Morgunblaðið - 29.07.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984
63
bærinn stóð.
Ljósm./ Friðþjófur.
höfund hennar. En þá er enn erfiðara að
koma auga á annan höfund Njálu en
Sturlu Þórðarson og því engin goðgá að
varpa ljósi á hann, þar sem hann skyggn-
ist um á sögusviði aldar sinnar. Njála er
a.m.k. líkari Sturlu t.i Egla Snorra frænda
hans, hvað sem vísindalegri óskhyggju líð-
ur að öðru leyti.
Gunnlaugur munkur Leifsson ritaði
sögu ólafs Tryggvasonar á latínu. Hann
lézt um svipað leyti og Sturla fæddist. Ól-
afs saga var þýdd á íslenzku og skrifuð
inní ólafs sögu Tryggvasonar hina meiri,
líkt og brot úr Ólafs sögu Styrmis fróða
voru skrifuð inní Flateyjarbók og einungis
varðveitt þar, enda tóku fornir höfundar
allt traustataki sem þeim sýndist og
spurðu hvorki kóng né prest. Þannig var
Sturlunga einnig saman sett úr sögum og
brotum, sem flest eiga rætur í umhverfi
Sturlunga, samin eða ritstýrð af Sturlu
Þórðarsyni. Hann notaði Ólafs sögu Gunn-
laugs munks í Kristni sögu sinni, en það
gerir Njáluhöfundur einnig, þegar hann
skrifar um kristnitökuna.
XII
íslendinga saga er ólík íslenzkum skáld-
sögum síðari tíma í því að persónum er
teflt fram hverri af annarri án þess um
þær sé fjallað jafnóðum í löngu máli, hver
smá- og stóratburður rekur annan, lýst af
eðlislægu æðruleysi svo að við berumst
með þunga sögunnar eins og við séum
þátttakendur í henni, líkust þeim skuggum
sem einungis bregður fyrir — án höfund-
ar. Persónusafnið minnir helzt á rússnesk-
ar bókmenntir — og svo auðvitað mann-
mergð Njáls sögu. Persónur og atburðir
lýsa sér jafnóðum, en slíkur frásagnarmáti
nær hámarki í Njáls sögu. Sturlunga er að
mörgu leyti líkari skáldsögu en sagnariti.
Lífið á þessari óskiljanlegu öld var meira í
ætt við skáldskap en raunveruleika. í
Sturlungu er sögu persónanna ekki lokið
með löngum lýsingum áður en hún hefst í
raun og veru eins og oft er í skáldsögum
síðari tíma.
XIII
En spyrja má: Af hverju er Sturla Þórð-
arson svo atkvæðalítill í lögsögumanns-
embætti að hann hverfur þaðan eftir
stuttan tima? Auðvitað vegna þess hann
hafði öðrum verkefnum að sinna, þar sem
voru ritstörf hans. Hann hefur meiri
áhuga á þeim en stjórnmálaþjarki á dap-
urlegri þjóðveldisöld.
Einnig má spyrja: Af hverju gengur
Sturla Þórðarson fram af jafn litlum
áhuga í lögmannsembætti og raun ber
vitni? Svarið er auðvitað hið sama. Hugur
hans er annars staðar. Hann þarf tíma og
næði til að ljúka Njálu og Grettis sögu. En
þá voru Eyrbyggja og önnur rit að baki.
Sturla hefur líklega lengstum unnið
eitthvað að Sturlunga sögu sinni og vill
ekki flækjast inn í staðamál sökum trúar
sinnar, lætur þau fram hjá sér fara með
þeim hætti að athygli vekur. En hann hef-
ur þá fengið sig fullsaddan af veraldar-
vafstri. Kálfsskinnið bíður hans, það er
ástríða hans að sitja við skriftir unz bikar-
inn er tæmdur í botn.
Sturla Þórðarson hafði marga fjöruna
sopið. Hann hafði verið einstakur aðdá-
andi Sturlu Sighvatssonar og litið hann
sömu augum og höfundar íslendinga sagna
hetjur sínar, en síðan hafnað í flokki
Órækju Snorrasonar og lent milli steins og
sleggju í illdeilum þeirra frænda um
mannaforráð, gekk loks aftur í flokk
Sturlu og hafði verið með honum á Örlygs-
stöðum, þar sem hann svaf í næstu lok-
rekkju og fylgdist með fumi þessa vígreifa
eldra frænda síns á örlagastundu. Þar
horfir hann á eftir honum taka hlaðsprett-
inn inn í dauðann. Hann hefnir Snorra í
Reykholti og lætur afskiptalaust, þótt
Órækja drepi þar Klæng fóstbróður hans
Bjarnarson, sem hafði boðið honum grið á
Örlygsstöðum, ásamt Gissuri Þorvalds-
syni. Loks höfðu þeir órækja farið að
Gissuri og mönnum hans í Skálholti og
haft virðingu af, en síðar tóku Kolbeinn
ungi og Gissur Þorvaldsson þá til fanga
eftir griðrof Gissurar og hröktust þeir þá
um landið, ófrjálsir, og ætlunin að senda
þá utan til Noregskonungs af Melrakka-
sléttu, en skipið nýfarið þegar þangað
kom. Þá er Sturla orðinn goðorðsmaður,
stjórnar % hlutum Snorrungagoðorðs,
höfðingi að Staðarhóli í Saurbæ og allmik-
ill fyrir sér, hafði veruleg mannaforráð.
En í fangavistinni fyrir norðan setti að
honum hryggð og bölsýni, þótt enn væri
hann innan við þrítugt. Dapur og svart-
sýnn yrkir hann um örlög sín þá: Ég el
aldur minn við erfiðleika og harma ...
Hinn glaðværi flokkur er nú horfinn ...,
en bætir jafnframt við: Skalk hvessa þrek.
Nú kemur í ljós að hann er harðari í horn
að taka en vitað var, skapheitur Sturlungi.
Lítt hefur Sturla Þórðarson getað skrifað
fyrir Örlygsstaðafund eða í slagnum við
Gissur og Kolbein unga áður. Þeirri at-
burðarás lýsir hann allnákvæmlega og af
listrænni hógværðog nærfærni. Hann hef-
ur samúð með Gissuri við banaþúfu fjöl-
skyldu hans; gefur Halli syni hans 'dóttur
sína. Sættirnar eru innsiglaðar. Við Jónas
Kristjánsson höfum komið okkur saman
um, að allt minni þetta á endanlegar sætt-
ir Njáls sögu, þegar Kári kvænist Hildi-
gunni í lok sögunnar. I þessari frásögn rís
skáldið hæst í íslendinga sögu. En eftir-
minnilegust er þó blæbrigðarík lýsing á
Sturlu og óviðjafnanleg persónusköpun
Sighvats og eru frásagnir af þeim beztu
heimildir okkar um frábæra hæfileika
Sturlu sagnfræðings til listrænnar per-
sónusköpunar. Eftirminnilegt er að kveðja
Sighvat Sturluson á Örlygsstöðum, gaml-
an mann og heidur hjákátlegan í hlutverki
sínu þá. Samt hverfur hugurinn til kapp-
anna í fornum íslenzkum skáldskap, ekki
sízt Njálu.
Þá er Njálsbrenna Sturlungaaldar —
flugumýrarbrenna, eftirmál svipuð og ör-
lög brennumanna. Gróa kona Gissurar
Þorvaldssonar segir við Ingibjörgu Sturlu-
dóttur Þórðarsonar í brennunni eftir brúð-
kaup þeirra Halls Gissurarsonar í Flugu-
mýri, að eitt skyldi yfir þær ganga báöar, en
Ingibjörg hafði lífið; Bergþóra sagði í
Njálsbrennu að eitt skyldi ganga yfir þau
bæði, hana og Njál bónda. Vart er þetta
tilviljun einber. Jafnvel frýjun Hildigunn-
ar blasir við okkur í íslendinga sögu: Eyj-
ólfur ofsi Þorsteinsson átti Þuríði Sturlu-
dóttur Sighvatssonar og sagði hún við
hann þegar hann var ófús að hefna Örlygs-
staðafundar eins og Flosi Höskulds: „Því
að Gissuri... þótti hver herkerling lík-
legri til að hefna föður míns, Sturlu, en þú.
Sér hann það að þér er litur einn gefinn."
Við sjáum Eyjólf ofsa í sporum Flosa:
hann varð rauður sem dreyri, en Flosa brá
mjög við eggjun Hildigunnar og var i and-
liti fölur eða blár, en stundum rauður sem
blóð.
XIV
f ritum Sturlungu eru framdir svo yfir-
gengilegir glæpir að við göpum af undrun,
t.a.m. þegar við lesum um níðingsskap
Sturlu Sighvatssonar, sem meiddi bræðr-
ung sinn órækju Snorrason í Surtshelli,
voðaverk Guðmundar dýra þegar hann
brennir inni Þorfinn Önundarson tengda-
son sinn, ása.nt Önundi föður hans, en frá
því er sagt í sögu Guðmundar, og næsta
óskiljanleg fjöldamorð í Svínfellingasögu,
eftir að sættir eru innsiglaðar. Brennan í
Guðmundar sögu dýra er e.k. framhald
Njálsbrennu, því að slík ótíðindi gerast
ekki á íslandi í tvær aldir frá því Njáll og
Bergþóra eru inni brennd ásamt sonum
sínum. Njálsbrenna hefur örugglega verið
Sturlunguhöfundi ofarlega í huga, þar sem
hann virðir fyrir sér samtíðaratburði og
ógnaröldina umhverfis sig. Við verðum nú
að leita til Suður-Ameríku svo að við blasi
jafn hrottaleg níðingsverk og í samtíma
Sturlu Þórðarsonar, enda má sjá þau í
merkum bókmenntum Suður-Ameríku-
manna. Borges hefur sagt við mig, að rit
hans séu sprottin úr svipuðu umhverfi og
íslenzkar fornsögur. Slíkar heimsbók-
menntir eru ekki tilviljun.
En þó er lögð áherzla á það í Sturlungu,
að þeir sem fyrir blóðsúthellingum standa
verði Rómferlar til að afla sér syndafyr-
irgefningar eða afpláni sök sína með öðr-
um hætti. Á það er einnig lögð áherzla í
Njáls sögu að Flosi gekk suður til Róms í
lokin og er það í samræmi við kristna af-
stöðu Sturlu í íslendinga sögu, enda ekki
undarlegt að finna slíkan streng hjá
manni sem hafði Pétur postula að dýrlingi
sínum: „Flosi... hóf þá upp göngu sína og
gekk suður og létti eigi, fyrr en hann kom
til Rómarborgar. Þar fékk hann svo mikla
sæmd, að hann tók lausn af páfanum sjálf-
um og gaf þar til mikið fé.“ Þegar heim
kom hafði hann af hendi innt „alla sætt
sína bæði í utanferðum og fégjöldum",
enda var það „stór ábyrgð fyrir guði, er vér
erum kristnir sjálfir" að brenna Berg-
þórshvol. En 13. aldar maður vissi að
freistingin var meiri en ábyrgðin.
XV
Margar götur íslenzkrar sagnaritunar
liggja heim að Staðarhóli, sumar grónar
að mestu. Jón Loftsson er sami manna-
sættirinn í Sturlu sögu og Guðmundar
sögu dýra, Staðarhólsbók er rituð skömmu
eftir að Sturla Þórðarson kemur út með
Járnsíðu og á henni eru forn lög Grágásar
og hin nýja lögbók Magnúsar konungs
lagabætis, sem Sturla fjallaði um þrátt
fyrir lögfræðilega glámskyggni sína, og þá
er það ekki sízt í tengslum við Staðarhól
sem Hvamm-Sturla hefst til höfðingja.
Við hljótum að staldra við Staðarhóls-
handrit, þar sem ekki hefur varðveitzt eitt
einasta blað með 13. aldar ritum sem telja
megi úr eiginhandriti höfundar eða frum-
skrifara. Öll frumrit hafa farið forgörðum,
segir Jón Helgason í Handritaspjalli, og
)ær uppskriftir sem til eru runnar frá
frumriti um marga týnda liði. En Sturla
Þórðarson hefur rekið bóksmiðju eða
sagnritaverkstæði að Staðarhóli eins og
Snorri í Reykholti og munkar á Þingeyr-
um. Og bókauðugt Helgafellsklaustur á
næstu grösum.
XVI
í lok Brennu-Njáls sögu segir: „Ok lýk
ek ... “ Þetta litla ek hefur æ síðan verið
einn helzti leyndardómur íslenzkrar sögu
og menningar og mikið um það fjallað
hver sá hafi verið, sem svo komst að orði.
Það skiptir að vísu ekki öllu máli, svo
áþekk sem fornrit okkar eru. En mörgum
hefur samt hitnað í hamsi I þeim umræð-
um.
Hér hefur Sturla Þórðarson verið leidd-
ur fram á leiksviðið í því skyni að vekja
athygli á lífi hans og störfum og benda á,
að ekki sé með nokkru móti unnt að ganga
fram hjá honum, þegar spurt er um höf-
und Njáls sögu. Áreiðanlega verður seint
sannað hver hann er, líklega aldrei. Þegar
Björn M. Olsen reyndi að leiða rök að því
að Sturla Þórðarson hefði skrifað Þorgils
sögu og Hafliða, taldi hann miklar líkur á
því, en ekkert sem mælti beinlínis á móti
því. Sama verður uppi á teningnum, þegar
fjallað er um höfund Njálu. Ekkert mælir
beinlínis gegn því, að Sturla Þórðarson
hafi sett söguna saman eða sagt hana fyr-
ir, en margt bendir til þess og oft eru rökin
svo sterk, að ekki verður undan vikizt.
Hér er einnig um mikið að tefla, því að
sá, sem skrifaði Njálu. er Shakespeare
norrænna bókmennta. Ástæðulaust er að
halda áfram að fara eins og köttur í kring-
um heitan graut, þegar um þetta er fjallað.
Og aldrei hefur þótt viturlegt að fara yfir
lækinn að sækja vatn. Það hefur þó sí-
felldlega verið gert, þegar leitað hefur ver-
ið höfundar Njálu án þess Sturla lögmaður
Þórðarson kæmi þar við sögu. í Njálu í
íslenzkum skáldskap er bent á að sagan
haí'i alla tíð átt sérstökum vinsældum að
fagna í sveitum Breiðafjarðar, heimaslóð-
um Sturlu Þórðarsonar. Það sannar að
vísu ekkert um höfund hennar, en gæti þó
verið enn ein vísunin til Sturlu. Sagan er
alkunn í umhverfi hans, þótt t.a.m. aust-
firðingar virðist einungis hafa þekkt hana
af afspurn fram eftir öldum eins og einnig
er bent á í fyrrnefndu riti um Njáluskáld-
skap.
Miklar líkur eru á því, að „ek“ sé sá
sagnaritari sem hverfur frá kálfsskinninu
í Fagurey við Breiðafjörð einn hásumar-
dag 1284, sjötugur að aldri og einum degi
betur, lifði Ólafsmessu fyrstan og síðastan
sinna ævidaga. Sá dagur, 29. júll, til minn-
ingar um helgi ólafs konungs digra, enda
dánardægur hans, hlýtur að vera mikil-
vægur í sögu íslenzkrar menningar og ís-
lenzks þjóðlífs — sá drottins dagur, svo
notað sé orðalag, sem Sturlu Þórðarsyni
hefði verið að skapi. Þessi dagur I lífi
Sturlu Þórðarsonar er jartegn, hvorki
meira né minna. Það lýsir við fæðingu
hans, svo notað sé orðalag úr Sturlungu.
XVII
í íslendinga sögu er vísa sem Snorri
Sturluson yrkir, þegar hann spyr fall Sig-
hvats bróður síns og sona hans á Örlygs-
stöðum og segir Sturla Þórðarson að hann
hafi sent erindið til Þórðar kakala Sig-
hvatssonar, en báðir voru I Noregi. í vís-
unni blæðir Snorra inn. Hann finnur til
með svipuðum hætti og Egill, þegar hann
yrkir Sonatorrek. Nú lifið þið tveir eftir,
Þórður ... úlfarnir þjappa svínunum sam-
an ... ætt vor verður að venjast afarkost-
um.
Perlan er sjúkdómur skeljanna, hefir
verið sagt.
Það er í ritum þeirra frænda, Snorra,
Sturlu og Ólafs hvítaskálds, sem ætt
Sturlunga rís úr Ösku og afarkostum, á
sama hátt og synir Egils lifa af í miklum
skáldskap föður þeirra. Þannig bjargaði
Egill einnig lífi sínu í Jórvík og Sturla
keypti höfuð sitt með skáldskap við hirð
Magnúsar Hákonarsonar. Það ljórar
hvarvetna í mikla sögu og ógnarörlög, þar
sem Sturla Þórðarson er á ferð.
MATTHÍAS JOHANNESSEN