Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
Hallgrímur Snorra-
son hagstofustjóri
FORSETI fslands hefur að tillögu
Matthíasar Á. Mathiesen, ráðherra
Hagstofunnar, skipað Hallgrim
Snorrason, hagfræðing Þjóðhags-
stofnun, hagstofustjóra frá 1. janúar
1985. EmbKtti hagstofustjóra var
stofnaö árið 1913 og hafa aöeins
tveir menn gegnt þvf, Þorsteinn
Þorsteinsson frá 1913 til 1950 og
Klemenz Tryggvason frá 1951 til 1.
janúar 1985. Auk Hallgríms sóttu
um stöðuna fjórir menn, þeir Har-
aldur Jóhannsson, Hjalti Krist-
geirsson, Sigurður Gústafsson og
einn sem óskað hefur nafnleyndar.
Hallgrímur Snorrason fæddist
29. janúar 1947 í Reykjavík og er
sonur Snorra Hallgrímssonar
læknis og Þuríðar Finnsdóttur.
Hann lauk stúdentsprófi frá MR
árið 1966 og hélt þá til Edinborg-
ar og stundaði hagfræðinám við
háskólann þar. Hallgrfmur lauk
þaðan B.Sc.-prófi árið 1969. Síðan
stundaði hann framhaldsnám við
háskólana í Lundi og Stokkhólmi
á árunum 1969—1972 og lauk
M.Sc.-prófi frá háskólanum í
Lundi árið 1971. Hallgrímur
starfaði við hagrannsóknadeild
Framkvæmdastofnunar ríkisins
frá 1972 og síðan við Þjóðhags-
stofnun frá stofnun hennar 1974.
Hann hefur gegnt starfi aðstoð-
arforstjóra Þjóðhagsstofnunar
frá 1980.
Hallgrímur er kvæntur Guð-
nýju Rögnvaldsdóttur og eiga þau
þrjú börn.
Frá íslandsmótinu á V indheimamelum:
Spennandi keppni
í öllum greinum
Vindbeimamelar. 3. ágiuL
UM KL. níu í morgun hófst
keppni hér á íslandsmótinu
hér á Vindheimamelum meö
forkeppni í fjórgangi og síðan
var keppt í fímmgangi og
töKL
Fimm efstu keppendur í þess-
um greinum fara i úrslit á laug-
Siglufjörður:
Hafís í
höfninni
Sighifirði, 3. ágúsL
í HÖFNINNI á Siglufirði er nú
töluverður ís, enda er fs mjög
þéttur að sjá norður og norðaust-
ur af firðinum. Hafís hefur ekki
rekið inn í höfnina síðan rétt eft-
ir aldamót, en sá ís sem nú er
veldur Siglfirðingum ekki vand-
ræðum. Það er helst að smábátar
verði fyrir töfum vegna íssins úti
fyrir.
Mjög gott veður er á Siglu-
firði, 18—20 stig, og hefur
ferðamannastraumur í sumar
verið meiri en oft áður. Mikil
atvinna er núna og var unnið
langt fram á nótt i rækju-
vinnslunni til að reyna að ljúka
sem mestu fyrir helgi.
Fréttaritari
Morgunblaðið/Sigurgeir
Unnið af fullum krafti að undirbúningi Þjóðhátfðarinnar f Vestmannaeyjum.
Þjóðhátíðin í Eyjum
sett í þoku og regni
Vpstmannaevium 3 árrúat
ardag og sunnudag en úrslit í
forkeppninni urðu sem hér seg-
in stigahæstur í tölti varð Þor-
geir Þorgeirsson á hestinum
Snjall frá Gerðum, með 96,8
stig, f öðru sæti varð Gylfi
Gunnarsson á Kristal frá
Kolkuósi með 93,06 stig, í þriðja
sæti varð Sigurbjörn Bárðarson
á Gára frá Bæ, með 87,46 stig. í
fjórða sæti Einar öder Magn-
ússon á Tinnu frá Flúðum með
86,4 stig og í fimmta sæti Bald-
vin Guðlaugsson á Senior frá
Glæsibæ með 82,13 stig.
í fjórgang varð efstur Sigur-
björn Bárðarson með 53,89, í
þriðja Einar öder Magnússon á
Tinnu með 53,21 stig, í fjórða
sæti Baldvin Guðlaugsson, Sen-
ior, 53,02 stig, og í fimmta sæti
urðu þeir Þórður Þorgeirsson og
Snjall með 51,34 stig.
I fimmgangi varð stigahæstur
Ragnar Ingólfsson á Þorra frá
Höskuldsstöðum með 65,4 stig
annar Ragnar Hinriksson á
Sörla frá Norðtungu með 63,8
stig. Þriðji Guðni Jónsson á Don
Gamilli frá Stóra-Hofi 63,2, í
fjórða sæti varð Tómas Ragn-
arsson á Ás frá Vallanesi með
62,6 stig og í fimmta sæti Einar
Öder Magnússon á Gosa frá
Tungu með 62,4 stig.
Valdimar
\ narvju m, 3. ígúsL
ÞRÁTT fyrir heldur leiðinlegt veð-
ur var mikill fjöldi fólks í Herj-
ólfsdal í dag þegar þjóðhátíðin var
formlega sett. í ár eru liðin 110 ár
frá því að Vestmanneyingar héldu
hátíðina fyrst Um hádegisbilið
skall hér á niðadimm þoka með
rigningarsudda en veður er annars
lygnt og hlýtt. Flugleiðir höfðu ráð-
gert sjö ferðir í dag en tókst aðeins
að fara þrjár áður en flugvellinum
var lokað vegna þoku. Herjólfur
fór tvær ferðir í dag milli lands og
Eyja. Var búist við miklum fjölda
farþega með skipinu í seinni ferð
Raunar hófst þjóðhátíðin
óformlega í gærkvöld með mjög
fjölmennum dansleik i Sam-
komuhúsinu og Vestmanney-
ingar reistu tjaldsúlur sínar við
afmarkaðar götur í Herjólfsdal.
Óskar Garibalda-
son, Siglufirði, látinn
ÓSKAR Garibaldason, verka-
lýðsleiðtogi í Siglufírði, er lát-
inn. Hann fæddist 1. ágúst 1908
í Engidal við Siglufjörð. Foreldr-
ar hans voru Garibaldi Einars-
son bóndi þar og kona hans
Margrét Pétursdóttir.
Óskar var verkamaður og um
skeið verkstjóri í Siglufirði.
Hann var starfsmaður Verka-
mannafélagsins Þróttar í Siglu-
firði frá 1953, sem heitið hefur
Verkalýðsfélagið Vaka frá 1978.
Hann sat í stjórn sama félags
um langt skeið, og var formaður
þess frá 1963 til 1974. Hann var
fulltrúi á mörgum þingum ASÍ.
Óskar var einnig formaður
skólaráðs Tónskóla Siglufjarð-
ar. Hann átti sæti í atvinnu-
málanefnd Norðurlands 1965.
Óskar var kvæntur Anneyju
Jónsdóttur, en hún lést árið
1975. Þau eignuðust sex börn og
eru fimm þeirra á lífi.
Tjaldborgin er álíka stór í ár og
hún var í fyrra.
Þjóðhátíðin var sett kl. 14 í dag
og fíutti Helgi Sæmundsson, rit-
stjóri, snjalla hátíðarræðu, sem
féll í góðan jarðveg hjá þjóðhá-
tíðargestum. Séra Kjartan örn
Sigurbjörnsson annaðist helgi-
stund, kirkjukór Landakirkju
söng en síðan tók við hvert
dagskráratriðið af öðru. í Herj-
ólfsdal verður látlaust fjör fram
á mánudagsmorgun, þegar hátíð-
inni lýkur, því eins og segir í
kvæðinu: „Þrátt fyrir böl og al-
heimsstríð/ verður haldin þjóð-
hátíð.“ örlítil væta af himnum
ofan skiptir ekki máii hér — það
verður bara þeim mun líflegra í
tjöldunum og er þar þó jafnan
líflegt mjög.
— hkj.
Alvarlegur
árekstur
Alvarlegur árekstur varð á lítilli
brú um þrjá km austan við Grlms-
staði á Fjöllum í gærdag.
Tveir fólksbílar með sjö manns
lentu þar saman og þurfti tvær
flugvélar til að flytja þrjá slasaða
í sjúkrahús.
Hafrannsóknastofnun:
Seiöarannsóknir hefjast
næstkomandi þriðjudag
ÁRLEGUR seiðarannsóknaleiðangur
Hafrannsóknastofnunar hefst næst-
komandi þriðjudag. Farið verður á
tveimur skipum, Árna Friðrikssyni og
Bjarna Sæmundssyni. Munu skipin
kanna hafsvæðin umhverfis landið,
Bjarni vestan megin og Árni fer austur
um með Suðurlandi.
Bjarni Sæmundsson mun fara frá
Reykjavík og fyrst kanna svæðið
milli íslands og Grænlands en síðan
út af Vestfjörðum og vestanverðu
Norðurlandi. Árni Friðriksson fer
einnig frá Reykjavík en austur um
og endar fyrir Norðurlandi.
Markmið þessa leiðangurs er að
kanna fjölda og útbreiðslu fiskseiða
eins og venja hefur verið á þessum
tíma. Ennfremur verða kolmunna-
göngur suður og austur af landinu
kannaðar og reynt að mæla mergð
smáloðnu út af Vestfjörðum og
Norðurlandi. Þá verður ástand sjáv-
ar kannað og á Bjarna Sæmunds-
syni verða gerðar tilraunir i sam-
bandi við endurvarpsstuðla, sem eru
grundvallaratriði i stofnstærðar-
mælingum með bergmálsaðferð. Þá
verða einnig kannaðir möguleikar á
bergmálsmælingum á þorski.
Báðir þessir leiðangrar eru tvi-
skiptir. Á Bjarna Sæmundssyni
verður Vilhelmína Vilhelmsdóttir
leiðangursstjóri fyrri hlutann og
Ólafur Halldórsson seinni hlutann.
Á Árna Friðrikssyni verður Sveinn
Sveinbjörnsson leiðangursstjóri
fyrri hlutann og Hjálmar Vil-
hjálmsson þann seinni. Áætlað er að
leiðöngrum þessum ljúki í lok ágúst.
Asa Steinunn
Sverrisdóttir látin
AÐFARANÓTT röstudagsins lést í
Landakotsspítala Ása Steinunn
Sverrisdóttir eftir þungbær veik-
indi. Hún var 34 ára, fædd 19. júlí
1950.
Að námi loknu réðst hún til
starfa á auglýsingadeild Morg-
unblaðsins og starfaði þar um
margra ára skeið. Um tíma vann
hún á Vísi, en hvarf aftur til
fyrri starfa á Morgunblaðinu og
vann á auglýsingadeild meðan
heilsa leyfði. Hún veiktist snögg-
lega i marsmánuði 1983. Heimili
hennar var í Mjóuhlíð 12, en þar
bjó hún ásamt eftirlifandi sam-
býlismanni sinum, ómari Skúla-
syni myndlistarmanni. Foreldr-
ar hennar eru Petra G. Ás-
geirsdóttir og Sverrir Þórðarson,
blaðamaður á Morgunblaðinu.
Morgunblaðið stendur í mikilli
þakkarskuld við Ásu Steinunni.
Hún var frábær starfsmaður og
einn af burðarásum auglýsinga-
i
deildar blaðsins. Hún var starfs-
maður þess í tvo áratugi.
Morgunblaðið vottar ástvinum
Ásu Steinunnar Sverrisdóttur
dýpstu samúð.