Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 20
AUK hf 15 114 20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 VARA- HLUTIR FYRIR HE5TA! Fjölbreytni þjónust- unnar í Þyrli er við brugðið. Ekki er nóg með að við þjónum sælkerum, ferðalöngum, veiði- mönnum og bílstjórum, heldur eru reiðmenn og hestar þeirra líka sér- stakir aufúsugestir. Hjá okkur fá þeir nefnilega helstu varahluti s.s. skeifur, hóffjaðrir, tauma og beisli. Skeiðum að Þyrli. Veitingastofan Þyríll Opið frá kl. 8:00 til 23:30 Sími 93-3824 Sprengjan falin í ferðatösku? Vladras, Indlandi. 3. ágúst. AP. ÖFLUG sprengja, sem varð 25 manns að bana og særði fjölda manns á flugvellinum í Madras að- faranótt fimmtudags, var trúlega fal- in í ferðatösku, eftir því sem lög- reglumenn telja. Þá hefur komið fram, að þríveg- is var hringt á flugvöllinn til þess að vara við því að sprengja væri þar innan húss. Því var hins vegar ekki sinnt þar eð algengt er að fólk hringi og segi frá sprengjum sem alls ekki eru til staðar. Talsmaður flugvallarstjórnar- innar sagði slík sprengjugöbb vera algeng, eitt til tvö í viku hverri og það hefði því reynst ógerlegt að ryðja bygginguna í hvert skipti. Sprengingin var geysiöflug, heill veggur hrundi til grunna og loftið féll. Eigi er vitað með vissu hversu margt fólk var þarna sam- an komið, enn er leitað í rústunum og talið öruggt að fleiri lík muni finnast. Mörg þeirra sem komið hafa í leitirnar hafa verið hroðalega út- leikin, sundurtætt og útlimalaus, svo kröftug var sprengjan. Barði og rændi 103 ára konu Birmingham, 3. ágúst. AP. HIN 103 ára gamla langamma frú Rosina Titmus varð fyrir heldur óskemmtilegri reynslu í gærkvöldi. Hún kom þá að inn- brotsþjófi í íbúð sinni og sá barði hana ilia og sparkaði í hana. Síðan stal hann 160 pund- um sem frú Titmus hafði ætlað sér að greiða með reikninga. Frú Titmus er aðeins 150 senti- metrar á hæð, er hálfheyrnarlaus og gengur við göngugrind. Þjófinn sagði hún hafa verið ungan mann Sovétríkin: Friðarsinni í svartholið - Moflkvu, 3. ágúst. AP. SOVÉSKUR friðarsinni, fé- lagi í einu óopinberu frið- arhreyfingu Sovétríkjanna sem vitað er um, var settur á bak við lás og slá í dag og þar má hann dúsa í 15 daga. Var hann sakaður um og sek- ur fundinn að hafa þverskall- ast við lögreglumenn sem reyndu að handtaka hann. Málið hófst er friðarsinninn, Nikolai Khramov, var kvaddur í herinn. Vildi hann ómögulega í þá stofnun ganga og var hann handtekinn er slagsmál upphóf- ust milli lögreglumanna og hans er átti að neyða hann í læknis- skoðun. Khramov fékk ekki að verja hendur sínar og félagar hans sögðu vestrænum frétta- mönnum að hann hefði mátt sæta ofsóknum upp á síðkastið, hann hefði t.d. áður verið úr- skurðaður óhæfur til herþjón- ustu vegna lélegrar sjónar. um tveir metrar á hæð. „Ég gekk í flasið á honum er ég fór inn í eld- húsið til að fá mér vatnsglas. Hafði hann engin umsvif, hristi mig ofsalega, kýldi mig og kastaði mér svo í gólfið og sparkaði í mig liggjandi," sagði frú Titmus. Hún var flutt á sjúkrahús og var þar gert að meiðslum hennar. Mest voru það marblettir á öxlum, hálsi og baki, en einnig skurður á hálsi sem sauma þurfti með fáeinum sporum. Er talið að hringur á hendi ræningjans kunni að hafa veitt sárið. „Ég reyndi að berjast á móti, en það þýddi ekkert, ég hafði ekki roð við honum," bætti frú Titmus við og gat þess að lokum að hún von- aðist til að jafna sig fullkomlega og fá peninga sína aftur. Oeirðir í Kasmír Nýju Delhi, 3. ágúst. AP. MARGIR hafa fallið í miklum átökum í Kasmír og hundruð slasast, m.a. tugir lögreglumanna. Útgöngubann hefur verið í gildi í höfuðborginni, en oft hefur slegið í brýnu vegna valdabaráttu á fylkis- þinginu. Æstur múgur hefur grýtt hús G.M. Shah forsætisráðherra, sem sigraði andstæðinga sína i atkvæða- greiðslu á þingi. Lögreglumenn og slökkviliðsmenn kanna skemmdir í inngangi aðalstöðva Geimvísindastofnunar Evrópu í París eftir sprenginguna í gær. París: Róttækir sprengja geimvísindastöð Parífl, 3. ágúst. AP. ÖFLUG sprenging varð fyrir utan höfuðstöðvar evrópsku geimvísindastöðvarinnar í París seint á fimmtudags- kvöld. Sex manns slösuðust í sprengingunni og er bygging- in mjög illa farin. Hópur franskra róttæklinga sem kallar sig „Beinar aðgerðir" hefur lýst sig ábyrgan fyrir • sprengingunni og skildi hópur- inn eftir skilaboðin „stríð gegn stríði", rituð með rauðri máln- ingu á veggi höfuðstöðvarinnar. Afl sprengingarinnar var slíkt, að rúður brotnuðu í öllum húsum í nágrenni byggingarinn- ar og 12 bílar, sem lagt hafði verið við götuna, eyðilögðust. Hópurinn hefur lýst sig ábyrg- an fyrir mörgum sprengingum í opinberum byggingum undan- farin ár. Danmörk: Áframhaldandi meðbyr hjá stjórn Schliiters Kaupmannahörn. 3, ígunt. Frá fréttaritara Morgunblaöainn, Ib Björnback. DÖNSKUM jafnaðarmönnum reynist erfitt sem stjórnar- andstöðuflokki að skapa sér hiutverk, sem nokkuð munar um. Ríkið greið- ir tapið Osló, 31. júlí. Frá Jan Erilt Laure, frétUriUra Mbl. Á ÞREMUR árum hefur Noregur tapað u.þ.b. 180 milljónum n.kr. á lánum, sem þróunarlöndum hafa verið veitt til kaupa á skipum og búnaði þeirra af norskum framleið- cndum. Löndin, sem lánin hafa fengið, hafa einfaldlega ekki staðið í skilum. Þetta á m.a. við um lán, sem veitt voru til gerðar dráttarbrauta í Súdan og Senegal og til kaupa á 11 bátum sem Súdanir nota við flutninga á Níl. Ríkið greiðir allt tapið sem hlýst af þróunarhjálpinni. Nefnd, sem haft hefur með þetta mál að gera, mælir með því að ríkið ábyrgist áfram vörukaup af þessu tagi, svo að tapið lendi ekki á framleiðendum standi viðskipta- löndin ekki i skilum. Þeir hyggjast halda flokks- þing í haust, þar sem ný stefnu- skrá verður samþykkt og hafa yfir 3.000 tillögur borizt þar að lútandi auk þeirra tillagna, sem flokksforystan sjálf hyggst leggja fram. Er því gert ráð fyrir líflegu flokksþingi. örðugra kann hins vegar að verða að finna annan raunhæfan valkost en stefnu núverandi stjórnar borgaraflokkanna. Það hefur lítil áhrif haft, þó að Anker Jörgensen, leiðtogi jafnaðarmanna, hafi hvað eftir annað lýst því yfir, að hann vilji taka upp nánari samvinnu við Radikale Venstre, sem er borg- aralegur flokkur. Það þarf ein- faldlega miklu meira til þess að hnekkja stjórnarsamvinnu borg- araflokkanna. í nýrri skýrslu frá OECD er dönsku stjórninni hrósað fyrir að hafa náð stjórn á verðbólg- unni og fyrir að hallinn á fjár- lögum jafnt sem greiðsluhallinn við útlönd virðist fara minnk- andi. Horfumar í dönsku efnahags- lífi eru góðar fyrir næstu 18 mánuði, ef efnahagsbatinn í heiminum heldur áfram yfir- leitt, segir í skýrslu OECD. Hið háa gengi Bandaríkjadollara dregur hins vegar úr hagstæðum greiðslujöfnuði landsins, en engu að síður fer útflutningur frá Danmörku til Bandaríkjanna vaxandi. Til þess er tekið, að atvinnu- leysi á meðal múrara fer ört minnkandi nú. Þannig hefur at- Jörgensen: á í erfiðleikum. vinnulausum múrurum fækkað úr 25% í 5% á undanförnum mánuðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.