Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
7
Sjónvarp kl. 21.55:
Flóttinn
mikli
Laugardagsmynd sjónvarpsins er
bandari.sk frá árinu 1963 og nefnist
hún „Flóttinn mikli“ (The Great
Escape).
Myndin fjallar um bandariska
stríðsfanga sem teknir eru hönd-
um af Þjóðverjum. Þar sem þeir
hafa orðið uppvísir að flóttatil-
raunum er þeim komið fyrir í
rammlega víggirtum fangabúðum
nasista. En Þjóðverjarnir hafa
óafvitandi handsamað frægasta
lið strokufanga siðari heimsstyrj-
aldarinnar og því láta þeir félagar
sér ekki allt fyrir brjósti brenna.
Þegar hópnum er tlkynnt að
engin undankomuleið sé út úr
fangabúðunum, lýsir Ramsey höf-
uðsmaður því yfir að það sé hreint
og beint skylda þeirra að reyna að
flýja. Og við svo búið fara fang-
arnir að undirbúa „flóttann
mikla".
Leikstjóri er John Sturges og
með aðalhlutverk í myndinni fara
Steve McQueen, James Garner,
Richard Attenborough, James
Donald, Charles Bronson, Donald
Pleasence og James Coburn.
Agatha Christie
Útvarp kl. 22.35:
Að leið-
arlokum
Magnús Rafnsson byrjar lest-
ur þýðingar sinnar á bók Agöthu
Christie „Að leiðarlokum“
(Towards zero), í útvarpi í kvöld
kl. 22.35.
Saga þessi, sem er morð-
saga eins og títt er um sögur
Agöthu Christie, gerist á
Suður-Englandi. Stór fjöl-
skylda kemur saman á ættar-
óðali uppi í sveit og hyggst
eyða þar nokkurra vikna frii.
Fljótlega fer að hitna í kol-
unum, spennan magnast og
svo fer að lokum að morð er
framið á óðalinu.
Agatha Christie tileinkaði
bókina stórvini sínum Robert
Graves, ljóðskáldi og
goðsagnafræðingi.
Tónlistar-
krossgáta
rásar 2
Jaraes Garner og Donald Pleasence í hlutverkum sínura.
Gilbertsmálið
f dag kl. 16.20 verður fluttur
fjórði þáttur framhaldsleikritsins
„Gilbertsmálið“ eftir Francis
Durbridge. Þátturinn nefnist
„Klúbburinn la Mortola".
I þriðja þætti gerðist það
helst, að frú Talbot fannst myrt
úti á akri og líkt og með önnur
fórnarlömb morðingjans, vant-
aði á hana annan skóinn. Vinur
hennar, Peter Galino, telur að
frú Talbot hafi lent í vafasömum
félagsskap og segir hana jafn-
framt hafa skrökvað til um að
hafa séð til Gilberts nóttina sem
unnusta hans var myrt. Lance
Reynolds tilkynnir að brotist
hafi verið inn í íbúð hans.
Temple-hjónin fýsir að fá nánari
upplýsingar um Reynolds og
heimsækja þvi vinkonu hans,
Betty Wayne. Hún verður þeim
til lítillar hjálpar, en á leið það-
an finna Temple-hjónin Peter
Galino hálfrotaðan í aftursæti
bifreiðar þeirra.
Leikendur í fjórða þætti eru
Gunnar Eyjólfsson, Helga'
Bachmann, Jón Aðils, Brynja
Benediktsdóttir, Steindór Hjör-
leifsson, Margrét Helga Jó-
hannsdóttir, Benedikt Árnason,
Pétur Einarsson og Þorlákur
Karlsson.
Fjórði þáttur leikritsins verð-
ur endurtekinn föstudaginn 10.
ágúst kl. 21.35.
SKELLUM OKKUR MEÐ
SKAGAMONNUM
íu 3. Okt.
Nú fjölmenna allir stuöningsmenn hins frábæra ÍA-liös og aðrir knattspyrnuáhugamenn á leik
Skagamanna og Belgíumeistara Beveren í Evrópukeppninni í Belgiu. Meö hressilegum stuðningi sam-
stillts hóps frá íslandi er liö Akraness til alls líklegt í Ijónagryfjunni í Beveren, þar sem mörg stórliö hafa
orðið heimamönnum að bráð. í ferðinni verður hörkugóð hópstemmning — allir verða saman á hóteli og
allir fá miða í bestu sæti á sama stað á vellinum!
Flogið er til Amsterdam þriðjudaginn 2. október og gist þar allar næturnar á Hótel Victoria, öndvegis
hóteli á besta stað í borginni (öll herbergi með baði og litsjónvarpi). Auk þess er innifalin í verðinu rútuferð
á leikinn ásamt stúkumiða, íslensk fararstjórn og ferðir til og frá flugvelli erlendis.
Við bjóðum þrjá ferðamöguleika:
3 dagar (heimferð fimmtudag 4. okt.) Aðeins kr. 9.900
5 dagar (heimferð laugardag 6. okt.) Aðeins kr. 11.850
1 vika (heimferð þriðjudag 9. okt.) Aðeins kr. 14.800
^ Evrópa verður full
af fótbolta þessa daga
bæði á völlunum
og í sjónvarpinu!
Samvinnuferdir -Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ^-^
SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SlMAR 21400 & 23727