Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 29
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
45
fHKgtiitfrittfrttí
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö.
Ný
Jan Mayen-deila
Veiðiferð 3ja danskra
skipa á loðnumiðin milli
Grænlands og Jan Mayen hef-
ur dregið athyglina að ágrein-
ingsmáli sem brýnt er að
binda endi á með samningum
hið fyrsta. Með hliðsjón að
því hverjir eru aðilar að þess-
ari deilu ætti ekki að vera erf-
itt að fá fulltrúa þeirra allra
til að koma saman og ræða
málið í bróðerni. Annars veg-
ar snýst deilan um hvar
draga beri mörkin milli Jan
Mayen og Grænlands, þar eru
það Norðmenn og Danir sem
þurfa að ná samkomulagi en
Islendingar vilja að tekið
verði tillit til hagsmuna
þeirra við ákvörðun um
markalínuna. Hins vegar
snýst deilan um stjórn á sókn
í íslenska loðnustofninn. Þar
hafa íslendingar og Norð-
menn komið sér saman um
ákveðna skipan sem Evrópu-
bandalagið (Efnahags-
bandaiag Evrópu) getur ekki
sætt sig við en embættismenn
á þess vegum ákveða afla-
mark fyrir loðnu í græn-
lenskri lögsögu þar til Græn-
lendingar hverfa úr banda-
laginu.
Á föstudaginn sendi ríkis-
stjórn Íslands danska utan-
ríkisráðuneytinu og Evrópu-
bandalaginu og norska utan-
ríkisráðuneytinu mótmæli
vegna veiða dönsku skipanna.
Þar er því lýst sem „óbilgirni"
að Evrópubandalagið hefur
einhliða heimilað að 105 þús-
und lestir af loðnu verði tekn-
ar úr sjó á þessum slóðum.
Því er sérstaklega harðlega
mótmælt að dönsku skipin
veiði austan við miðlínu milli
Grænlands og Jan Mayen og
tekið fram að íslensk stjórn-
vöid vilji að miðlína gildi á
þessum slóðum en ekki 200
mílna efnahagslögsaga út frá
Grænlandi eins og Danir
krefjast. Rökin gegn 200
mílna kröfu Dana eru þau að
við Jan Mayen sé um íslenskt
hagsmunasvæði að ræða en
hins vegar „hagsmuni"
óbyggðrar strandar Græn-
lands. Rökin fyrir því að
þarna sé um „íslenskt hags-
munasvæði" að ræða eru þau,
að með Jan Mayen-sam-
komulaginu frá 1980 sömdu
Norðmenn og íslendingar um
sameiginlega nýtingu á svæð-
inu. í orðsendingunni til
Norðmanna er þess krafist að
þeir haldi uppi gæslu við Jan
Mayen allt vestur að miðlín-
unni og það verði dregið frá
loðnukvóta Norðmanna sem
dönsku skipin veiða á svæð-
inu.
Hér er um réttmæta hags-
munagæslu af hálfu íslenskra
stjórnvalda að ræða. En því
miður verður að segja það um
okkar ágætu nágranna og
frændur í Noregi og Dan-
mörku að efast verður um
vilja þeirra til að ganga þann-
ig fram í þessu máli að það
samrýmist skilningi íslenskra
stjórnvalda á Jan Mayen-
-samkomulaginu. Þess hafa
ekki sést mörg merki að
Norðmenn líti þannig á að ís-
lendingar hafi annað og
meira en nýtingarrétt innan
umsaminna marka á Jan
Mayen-svæðinu. Norðmenn
teldu það vafalaust í ósam-
ræmi við samkomulagið ef ís-
lendingar sendu til að mynda
varðskip inn á hið umdeilda
svæði og tækju til við að
flæma dönsk veiðiskip vestur
yfir miðlínu í áttina að Græn-
landi. Ekki hefur heldur kom-
ið fram neitt hjá Norðmönn-
um er bendir til þess að þeir
vilji skerða kvóta sinn vegna
veiða dönsku skipanna.
Með hliðsjón af því að aðil-
ar þessarar deilu eru ríki sem
hvað eftir annað hafa lýst því
yfir á alþjóðavettvangi að
þrætu sem þessa beri að leysa
með samningum og með það í
huga að Norðurlandaþjóðirn-
ar vilja haga sér þannig í
samfélagi þjóðanna að sam-
starf þeirra sé til fyrirmynd-
ar vegna hreinskiptni, vináttu
og samstarfs hljóta ummæli
sem höfð voru eftir Árna
Gíslasyni, útgerðarmanni í
Hirtshals, sem sendi skip til
loðnuveiða við Austur-
Grænland að vekja athygli. í
Morgunblaðinu á laugardag
segir hann að Danir og Norð-
menn hafi gert þegjandi sam-
komulag sem feli í sér að
dönsk loðnuskip geti óáréitt
stundað veiðar innan 200
mílna efnahagslögsögu frá
Grænlandi. Sé hér rétt með
farið hjá útgerðarmanninum
er ljóst að ný Jan Mayen-
deila milli íslendinga og
Norðmanna er að hefjast.
Nýja Jan Mayen-deilan
snýst að vísu ekki um mörkin
milli íslands og Jan Mayen
heldur milli Jan Mayen og
Grænlands. Sérkennilegast
við hana er að íslendingar
virðast vilja ganga lengra við
gæslu norskra hagsmuna en
Norðmenn sjálfir.
Hringstjörnuverðlaunin afhent
hljómsveitinni Fásinnu af Héraði.
„Þetta hefur allt verið
mjög gaman. Mikið sofíð
á daginn en vakað á nótt-
inni. Allt frá því að við
stigum út úr vélinni í
Reykjavík á föstudags-
kvöldið hefur þetta verið
veisla. Þeir hafa séð vel
um okkur, Jónas og félag-
ar hans. Ég hef lært 80
þúsund mismunandi
mannanöfn, sem ég get
ekki munað!“ sagði Ringo
Starr og hló dátt í upphafi
viðtals við blaðamann
Mbl. á Hallormsstað
skömmu áður en hann
hélt heim á sunnudags-
kvöldið.
Aukamaður í
Beach Boys
Þau hjón létu vel af reiðtúrnum,
sem þau fóru í daginn áður. „Það
var mjög gaman,“ sagði Ringo, „en
mér fannst nóg að gera þetta einu
sinni. Við stunduðum útreiðar dá-
lítið í Englandi, Barbara á hesta
og sjálfur átti ég hest þangað til í
fyrra, að ég losaði mig við hann,
fannst þetta ekki vera fyrir mig.
Æ, þetta var dálítið mikið upp og
niður þarna í gær,“ og svo hló
hann aftur.
„Þeir eru mjög sterkir og af-
skaplega fallegar skepnur," skaut
Barbara inn í, „og þegar þeir fara
yfir í ganginn ... æ, hvað heitir
það aftur?“
- Tölt?
„Tölt, já. Þá líður maður bara
áfram, er það ekki Richie?“
„Mér tókst ekki alveg að ná
þeim gangi,“ sagði Ringo og fliss-
aði. „Mest gekk hann og valhopp-
aði.“
— Hvað hafið þið haft fyrir
stafni undanfarið?
„Ég er alltaf af og til að spila
Það var nóg að fara einu sinni á hestbak, sagði Ringo. Þetta er ekki íþrótt
fyrir mig.
Barbara Bach Starkey (Ringo heitir réttu nafni Richard Starkey) býr sig
undir að fara I reiðtúrinn á austfirskum gæðingi.
fyrir nokkrum átroðningi. I Wash-
ington urðum við fyrir dálitlu
ónæði um daginn en það er vegna
þess að við erum þar svo sjaldan.
Þegar svo er verður þetta oft dá-
lítið brjálað."
Sitjum heima og lesum
í blöðunum hvað við
erum að gera
á Bermuda
— Hvemig eru samskipti þín
við fjölmiðla? Ég meina, hvert
sem þú ferð er fólk á borð við mig
að spyrja þig spjörunum úr ...
Jíá, en ef ég væri hér mánuðum
saman þá myndir þú hætta að
spyrja. Blaðamenn vilja hitta mig
vegna þess að þeir vita að við
erum að fara í kvöld. Ef við vær-
um hér aðra hverja viku, þá fer
mesti glansinn af því að eiga við-
tal við okkur. Það fyndnasta í
þessu sambandi gerðist þegar við
lentum í Reykjavík og sjónvarpið
átti viðtal við okkur án þess að
kveikt væri á myndavélinni! Það
var stórkostlegt! En það var lík-
lega bara fyndið fyrir okkur, ég er
Ringo Starr í einkaviðtali við Morgunblaðið:
Morgunblsðit/ Fríðþjófur Helgason.
ísland er allt öðru vísi
— og íslendingar líka
Bítillinn átti ekki orð til að
lýsa hrifningu sinni á
landinu, sem hann skoðaði
rækilega úr lofti á leiðinni frá
Reykjavík til Egilsstaða. „Þetta er
stórkostlegasta landslag sem ég
hef nokkru sinni séð og hef ég þó
komið víða. Fólkið hefur sömuleið-
is allt verið mjög vingjarnlegt —
og ég hef aldrei fyrr séð svo marga
drukkna táninga. Við hðfum verið
að reyna að slást i hópinn," sagði
hann og hló við með konu sinni,
Barbðru Bach Starkey, er sat við
hlið hans. „Auðvitað vissum við
ekkert við hverju við áttum að bú-
ast hér. Ég hafði gert mér óljósar
hugmyndir um að ísland væri
áþekkt Skandinavíu — ég hef
komið til Svíþjóðar og Danmerkur
— en þetta er ekkert líkt þeim
löndum. ísland er allt öðru vísi.
Fólkið og framkoma þess er líka
öðru vísi. Það er kannski vegna
þess að þessi hópur hér,“ og hann
sló út hendinni í átt að Stuð-
mannahópnum, „er góður og
skemmtilegur hópur, en okkur
sýnist að hér sé kannski vingjarn-
legra fólk en við höfum hitt víðast
annars staðar á okkar ferðum."
með ýmsu fólki, gera plötur með
hinum og þessum. { október hefj-
ast sýningar á barnaþáttum i
sjónvarpi, sem ég hef unnið við og
er sögumaður í. Þetta verður fyrir
krakka á aldrinum 3—7 ára, giska
ég á. Kannski aðeins eldri. Þetta
er byggt á þekktum enskum sög-
um eftir kunnan guðfræðing, og
verða alls 26 þættir. Nú, svo gerði
ég 26 klukkutíma langan útvarps-
þátt fyrir bandarískar útvarps-
stöðvar ekki alls fyrir löngu og
fyrir hálfum mánuði eða svo skut-
umst við til Washington og Miami,
þar sem ég spilaði á hljómleikum
með Beach Boys. Þeir eru
trommuleikaralausir eftir að
Denny drukknaði í vor. Við vorum
nýlega komin heim úr því þegar ég
fékk upphringingu og var spurður
hvort ég vildi koma til íslands á
hljómleika. Okkur fannst það al-
veg upplagt. En gallinn er sá, að
vegna þess hve við höfum vakað
mikið á nóttinni höfum við ekki
getað fylgst með mörgum
hljómsveitum.”
Stuðmenn stór-
kostlegir
— Þið hlustuðuð þó á Stuðmenn
í gærkvöld...
„Já, það var stórkostlegt. Mjög
góð spilamennska. Hljómsveitin
var mjög góð. Verst að þeir skuli
syngja á íslensku, maður skilur
ekkert. Ef þeir syngju á ensku
gætu miklu fleiri heyrt í þeim.“
„Lögin eru svo falleg, melódísk,
að jafnvel þótt maður skilji ekki
íslensku grípa þau mann,“ skaut
frúin að. „Já,“ sagði Ringo, „tón-
listin dugar okkur. Það eru lögin,
sem skipta mestu máli.
„Og fólkið var mjög elskulegt.
Það var alveg sama þótt það væri
drukkið, þau skemmtu sér alveg
konunglega," hélt Barbara áfram.
„Já,“ sagði Bítillinn, „við vorum
alveg látin í friði. Okkar var að
vísu vel gætt en við fengum gott
næði til að fylgjast með hljóm-
sveitinni. Það voru auðvitað
nokkrir, sem vildu taka í hendina
á mér og svo framvegis, en annars
var maður alveg í friði.“
Ringo og Gunnar Þórðarson gengu til liðs við Stuðmenn f einu eftirlætislagi
Bítilsins, Johnny B. Goode. Þar fór Ringo i kostum og sannaði fyrir öllum
viðstöddum að hann kann mjög vel að fara með trommukjuða.
— Verður þú yfirleitt fyrir
miklu ónæði af aðdáendum?
„Nei, það get ég ekki sagt. Það
er kannski meira í Englandi nú
heldur en yfirleitt vegna þess að
nú er landið fullt af ferðamönn-
um. En frá hausti og fram á vor
eru ekki aðrir í kringum okkur en
þeir, sem eiga heima þar og þá
hefur maður þetta eins og manni
sýnist. Við förum í bíó, leikhús, út
að borða og fleira án þess að verða
Ringo Starr ræðir við blaðamann
Morgunblaðsins: Ef ég værí hér
tvisvar í mánuði myndu blöðin hætta
að hafa áhuga á mér...
viss um að myndatökumanninum
líður ekkert sérstaklega vel út af
þessu, ha ha ha. Og svo var þessi
fræga setning: „Hvernig finnst
þér Island?“, um leið og við stigum
út úr flugvélinni. En það gerist um
allan heim, þetta er ekkert
óvenjulegt."
Jónas R. Jónsson, fylgdarmaður
þeirra hjóna, kom að í þessu með
hlut i böggli, á að giska eins og
barnshöfuð, og færði Ringo. Hann
vafði umbúðunum utan af og í ljós
kom steinn umvafinn þykkum vír.
„Það gerði þetta sami maður og
bjó til verðlaunagripinn,“ sagði
Ringo. „Hann bjó þessa gjöf til
okkar — þetta á að vera skrímslið
úr vatninu. Hvað heitir það aftur?
— Lagarfljótsormurinn?
„Já, krmpztyqehvrtx, einmitt.
Ég fellst á það!“ Hann rak upp enn
eina hláturrokuna. „Jæja,“ sagði
hann svo. „Við vorum að tala um
blöðin, ekki satt. Svarið er já, yfir-
leitt semur mér vel við blöð og
blaðamenn. Það kemur að vísu oft
fyrir að eitthvað er skrifað um
mig, sem er hreinn tilbúningur.
Stundum sitjum við heima í Lond-
on og lesum í blöðunum hversu vel
við erum að skemmta okkur á
Bermuda-eyjum. Og nú í síðustu
viku kom sonur minn til min og
sagði mér að ég hefði verið að
kaupa rándýran veðhlaupahest.
Nei, sagði ég, ég hef engan hest
keypt. Það híýtur að vera, sagði
hann. Þetta stendur í blöðunum!
En ég er hættur að kippa mér upp
við þetta.“
Þyrfti að vera hér
í tvær vikur
Bítlahjónin og ritari þeirra, Jo-
an Woodgate, héldu rakleiðis til
Englands eftir verðlaunaafhend-
inguna á sunnudagskvöldið. „Við
þurfum að sitja ýmsa fundi á
morgun, það er fólk að koma til
okkar frá Bandaríkjunum og víð-
ar, og þar á að leggja á ráðin um
hvað við gerum á næstunni," sagði
hann. „Það þarf að taka ýmsar
viðskiptaákvarðanir og svo fram-
vegis. Annað kvöld ætlum við svo
út með góðum vini okkar, George
Harrison og konunni hans. Ætl-
unin er að fara á frumsýningu á
söngleiknum „42nd Street“, sem
verið er að setja upp í London. Það
var allt ákveðið löngu áður en sim-
hringingin kom frá fslandi, svo við
gátum ekki hagað þessu á annan
hátt en að fljúga beint á staðinn
og beint heim aftur. í rauninni
kann ég vel við að fara þannig að.
Ef ég er fenginn til að gera eitt-
hvað ákveðið þá er gott að stinga
sér niður og hverfa svo aftur. En
þegar maður er að heimsækja
staði eins og Island þá ætti ekki að
verja minni tíma til þess en tveim-
ur vikum eða svo. Kannski gerum
við það næst... “
— Heldurðu að þið komið aft-
ur?
„Ég sé ekki hvers vegna það ætti
ekki að geta orðið. Nú þekkjum við
orðið fólk hér og það gerir það
mun auðveldara að koma í heim-
sókn ...“
„Þið eigið eftir að koma oft til
okkar,“ sagði Jakob Magnússon
Stuðmaður, sem hafði dúllað á pí-
anó á meðan við töluðumst við.
„Já,“ svaraði Ringo og glotti, „en
við ætlum ekki að segja honum frá
húsinu, sem við keyptum hérna
eða litlu eynni. Það verður leynd-
armál okkar, ha ha ha.“
Bítlarnir lítið ræddir
— Þú minntist á Harrison —
hittist þið þrír reglulega? Haldið
þið sambandi ykkar í milli?
„Já, við hittumst en það er ekki
reglulega. Það er orðið auðveldara
núna þegar við búum allir í sama
landinu. Áður fyrr bjó ég í Los
Ángeles, John er dáinn eins og þú
veist en hann bjó í New York,
George bjó í Englandi og Paul í
London. Þá hittumst við ekki
nema við ættum leið hjá. Nú get-
um við haft meira samband — við
vorum af og til í heilt ár að vinna
með Paul við kvikmyndina hans.
George hefur verið að gera kvik-
myndir og við hjálpuðum aðeins
til við hana — spiluðum í hljóm-
sveit fyrir grínleikara, sem leikur
í henni, Billy Connally. Sem sagt:
Við erum góðir vinir og heimsækj-
um hvern annan. Við höfum líka
samband við Yoko — við töluðum
við hana í síma tveimur dögum
áður en við komum hingað.“
Það leyndi sér ekki að Ringo
hafði takmarkaðan áhuga á að
tala um Bítlana. Aðeins örsjaldan
í einkasamtölum við fylgdarmenn
sína hér minntist hann á The Be-
atles. Hann talaði þá gjarnan um
„hljómsveitina sem ég var í fyrir
14 árum“ en í kvöldverði á laug-
ardag sagði hann ýmsar Bítlásög-
ur, einkum af veru þeirra í Ind-
landi með jóganum Maharishi,
sem hann talaði um af hlýju.
Hann var hins vegar ræðinn um
ýmsa aðra hluti, einkum þegar
langt var liðið á nótt. Þá varð
hann hrókur alls fagnaðar og söng
allt hvað af tók, mest gamla
standarda, eins og þá sem voru á
plötu hans forðum.
Urdum að hætta —
enginn heyrði neitt
Skömmu áður en hann fór fram
á sviðið í Atlavík til að afhenda
„hringstjörnuverðlaunin" sat
hann ásamt fleira fólki i bún-
ingsherbergi undir sviðinu. Uppi
þrumaði ein hljómsveitin, sem
komst í úrslit i hljómsveitakeppn-
inni, svo varla heyrðist mannsins
mál. -Heyrðuð þið í gamlabandinu
nokkuð í ykkur? spurði þá Valgeir
Guðjónsson af gefnu tilefni. „Nei,“
svaraði Ringo. „Við lásum af vör-
um hvers annars — ég var orðinn
býsna góður varalesari undir það
síðasta! Þegar fólkið var farið að
garga og öskra svo mikið að ekkert
heyrðist þá var líka orðið leiðin-
legt að spila. Þess vegna hættum
við — það var ekkert gaman að
vera að ferðast um heiminn og
spila sömu lögin aftur og aftur og
heyra aldrei neitt nema hrópin í
fólkinu. Þá ákváðum við að hætta
að spiia opinberlega og snerum
okkur alfarið að því að gera plöt-
ur.“
— Saknarðu þess að spila ekki?
„Nei, það get ég ekki sagt. Það
kemur fyrir, einkum ef maður er
að gera plötu, að hugmynd um að
setja saman hljómsveit og fara að
spila út um allar jarðir lýstur
niður í höfuðið á mér, en svo
hugsa ég: Æ nei, ekki aftur. En
það er gaman að stökkva inn í
þetta stöku sinnum, eins og þegar
ég spilaði með Beach Boys um
daginn. Sömuleiðis var gaman
þegar ég fór um Texas með Bob
Dylan og Rolling Thunder Revue
fyrir nokkrum árum. Gallinn er sá
við þessar ferðir, að maður sér
aldrei neitt nema hótelherbergi og
samkomuhús. Við vorum einu
sinni í Dallas i heilan sólarhring
og ég sá aldrei neitt af borginni.
Við fórum beint í rútu á flugvell-
inum, ókum að hótelinu, gengum
yfir gangstéttina og upp á her-
bergi og sömu leið til baka. Það er
náttúrlega ekki nógu gott.“
A Hard Day’s Night
Og svo var hann farinn. Það
gekk raunar ekki átakalaust að
koma þeim hjónum í burtu úr
Atlavík — unglingaskarinn fyrir
utan þjappaði sér umhverfis bíla-
leigubílinn, sem Jónas R. Jónsson
ók, og var skarinn svo þéttur að
talsverðan tíma tók að komast i
gegnum hann. „Það flaug í gegn-
um huga manns svart/hvít svip-
mynd úr „A Hard Day’s Night“,
þetta var þannig. Konurnar voru
skelkaðar um tíma,“ sagði Egill
Eðvarðsson, kvikmyndagerðar-
maður, sem var í bílnum.
Á Egilsstaðaflugvelli beið leigu-
vélin sem flutti þau til Reykjavík-
ur. Þau hjón og ritarinn voru sæl
og ánægð með heimsóknina og
fannst full ástæða til að halda upp
á skemmtilega helgi með kampa-
víni í glampandi sólskini ofan
skýja. Um kl. 23 um kvöldið tók
Cessna Citation-einkaþotan á loft
frá Reykjavík — þeim þótti miður
að geta ekki komið um borð í hana
eins og tveimur íslenskum hest-
um, sem þau vildu gjarnan eiga.
— OV.
?
t
í
I
?
f
í
i
f