Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚSt 1984 23 Gíslarnir tafð- ir í Teheran Paria. 3. igúsL AP. ÍRÖNSK Boeing 727-þoU hélt í dag frá Teheran áleiðis til Parísar og voru um borð gíslar þeir sem þrír flugræningjar höfðu f haldi frá þriðjudeginum til fimmtudagsins. Talsverð töf var á því að fólkið k»m- ist frá íran þar eð byltingarverðir gerðu nákvæma leit í öllum farangri. Roland Dumas, talsmaður franskra stjórnvalda, sagði í sam- tali við fréttamenn, að ekkert hefði verið samið við ræningj- anna, þeir hefðu skyndilega sprengt stjórnklefa þotunar og gefið sig siðan fram við írönsk yf- irvöld. „Hlutirnir fóru að ganga er ég ræddi við aðgerðastjóra Irana og tjáði honum hug franskra stjórnvalda í málinu," sagði Dum- as. Hann gat þess einnig að íranir hefðu notað tækifærið til að for- dæma dvöl íranskra flóttamanna, þar á meðal stjórnarandstöðuleið- toga, i Frakklandi. Sagði Dumas að það væri óhagganlegur réttur fólks samkvæmt stjórnarskrá landsins að njóta réttar sem póli- tiskir flóttamenn. Minnti hann á að Khomeini sjálfur hefði notið þar góðs af áður en keisarinn féll frá völdum. Háttsettur sovézkur erindreki í Líbanon Beirút, 3. ágiuL AP. VLADIMIR Poliakov, yfirmaður þeirrar deildar sovézka utan- ríkisráðuneytisins, sem fer með mál- efni landanna fyrir botni Miðjarð- arhafsins, kom til Líbanon í dag til viðræðna við leiðtoga stjórnar lands- Poliakov kom frá Amman i Jórdaníu, þar sem hann hafði dvalið í tvo daga. Gert var ráð fyrir, að hann ætti viðræður í dag og á morgun við ýmsa embættis- menn úr utanríkisráðuneyti Líb- anons, en ræddi síðan við Karami forsætisráðherra á mánudaginn kemur. Enn kom til götubardaga i dag, annan daginn í röð, milli her- skárra sveita múhameðstrúar- manna í borginni Tripólí í norður- huta Líbanon. Féllu tveir menn í þessum bardögum en 13 særðust, þar af nokkrir svo alvarlega, að Haig ráðinn til Boeing Seattle, Washington, 3. ágúst. AP. ALEXANDGR Haig, fyrrum innanrík- isráðherra Bandaríkjanna, var nýlega ráðinn sem söluráðgjafi hjá Boeing flugvélafyrirtækinu. Talsmaður fyrirtækisins staðfesti að Haig hefði verið ráðinn þangað til starfa, en neitaði að gefa upp til hve langs tíma samningur hans væri gerður og hvað hann fengi í laun. Haig er nú staddur f Tyrklandi til að reyna selja tyrkneska flugfélag- inu vélar frá Boeing. óttazt er um líf þeirra. Var skýrt frá því, að Karami forsætisráð- herra, sem sjálfur er frá Tripólí, hefði komið til borgarinnar í gær í því skyni að freista þess að stilla til friðar milli hinna stríðandi fylkinga. Fangi við dánarbeð sonar síns Westport, Masuchuaetts. 3. ágúst. AP. FANGI einn og faðir tveggja ára drengs sem er dauðvona af völdum krabbameins, hefur fengið leyfi til að hverfa úr fangelsinu til að vera hjá drengnum sínum síðustu stund- Mál þetta hefur vakið mikla at- hygli og faðirinn David Hutchins, sem afplánar dóm fyrir innbrot, hefur sagt að hann megi til að reyna að „lina þjáningar" barns síns eftir því sem það er mögulegt, en drengurinn, Matthew, er að bana kominn eftir erfiða glímu við sársaukafulla tegund beinkrabba- meins. Hefur hann tekið inn mikið magn kvalastillandi lyfja dag hvern. David Hutchins sagði í bónar- bréfi sinu til löggjafarvaldsins í Massachusetts, að hann gæti ekki á heilum sér tekið að vita af barni sínu í slíkri neyð og geta ekkert aðhafst. Var þá fallist á að endur- skoða mál hans og í kjölfarið á þvi var dómurinn mildaður og Hutch- ins fékk að fara til sonar sins. ed lávördunum ** i TIL LONDOIS umonnunum Innifalid ! farmidanum Glsla Rúnari Jónssyni Kenilworth morgunveröur □ Þaegileg rúta til taks á degi hverjum □ Aögöngumiöi á söngleikinn Cats □ Aðgöngumiði á gamansöngleikinn Little Shop Of Horrors □ Þríréttuð kvöldmáltíö og djasstónleikar á Ronnie Scotts □ Margréttuð kvöldmáltíð á hinu þekkta kínverska veitingahúsi Gallery Rendesvous □ Heimsókn á eitt sérstæöasta brugghús Lundúna Orange Brewery. Lífveröir Bretadrottningaf sko g fyrir við vaktaskiptin )aður gaumgæfíiegá □ Breska þjóðminjasafnið ga OCovent Gardcn markaðurinn tekinn í gegn muleiðis □ Camden Lock markaöurinn É Hamsteadheidin könnuð til hlítar fá að laga sinar Ijúfu frönsku pönnukökur ídast en ekki síst Handbók feröarinnar iiiftmíi mmnnnimni íiíp itnranromninn m ^ ^ „Heimsborgin London" eftír sælkerann Jónas Kristjánsson, rítstjóra ad það er takmarkadur sætafjöldi í Lávarðaferdina til London. r hjá söluskrifstofum Flugleiöa <&■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.