Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
Undankeppni í spjótkastinu fer fram í dag í Los Angeles:
„Ég er tilbúinn“
— segir Einar Vilhjálmsson sem margir spá verðlaunasæti í keppninni
Los Angeles 3. ágúst. Fré Þórarni Ragnarssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
„ÉG ER tilbúinn. Stóra stundin er að renna upp. Allur undirbúningur hjá mór hefur gengiö aö óskum og mér
er ekkert að vanbúnaði,“ sagði Einar Vilhjálmsson, sem svo margir spá verölaunasæti í spjótkastskeppni
Ólympíuleikanna en undanrásir í keppninni fara fram á morgun, laugardag, kl. 9.30.
„Þaö veröur geysilega mikilvægt
fyrir mig aö ná góöri slökun og
afslöppun í sjálfri keppninni. And-
legt jafnvægi mitt er gott því aö
þetta er fyrst og fremst próf á ein-
um degi. Ég verö aö ná aö kasta
meö fullri slökun en þó af geysileg-
um krafti. Þaö er hægt aö skemma
fyrir sér tæknilegu hliöina séu
átökin látin sitja í fyrirrúmi.
Þá verö ég aö gæta þess aö
gera ekki of mikið úr sjálfri upphit-
uninni. Þaö liöa sennilega um tutt-
ugu mínútur frá því aö viö fáum aö
hita upp þar til viö göngum inn á
aöalleikvanginn í einni röö. Viö
fáum aöeins tvö prufuköst og síö-
an hefst baráttan. Ég vil undir-
strika aö þetta eru allt mjög sterkir
spjótkastarar — allt menn í
fremstu röö sem erfitt er aö eiga
viö en allir byrjum viö jafnir og
maður veröur aö vona að heilladís-
irnar veröi manni hliöhollar. Ég
ætla mér eitt kast til aö komast í
• Einar Vilhjálmsson. Spurning-
in sem brennur á vðrum flestra
íslendinga nú er sú hvernig hon-
um muni ganga í spjótkastinu á
Ólympíuleikunum.
undanúrslitin og vonandi tekst mér
sá ásetningur — síöan veröur
maöur aö dreifa huganum fram aö
úrslitakeppninni á sunnudaginn en
jafnframt aö halda fullri einbeit-
ingu. Þetta er stærsta keppni sem
ég hef tekið þátt í og vonandi tekst
mér vel upp.“
Þaö var ekki hægt aö sjá annaö
á Einari en aö hann væri mjög
ákveöinn í aö gera sitt besta en
spjótkast er keppnisgrein þar sem
oft má lítiö útaf bera og viö skulum
vera minnug þess aö þaö þarf oft
ekki nema lítil atriöi aö allt fari úr-
skeiðis. En ef Einar uppsker eins
og hann hefur sáö þá mun hann án
efa veröa meöal fimm fyrstu í
keppninni og þaö yrði glæsilegur
árangur og rós í hnappagat hans.
Pétur fékk
atvinnu-
leyfi í
Hollandi
PÉTUR Pótursson knatt-
spyrnumaður, sem Feyenoord
leigöi til eins árs frá Antwerp-
en í Belgíu, hefur nú fengið
atvinnuleyfi í Hollandi. „Það
var ákveðið í gærkvöldi og
mór var tilkynnt um það (
morgun," sagöi Pótur í samtali
viö Mbl. í gær. „Þetta var ekk-
ert vandamál — ráðherra á aö
vísu eftir aö skrifa undir at-
vinnuleyfið en það er bara
formsatriði."
Feyenoord hefur veriö í æf-
ingabúðum að undanförnu í
Norður-Hollandi, æft var þrisvar
á dag og síðan leikið á kvöldin,
og sagði Pótur að sór hefði
gengið vel meö liðinu það sem
af er. Stöar í mánuöinum tekur
Feyenoord þátt í mótí með
Stuttgart, Manchester United og
Anderlecht. Pétur mætir þv(
bæði Ásgeiri Sigurvinssyni og
Arnóri Guöjohnsen.
— segir Vilhjálmur Einarssort, fadir Einars, sem hlaut
silfurverðlaun í þrístökki á Olympíuleikunum 1956
Vilhjálmur Einarsson, faðir Einars Vilhjálmssonar, er eini íslending-
urinn sem komist hefur á verölaunapall á Ólympíuleikum. Vilhjálmur
stökk 16,26 metra í þrístökkskeppninni í Melbourne í Ástralíu árið 1956
og tryggði sór þar með annaö sætið á leikunum. Núna, 28 árum síöar
er sonur hans, Einar, í sviösljósinu á Ólympíuleikunum í Los Angeles.
Margir spá honum verðlaunum í spjótkastinu, aðrir telja að hann nái
ekki alveg svo langt en standi sig engu að síður vel en allir vona þó að
honum gangi allt í haginn og komist á verölaunapall eins og faöir hans
foröum. Til aö forvitnast nánar um hvernig silfurverðlaunahafanum frá
Ólympíuleikunum í Melbourne væri innanbrjósts daginn áður en sonur
harts keppir í spjótkasti á Ólympíuleikunum í Los Angeles höfðum við
samband viö hann í gær.
„Eg held, svei mér þá, aö mér sé
svipaö innanbrjósts núna eins og
þegar ég var aö keppa á Ólympíu-
leikunum fyrir 28 árum. Ég held
þaö sé vafamál aö þaö sé mikiil
munur á líöan minni nú og þá, þaö
er ósköp svipuö tilfinning sem býr
mér í brjósti í dag, svipaö og maö-
ur standi í þessu sjálfur. Þaö er
gaman aö þessu, þetta er spenn-
andi en þaö er ekkert hægt aö
gera núna, fram aö keppninni,
annaö en aö bíöa og vona,“ sagöi
Vilhjálmur.
Hann sagöi aö ekki færi frá því
aö minningarnar sem hann ætti frá
því hann keppti í Melbourne rifjuö-
ust upp, og ef til vill ekki síöur
undankeppnin í Róm árið 1960.
„Undankeppnin þar var mikil mis-
tök af hálfu framkvæmdastjórnar
leikanna. Mönnum var mismunaö
eftir því í hvaöa hópi þeir lentu.
Minn hópur þurfti til dæmis aö
bíöa lengi áöur en viö fengum aö
byrja og þá var oröið of heitt fyrir
minn smekk og einnig þurftum viö
aö halda líkömum okkar vel heit-
um í um klukkustund áöur en
okkar riöill komst aö. Fyrsta stökk-
iö mitt var einum sentimetra of
stutt þannig aö þá varö ég aö
halda mér heitum í aöra klukku-
stund í þessum líka ferlega hita.
Þaö var svo langt á milli tilrauna
hjá keppendum og þá var ekki bú-
Iö aö setja tímatakmörk á stökkv-
arana,“ sagöi Vilhjálmur og þaö
var greinilegt aö hann haföi frá
nógu aö segja í sambandi viö
þátttöku sína á Ólympíuleikum og
sagöi hann aö þaö væri ótalmarg
sem brölti fram úr minningarskot-
unum hjá sér nú þegar Einar væri
aö hefja keppni á Olympíuleikun-
um.
Hvernig heldur þú að Einari
takíst upp á Ólympíuleikunum?
„Þaö má nú kanski segja aö ég
hafi alla mína speki úr Morgun-
blaöinu, því ég hef einsett mér þaö
aö ónáöa ekki piltinn aö neinu leyti
aö fyrra bragöi og hann hefur ekki
veriö aö ónáöa mig og meöan svo
er veit ég aö allt gengur sam-
kvæmt áætlun hjá honum. Ég þyk-
ist vita þaö að hann geri allt sem í
hans valdi stendur en síöan koma
óvissuþættirnir sem eru margir.
Fyrstan skal nefna þaö hvernig
maöurinn er upplagöur þegar á
hólminn er komiö, þar viröist svo
margt koma til, sumir tala um
stjörnurnar í þessu sambandi og
má þá nefna aö knattspyrnuliö
hafa ráöiö til sín stjörnuspekinga."
Vilhjálmur sagöist ekki ætla aö
dæma um hvort eitthvaö væri til í
þessari speki en sagði aö menn
væru misvel upplagöir frá degi til
dags einhverra hluta vegna. Hann
ræddi einnig um leikvanginn í Los
Angeles og sagöi aö þaö væri sín
reynsla aö þaö væri verra aö hafa
eins há áhorfendasvæði allan
hringinn eins og þar er. Þaö væri
sín reynsla frá því í gamla daga aö
golunni gæti þá slegiö fyrir þvers
og kruss og er hún því nánast óút-
reiknanleg þannig aö þaö væri
heppni hvort hún stæöi rétt akkúr-
at þegar kastaö væri eöa ekki.
Er Einar nógu andlega sterkur
til að þola það álag sem því fylgir
að keppa á Ólympíleikum, sór-
staklega þar sem ætlast er til
mikils af honum?
„Þaö get ég auövitaö ekki sagt
um, en hann er sterkur og ég veit
aö hann hefur byggt sig vel upp á
andlega sviöinu líka. Á sínum tíma
lagöi ég á þaö áherslu aö þegar
þaö væri svona allt aö vika til
keppni þá væri ekkert lengur sem
menn gætu gert fyrir kroppinn á
sér annaö en hvíla sig og þá er þaö
bara andlega hliöin sem tekur viö.
Þetta er spurning um þaö hvort
menn geti geymt alla sína orku
fram aö keppninni sjálfri. Menn
mega ekki eyða orku í einhverja
ótímabæra taugaspennu, heldur
aö reyna aö stefna henni allri á
ákveöiö augnablik og þá veröa
menn aö vita hvenær þaö augna-
blik er,“ sagöi Vilhjálmur Einars-
son aö lokum.
• Vilhjálmur Einarsson sóst hór ( stökki s(nu á Ólympíuleikunum (
Melbourne 1956 sem færði honum annað sætið og silfurverðlaunin.
Sigurður meistarí
SIGURÐUR Pótursson, GR,
endurheímtí meistaratitilinn I
golfi er landsmótinu lauk í Graf-
arholti í gærkvöldi. Siguröur,
sem haföi forystu fyrir síöasta
daginn, lók rhjög vel í gær — fór
18 holurnar á 76 höggum og
sigri hans var ekki ógnað. Hann
lók samtals á 302 höggum. Sig-
urður varð íslandsmeistari 1982
en í fyrra sigraði Gylfi Kristins-
son.
Ragnar Ólafsson, GR, og Gylfi
Kristinsson, GS, uröu jafnir (
ööru til þriöja sæti — léku báöir
á 307 höggum. Þeir þurftu því aö
leika bráöabana til úrslita um 2.
sætiö og var honum ekki lokiö er
Mbl. fór í prentun í gær.
I 4. til 6. sæti uröu þrír jafnir:
Björgvin Þorsteinsson, GR, Úlfar
Jónsson, GK, og ívar Hauksson,
GR. Þeir léku allir á 308 höggum,
þannig aö á þessu sést aö
keppni efstu manna, nema sigur-
vegarans, var æsispennandl.
Ásgeröur Sverrisdóttir, GR,
sigraöi í meistaraflokki kvenna á
328 höggum. Önnur varð Sólveig
Þorsteinsdóttir, GR, á 334 og
þriöja Steinunn Sæmundsdóttir
á 345 höggum.
í 1. flokki karla sigraöi Jónas
Kristjánsson, GR, á 316 höggum,
annar varö Karl Ó. Karlsson, GR,
á 318.
Svan Friögeirsson, GR, sigraöi
í 2. flokki karla. Hann sigraöi
Guöbrand Sigurbergsson, Keili, í
bráðabana um fyrsta sætiö — en
þeir léku 72 holurnar báöir á 341
höggi.
I 3. flokki karla vann Bjarni
Ragnarsson, GR, á 351 höggi,
annar varö Jakob Gunnarsson,
GR, á 354.
Aöalheiöur Jörgenson, GR,
sigraöi í 1. flokki kvenna — lék á
365 höggum, og Hanna Aöal-
steinsdóttir, NK, varð i ööru sæti
á 389 höggum.
I 2. flokki kvenna sigraöi Elísa-
bet A. Möller, GR, á 204 höggum
og Guöbjörg Sigurðardóttir, GK,
varö önnur á 206. Annar flokkur
kvenna lék aöeins 36 holur.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu eru allir meistararnir í ár
frá Golfklúbbi Reykjavíkur. Besta
skoriö í gær átti Þorsteinn Hall-
grímsson, drengjameistari frá
GV, — lék á 74 höggum.
Liðan mín svipuð
nú og í Melbourne