Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 08.08.1984, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 33 MorgunblaökVSímamynd AP Iris komst ekki áfram Fré Mrami Ragnaraayni, biaðamanni Morgunblaðaina, f Loa Angalaa ÍRIS Grönfeldt varö í 12. sæti í A-riðli undankeppni spjótkasts kvenna, eða næstsíðust i sínum riðli. Hún kastaöi 48,70 metra. Sú sem varö siöust í B-riöli, númer 13 þar, kastaöi 52,74 metra. Kast íris- ar var þaö næststysta af 26 kepp- endum sem tóku þátt í undan- ekki keppninni. íris komst því áfram í úrslitakeppnina. Á myndinni hér aö ofan sést frís í spjótkastskeppninni á sunnudag. Ahorfendur ekki ánægðir með Lewis Los Angolo* 7. ágúst.Frá Þórsrni Rsgnsrssyni, Nú eru tvenn gullverðlaun í höfn hjá frjálsíþróttastjörnunni Carl Lewis. Lewis, sem sigraöi { 100 metra hlaupinu hérna á laug- ardaginn með mestu yfirburöum sem um getur < sögu ólympíuleik- anna, vann sitt annaö gull þegar hann sigraöi í langstökkskeppni leikanna hérna í Los Angeles í gær, stökk 8,54 metra. Lewis notaöi bara tvö stökk í langstökkinu í gær. Fyrsta stökk hans mældist 8,54 metrar en ann- aö stökk hans reyndist ógilt. Fleiri stökk tók Lewis ekki og þaö varö til þess aö hann var ekki mjög vinsæll á Ólympíuleikvanginum hér í gær. Þegar Ijóst varö aö hann myndi ekki stökkva meira þá geröist þaö aö fjölmargir áhorfendur risu úr sætum og púuöu á þessa skær- ustu frjálsíþróttastjörnu Bandaríkj- anna og voru þaö önnur viöbrögö en þegar hann sigraöi í 100 metr- unum á laugardaginn. Þá var hon- um ákaft fagnaö þegar hann hljóp aukahring meö litinn bandarískan fána sem hann veifaöi til áhorf- enda. í gær var hann sem sagt mjög óvinsæll hjá þeim 90.000 áhorf- endum sem keypt höföu sig inn á leikvanginn til aö sjá þessa stjörnu keppa í iangstökki og jafnvel aö reyna viö heimsmet Bob Beamons, 8,90 metra, sem staöiö hefur i 16 ár, en Lewis var greinilega meö hugann viö aö vinna eingöngu til verölauna, en eins og sagt hefur Fyrsta maraþonhlaup kvenna á Ólympíuleikum: Ótrúlega öruggur sig- ur þeirrar bandarísku Fré Þórami Ragnarssyni, biaóamanni Morgunblaósins, í Los Angaiss. HUN var léttstíg er hún kom inn á leikvanginn, bandaríska stúlkan Joan Benoit, fyrst af maraþon- hlaupurum kvenna og það var ekki hægt að sjá á henni að hún væri að Ijúka 424! km hlaupi í miklum hita. Hún var með hvíta húfu á höfði og er hún átti eftir 100 metra í mark tók hún húfuna af höfði sér og veifaöi til áhorf- enda sem fögnuöu henni ákaft. Tími hennar var 2:24,52 mín. en önnur í mark var norska stúlkan Greta Waits á 2:26,18 klst. Þetta var í fyrsta skipti sem keppt er ( maraþonhlaupi kvenna á Ólymp- íuleikum. Bandaríska stúlkan tók forystu í hlaupinu þegar í upphafi og hélt henni til loka. Hún náöi þriöja besta tíma sem náöst hefur í maraþonhlaupi kvenna frá upp- hafi. Þegar hlaupiö var hálfnað hafði Benoit rúmlega tveggja mínútna forskot á næstu kepp- endur. I þriðja sæti varö portúgalska stúlkan Rosa Mota á 2:26,34 klst. og norska stúlkan Ingrid Kristi- ansson varó fjóröa á 2:27,34 klst. Alls luku 44 konur keppni í þess- ari erfiðu grein. Sú svissneska fékk sólsting Svissneska stúlkan Gabriela Andersen, 39 ára gömul, varð í 37. sæti á 2:48,42 klst. en hún sýndi mikiö hugrekki og dugnaö þar sem hún haföi fengiö snert af sólsting. Þaö fór um marga áhorfendur þeg- ar hún labbaöi síöasta hringinn á leikvanginum, kjagaöi eftir braut- inni — stóö varla í fæturna, og um tima mátti engu muna aö læknar, sem fylgdust meö henni, stoppuöu hana og veittu henni aöstoö. Hlaup hennar var mjög drama- tískt. Hún réö ekki fyllilega viö hreyfingar sínar en undir áköfum hvatningarhrópum 95.000 áhorf- enda tókst henni aö komast í mark. Hún var lögö á sjúkrabörur og samstundis flutt á sjúkrahús. Tólf klukkustundum síðar haföi hún náö sér og henni varö ekki meint af hlaupinu. En deilur risu um það hvort ekki heföi veriö rétt aö stööva hana þar sem hún var svo aöframkomin. „Þetta var stórkostlegt“ Sigurvegarinn í greininni, Joan Benoit, sagöi aö þaö heföi komiö sér á óvart hversu fljótt hún náöi öruggri forystu, og aö enginn heföi veitt henni keppni. Hún bætti svo viö: „Ég er ekki aö kvarta. Þetta var stórkostlegt." Norska stúikan Greta Waits, hefur veriö háSÁ c • Grete Waitz frá Noregi varð önnur í maraþonkeppni kvenna á Ólympíuleikunum f Loa Angeles. fremstu röö lengi, fékk slæman vöövakrampa daginn fyrir hlaupiö, bæöi í bak og fætur, en aö eigin sögn háöi þaö henni ekki verulega í hlaupinu — þar sem hún haföi aö mestu jafnað sig. Fannst ekki nógu heitt! Portúgalska stúlkan Rosa Mota, sem varö í þriöja sæti, kom nokk- uö á óvart, og var hún sú eina sem kvartaöi yfir því aö ekki heföi veriö nógu heitt meðan á hlaupinu stóö! „Ég var aö vonast eftir meiri hita — því mér líöur vel og gengur best þegar hitinn er rnikill," sagöi Rosa. blaöamanni Morgunblaösins. veriö frá stefnir hann aö því aö sigra í fjórum greinum á leikunum. Lewis lét óánægju áhorfenda ekkert á sig fá og veifaði til þeirra eins og ekkert heföi í skorist. Hann kæröi sig greinilega kolióttan þó' áhorfendur hefðu búist viö meiru af honum, þetta stökk nægöi hon- um fyllilega. Kristjan langt frá sínu besta KRISTJÁN Haröarson var í A-riðli undankeppninnar í langstökki. Hann hafnaöi í 12. sæti i sínum riðli — stökk 7,09 metra og komst ekki í úrslit. Kristján hefur oft gert betur og þessi árangur hans er langt frá því aö vera góður. Sá sem varö í ellefta sæti í riöli Kristjáns stökk 7,23 metra. Tutt- ugu fyrstu menn stukku allir yfir 7,60 metra í undankeppninni. Carl Lewis sigraöi örugglega í undankeppninni, stökk 8,30 metra. Kleinuhring- irnir vinsælir Fri bórsmi Ragnsrssyni, biaðsmsnni Morgunbiaðsins, (Los Angslss. BANDARÍSKA Ólympíunefnd- in hefur lýst því formlega yfir að það sem sé vinsælast mat- arkyns í Ólympíuþorpinu séu súkkulaðihúðaöir kleinuhring- ir og poppkorn. Varla hefst undan að framleiöa þessar vörur í íþróttafólkið, að sögn forráðamanna nefndarinnar. Fæddur á Ítalíu: Keppt fyrir Frakkland og Bretland á Ól-leikum Frá Þórami Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaösins, I Los Angalos. FÁNABERI Frakka á þessum Ólympíuleikum er 31 árs gam- all. Hann heitir Angelo Parisi og er fæddur á Ítalíu. Hann keppti fyrir Bretland á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 og vann þá bronsverölaun í opnum flokki í júdó. Áriö 1980 keppti hann hinsveg- ar fyrir Frakka og fékk þá gullverö- laun í þungavigtarkeppnini i júdó og silfur í opnum flokki. Nú keppir hann á sínum þriöju Ólympíuleikum og hefur vent sínu kvæöi í kross því hann keppir í þungavigt í hnefaleikum og gengur vel. Sannarlega fjölhæfur íþrótta- maöur — og óhætt er aö segja aö hann sé einnig fjölhæfur hvaö ríkisborgararéttinn áhrærir. Dollaramerki í stað ólympíumerkis! — óánægja meö vinnubrögð ABC-sjónvarpsstöövarinnar Los Angstss 3. Agúst. Fré Svsini Svsinssyni, tréttamsnni Morgunbisðsins. ERLENDIR fráttamenn, þjálfarar, keppendur og fyrirmenn eru al- mennt óánægöir með umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarínn- ar ABC um Ólympíuleikana í sjónvarpinu hórna. Eins og fram hefur komið keypti ABC einka- réttinn á þvf aó sjónvarpa frá leikunum á litlar 225 milljónir dollara. Nú hafa fyrrnefndir aöilar ritaö skipulagsnefnd Ólympíuleikanna bréf þar sem kvartanir ýmissa þjóöa koma fram. Þar segir meðal annars aö umfjöllun skuli vera fyrir allan heiminn en ekki bara Banda- ríkin. Bandaríkin og Bandaríkja- menn séu í hávegum haföir í hverri útsendingu og sé til dæmis ekkert sýnt frá handboitakeppninni þar sem Bandaríkin eigi ekki mögu- leika á því aö ná verölaunasæti. Menn eru almennt orönir leiðir á slagoröunum „I love LA“ og „I love USA“ og nú vilja menn aö viötöl sem tekin sóu í sjónvarpi eftir keppnisgreinar á ieikunum séu ekki öll viö bandaríska íþróttafólk- iö. Þeir telja aö þaö vanti alveg hinn mannlega þátt sem Ólympíu- leikarnir eigi aö standa fyrir. Allir viti aö Bandaríkjamenn, þjóöar- brot víös vegar aö úr heiminum, eigi eftir aö hiröa flest gullverö- launin og því sé tiigangur þessa þjóðarrembings fyrst og tremst aö styrkja trú Bandaríkjamanna sjálfra á eigiö land og kerfi. Evrópusamband sjónvarps- stööva og ástratska sjónvarpiö borguöu samtals um 30 milljónir dollara fyrir aö fá sérstaka umfjöll- un um sína keppendur og eru þeir aö vonum óánægöir meö hversu lítiö þeir hcfa fengiö fyrir pen- ingana sína. Vonandi víkur dollara- merkið nú úr augum ABC fyrir Ólympiumerkinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.