópi“ FEF. Fljótlega eftir aö vinna hófst kom í Ijós aö mjög fallegur og alheill en skítugur panell er á veggjum, á gólfi og í lofti. Er nú verið aö fletta brott nokkrum lögum af veggfóöri og gólfdúk og vinnur hópurinn af kappi viö aö þvo, pússa og lakka panelinn, svo og aö mála þá veggi sem síöari tíma viðgeröarmenn hafa sett upp. Skrifstofan veröur opnuö eftir sumar- leyfi í byrjun ágúst, svo fremi sem „viðgerðarvinnuhópurinn“ hefur lokiö störfum. Á myndinni eru f.v. Ragnhildur Vilhjálmsdóttir, Guöný Kristjánsdóttir, Edda Ragnarsdóttir og Borghildur Hauksdóttir. Auk þeirra eru í hópnum Haukur Geirsson, Ásmundur Einarsson, Jón Börkur Ákason, Ingi Árnason, Bjarni Bjarnason og Jóhanna Krist- jónsdóttir og sagöi hún í samtali viö Mbl. aö enn væri unnt aö bæta örfáum sjálfboðaliöum í hópinn. Ljósm. Mbl. Árni Sæberg. Lífleg sumargleði SANNKÖLLUÐ sumargleði hef- ur ríkt á samkomum þeirra Sumargleðimanna, sem nú gera víöreist um landiö eina feröina enn. Auk hljómsveitar og þeirra gömlu kappa Ragga Bjarna, Bessa og Omars Ragnarssonar skreytir Hermann Gunnarsson nú þennan fjölhaafa hóp og Magnús Ólafsson er meó í slagnum annaö áriö. Á dögunum fylltu þeir félagar Sjálfstæöishúsiö á Akureyri tvö kvöld í röö eins og sjá má á ann- arri myndanna skemmtu Akur- eyringar og nærsveitamenn sér hiö besta og tóku óspart þátt i uppátækjum sviösmanna ef þess var óskaö. Á hinni myndinni bregöa þeir Bessi og Magnús Ólafsson á ieik, brugglegir á svip í afdal vestur á fjöröum, en Her- mann Gunnarsson í gervi sýslu- manns er ekki langt undan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.