Morgunblaðið - 04.08.1984, Page 11

Morgunblaðið - 04.08.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGtJST 1984 11 Opinberar til- skipanir koma ekki á jafnvægi á lánamarkaði — segir Ragnar Önundarson bankastjóri Iðnaðarbankans „Ákvörðunin um að veita bönkum og sparisjóðum frelsi til vaxtaákvarðana er fagnaðar- efni, því reynslan hérlendis hefur sýnt að jafnvægi verður ekki náð á lánamarkaðinum með opinberum tilskipunum. Ég á von á að áhrifanna muni fljótlega fara að gæta í rekstri bankanna, sparnaður vaxa, eft- irspurn eftir útlánum minnka og lausafjárstaðan batna,“ sagði Ragnar Önundarson, bankastjóri Iðnaðarbankans, þegar blaðamaður Morgun- blaösins spurði hann hvaða áhrif aukiö frjálsræði inn- lánsstofnana til ákvörðunar vaxta hefði á rekstur þeirra. „Þó mun væntanlega nokkur tími líða þangað til sparnaðurinn nær því marki, sem hann var á viðreisnarárunum, til þess þarf hann að vaxa um fullan þriðjung að raungildi frá því sem nú er. Ættu erlendar skuldir landsins að geta lækkað að sama skapi og innlendur sparnaður vex. Enn- fremur mun það auka hagvöxt og bæta lífskjör í landinu, að fjár- festingar verði jafnan agaðar undir jákvæða raunvexti. Ákvörðunin markar einnig tímamót i rekstri banka og spari- sjóða. Þess misskilnings gætir að nú sé í uppsiglingu verðstrið á lánamarkaðinum. Mismunandi verð fyrir alveg samskonar þjón- ustu, fær aldrei staðist til lengd- ar á neinum markaði. Hins vegar er líklegt að ný form þjónustu muni lita dagsins ljós, form sem falla betur að þörfum markaðar- ins. Mun þeim stofnunum vegna best sem leysa sitt milligöngu- hlutverk af hendi á hagkvæman og árangursrikan hátt. Með ákvörðun sinni um 2% hækkun vaxta á almennum sparisjóðs- innistæðum gefur Seðlabankinn tóninn i vaxtabreytingum nú og gefur lausafjárstaða bankanna fullt tilefni til þess. Ég býst við að almennar vaxtabreytingar á næstunni verði ekki ósvipaðar, en gera megi ráð fyrir mismun- andi hækkun einstakra liða út- lána, til jöfnunar á ávöxtun. Út- lán bankanna hafa farið úr bönd- um að undanförnu vegna mikill- ar eftirspurnar. Verður reynslan á næstunni að leiða i ljós i hvaða mæli vextir þurfa að hækka, svo að ábyrgðartilfinning og ráð- deildarsemi taki að einkenna lánamarkaðinn. Boðskapur rikisstjórnarinnar um að afurðalánin verði færð til bankanna í haust er einnig fagn- aðarefni. Sú ákvörðun felur i sér að vextir þessara lána verði sam- ræmdir öðrum vöxtum og horfið frá þeirri tilfærslu fjármagns til forréttindaaðila, sem viðgengist hefur árum saman. Verður þá verðbólgugróðinn úr sögunni fyrir fullt og allt. Heimildin til 5% hækkunar bindiskyldu á innistæðum i bönkum og spari- sjóðum er léttvægari. Ein sér væri hækkun bindiskyldu gagn- slítil við skilyrði þess ójafnvægis, sem ríkir milli framboðs og eftir- spurnar á markaðinum. Reyslan hefur sýnt að svo er. Vextirnir eru eina stjórntækið, sem völ er á,“ sagði Ragnar önundarson að lokum. Stefán Stephen- sen tekur vid stjórn Lúðra- sveitar Rvíkur LÚÐRASVEIT Reykjavíkur hefur fengið nýjan stjórnanda. Er það kunnur hljómlistarmað- ur, Stefán Stephensen, sem leikur, og hefur leikið um ára- bil, með Sinfóníuhljómsveit- inni á Waldhorn. Stefán byrjaði að stjórna æf- ingum lúðrasveitarinnar í vor. Meðal verkefna Lúðrasveitar Reykjavíkur undir stjórn Stef- áns var leikur hennar við emb- ættistöku forseta íslands á mið- vikudaginn var. Lék Lúðrasveit- in þá á Austurvelli. Gamall liðsmaður lúðrasveit- arinnar sagði blaðamanni Mbl. að það væri vissulega von sín, og annarra liðsmanna og velunn- ara Lúðrasveitar Reykjavíkur, að hinum nýja stjórnanda, Stef- áni Stephensen, takist að blása nýju lífi í hina rúmlegu 60 ára Stefán Stephensen Fyrsti hópurinn fer frá bryggjunni í Stykkishólmi á hraðbátnum áleiðis til Fagureyjar. Ljósm. Mbl./Árni. Hópur fræðimanna til Fagureyjar í tilefni 700 ára ártíðar Sturlu Þórðarsonar StjkkÍHbólmi. 29. jáli HÉR var á ferðinni hópur fræðimanna til að ferð- ast um slóðir Sturlu Þórðarsonar. Foringi farar- innar var Jónss Kristjánsson frá Handritastofnun íslands. Einmitt þennan dag voru nákvæmlega 700 ár liðin frá þvi Sturla lést i Fagurey á Breiðafirði og notuðu þeir tækifærið og fengu leyfi landeig- anda til að fara út í Fagurey. Flutti hraðbátur þá út í eyna. Hópurinn var sérstaklega heppinn með veður þvi það gat ekki orðið fegurra, logn, blíða og sólskin og voru allir á einu máli um það að þessi ferð hafi verið stórkostleg i alla staði. Árni FÐBOR Lækjargata 2 (Nýja Bíó-húsinu) 5. hæð. Símar: 25590 - 21682. Opið alla daga Verslunarmannahelgarinnar Laugardag sunnudag mánudag Kl. 13—17 Einstaklings ÞangtMkki, 9. hæö KnuhóUr, 5. hæö. v. 1150 þ. 2ja herbergja BaMungata. kj., v. 1100 þ. Framnaavagur, 3. hæö, v. 12SO þ. Hraunbaar, jarðh., v. 1250 þ. Hraunbaar, 2. hæð, v. 1250 þ. Foaavogur, jaröh., v. 1650 þ. KirasHgur, ris. v. 750 þ. Klapparstfgur, 2. hæð. v. 1000 þ. Leitsgata, kj., v. 1200 þ. MMbaar, ris. v. 1300 þ. Skipasund. kj„ v. 1400 þ. Stórholt, kj„ v. 1100 þ. Valshóiar. 2. hæö. v. 1300 þ. Hatnarfj., jarðb., v. 1450 þ. 3ja herbergja Dvargabakki. 1. hæö. v. 1650 þ. Dvargabakki, 2. hœö. v. 1650 þ. Einaranaa, ris. v. 1300 þ. Framnasvagur, 2. hæð, v. 1500 þ. Glaðhaimar, kj. v. 1650 þ. Hamraborg, 2. hæð, v. 1850 þ. Hjallabraut. 1. hæð, v. 1800 þ. Hottsgata, 2. hæö. v. 1600 þ. Hrafnhólar ♦ bflskúr. v. 1800 þ. Hringbraut, 3. hæö. v. 1480 þ. Kárastfgur, 2. hæö. v. 1600 þ. Kjarrtióimi. 2. hæð, v. 1600 þ. Krummahólar, 2. hæö, v. 1700 þ. lindargata ♦ bOsk„ v. 1400 þ. Miðtún, kj„ v. 1150 þ. Ránargata, 2. hæð, v. 1600 þ. Skarjafj. ♦ Msk., sár fb„ v. 1450 þ. Stslkshóiar, 2. hæð, v. 1650 þ. Valshótar, jaröh , v. 1650 þ. Vasturbarg, 1. hæð. v. 1600 þ. Þvarbrakka, 1. hæð. v. 1650 þ. FHuaal, 4. hæö. v. 1950 þ. Grundarstfgur, 2. hæð, v. 2100 þ. Hraunbær, 3. hæö, v. 1950 þ. Við Sundin, 115 fm„ v. 2100 þ. Krummahðiar, 7. hæð, v. 1900 þ. Lsirubakki, 2. hæö, v. 1950 þ. Saljabraut ♦ Mak„ v. 2000 þ. Skipasund, ris, v. 1750 þ. Stóragarði, 2. hæð, v. 2400 þ. Fífusel Skiptamögulaikar Ca. 115 tm á 1. hæð. þvdltaherb i ibúðinni. 3 svetnherb.. stofa m. 5-svöium. furukiætt baöherb. Bain sala aða skipti á 2ja harbargja. VeröíOOO þ. Heimahverfi Gullfalleo íbúO á 4. hæö i fjöibýlis- húsi, s-svaiir, 2 svefnh.. slofa, sjón- varpshol. Verö 1650 þ. Akv sala. 5—6 herbergja Fossvogur ♦ Msk„ v. 3100 þ. Gaukshóiar ♦ Msk„ v. 2300 þ. HáaMtisbraut, 142 fm. v. 2700 þ. Vosfurbær, 135 fm, v. 2950 þ. Kríuhólar. 130 fm. v. 1950 þ. Krummahólar ♦ Msk. v. 2100 þ. Laugamosvogur, 2. hæö. v. 2300 þ. Rauðalækur, 3. hæð. v. 2600 þ. Háaleitishverfi Rúmgóö og björt, gott útsýni s-svalir, ó 4. hæð. goðar Innrétt- ingar. ÁKv. sala. Veró 1600 þús. Skipholt ♦ Mak„ v. tilb. Vegna mikillar sölu undanfariö vantar allar geröir eigna á skrá. Skoðum og verömetum samdægurs. Utanbæjarfólk ath. okkar þjónustu. Raö & einbýli Aratún, 140 fm„ v. 4000 þ. Baldursgsta, 95 fm„ v. 2000 þ. Byggðahoit, 2x86 tm„ v. 3000 þ. Eyktarés, 320 fm„ v. 5600 þ. Garðabær, 430^110 fm„ v. 6500 þ. Skerjafjðrður, 218 fm„ v. 5500 þ Fffukvammsvegur, 250 fm„ v. 4900 þ. Flúðasoi, 240 fm„ v. 4300 þ. Freyjugata, 216 fm„ v. 2700 þ. Giljaland, 218 fm„ v. 4500 þ. Goðatún, 130 fm„ v. 3200 þ. Grundartangi, 100 fm„ v. 2300 þ. Hraunbær, 118 fm„ V. 2200 þ. Smáíbúðahverfi. 180 tm„ v 4400 þ. Ktaifarsai, 260 fm„ v. 3700 þ. Laugamaavagur ♦ bftsk. v. 3800 þ. Saitjamamas, 155 fm„ v. 3600 þ. Álftanos, 210 fm„ v. 4300 þ. Vssturbær, 117 fm„ v. 2700 þ. Árbæjarhvsrfi, 156 fm„ v. 4500 þ. Hafnarfjöröur, 200 fm„ v. 2600 þ. Nýbyggingar Fiskakvisl, rúml. tilb. u.trv., 127 fm. ibúð, 40 tm ris, 15 fm aukaherb. 30 fm bílsk , v. 2900 þ. Hoitaaoi, 300 fm lokh , v. 4300 þ. Veaturás. fokh. 161 fm„ v. 1900 þ. Soíðahvisl, fokh. 210 «m„ v. 2900 þ. Lækjargata 2 (Nýja bióhúsinu) 5. hæö. Simar: 25590— 21682. Brynjólfur Eyvindsson, hdl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.