Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
DuoáD
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 254. þáttur
Flugleiðir hafa auglýst lág
fargjöld fyrir þá farþega, sem
ekki hafa pantað sér far, held-
ur koma út á flugvöll og bíða
eftir því, hvort sæti fáist eða
ekki. Um þetta fyrirbæri, bæði
fargjöldin og farþegana, er í
ensku haft stand by í samsetn-
ingum, og hefur það verið tek-
ið upp í ýmis tungumál. Þ6
segir Sæmundur Guðvinsson
hjá Flugleiðum umsjónar-
manni, að í norsku tíðkist t.d.
orðið sjansbillet (með fyrirvara
um rétta stafsetningu).
Flugleiðamenn vilja gjarna
komast hjá enskunni í þessu
sambandi og hafa auglýst eftir
tillögum um annað betra. Rætt
hafði verið um forliðina
skyndi-, bið-, og hopp-, og sagði
Sæmundur að þá sem stæði lit-
ist þeim best á hið síðasta, sem
þó hefði upphaflega komið
fram í gamni. Menn hoppuðu
norður, t.d., og væri þá slíkur
maður hoppfarþegi, fengi
hoppmiða á hoppverði. Umsjón-
armaður var á sama máli og
Sæmundur um það, að tilraun
sjónvarpsins með fyllifargjöld
hefði ekki tekist sem skyldi.
Ekki myndi fyllifarþegi þykja
aðlaðandi orð og jafnvel vera
villandi.
Til viðbótar þessu inn-
gangsspjalli birtir umsjónar-
maður með ánægju eftirfar-
andi bréf frá Jóni Hjaltasyni á
Akureyri.
„Sem ég sit hér og hlusta á
menn í útvarpinu tala um
„stand-by“, flýgur mér nokkuð
í hug — þó ekki vísa, enda er
ég ekki hagorður.
Um „stand-byið“ títtnefnt
mætti nota orðið snar. Yrði þá
til snarfarþegi (nú eða bara
snarfari) og snarfargjöld. Þessi
orð eru svona þokkalega þjál í
munni, fela varla í sér tví-
ræðni, þó samsetningunni sé
breytt lítils háttar að hafa á
sér svolítið hnyttinn blæ. Yrði
þá væntanlega beðið um snar-
miða, því viðkomandi ætlaði að
gerast snarfarþegi eða snar-
fari.“
Góðu heilli er mikill áhugi
fóiks á merkingu og útbreiðslu
mannanafna. Nú hef ég verið
beðinn að gera skil nafninu
Sigurður. Eftir því sem ég best
veit, táknar fyrri hlutinn
orustu, en síðari hlutinn mun
vera skylt sögninni að verja,
sem „ætti“ að vera varður
fremur en varinn í lýsingar-
hætti þátíðar í karlkyni, og þá
nafnorðinu vörður. Hermann
Pálsson þýðir Sigurður =
„verndaður i orrustu". Nafnið
hefur lengi verið vinsælt í
norrænu máli. Nítján eru Sig-
urðar í Landnámu, og í Sturl-
ungu koma fyrir 39 menn með
Sigurðar nafni. Ekki hafa vin-
sældir nafnsins rýrnað á síðari
öldum. 1 manntalinu 1.703
reyndust 856 íslendingar bera
Sigurðar nafn. í manntalinu
1910 voru Sigurðarnir 2.098, og
er nafnið þá þriðja algengasta
karlmannsnafn á íslandi og
hefur svo verið síðan. Á árun-
um 1921—’50 voru 2.251 svein-
barn skýrt Sigurður.
Árið 1703 hétu 4 íslendingar
Sigvarður, tveir voru í mann-
talinu 1910, og nú virðist þetta
nafn nær þvi útdautt á landi
hér. Um þessa aukagerð Sig-
urðar nafnsins segir Hermann
Pálsson:
„Sigvarður, sömu merkingar
og Sigurður. Sigvarður er
sennilega tökuheiti úr þýzku
(fþh. Sigiwart) og hefur borizt
snemma til Noregs. Á 13. öld
var hér norskur biskup, Sig-
varður Þéttmarsson, og nafns-
ins virðist hafa gætt hér
eitthvað síðan allt fram á vora
daga.“
Þessi gerð Sigurðar nafnsins
minnir svo á hið brákaða mál,
þegar ísolenskir menn, sem
voru Sigurðar synir, kölluðu
sig Sivertsen, og reyndar er
biskupinn skrifaður Sivarður í
sumum fornum bókum.
í fréttabréfi íslenskrar mál-
nefndar segir ritstjórinn,
Baldur Jónsson, dósent, meðaí
annars í síðasta tölublaði (júní
1984):
„Eitt sinn bar svo við á mál-
nefndarfundi utan dagskrár,
að talið barst að örlitlu orða-
safni, sem nefnist Orð úr við-
skiftamáli og er runnið frá
Orðanefnd Verkfræðingafé-
lagsins. Það kom út sem
sjálfstætt rit í vasabókarbroti
1927, en var upphaflega prent-
að í Lesbók Morgunblaðsins 3.
október 1926. Ég hafði orð á
því, að mér þætti margt
skemmtilegt og athyglisvert í
þessu litla kveri, til dæmis
það, að þar væri „cornflakes"
þýtt með orðinu mæsur, kvk.ft.
(sbr. rit mitt, Mályrkja Guð-
mundar Finnbogasonar (1976),
bls. 56—57). Öllu lengra mun
það orð ekki hafa komist, en
mörgum kemur á óvart, að
þessi vara skuli hafa verið á
boðstólum 1926. Nú er talað
um kornflögur (sbr.Sænsk-
íslenska orðabók (1982), u.
cornflakes), og ættu allir að
geta unað vel við það heiti.
í miðju spjalli um þetta efni
spurði einhver, hvað þá ætti að
kalla það kornmeti, sem ber
vöruheitið „cheerios“. Ég svar-
aði sem satt er, að það hefði
aldrei verið kallað annað en
hafrahringir á mínu heimili, en
það höfðu félagar mínir aldrei
heyrt. Úr því að svo er, hefir
það varla farið mjög víða. Mér
þykir því ástæða til að koma
því á framfæri, ef aðrir skyldu
hafa lyst á því. Enginn af mínu
heimilisfólki telur sig hafa bú-
ið það til, og mér er öldungis
óljóst, hvaðan við höfum það
að kalla „cheerios" hafra-
hringi, en svo mikið er víst, að
ég man ekki til, að þetta
kornmeti hafi verið kallað
annað. (Nýjar söngvísur hefi
ég víst ekki tileinkað mér nógu
vel.)“
Margt má sjá skemmtilegt í
gömlum manntölum. Björn
Gunnlaugsson skólakennari og
Guðlaug Aradóttir, kona hans,
bjuggu í Sviðholti í Bessa-
staðasókn, þegar manntalið
var tekið 1845. Þar var marg-
mennt í heimili, og meðal
fólksins var Valgerður Jóns-
dóttir, 35 ára, ógift, og fær tit-
ilinn saumagná. Bágt er að vita
hvort teljararnir, Jón Magn-
ússon og ólafur Erlendsson,
hafa ráðið þessari einkunn eða
hvort húsbóndinn, „spekingur-
inn með barnshjartað", hefur
komist upp með þessa gaman-
semi. Þegar Þjóðrekur þaðan
hafði virt fyrir sér skrána um
heimilisfólk í Sviðholti 1845,
kvað hann:
Þau höfðu í Sviðholti saumagná,
hún sá um að skjólklsða rauma
þrjá,
í svellþykkri skyrtu
þeir saumagná virtu
og mátt’ hana alls ekki auma sjá.
Verzlunarmenn!
Til hamingju meö daginn
EGGERT
KRISTJÁNSSON HF
Sundagörðum 6 — S. 685300.
„Lukkudagar”
Vinningsnúmer 1,—31. júlf 1984:
1 14704 11 4603 21 29574
2 30545 12 5154 22 58532
3 13316 13 47187 23 5826
4 20500 14 54465 24 4174
5 32851 15 35048 25 06620
6 14763 16 24879 26 53365
7 33079 17 39266 27 41001
8 06639 18 37186 28 47833
9 48448 19 19933 29 54310
10 25255 20 02001 30 12013
31 25509
Vinningshafar hringi í síma 20068
Táknræn ferð
til Svalbarða
Ósli, 2. áKÚnt. Frá FrétUriUra
Mbl.. Per A. Borglimd.
HYSING Dahl, forseti norska Stór-
þingsins, lagði í dag upp í ferð til
Svalbarða og er þetta í fyrsta sinn
sem svo háttsettur Norðmaður kem-
ur til eyjanna.
Forseti norska Stórþingsins
stendur næst konunginum að tign
og norsk stjórnvöld vilja með ferð-
inni sýna Sovétmönnum svart á
hvítu, að eyjarnar séu og verði
norskar. Á hún að standa í sex
daga og munu þau Hysing Dahl og
förunautur hans, Mona Rökke,
dómsmálaráðherra, m.a. fara tií
Barents-borgar, þar sem á þriðja
þúsund Sovétmanna stunda náma-
gröft og önnur umsvif.
Með samningum árið 1920 fengu
Norðmenn samþykki flestra þjóða
nema Sovétmanna fyrir yfirráðum
sínum yfir Svalbarða. Þá var
ákveðið lika, að öllum þjóðum
væri heimilt að nýta náttúruauð-
lindir eyjanna, en hernaðar-
mannvirki voru stranglega bðnn-
uð. Sovétmenn ásælast hins vegar
eyjarnar einmitt vegna hernaðar-
legrar þýðingar þeirra.
Concorde
Úrval:
Útsýnisflug
með Concorde
„OKKUR langar aö gefa íslendingum
tKkifæri til þess að fljúga f Con-
corde,“ sagði Karl Sigurhjartarson
framkvæmdastjóri Úrvals er Morgun-
blaðið ræddi við hann um væntanlegt
útsýnisflug með Concorde þann 18.
ágúst nk.
„Snemma I vor kom fyrirspurn
frá enskum aðilum um það hvort
Úrval gæti skipulagt ferð fyrir hóp
sem kemur hingað til lands með
Concorde-þotum. Þessi hópur sam-
anstendur af fólki sem á það sam-
eiginlegt að hafa áhuga á að fljúga
í þessum vélum. Skipulagðar eru
ferðir til ólikra staða i heiminum,
svo sem íslands, Kairó og fleiri
staða. Á þessum stöðum er staldrað
við í 7—8 klukkustundir og gefst þá
farþegunum tækifæri til að skoða
sig um. Mér datt í hug að fá að nota
þoturnar á meðan hópurinn skoðar
sig um hér á landi. Það eru kannski
örfáir íslendingar sem hafa ferðast
með Concorde nú gefst fólki þetta
einstaka tækifæri."
Útsýnisflugið er skipulagt þannig
að ferðalagið hefst á skrifstofu Úr-
vals við Austurvöll. Þaðan er haldið
út á Keflavíkurflugvöll. Flugið tek-
ur u.þ.b. hálfan annan tíma og verð-
ur m.a. flogið yfir Grænlandsjökul.
Flogið er með tvöföldum hraða
hljóðsins í 60.000 feta hæð. Boðið
verður upp á veglegar veitingar um
borð. Eftir að fluginu lýkur er
þátttakendum ekið að skrifstofu
Úrvals. Ferðin mun kosta 13.500
krónur fyrir manninn og sagði Karl
að það væri ekki meira en dagur í
góðri laxveiðiá.
„Mikið hefur verið spurt um
þessa ferð og eru þegar komnar
nokkrar bókanir. Upp hafa komið
hugmyndir um það að gefa slíka
ferð í afmælisgjöf, eða bjóða góðum
viðskiptavini upp á eitthvað sem
ekki gleymist o.fl. Þessi ferð verður
ógleymanleg fyrir þá sem taka þátt
í henni. Þetta er tækifæri sem þeir
sem áhuga hafa á slíkum vélum
mega ekki sleppa, því mjög óliklegt
er að svona ferð bjóðist íslending-
um aftur." Karl sagði að svo mikil
þátttaka væri í ferðinni frá Eng-
Íandi að þeir þyrftu að senda tvær
Concorde-þotur hingað. „Ef þátt-
taka Islendinga verður mjög góð
getur farið svo að við tökum báðar
vélarnar á leigu i útsýnisflugið.
Aðdragandinn að þessum ferðum
var sá að gamlir flugmenn komu
sér saman um að eitthvað þyrfti að
gera við flugvélar eins og Concorde.
Aðeins örfáar slíkar vélar eru í
notkun 1 heiminum og ekki stendur
til aö framleiða fleiri Hjá þessum
mönnum kom upp sú hugmynd að
fjöldi fólks væri tilbúið til þess að
borga þó nokkra upphæð til þess að
fá að ferðast með slíkri flugvél. Nú
sér ein ferðaskrifstofa í London um
þessar ferðir og hefur hún varla
undan að bóka,“ sagði Karl að lok-
um.
önnur ferð hefur verið skipulögð
f tilefni komu Concorde til Islands.
Vélflugfélag Islands mun fara 1
skoðunarferð út á Keflavíkurflug-
völl og gefst ungum og öldnum Is-
lendingum tækifæri til að skoða
gripina. Þessi ferð er i samráði við
Úrval. Fyrst verður farið að Hótel
Loftleiðum þar sem sýnd verður
kvikmynd um Concorde. Þaðan
verður ekið upp á Keflavíkurflug-
völl og stöðvað við brautarendan,
svo hægt verði að fylgjast með þeg-
ar vélarnar lenda. Þegar búið verð-
ur að losa vélarnar verður ekið að
þeim og sfðan er hugmyndin sú að
fara um flugvallarsvæðið og skoða
það.
Sigurjón Ásbjörnsson formaður
Vélflugfélags Islands sagði vænt-
anlega komu Concorde-vélanna til
Islands þann 18. ágúst nk. og frum-
kvæði Urvals að gefa fslendingum
nú kost á í fyrsta sinn að kaupa sér
útsýnisflug með hraðfleygustu far-
þegaflugvél heims vera nýbreytni
sem íslenskir flugáhugamenn fögn-
uðu.
Karl Sigurhjartarson, framkvæmdastjóri Úrvals t.v. og Sigurjón Asbjörnsson
formaður Vélflugfélags íslands.