Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984
17
Bjöm Vemharðsson:
„Meira en bara fund-
ir og orlofshús“
VIÐ ÍÆKINN í Hafnarfirði er hús-
aröð sem ekki lætur mikið yfir sér.
Þarna hefur fyrirtækið Rafiia haft
aðsetur í fjöldamörg ár. Blaðamaður
og Ijósmyndari Morgunblaðsins
hittu markaðsstjóra fyrirtækisins,
Björn Vernharðsson, að máli. „Ég er
nýtekinn við þessu starfi, hef aðeins
verið hér í 3 mánuði,“ sagði Björn og
var hinn hressasti. „Starf mitt er
fólgið í því að kynna vöru og þjón-
ustu, sem hér er á boðstólum.
Aðallega hef ég samband við
umboðsaðila Rafha úti á landi.
Okkar stefna er að koma upplýs-
ingum um það sem við leggjum
áherslu á, verð og annað til um-
boðsmannanna áður en þeir þurfa
að leita til okkar.“ Rafha er
rótgróið fyrirtæki og framleiðir
t.d. gufugleypa, eldavélar, flúrljós,
málmglugga og fleira. „Vörurnar
frá okkur eru ekki mikið aug-
lýstar. Salan á gluggum og lömp-
um fer t.d. mikið í gegnum arki-
tekta. Starfsemin hefur gengið
ágætlega á undanförnum árum.
Að vísu erum við með alltof stórt
húsnæði, eina 6.000 fermetra.
Þetta húsnæði nýtist ekki sem
skyldi vegna þess að nýjar fram-
leiðsluaðferðir gera ekki ráð fyrir
eins stóru húsplássi.
Rafha hefur framleitt eldavélar
frá því árið 1936. Margir muna
eftir litlu eldavélunum með 3 hell-
um, sem voru mjög vinsælar hér á
árum áður. Þessar eldavélar sjást
enn þann dag í dag. „Við höfum
gaman af þvi að geta boðið upp á
varahluti i þessar gömlu eldavél-
ar. Það er gott að vita til þess að
viðskiptavinirnir geta treyst á að
fá varahluti í vörur frá okkur. Oft
hefur komið fyrir að fólk kaupir
innflutt heimilistæki, sem eru
nýkomin á markað hér. Þessi tæki
líta vel út og eru nýtískuleg. En
það kemur babb í bátinn ef tækið
bilar, kannski eftir stuttan tíma
og ekki fást varahlutir í gripinn."
Hjá Rafha eru framleiddar um
1.000 eldavélar á ári. Mest er
framleitt af gufugleypum og er
töluvert flutt út af þeim t.d. til
Norðurlandanna.
Björn tekur mikinn þátt í starfi
Verslunarmannafélags Reykjavík-
ur. „Ég hef mjög gaman af þvf að
vinna með þeim. Aðstaðan er nú
öll miklu betri eftir að félagið
fluttist í nýtt húsnæði. Fólk at-
hugar það ekki nógu vel að þessi
starfsemi er meira en fundir og
orlofshús. Félagið hefur boðið
fólki upp á allskyns námskeið,
framsögunámskeið, málfunda-
námskeið og fleira. Ég tók þátt í
framsögunámskeiði og held að
þess konar námskeið komi sér vel
fyrir fólk sem starfar við verslun.
Það eru um 12—18 manns í hópi
og er fólkið mjög áhugasamt. Eft-
ir svona námskeið kynnist fólkið
vel. Ég held að þetta efli félags-
andann og verður vonandi til þess
að minni hópar taka að sér ákveð-
in verkefni fyrir félagið. Þá dreif-
ist vinnan á fleira fólk, svo ekki
leggist allt á örfáar hendur eins og
verið hefur hingað til. Ég hef
mikla trú á að þessi starfsemi eigi
eftir að koma félaginu til góða í
framtíðinni," sagði Björn að lok-
um. Við þökkuðum honum fyrir
spjallið og gengum út í sólina.
A-TTII D í I
A11U BIL
FRA HEKLU ?
í ÁGÚSTMÁNUÐI GEFUM VIÐ
10% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTT
Á EFTIRTÖLDUM VÖRUM í
ALLA BÍLA SEM VIÐ
HÖFUM UMBOÐ FYRIR
Dæmi um verð:
Kerti.Frákr. 40+10%
*M
i *. i ♦ i *
V.) « J t*
Platínur ..
Kveikjulok
Viftureimar
Tímareimar
Loftsíur ..
Smursíur .
Bensínsíur
Þurkublöð
Bremsuklossar
Bremsuborðar
Bremsudælur .
Vatnsdælur ..
50+ 10%
95+ 10%
45+ 10%
145+ 10%
195+ 10%
155+10%
35+ 10%
75+10%
285+ 10%
110+ 10%
440 + 10%
410+ 10%
VIÐURKENND VARA
í HÆSTA GÆÐAFLOKKI
Auói
Bjöm Vernharðsson, markaösstjóri hjá Rafha. Morgunbl»»i4/ Július
Vegna sídustu vaxtabreytinga
eru ávöxtunarmöguleikar í verðbréfa-
veltu okkar allt að 9% umfram
verðtryggingu
30%
Ávöxtun ávaxtar fé þitt betur
/ # #
AVOXTUNSf^
LAUGAVEGUR 97 - SÍMI 28815 OPIÐ FRÁ 10 - 17
ÁVÖXTUNSfW
VERÐBRÉFAMARKAÐUR
Sparifjáreigendur látið
Avöxtun sf. ávaxta
sparifé yðar
Ávöxtunarmöguleikar í óverðtryggðri
verðbréfaveltu okkar eru allt að 30%
Ávöxtunartími er eftir samkomulagi.
Kynnið ykkur
ávöxtunarþjónustu
Ávöxtunar s.f.
-Óverðtryggð —
veðskuldabréf
Ár
1
2
3
4
5
6
20%
80,1
72.5
66,2
61,0
56.6
52,9
21%
80,8
73,4
67,3
62,2
57,8
54,2
Verðtryggð —
veðskuldabréf
Ár Söhijr. 2 afb/ári.
1 95,9 6 84,6
2 93,1 7 82,2
3 91,9 8 79,8
4 89,4 9 77,5
5 87,0 10 75,2