Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 38
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
Beinar útsendingar frá Ólympíuleikunum í Los Angeles:
Ekki mögulegar vegna álags
á flutningsleiðum sjónvarps
Okkur hejur verið
fatið að (etia eftir
híxdabréfum eða
híui íframíáðslu-
fyrirtcúfim
tiíkawps.
68 69 88
Kaupþing fif
Verðbréfadexíd
RfkisútvarpiA-sjónvarp hefur
beóið Morgunblaðió að birta eftir-
farandi fréttatilkynningu sakir
þeirra umrsðna, sem hafa orðið
um beinar útsendingar sjónvarps-
ins frá Ólympíuleikunum í Los
Angeles:
„Vegna umræðna í fjölmiðlum
síðustu daga varðandi miðlun
efnis frá ólympíuleikunum í Los
Angeles til íslenskra sjónvarps-
áhorfenda þykir sjónvarpinu
rétt að taka fram eftirfarandi:
Sjónvarp Ríkisútvarpsins er
aðili að heildarsamningi, sem
EBU — Evrópubandalag út-
varpsstöðva — gerði við ABC
(American Broadcasting Corpor-
ation) í nóvember 1981 um sýn-
ingarrétt og upptökur á sjón-
varpsefni frá leikunum, en ABC
hafði tryggt sér einkarétt á því
efni öllu. Samkvæmt samningn-
um fengu aðildarstöðvar EBU
rétt til að sýna allt efni frá
ólympíuleikunum og ABC
skuldbatt sig til að taka upp
íþróttagreinar, sem evrópskar
stöðvar höfðu áhuga á að fá,
jafnvel þótt enginn annar áhugi
væri fyrir þeim, hvorki í Banda-
ríkjunum sjálfum né annars
staðar. Vegna þessa samnings
hefur reynst unnt að fá efni, sem
ætla má að íslendingar einir
hafi sérstakan áhuga á. Má hér
til dæmis nefna leiki íslands við
Júgóslavíu og Sviss í forkeppni
handknattleiks, sem hvergi hafa
verið né verða sýndir nema í ís-
lenska sjónvarpinu. I sund-
keppninni hefur þannig verið
unnt að sýna þær undanrásir,
sem íslendingar keppa í.
Frá Los Angeles er allt efni,
sem tekið er upp fyrir EBU, sent
um gervihnetti yfir Atlantshaf
til Evrópu. Eru jafnan þrjár rás-
ir í gangi samtímis. Ein þessara
rása fer um þann hnött, sem
jarðstöðin Skyggnir getur tekið
á móti, eða um 'A hluti um-
ræddra sendinga. Allar þessar
sendingar eru samkvæmt amer-
íska sjónvarpskerfinu NTSC og
þarf sérstakan búnað til að
«1 •
rftu ekki að bíða eftir málningarveðri!
Frébærar niðurstöður íslenskra sértræðinga.
Efnaverklræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir
vlðfækum prófunum á STEINAKRÝLI í rúmlega þrjú
ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, aö STEINAKRÝL
er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL
er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er því
einstaklega hæf fvrir íslenskar aðstæður.
Duftamltandi fletlr valda ekki lengur erflðlelkum.
Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmltandi
fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem
er óhugsandi með hefðbundinni plastmáiningu.
Rigningarekúr er ekkert vandamál.
STEINAKRÝL er terpentlnuþynnanleg málning, sem
er óvenjulega hæf fyrir Islenskar aðstæður STEIN-
AKRÝL endist. Rigningarskúr sklptir lítlu máli, þú færð
þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og
heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir
rigningu fljótlega eftir málun.
Nú geturðu málað f frosti.
Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU
h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa
áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin
útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með
STEíNAKRÝLi viö mjög lágt hitastig. Jatnvel í 10
gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála 1 svo
miklum kulda. STEINAKRÝL ENDISTI
STEINAKRÝL
- málnlngln sem andar
málninghlf
breyta þeim yfir í hið evrópska
PAL-kerfi sem íslenska sjón-
varpið notar. Sá búnaður er ekki
fyrir hendi á íslandi.
Hver stöð velur síðan það efni,
sem hún telur henta áhorfendum
sínum. Vegna þessara takmörk-
uðu möguleika til móttöku á ís-
landi og fyrirsjáanlega mikils
kostnaðar var brugðið á það ráð
að fá aðstöðu hjá danska sjón-
varpinu til að velja og fullvinna
það efni, sem ætlað er til útsend-
ingar á vegum íslenska sjón-
varpsins. Það efni er síðan sent
flugleiðis til íslands og i flestum
tilvikum sent út að kvöldi þess
sama sólarhrings og keppnin fer
fram, en það er milli miðnættis
og fjögur að morgni að islensk-
um tíma. Við þetta tapast vissu-
lega sú sérstaka spenna, sem
fylgir beinum útsendingum og
ætla má að áhugasamir íþrótta-
unnendur myndu fylgjast með
þrátt fyrir óhentugan útsend-
ingartíma. Undir venjulegum
kringumstæðum væri tæknilega
unnt að senda það efni, sem valið
hefur verið til útsendingar á ís-
landi, með gervihnetti frá
Danmörku til íslands, en vegna
gífurlegs álags á flutningaleið-
um sjónvarpsins á þessum tíma
er ekki unnt að ná hingað neinu
efni á þennan hátt. Hefði það
verið hægt má ætla að viðbót-
arkostnaður hefði ekki orðið
undir 5 milljónum króna fyrir
allt tímabilið.
Að öllu þessu athuguðu —
vegna kostnaðar, aðstöðuleysis
og tímamunar — varð að falla
frá öllum hugmyndum um bein-
ar útsendingar.
Að gefnu tilefni er einnig rétt
að taka fram að það ólympíuefni,
sem bandaríski herinn sendir til
sjónvarpsstöðva sinna út um all-
an heim, þar á meðal til Kefla-
víkursjónvarpsins, er væntan-
lega valið með tilliti til þess, sem
ráðamenn hersins telja að mest-
an áhuga veki í herstöðvum sín-
um. Ólíklegt má telja að herinn
hafi rétt til að framselja efnið til
annarra.
Þetta var þó ekki kannað sér-
staklega, með því að EBU var
búið að semja fyrir hönd sjón-
varpsins áður en þessi sjón-
varpsleið hersins var tekin í
notkun, og eins af því að fullvíst
má telja, að enginn vegur hefði
verið að hafa áhrif á efnisval
hersins og ná þannig til íslands
efni, sem Islendingar hefðu sér-
stakan áhuga á.
Skaðlegt ef
upprekstur
er bannaður
VEGNA umræAu, sem átt hefur sér
stað undanfarið um bann við upp-
rekstri hrossa á heiðar á Norðurlandi,
vill skrifstofu Landssambands hesta-
manna vekja athygli á samþykkt, sem
gerð var á ársþingi f Borgarnesi í
október 1983 um þessi mál. Birtur er
hluti úr ályktun kynbótanefndar
þingsins, sem þing LH samþykkti.
„Ársþing LH haidiö i Borgarnesi
dagana 28.-29. október 1983 vekur
athygli á þvf að sú stefna, sem verið
hefur ráðandi að undanförnu að
banna upprekstur hrossa geti haft
skaðleg áhrif á uppeldi ungviðis.
Sérkenni fslenska hestsins m.a.
vöðvabygging, fjölhæfni í hreyfingu,
fótvissa og lffsgleði byggist á þvf að
hrossin alist upp I frjálsræði við
mikla hreyfingu og á misjöfnu
landi. Athuganir hafa gýnt að undra
fljótt breytist vefjabygging lifi
hrossin hóglffi við litla hreyfingu.
Það yrði ómetanlegt tjón ef Islenski
hesturinn tapaði þeim eiginleikum
sem að framan getur.“
(Fréttatilkynning.)