Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 Stál og stefna Arna Arnasonar Athugasemd frá Stálfélaginu hf. Stutt svar við grein Árna Árnason- ar frá 3. ágúsL Eins og fram kemnr í greininni setti Alþingi lög vorið 1981 um stuðning ríkisins við Stálfélagið. Félagið var síðan stofnað þar eð Ijóst þótti að ríkisvaldið myndi styðja félagið við að koma upp verk- smiðjunni og hefur það verið for- senda við hlutafjársöfnunina. Félagið hefur lagt fram ítarleg- ar áætlanir og arðsemisútreikn- OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur hf. hef- ur tekið ákvörðun um að blanda aukaefni í bensín það sem selt er á útsölustöðvum fyrirtækisins og er nú þegar allt bensin á útsölustöðvum á Stór-Reykjavíkursvæðinu með slíku aukaefni og svo mun verða út um landið eftir því sem dreifing fer Sýning Önnu Jóhannesdóttur í Stykkishólmi Stjkkubólmi, 29. júlí. NÚ STENDUR yfir í Hótel Stykk- ishólmi sýning önnu Jóhannes- dóttur á 40 myndum sem hún hef- ur unnið á undanförnum árum. Anna er 19 ára nemi í Mennta- skólanum á Laugarvatni, en er bú- sett í Stykkishólmi, dóttir sýslu- mannshjónanna hér. Þessi sýning, sem er hennar fyrsta, hefur vakið eftirtekt og lofar góðu um framtíð hennar á listabrautinni. Árni inga sem eru öllum aðgengilegar sem áhuga hafa á að kynna sér málið. Að verksmiðjan sem Stálfélagið hefur keypt er verðlaus sé ótrúleg- ur misskilningur. Stálfélagið keypti hana i harðri samkeppni við 4 aðra aðila og voru það skjót viðbrögð félagsins sem réðu úrslit- um. Þegar Halmstads Járnverk keypti Qvarmshamar var það í því augnamiði að leggja verksmiðjuna niður innan árs til að öðlast mark- aðshlutdeild hennar á sænska markaðnum. Sænski markaðurinn fram. Söhiverð bensínsins verður hið sama. Aukaefni það sem hér um ræðir er ASD 20, sem framleitt er af Shell International. í fréttatilkynningu sem Skelj- ungur hefur sent frá sér segir að ASD 20-efnið hafi verið notað um alllangt skeið af flestum Shell- fyrirtækjum í Evrópu með góðum árangri og það sé hinn tvívirki hreinsieiginleiki, eins og það er orðað, sem einkum muni koma ís- lenskum bifreiðaeigendum til góða, en hann kemur í veg fyrir útfellingu úr bensíninu og hreins- ar þá útfellingu sem fyrir er. Þetta gerir það að verkum að nál- ar og spíssar blöndunga haldast hreinni og stuðlar þannig að hag- kvæmari og jafnari nýtingu véla á bensini. Ennfremur segir: „Með hliðsjón af þeirri reynslu, sem þegar hefur fengist af notkun ASD 20 hjá Shell, væntir Skeljungur hf. þess, að bifreiðaeigendur á íslandi hafi hag af því að nota hið bætta bens- ín — bensín með ASD 20 — á vél- ar bifreiða sinna." hefur dregist mikið saman, úr 280 þús. í 170 þús. tonn, og framleið- endum hefur fækkað úr 12 í 3. ís- lenski markaðurinn hefur aftur á móti verið í vexti. Talin eru upp í greininni CIF-verð frá og með toppárinu 1980, en ekki eru sýndir raunverulegir eiginleikar stál- markaðarins, t.d. verðið 75—80. Stálmarkaðurinn hefur verið sveiflukenndur, verðtoppurinn komið á 5—7 ára fresti, nú er lægð á markaðnum. Fullyrt er að félag- ið reikni með að fá 330 USD/t fyrir framleiðsluna, en það er byggt á misskilningi. Félagið reiknar með að fylgja markaðs- verðinu hér og keppa við innflutn- ing í verði og gæðum. Árni fullyrðir að félagið þurfi allan innanlandsmarkaðinn. Væri óskandi að hann læsi áætlanirnar, þá gæti hann séð að félaginu næg- ir mun lægri markaðshlutdeild. Talað er um að Iðnþróunarsjóð- ur eigi að fjármagna 20% af stofnkostnaði. Svo er ekki. Tækin verða keypt með leigukaupsamn- ingi sem svarar til 20% af fjár- festingunni. Erfitt er að sjá af hvaða ástæð- um grein eins og þessi er skrifuð þegar þekking á málinu er ekki næg til þess að fara rétt með stað- reyndir, t.d. verður ríkissjóður ekki hluthafi í félaginu eins og Árni fullyrðir. Væri óskandi að greinarhöfundur kynnti sér málið áður en farið er í fjölmiðla. Við teljum þetta mjög einkenni- leg vinnubrögð af framkvæmda- stjóra svo stórra samtaka sem Verslunarráð íslands er. Hann hefur ekki haft samband við félag- ið, en þar hefði hann getað fengið þá arðsemisútreikninga sem hann fullyrðir að séu ekki til. Grein Árna Árnasonar mun verða svar- að ítarlegar næstu daga. Jón Magnússon S'SlfyEeor Hallgrímsson Friðrik Daníelsson Leifur Hannesson Skeljungur setur aukaefni í bensínið fifjff mm HEIDUR ÓVÆNT SíNDIHE! Einn af leikendum myndarinnar „Beat Street", hinn sextán ára gamli Rob- ert Taylor, leikur hér listir sínar. Háskólabíó: Skrykkt í íslendingar virðast ætla að taka nýja fyrirbærið skrykkinn upp á sína arma, að minnsta kosti hafa þeir ekki spyrnt fótum gegn honum. Þetta nýja æði var ekki fyrr farið af stað úti í heimi en íslenskir ungl- ingar byrjuðu að skrykkja og hafa skrykkt síðan í vor. Strætin fylltust af spriklandi skrykklum, sem og Austurbæjarbíó, sem hefur sýnt „Breakdance" síðan í maí — og á miðvikudaginn frumsýnir Háskóla- bíó aðra mynd um sama efni, nefnist hún „Beat Street“. Háskólabíó reyndi að fá leik- strætinu endur myndarinnar hingað til lands, skrykklana sem nefna sig New City Breakers. Það dæmi gekk ekki upp, en í þeirra stað koma Magnificent Fours, fjórir svertingjar sem leika einnig i myndinni. Þeir verða viðstaddir frumsýninguna næstkomandi miðvikudag klukkan 9. Að sögn Friðberts Pálssonar í Háskólabíói munu þessir erlendu kappar skrykkja á undan frumsýningu, ásamt nokkrum íslenskum skrykklum. Hvalfjörður: Bifreið valt 60 metra BIFREIÐ valt út af veginum undir Múlafjalli í Hvalfirði um klukkan 14,20 í gærdag. Bifreiðin féll 60 metra niður f fjöru. Ökumaðurinn var einn f bifreiðinni og slapp hann lítið meiddur að þvi er talið er en hann var fluttur á slysadeild Borg- arspítalans til rannsóknar. Maður- inn var með bílbeltin spennt og að sögn lögreglunnar i Hafnarfirði er talið að það hafi komið i veg fyrir að verr færi. Ekki var í gær vitað um tildrög slyssins. Hluti viðtals féll niður í MORGUNBLAÐINU í gær var birt viðtal við Huldu Guðmundsdóttur yfirfélagsráðgjafa á barnadeildinni við Dalbraut. Af vangá féll niður hluti viðtalsins, svar við spurningu blaðamanns um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum. Hlutaðeig- endur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum, en kaflinn, sem féll niður, er svohljóðandi: „Það kemur vissulega fyrir og sézt hafa tölur sem benda til þess að um 20% barna sem verða fyrir illri meðferð verði einmitt fyrir kynferðislegu ofbeldi eða misnotk- un. Það hefur verið skilgreint sem kynferðislegt ofbeldi þegar börn eða ungmenni eru dregin inn í kynferðislegar athafnir sem þau hafa ekki skilning á. Þau sam- þykkja ekki að taka þátt í þessum athöfnum og þau andmæla þvi ekki eða sýna mótþróa sökum þess að þau skilja ekki hvað um er að vera. Athæfi af þessu tagi stríðir að sjálfsögðu gegn því velsæmi sem viðurkennt er í þjóðfélagi okkar og ekki þarf getum að því að leiða hversu skaðleg áhrif þetta hefur á börn og framtíð þeirra. Ætlað er að um 75% slíkra tilfella séu sambönd milli föður eða stjúpföður og dóttur eða stjúp- dóttur. Venjulega eru þessir menn á aldrinum 30—50 ára en stúlku- börnin á aldrinum 5—16 ára, — oftast eru börnin þó um það bil 8 ára. Svo virðist sem þessir menn séu vonsviknir og óánægðir með sjálfa sig og hafi minnimáttar- kennd gagnvart konum sínum. At- hyglin beinist þá að dætrunum sem sakir æsku og umkomuleysis eru þeim undirgefnari. í mörgum tilvikum hafa mæður pata af svona samböndum en taka þó ekki af skarið, t.d. af því að þrátt fyrir allt vilja þær halda fjölskyldunni saman. Fórnarlömbin eru i þeirri aðstöðu að þau geta engum trúað fyrir þessu og það veldur yfirleitt taugaveiklun og annarri vanlíðan. Þegar barnið er síðan komið á þann aldur að það fer að gera sér grein fyrir þessu kemur iðulega fram sektarkennd sem m.a. getur valdið kyndeyfð og öðrum vand- kvæðum á því að það geti átt eðli- legt kynferðislíf. Þessi reynsla hefur yfirleitt mjög alvarleg áhrif á starfshæfni og geðheilsu. Bandarískar rannsóknir gefa til kynna að 20% vændiskvenna hafi í barnæsku verið flæktar í kyn- ferðissamband við föður. Meðal fíkniefnaneytenda virðist hlutfall- ið verið svipað." Sjötugsafmæli Hinn 6. ágúst verður Guðmund- ur Eyjólfsson, sjómaður, til heim- ilis að Vesturbergi 142, sjötugur. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.