Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 1
Sunnudagur12. ágúst
hestbaki frá Laugarvatni um Kjöl í Skagafjörð
Iferðinni voru tuttugu borg-
andi ferðamenn, 13 bæversk-
ir, 5 íslenskir (þeirra á meðal
blm. Morgunblaðsins), einn
franskur og annar danskur. Leið-
sögumenn voru fjórir. Þeir stjórn-
uðu ferðinni, ráku stóðið (hestar í
ferðinni voru 59) og fengu stund-
um til þess aðstoð úr túrhesta-
hópnum. í fjallatrukk frá Úlfari
Jacobsen var eldhúsið með tveim-
ur yfirkokkum og bílstjóra. Is-
hestar hafa aðsetur í Miðdal hjá
Guðm. Birki Þorkelssyni, kennara
og ábúanda á jörð FIP. Hann og
Einar Bollason, kennari í Hafnar-
firði og körfuboltastjarna, eru ís-
hestar. Þeir segjast hafa kynnst í
körfuboltaleik með þeim hætti að
Þaö er ekki
reimt á KiU
- nema nálastungulækningar teljist yfimáttúrulegar
Það er eins og inni í hausnum ennþá kveði
Ekki man ég allt sem skeði
en þó er víst að það var gleði.
Við annað tækifæri myndi þessi lýsing af magnaðri hestaferð í síðasta mánuði
látin nægja — hún er býsna nærri lagi. Línurnar þær arna eru hluti af söng, sem
á einkar vel við á fjöllum uppi enda var hann sunginn bæði ótt og títt þegar sest
var á kvöldum og jórykið sungið úr raddböndunum. Það átti ýmislegt eftir að
drífa á daga „túrhestanna“ og leiðsögumanna þeirra frá íshestum í Miðdal áður
en sungið var í síðasta sinn í Steinsstaðaskóla í Skagafirði. Þá voru að baki að
minnsta kosti 200 km á hestbaki — frá Laugarvatni yfir Kjöl á sex dögum.
til stympinga kom á milli þeirra
og báðir voru reknir út af. Og það
hafi verið betra að tala saman en
að gera ekki neitt. Manni sýnist
fljótlega að þeir séu góðir vinir.
Þýskir hlýðniknapar
Það er fjörlegt að koma heim í
Miðdal þegar hópur er að leggja
upp. Menn eru misjafnlega kunn-
áttusamir og þurfa margs að
spyrja. íslendingarnir í hópnum
hafa allir komið á hestbak áður en
það var varla að allir Þjóðverjarn-
ir hefðu séð íslenska hesta fyrr.
Þeir eru félagar í hestamannafé-
lagi Bayer-auðhringsins í Lever-
kusen og margir unnu hjá ein-
hverju fyrirtækja félagsins í
plássinu. I hestamannafélaginu
eru stundaðar ýmsar kúnstir,
hlýðniæfingar af margvíslegum
toga og hlaupið er í hringi í reið-
höllinni með knapann standandi í
ístöðunum. Eitthvað var dálítið
minna um útreiðartúra. Vanur
Fjallasýn er víia tignarleg þegar
farið eryfir Kjöl — eins og tii
dæmis hér, þar sem sér til Jarl-
hetta í Langjökli.
hestamaður, sem hafði séð slíka
reiðlist í Þýskalandi, yppti öxlum
og sagði: „Æ, ég veit það ekki.
Þetta er bara lásí." En allir fengu
á endanum hest og upp úr hádeg-
inu var svo lagt í fyrstu dagleiðina
af sex — riðið makindalega upp
með hlíðinni í átt til Geysis. Sólin
skein og fuglar sungu í mó. Mýið
sótti á mann í andvaranum og
nokkrir fyrirhyggjusamir drógu
upp flugnanet þegar áð var á grös-
ugum bala. Hesta þurfti að girða
betur, sumir lengdu eða styttu í
ístöðunum, hrossunum var hrósað
og spenna var í loftinu.
Gaman hjá kónginum
Þetta var falleg byrjun. Leiðin
að Miðhúsum er i gegnum skóg
mestallan timann. Fjöllin blasa
við nær allan hringinn, Hekla er
sönn drottning. Farið eru um kon-
ungsveginn frá 1907, sem byggður
var fyrir Friðrik VIII. Hann vildi
vist ekki, þegar til kom, fara þar
um í hestakerru — hann reið mest
ofan og neðan við veginn í gegnum
skóginn og upp í fja.ll. Honum
hafði ekki þótt svona gaman í háa
herrans tíð. Vegurinn var samt
notaður lengi á eftir og nú eru
mjúku moldargöturnar heppilegur
reiðvegur. Á leiðinni er farið yfir
Brúará, þá viðsjárverðu drós,
SJÁ SÍÐUR 76, 77, 78.