Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 6
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Séd yfir Seyðisfjörð. Þetta byggist allt á útgerðinni Það er þoka á Fjarðarheiði enda hefur góða veðrið, sem leikið hefur við Austfirðinga síðan i vor, yfirgefið þá um stundarsakir. En stutt er yfir heiðina, aðeins um 20 kflómetrar frá Egilsstöðum á Seyðisfjörð og fijót- farið á góðum veginum. Fjarðardal- urinn liggur í sveig, svo ekki sést niður í Seyðisfjörð fyrr en komið er langleiðina niður af heiðinni og þok- an horfin. Það er fögur sjón, að sjá ofan í spegilsléttan fjörðinn, jafnvel þótt sólar njóti ekki við þessa stund- ina. Það er líka komið fram á kvöld. Seyðisfjörður er að sumu leyti ólíkur öðrum bæjum og kauptún- um á Austfjörðum þar sem sjálft bæjarstæðið er ekki í brattri brekku við fjörðinn, heldur í hvirf- ingu um flatan fjarðarbotn, sem var í eina tíð var kallað Kringla. Að vísu teygir byggðin sig örlítið upp í brekkurnar að sunnanverðu, en að öðru leyti má heita, að byggt sé á fiatlendi beggja megin ár, sem skilur Búðareyri og öldu, en tengir þó þessa bæjarhluta með Staldrað viö á Seyðisfirði og spjallað við Ólaf M. Ólafsson útgerðarmann brú í bænum miðjum. Annað er það, að bærinn býr en að fyrstu gerð Norðmanna, sem hér byggðu falleg timburhús á velmektarár- um bæjarins, um og fyrir síðustu aldamót. Má vel greina áhrif norskrar húsagerðarlistar frá þessum árum og setur það sér- stæðan svip á bæinn. Á árunum upp úr 1860 kom norskur timburspekúlant, Otto Wathne, fyrstur Norðmanna á Seyðisfjörð og byggði þar. Hann verslaði, hafði skip í förum milli landa og rak mikla síldar- og á Seyðisfirði, en tæp hundrað þús- und í Reykjavík. Þessar stað- reyndir koma óneitanlega upp í hugann þegar komið er f bæinn og ýmsar spurningar vakna. En þótt fólksfjölgun hafi engin orðið á Seyðisfirði á þessari öld hefur bærinn átt sína velgengnistíma og má í fiestum tilfellum tengja þau tímabil við útgerð og aflabrögð í sjávarútvegi. Og það er einmitt vegna útgerðarmálanna, sem ég er staddur á Seyðisfirði að þessu sinni. í upphafi ferðar minnar var dökkt yfir útgerðar- og atvinnu- hóf útgerð árið 1959, er fyrsti Gullver kom til landsins, 65 tonna eikarbátur, sem reyndist hin mesta happafleyta. Áður hafði hann stundað almenn störf til sjávar og sveita og meðal annars verið iþróttakennari á Eiðum og Seyðisfirði. Hann er einn þeirra manna, sem var alinn upp við fá- tækt og basl kreppuáranna og reif sig áfram af dugnaði og kjarki. En aðstæður leyfa okkur ekki langar samræður um liðinn tíma. Ólafur er önnum kafinn og hefur verið í stöðugu símasambandi við kollega sína á hinum fjörðunum síðan eld- snemma um morguninn. Þeir hafa borið saman bækur sínar með hliðsjón af þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til í sjávarútvegsmálum. Niðurstaðan hefur orðið sú, að þeir hafa ákveðið að senda togar- ana aftur á miðin. „Þetta er í sjálfu sér engin lausn, en kannski skref í rétta átt. Þetta er allavega viðurkenning á því að útgerðin á við veruleg vandamál að etja og nauðsynlegt er að grípa til einhverra ráðstaf- ana,“ segir ólafur er þessi mál ber á góma. „En þetta er í rauninni miklu alvarlegra mál og ég held að fólk almennt geri sér ekki grein fyrir hversu illa er komið fyrir sjávarútveginum. Ég er þeirrar skoðunar, að búið sé að eyðileggja sjávarútveginn á íslandi og árin fram að næstu aldamótum dugi ekki til að rétta hann við. Ástæð- urnar eru margvíslegar og má þar t.d. nefna að skuldasöfnuunin er orðin allt of mikil og óviðráðanleg, en ástandið í þeim efnum hefur farið hríðversnandi frá 1978, er olíuskuldirnar fóru að hlaðast upp. Þá má einnig nefna ranga vaxtapólitík og svo auðvitað sam- setninguna á fiskinum, en það er auðvitað hlutur sem enginn getur ráðið við. En eins og málum er brúnni á Gullver, f.v. skipstjórarnir Axel Ágústsson og Jón Pálsson ásamt Ólafi M. Ólafssyni útgerðarmanni. (Morgunblaðið/Sv.G.) Seyðisfjarðarkirkja þorskútgerð. Síldveiðar Norð- manna voru mestar á árunum 1880 til 1890 og á þeim árum byggðist fjörðurinn óðum falleg- um timburhúsum og fékk á sig þennan norska fjarðbæjasvip, sem staðurinn býr að enn í dag. Þorskveiðar og saltfiskverkun hófust upp úr 1870 og voru árin fram að aldamótum miklir upp- gangstímar og síst minni fyrir Seyðisfjörð en síldarárin. Verslun og menningarmál voru í miklum blóma. Sparisjóður Seyðfirðinga var stofnaður 1891. Handiðnaðarmenn spruttu upp og opnuðu úrsmíða- stofur, saumaverkstæði og ljós- myndastofu. Barnaskóli hófst 1885 og unglingaskóli eftir 1900. Á þessum árum var tónlistarlíf á Seyðisfirði með miklum blóma, þar voru reknar prentsmiðjur með blaða- og bókaútgáfu. Með öllum þessum framförum var Seyðis- fjörður á síðasta tug aldarinnar sem leið orðinn ótvíræður höfuð- staður Austurlands. Bæjarréttindi fékk hann 8. maí 1894 og varð fjórði bærinn á landinu, en hefur löngum síðan verið sá minnsti. Þrátt fyrir góðar horfur og margvíslegar framfarir stöðvaðist vöxtur bæjarins upp úr aldamót- unum. Þá voru um 1000 manns á Seyðisfirði og um 6000 í Reykja- vík. í dag eru enn um 1000 manns málum Seyðfirðinga og reyndar allra Austfirðinga, því togaraflot- inn hafði stöðvast. Þegar ég vakn- aði hins vegar á hótelinu morgun- inn eftir voru komin allt önnur viðhorf og ákveðið hafði verið að senda togarana aftur á miðin. Einhvern veginn fannst mér þá líka bjartara yfir bænum en kvöldið áður. Tveir pjakkar, varla eldri en fimm eða sex ára, eru að ýta lítilli skektu úr vör fyrir framan hótelið. Þeir ætla greinilega að feta í fótspor feðra sinna þegar þeir verða stórir. Og það er kannski táknrænt að rekast á þessa verð- andi sjómenn einmitt hér. Það var líka alltaf ætlunin, að ég skrifaði eitthvað um útgerð og sjávarútveg í þessari ferð. Ég hafði mælt mér mót við ólaf M. Olafsson, útgerðarmann, og hann tekur á móti mér á tröppun- um. Hann er snöggklæddur og handtakið er hlýtt. Innandyra eru veggir þaktir málverkum og inn á milli rek ég augun í gamlar inn- rammaðar myndir af seyðfirskum knattspyrnumönnum. Auk ólafs má þar þekkja Tómas Árnason, al- þingismann, og Gísla föðurbróðir minn. Ólafur þótti liðtækur íþróttamaður á sinum yngri árum og líkar vel að rifja það upp. Hann komið fannst mér það ábyrgðar- leysi að halda þessum rekstri áfram.“ — En hvað er þá til ráða? Hvern- ig er hægt að koma þessu aftur á réttan kjöl? „Ég held að það þurfi að endur- skipuleggja sjávarútveginn frá grunni. Gjörbreytt viðhorf, gjör- breytt vinnubrögð. Frumskilyrðið er auðvitað að finna leiðir til að lækka olíuverðið, því þetta getur ekki gengið svona öllu lengur.“ — Nú halda sumir því fram, að ef togaraútgerð beri sig ekki þá eigi hún bara að fara á hausinn ... Ólafur þyngist á brún við þessa meldingu og segir eftir nokkra umhugsun: „Ég held að þessir menn ættu frekar að spyrja sig af hverju togaraútgerðin beri sig ekki. En ég spyr á móti, hvað gera íslendingar ef togaraútgerð leggst niður? Á þá að hverfa aftur til gömlu áranna, þegar menn dvöldu langtímum saman fjarri heimilum sínum á vertíðum og skildu kon- urnar eftir einar heima með börn- in? Ég er hræddur um að í nú- tímaþjóðfélagi myndu fáir láta bjóða sér slíkt. Og þá komum við að öðru, sem er kannski ekki síður alvarlegur hlutur varðandi sjávar- útveg á íslandi, en það er það, að menn eru farnir að fyrirlíta þessi störf. Ef að banki rís í einhverju

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.