Morgunblaðið - 08.08.1984, Síða 31

Morgunblaðið - 08.08.1984, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 47 Fámennt að Logalandi ÞRÍR dansleikir voru haldnir að Logalandi um helgina og var þar fremur fámennt að sögn lögreglunn- ar í Borgarnesi. Voru þar 100 manns á föstudagskvöld, 200 á laugardag, en um 150 manns á sunnudags- kvöld. Fór dansleikjahaldiö vel fram, ölvun lítil, enda samkomugest- ir fáir. Borgarneslögreglan sagði um- ferð hafa verið mikla í Borgarfirði á föstudag fram á kvöld og á mánudag hefði verið stanslaus umferð, en lítið um óhöpp og um- ferð hæg. Hátt í 1500 manns í Húsafelli AÐ HÚSAFELLI var töiuverð um- ferð um verslunarmannahelgina eða milli 1000 og 1500 manns, ásamt sumarbústaðagestum, að sögn Ingi- bjargar Kristleifsdóttur, starfs- manns þar. Sagði hún að aðallega hefði ver- ið um fjölskyldufólk að ræða, en einnig hefðu komið um 40 krakkar og hefði framkoma og umgengni gesta verið til fyrirmyndar . 3 til 4 þús- und manns í Galta- lækjarskógi ÞRJÚ til fjögurþúsund manns sóttu bindindismótið í Galtalækjarskógi um verslunarmannahelgina. Að sögn Brynjars Valdimarssonar, sem var yfirgæslumaður á mótinu, kom aðal- lega fjölskyldufólk til mótsins og var umgengni mótsgesta um svæðið til fyrirmyndar og ættu þeir þakkir skildar fyrir það. Kvað hann mótið hafa gengið snuðrulaust. Blíðskaparveður hefði verið föstudag og laugardag, nokkuð rigndi á sunnudag og héldu þá margir mótsgesta heim- leiðis. Á mánudag birti aftur til. Á mótinu var boðið upp á ýmsa skemmtan, svo sem flugeldasýn- ingu og diskótek. Hljómsveit Ólafs Gauks lék fyrir dansi, kyntur var varðeldur og einnig hélt Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli tölu. ^Apg'ýsinga- síminn er 2 24 80 COROLIA Það þarf hugrekki til að endurhanna bíl sem nýtur jafn mikilla vinsælda ogToyota Corolla, - bíl sem í mörg ár hefur verið mest selda bifreið í heimi. _____ — Nú er komin ný Corolla sem sannar að enn má bæta það sem best hefur veriðtalið. Viðhönnun hennar hefur þess verið gætt, að hún hafi til að bera alla þá kosti sem öfluðu eldri gerðum vinsælda, en aðaláherslan hefur verið lögð á að auka innanrými,draga úr eldsneytis- eyðslu og bæta aksturseiginleika. Til þess að ná þessum árangri hefur Corolla verið búin þverstæðri vél og framhjóladrifi, hjólabil hefur verið aukið, gólf ækkað, sætum breytt og dregið hefur verið úr loft- mótstöðu (0.34 Cd á Corolla Liftbackj.Corolla-Breyttur og Betri Bíll. RÝMI! Corolla DL 4 dyra 327.000.- Corolla DL 5 dyra 349.000,- Nýbýlavegi8 200Kópavogi S 91-44144 Bremsuklossar, bremsuboröar, bremsuskór fyrir flesta fólksbíla og vörubíla. Handbremsubarkar, bremsuslöngur, bremsugúmmisett fyrir evrópska og japanska fólksbíla. Viftureimar, vatnskassahosur, vatnsdælur fyrir flesta bíla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.