Morgunblaðið - 08.08.1984, Side 47

Morgunblaðið - 08.08.1984, Side 47
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 8. ÁGÚST 1984 63 23,28 króna meðalverð FLUTNINGASKIPIÐ Mar seldi í nmmtudag og fóstudag í síðustu viku ísaðan fisk frá ýmsum aðilum á suðvesturhorni landsins í Grimsby á Englandi. Var fiskurinn seldur á vegum fyrirtækisins Fiskafurða og fékkst þokkalegt verð fyrir aflann. Alls seldi skipið 245,6 lestir fyrir samtals 5.716.600 krónur, meðalverð 23,28. Skipið var með fjórar fiskitegundir að mestu. Fyrir þorsk fengust að meðaltali 25,49 krónur fyrir kíló, 24,74 fyrir kíló af ýsu, 24,27 fyrir kolakílóið og 10,02 fyrir grálúðukílóið. I líð- andi viku var fremur lítið framboð af fiski frá heimabátum og verð fyrir íslenzka fiskinn því hærra en ella. Hins vegar er búizt við meira fiskframboði heimabáta í næstu viku og því hætt við lækkandi verði. Starfsmenn nýta forkaupsrétt STARFSMENN hafa ákveðið að taka þátt í hlutafjáraukningu Arnarflugs og nýta sér forkaupsrétt að hlutabréfum fyrir 7,2 milljónir króna. Stofnaður hef- ur verið starfsmannasjóður til að standa að þessum kaupum. Sjóðurinn var stofnaður f sam- ræmi við ákvæði nýrra laga um skattfrádrátt vegna fjárfestingar í atvinnurekstri. Starfsmannafélag Arnarflugs á um 18,3% hlutafjár í Arnarflugi og færast þessi hlutabréf nú inn í sjóðinn. Auk þess eiga einstakir starfs- menn fyrir talsvert af hlutabréfum og munu þeir einnig hafa í hyggju að notfæra sér forkaupsréttinn. Alls eru um 23,7% hlutafjár í Arnarflugi 1 eigu starfsmanna. Aðalfundur Arnarflugs, sem hald- inn var fyrir þremur vikum, sam- þykkti að auka hlutafé félagsins um rúmar 40 milljónir króna. For- kaupsréttur hluthafa að nýju hluta- fé rennur út 15. ágúst nk. (FréttatHkyiining) Því ekki aðákveöa í eiW skipti fyriröll hverá aðvaskauppíkvöld! Á meðalheimili fara rúmar 180 klukkustundir í uppþvott á ári, - rífleg mánaðarvinna! Já, upp- þvottavél er sjálfsögð heimilishjálp, - vinnukona nútímans. Philips býður þrjár gerðir uppþvottavéla: ■ ■ Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - 20455- SÆTÚNI 8-15655 Philips ADG 820, verð kr. 18.750.- staðgreitt. Mjög fullkomin uppþvottavél. Rúmar 12 manna matar- og kaffistell, 4 þvottakerfi auk forþvottar, stillanlegt vatns-hitastig og þrýstingur, tekur inn heitt eða kalt vatn. Philips ADG 822, verð kr. 19.900.- staðgreitt. Eins og ADG 820 að viðbættum sparnaðarrofa og frábærri hljóðeinangrun. Philips ADG 824, verð kr. 21.850.- staðgreitt. Ein fullkomnasta uppþvottavél, sem fáanleg er. 6 þvottakerfi, stillanlegt hitastig, sparnaðartakki og frábær hljóðeinangrun. PHILIPS UPPÞVOTTAVÉLARNAR NEITA ALDREI AÐ VASKA UPP!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.