Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 63

Morgunblaðið - 08.08.1984, Page 63
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 35 Morgunblaölö/Sfmamynd AP. • Cruz hleypur (agnandi meö brasilíska fénann eftir sigur í 800 m hlaupi. Frábært hlaup hjá Cruz Los AngolM, 7. égúst. Frá Þórami Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaösins. ÞAD VAR Ijóst áóur en úrslitin í 800 metra hlaupi karla hófst að keppnin yröi gífurlega spenn- andi. Þetta var ein af fáum frjáls- íþróttagreínunum þar sem svo til útilokað var að segja fyrir um hver yröi sigurvegari. Þarna voru stórar stjörnur samankomnar, allt stórhlauparar sem allir höföu náö góöum árangri á árinu. Sig- urvegarinn í 800 metra hlaupinu varö Brasilíumaöurinn Joaquim Cruz, hann hljóp frábærlega vel og var óhemju sterkur allt hlaup- ið út í gegn. Tími hans var 1:43.00 sem er nýtt ólympíumet. Gamla metið var 1:43.50 sem Kúpumaö- urinn Juantorena átti. „Cruz er mjög vel aö þessum sigri kominn, hann er frábær hlaupari, bæöi ungur og sterkur og hann á framtíöina fyrir sér sem hlaupari. Hann var stórkostlegur í dag.“ Þessi tími Cruz er jafnframt þriöji besti tíminn sem náöst hefur í 800 metra hlaupi frá upphafi. Aö- eins Bretinn Sebastian Coe hefur hlaupiö hraöar og þaö tvívegis, þegar hann setti heimsmet áriö 1981, hljóp á 1:41.73 mínútum, og síöan hljóp hann á 1:42.33 áriö 1979. Þessi 21 árs gamli Brasilíumaö- ur, sem stundar nám í Bandaríkj- unum, tók ekki forystu í hlaupinu heldur lét hann Bandaríkjamann- inn Earl Jones um aö leiöa hlaupiö en fylgdi honum fast á eftir. Fyrri hringurinn í hlaupinu var hlaupinn á 50 sekúndum og voru allir hlaup- ararnir í hnapp þar til komiö var aö síöustu beygjunni en þá létu þeir til skarar skríöa og Cruz hljóp utan á Bandaríkjamanninum þar til komiö var inn á beinu brautina, þá tók hann forystuna og hljóp síöustu 100 metrana gífurlega vel. Bretinn Sebastian Coe, heims- methafi í greininni, náöi ööru sæti er hann hljóp á 1:43.64 mínútum. Hann háöi haröa keppni viö Earl Jones sem náöi þriöja sæti, fékk tímann 1:43.83. I fjóröa sæti varö Kenýamaöurinn Billy Konchellah á 1:44.03, Bandaríkjamaöurinn Johnny Gray, sem marglr spáöu aö yröi framarlega í þessu hlaupi náöi aöeins sjöunda sæti og Bret- inn Steve Ovett varö í áttunda og síöasta sæti á 1:52.28. Eftir hlaupiö kom í Ijós aö hann átti við veikindi aö stríöa og hefur nú verið lagöur inn á sjúkrahús. Brasilíumaöurinn Cruz mun einnig keppa í 1500 metra hlaupi á leikunum og spá margir honum sigri í því hlaupi einnig. Cruz sagöi eftir hlaupiö aö þetta hlaup heföi fariö eins og hann heföi óskaö. „Ég var feginn aö þurfa ekki aö leiða þaö, og þegar ég átti 100 metra eftir í mark var ég viss um að ég yröi sigurvegari því ég haföi geymt aukaorku sem ég notaði á síðustu metrunum." Stórkostlegur sumarafsláttur PAMPERS Pampers bleyjur+buxur hlífa litlum bossum og með nýja „lásnum“ getur þú opnað og lokað að vild Aðeins það besta er nógu gott fyrir barnið PAMPERS fást í verslnnum um land allt cMmeriaka? FLUORIDE: Álit sérfræðingaima liggur fyrir. Fluoride Plus Signal 2 er framleitt í samræmi við eina blönduna sem sérfræðinga- hópurinn, sem minnst er á hér við hliðina, rannsakaði. í henni er þó 40% meira af flúorupplausn. XPSIG 55 Sérfræðingar í tannvernd og tannsjúkdómum hafa fengið verk- efni fyrir Aiþjóðlegu heilbrigðismála- stofnunina (WHO). JPeir hafa stað- fest að vissar tannkremsblöndur draga úr tannskemmdum. (Sjá: Bulletin of World Health Organis- ation, 60 (4): 633-6381982).

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.