Morgunblaðið - 08.08.1984, Qupperneq 42
58
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984
Á Búðum
Þessa raynd tók Bæring Cecilsson í blíðskaparveðri í lok júnímánaðar.
Myndin er tekin við höfnina á Búðum við Hótel Búðir á Snæfellsnesi.
■;/
TEGUNDIR
. . . af myndum, kortum og pUikötum.
Einnig mikifi úrval af tré-, «/- og
smellurömmum og margt fleira.
PÚ GETUR FENGIÐ GÓÐA GJÖF
FYRIR MINNA EN 100 KR.
Opiö:
Mánud. - fimmtud. kl. 9-18
Föxtudaf’a kl. 9-19
Laugardagft kl. 10 - 17
Sunttudagti kl. 13 - 17
Illjllil
DALSHRAUNI13
HAFNARFIRÐI
SÍMI 54171
Hort er ennþá
bezti Tékkinn
Margeir Pétursson
Allir beztu skákmenn Tékka
voru samankomnir á tékkneska
meistaramótinu sem fram fór í
smábænum Sumperk í síðasta
mánuði. Til mikils var að vinna,
teflt var um sæti á næsta svæða-
móti A-Evrópu og sæti í tékknesku
Ólympíusveitinni í haust. Á síðasta
Ólympíuskákmóti urðu Tékkar f
öðru sæti á eftir Sovétmönnum.
Jafnvel sjálfum Vlastimil Hort
rann nú blóðið til skyldunnar en
hann hefur undanfarin ár verið
búsettur f V-Þýskaiandi þó hann
tefli enn fyrir föðurland sitt.
Árangur Horts á stórmótum að
undanförnu hefur ekki verið sér-
lega sannfærandi en nú tók hann á
sig rögg og skaut yngri mönnunum
ref fyrir rass.
Hort sigraði á mótinu ásamt
öðrum stórmeistara, Vlastimil
Jansa, sem einnig þurfti nauð-
synlega að sýna að hann gæti
lifað á öðru en fornri frægð.
Árangur Jansa er það sem mest
kemur á óvart því fyrr í sumar
tefldi hann á móti ásamt höf-
undinum i Júgóslavíu og virtist
þá þjást af ólæknandi skákleiða.
Röð þátttakendanna 18 varð
þannig:
1.—2. Hort og Jansa 12 v. af 17
mögulegum.
3.-4. Smejkal og Ftacnik 11 v.
5. Mokry 10 V4 v.
6. -8. Plachetka, Prandstetter og
Vokac 10 v.
9.—12. Lechtynsky, Pastircak,
Franzen og Zpevak llh v.
13,—14. Jurek og Poloch 6xk v.
15.—17. Priehoda, Pribyl og Pacl
6 v.
18. Tibensky 5% v.
Þeir sem vonazt hafa eftir
kynslóðaskiptum og að goðinu
Hort yrði steypt af stalli hafa
orðið fyrir vonbrigðum. Lubomir
Ftacnik, 26 ára gamall stór-
meistari frá Bratislava, hefur
tekið stór stökk upp stigalistann
undanfarin ár og farinn að nálg-
ast Hort ískyggilega, en er
greinilega ekki reiðubúinn til að
taka sæti hans sem bezti skák-
maður Tékka. Karel Mokry, 25
ára gamall alþjóðameistari, kom
gífurlega á óvart á móti á Italíu
um siðustu áramót, er hann varð
efstur, á undan þeim Spassky og
Nunn. Síðan náði Mokry aftur
stórmeistaraárangri á móti í
Trnava í Tékkóslóvakíu í vor, en
lækkaði nú flugið nokkuð, þó
hann eigi víst sæti í ólympíu-
sveit Tékka í haust.
Þeir Hort og Jansa munu
heyja einvígi um meistaratitil-
inn í desember. Tefldar verða
fjórar skákir, en standi þeir enn
jafnir eftir þær mun Jansa
hljóta titilinn, því Sonneborn-
Berger-stig hans á mótinu voru
hærri.
Uppstillingin á Ólympíuliði
Tékka í haust mun vafalaust
verða þannig: 1. Hort, 2. Ftacnik,
3. Smejkal, 4. Jansa, 5. Molcry og
6. Plachetka. óneitanlega
óárennilegt lið, sem á mikla
möguleika á því að verja silfur-
verðlaunin síðan frá í Luzern.
Tékkneska meistaramótið var
haldið á slæmum tíma fyrir
Hort sem varð að gefa eftir sæti
sitt í heimsliðinu sem tefldi við
Hort
Sovétríkin. Hort hefur um skeið
verið á sérsamningi hjá tékkn-
eskum stjórnvöldum, fengið að
ferðast um að vild á meðan flest-
ir tékkneskir kollegar hans hafa
örsjaldan fengið að tefla á mót-
um á Vesturlöndum. Þetta mót
skipti hann því geysilega miklu
máli, enda tefldi hann óvenju-
lega djarft, sjá t.d. eftirfarandi
skák:
Hvítt: Prandstetter
Svart: Hort
Skozki leikurinn
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4.
Rxd4 Bc5 5. Rb3 Bb6 6. a4 a6 7.
Rc3 Rf6 8. g3?!
Algengara er 8. Bg5 d6 9. De2
og hvítur undirbýr langhrókun.
d6 9. Bg2 Bg4!
Ef hvítur svarar nú með 10. f3
getur hann ekki hrókað stutt i
framhaldinu vegna svarta bisk-
upsins á b6.