Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
Ema Sveinbjörnsdóttir hjá Borgarhellu hf.:
Það kemur ekkert af engu
„ÉG BYRJAÐI árið 1979 í ganginum
heima þegar ég hóf innflutning á
„Timotei“-vörunum,“ svarar Erna
Sveinbjörnsdóttir heildsali hjá Borg-
arhellu hf., og kímir þegar Mbl. spyr
hana um upphaf heildverslunarinn-
ar. Borgarhella er innflutningsfyrir-
Laeki sem verslar með hreinlætisvör-
ur og einnota hluti, s.s. ísbox, pappa-
diska, plasthnífapör, servéttur og
dúka.
„Fyrstu árin var ég allt i öllu,
gekk á milli verslana og kynnti vör-
urnar, afgreiddi pantanir og rukk-
aði. Þá notaði ég bílinn minn við
vörudreifingarnar og æddi um all-
an bæ að loknum vinnudegi í versl-
uninni ólympíu. Seinna þegar rým-
ið þraut festi ég kerru aftan i , og
loks fjárfesti ég í sendiferðabíl.
Þetta valt áfram eins og snjóbolti
og óx jafnt og þétt, vitaskuld með
mikilli vinnu, því að það er á
hreinu að ekkert kemur af engu.
Núna störfum við hjónin bæði í
viðskiptunum ásamt bílstjóra og
sölumanni. Það er ómögulegt að
sinna öllu sjálfur þegar fyrirtækið
stækkar, þannig að vel fari og mað-
ur verður alltaf að hafa i huga að
framleiðendur hafa einungis áhuga
á að selja þeim sem vegnar vel. En
það er mikil hvatning þegar nýir
aðilar koma og bjóða sína vöru, þvi
að þeir hafi heyrt að salan sé vel
rekin. Þá finnur maður og veit að
þeir fylgjast vel með. Það verður að
hugsa um fyrirtæki eins og unga-
barn, fylgjast vel með öllum breyt-
ingum og vera opinn fyrir nýjung-
um á markaðnum."
Ertu í vinnunni allan sólarhring-
inn?
„Það er nú alltaf þannig, að ef
viljinn til að gera vel er fyrir hendi
þá skilur maður hann ekki eftir i
vinnunni klukkan fimm og fer
heim. Eg hef mikla ánægju af
heildsölustarfinu og hver dagur er
ólíkur öðrum. Ég kynnist sifellt
fjölda fólks og reyni að gera það
sem ég get fyrir mina viðskipta-
vini. Sambandið við þá er mjög gott
Þótt ég hafi aðeins heyrt í mörgum
þeirra í gegnum síma en aldrei séð
þá. Ég hef aldrei orðið vör við
nokkra fordóma hjá viðskiptavin-
um i minn garð og stundum finnst
mér þeir taki mér betur en ella ein-
mitt af þvi að ég er kona. Aftur á
móti finn ég stundum til smæðar
þegar við skiptum við stærri fyrir-
tæki sem versla aðallega við grón-
ari heildsölur. Þá á ég til að minna
þá á að ég sé enginn Kaaber! Gam-
anlaust þá er ég með allri sam-
keppni og ef boðin eru gæði á góðu
verði þá er varan samkeppnisfær
sama hvað fyrirtækið er ungt eða
umsvifamikið. Ef skortir sam-
keppnina þá hættir fólk að vanda
valið þar sem annað fæst hvort
sem er ekki og þá er örskammt f
einokun 17. aldarinnar. Þó að
manni finnist í fyrstu opinberir að-
ilar ekki vera velviljaðir einka-
framtakinu og leggi á ýmsa skatta
og gjöld sem virðast ósanngjarnir
þá verðum við að hafa i huga að
ríkið þarf að geta sinnt öllu því
sem þegnarnir krefjast af þeim og
það er ekki hægt án fjármagns."
Hverjir eru eiginleikar góðs sölu-
manns?
„Hann verður að vera þægilegur
f framkomu og alls ekki troða vör-
unni inn á kúnnann með frekju.
Þeir sem starfa að viðskiptum
þjóna þeim sem kaupa og því mega
verslunarmenn aldrei gleyma. Síð-
ast en ekki sfst verður hann að
hafa trú á þeirri vöru sem hann
býður og vera strangheiðarlegur
eins og í allri samkeppni. Maður
selur ekki vöru á röngum forsend-
um nema einu sinni og þá hefur
maður glatað trausti viðskiptavin-
arins sem er hæpið að vinna aftur,"
segir Erna að endingu.
Erna Sveinbjörnsdóttir stórkaupmaður.
Ljósmynd Mbl./ Júlíus.
Sigrún Baldursdóttir rítari hjá Osta- og smjörsölunni og trunaðarmaður VR:
„Góður andi í fyrirtæki skilyrði
þess að fólki líði vel í vinnunni
„ÉG HEF unnið sem ritari hjá
Osta- og smjörsölunni í 7 ár,“
svarar Sigrún Baldursdóttir
þegar blm. Mbl. spyr nánar
um starf hennar hjá fyrirtæk-
inu. „Mitt starf er aðallega
fólgið í vélritun ásamt öðru
sem henni fylgir og skjala-
vörslu. Þegar flest er á sumrin
starfa um 80 manns hjá Osta-
og smjörsölunni. Meðan við
vorum enn til húsa á Snorra-
brautinni var oft ansi þröngt
um okkur en síðan við fluttum
í nýja húsið við Bitruhálsinn er
mjög vel búið að okkur í sam-
bandi við alla aðstöðu.
Þú ert félagi í Verslunarmannafé-
lagi Reykjavíkur og trúnaðarmaður
á vinnustað.
„Já, þótt skrýtið megi virðast þá
er fjöldi skrifstofufólks í VR. Af
þessu leiðir að oft finnst manni
hlutur þessa hóps vera fyrir borð
borinn i ýmsum kröfugerðum fé-
lagsins, en það er vitaskuld eðli-
legra að þær miðist við verslunar-
fólk sem er í meirihluta í félaginu
og lifir sumsstaðar við mjög bág
kjör. Ég hef verið trúnaðarmaður
í þrjú ár og sem betur fer hefur
örsjaldan eða aldrei komið til
minna kasta að stilla til friðar.
Þetta „embætti“ felur í sér að öll
vandamál sem upp koma á vinnu-
stað fara í gegnum mínar hendur
ef þau tengjast stéttarfélaginu á
einhvern hátt og eða yfirmönnum
fyrirtækisins. Eg sit einnig í 50
manna trúnaðarráði VR sem held-
ur sameiginlega fundi og tekur
mikilvægar ákvarðanir. Það hefur
sýnt sig sumsstaðar að starfið get-
ur orðið ærið og það er alltaf nóg
að gera á skrifstofu félagsins við
að svara fjölda fyrirspurna um
kaup og kjör i samningum, því að
fólk verður sífellt vart við yfir-
borganir."
Hvernig eni tengslin milli VR og
hins almenna félaga?
„Þegar við hugsum út í það að
félagar VR eru á bilinu 5—6.000
en á almenna fundi mæta 20—30
þá er augljóst að það er vægast
sagt lítill áhugi á því hvað er að
gerast innan félagsins. Mér finnst
líka mjög algengt að fólk borgi
gjöld í sitt stéttarfélag þegjandi
og hljóðalaust án þess að gera sér
nokkra grein fyrir hvað það getur
fengið í staðinn. Ef til vill er þetta
að nokkru leyti sök félagsins, en ef
svo er þá erum við að bæta úr
samskiptunum um þessar mundir
með vinnustaðafundum. Þar getur
fólk borið fram fyrirspurnir og
fengið svör frá æðstu stjórn VR.
Fundirnir hafa mælst mjög vel
fyrir og við vonumst til að þeir efli
félagsandann I fólki. Við reynum
einnig að auglýsa vel alla almenna
fundi sem haldnir eru og hvetja
samverkafólk til að mæta en oft á
tíðum virðist það ekki nóg“.
Ef þú stjórnaðir Osta- og smjör-
sölunni.hvaöa breytingar yrðu gerð-
ar?
„Ég held að ég myndi ekkert
breyta stjórnuninni sjálfri, en ef
ég réði myndi ég auka samskipti
fólksins bæði milli deilda fyrir-
tækisins og innan þeirra. Við
þekkjumst í raun ósköp lítið þótt
við séum ekki fleiri og félagsleg
tengsl mættu vera meiri. Það yrði
eflaust erfitt I framkvæmd þar
sem fólk hefur misjafnan vinnu-
tíma en starfsmannafélagið reynir
að halda hópnum saman og skapa
góðan anda, sem er auðvitað
grundvöllur þess að fólki líði vel I
vinnunni og skili betri afköstum,"
segir Sigrún að lokum með bros á
vör.
Metsölublad á hverjum degi!
LENGDIN---SKIPTl