Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 10
66 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Sensk-íslenzka frystihúsið. Bræðurnir ESPHOLIN Grein: Kristinn Snæland Margir íslenskir hugvitsmenn hafa talað hér á landi fyrir daufum eyrum, flosnað upp, flutt utan, koðnað niður eða misst hugmyndir sfnar í eyru útlendinga. þannig fóru teikningar fyrsta skuttogarans og nýlega er horfínn af landi brott Jóhannes uppfínningamaður, með hugmyndir fyrir alþjóðamarkaö. Hugmyndum hans mun væntanlega hrint í framkvæmd í Danmörku. Bræðurnir Espholin voru tæknimenn og uppfínningamenn hér á landi í upphafí aldarinnar, einn þeirra hvarf til Danmerkur með hugmyndir sínar, annar lést tiltölulega ungur og hinn þriðja dagaöi uppi sem fátækan einstæðing í Reykjavík. Þessir bræður voru synir Þingeyingsins Sigtryggs Jónssonar trésmíðameistara sem fæddur var 1862, bjó á Espihóli til ársins 1900 er hann fíutti til Akureyrar. Bræðurnir voru allir fæddir á Espihóli og skírðir Espholin sem ekki var ættarnafn. Elstur var Jón S. Espholin f. 1889, þá Hjalti S. Espholin f. 1893 og loks Ingólfur Gísli S. Espholin f. 1898. Saga Espholinbræðra Sú saga sem hér verður rakin er aðeins sundirlausir punktar um merka Islendinga sem eiga skilið að þeim og verkum þeirra verði gerð betri skil. Þessi brot eru einn- ig sett fram í því skyni að leita nánari upplýsinga um þessa ágætu bræður. Nokkur fyrirtæki má nefna sem þeir bræður áttu eða stofnuðu: Espholin Co., Bræðurnir Espholin, Bifreiðafélag Akureyrar hf., tunnuverksmiðja á Akureyri, véla- verkstöð á Akureyri, kaffibætis- verksmiðja í Reykjavík og Sænsk- Islenska frystihúsið í Reykjavik. Upprunalega stundaði Espholin Co. fasteigna- og bátasölu en varð sið- ar alhiiða innflutningsfyrirtæki. Eftir að það leið undir lok, við það að Jón S. Espholin tók upp einka- rekstur, ráku hinir bræðurnir tveir fyrirtækið Bræðurnir Espholin. Þetta sögubrot nær í aðalatrið- um yfir um einn áratug, eða frá 1916 til 1927. Espholin Co. Fyrirtækið Espholin Co. er til á Akreyri þegar árið 1916 eða fyrr og virðist einkum stunda fasteigna-, báta- og skipasölu. Þá búa bræð- urnir allir hjá foreldrum sínum í Aðalstræti 16 en Jón hefur þá verið erlendis í mörg ár við nám í vél- fræði. Auglýsing sú sem hér birtist, „Vélar og mannvirkjatæki", kom í íslendingi árið 1918 og er þá alger- lega einstök á sinum tima, hvað varðar fjölbreytni þeirra véla sem boðnar eru, svo mun hún án efa vera fyrsta auglýsing á íslandi þar sem flugvélar eru boðnar til sölu. Ennfremur bendir flest til þess að auglýsing þessi hafi orðið til þess að Espholin Co. seldi árið 1919 Vegagerð ríkisins fyrstu belta- dráttarvélarnar sem komu til landsins, tvær Cleveland-vélar, en áður hafði aðeins ein dráttarvél verið flutt til landsins. Einnig er því ósvarað hvort Espholin Co. flutti inn skurðgraftrarvél Skeiða- áveitunnar, en henni þjónuðu Cleveland-vélarnar I fyrstu, drógu að henni þyngstu hlutina. Þetta ár, 1919, auglýsir Espholin Co. sérstaklega Cleveland-drátt- arvélarnar og vinnur fyrirtækið að því að bændur stofni með sér félag til kaupa á vélinni. í júní árið eftir segir blaðið Norðurland frá á þessa leið: „Dráttarvélin Cleveland hefir nokkuð verið látin vinna hér að jarðarbótum í vor og reynst vel. Hún dregur tvo plóga eða tvö bíl- herfi og vinna hennar þykir ekki dýr.“ Espholin Co. bauð bifreiðir í auglýsingunni árið 1918 en árið eft- ir auglýsa þeir bræður bifreiðirnar sérstaklega, bæði vöru- og fólks- bíla, og síðar sama ár auglýsir fyrirtækið kassa utan af fjórum bifreiðum. Vitað er, að tvær voru fólksbifreiðir af gerðinni Dixie Fly- er og er önnur bifreiðin enn til og var seld á dögunum á 1250 þús. kr. Þriðja bifreiðin var vöruflutn- ingabifreið, gerð Old Hickory, en óvissa er um hvaða bifreið var í fjórða kassanum. Auk þess að bjóða Old Hickory-vörubílinn sem bar % tonn auglýsti fyrirtækið Republic-vörubílinn, burðarmagn % —5 tonn, og Henderson-mótor- hjólið með fjögurra strokka línu- vél. Espholin Co. auglýsti víðar en i Akureyrarblöðunum og 12. október 1923 birtist auglýsing frá fyrirtæk- inu í Vesturlandinu á tsafirði og segir þar: „Útgerðarmenn! Ef þér viljið vera vissir um að fá verulega sparsama og endingargóða vél, þá gjörið svo vel og biðjið um tilboð áður en þér festið kaup annarstað- ar.“ Síðan eru taldir upp Vesta- skipamótorar, Randers-fiskibáta- vélar (endurbætt gerð af Hein- vélum), Hera-skipamótorar og tvær stærðir af línuspilum frá Larsen & Wold, Aalesund. Um Vesta-mótorinn segir í auglýsing- unni: „Þeir brenna vel öllum olíum og einnig lýsi. Eyða tæplega 'U kg á hestafl.“ Þessi auglýsing birtist í sam- bandi við dvöl Jóns S. Espholins á ísafirði en þar var hann með nám- skeið í mótorvélfræði þetta haust. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum auglýsti námskeiðið og sagði m.a. i auglýsingunni: „Kensla mun verða fullkomin og er vænst almennrar þátttöku vélamanna." Úr þessu hverfur Espholin Co. en fyrirtækið tekur að auglýsa undir heitinu Bræðurnir Espholin. Árið 1925 er fyrirtækið með að- stöðu bæði á Akureyri og í Reykja- vík og í auglýsingu um margskonar sælgæti og sænskar eldspýtur segir að lokum: „Einkaumboðsmenn fyrir Island og Færeyjar." Tveimur árum síðar, árið 1927, auglýsa Bræðurnir Espholin Reykjavík BALTIC-samstæðuna en í auglýs- ingunni segir m.a.: „Með töng og skrúfjárni getur hver sem er búið til hverskonar radíómóttökutæki úr hinum heimsfrægu BALTIC- samstæðum (byggsatser)." Sænsk-íslenska frystihúsið Um aðdragandann að byggingu þess segir í Vísi 16. júlí 1925: „Bræðurnir Espholin hafa í hyggju að koma hér upp frystihúsi með nýtísku tækjum sem mjög er að ryðja sér til rúms erlendis. Þeir hafa nýskeð fengið sendingu af nýjum fiski og kjöti frá Svíþjóð, sem fryst var með þessari aðferð og síðan send hingað í venjulegum kassaumbúðum. f gær var sending- in orðin 9 daga gömul, og reyndist þá fiskurinn algerlega óskemmdur og með nýjabragði, og kjötið eins. Má því ætla, að aðferð þessi muni gefast ágætlega vel til þess að vernda fisk og kjöt frá skemmdum um langan tíma. Bræðurnir hafa í hyggju að frysta hér fisk og kjöt í stórum stfl, bæði til útflutnings og neyslu í bænum, og væri óskandi, að fyrirtæki þeirra kæmist sem fyrst til framkvæmda." Og 18. júlí segir Vísir enn: „Frysti fiskurinn sem getið var í Vísi fyrir skemmstu, og sendur var hingað til Espholin bræðra frá Svf- þjóð, hafði legið þar í frystihúsi í þrjá mánuði áður en hann var sendur af stað. Eins og áður er get- ið, reyndist hann þá algerlega óskemmdur þegar hingað kom. Innan skamms er von á sænskum sérfræðingi hingað, sem á að at- huga skilyrði til þess að koma hér á fót frystihúsi því sem Espholin bræður ætla að koma upp, og verð- ur nánar minnst á þetta fyrirtæki síðar.“ Þessum hugmyndum Esphol- inbræðra var vel tekið og umsókn þeirra og Ernst Nordenstedt um lóð við höfnina var fljótlega af- greidd bæði í hafnarnefnd og bæj- arstjórn. Sem dæmi um kraftinn og dugn- aðinn má svo geta auglýsingar í Vísi 24. nóvember, aðeins rúmum V E S T A-moíorinn er tvígengisvél, sem hefir flesta kosti Dieselmotors- ins og er viðurkend að vera auðveldari, endingarbetri og mikið ódýrari í notkun en allir aðrir motorar, sem nú tíðkast „V E S T A“ er smíðuð í hinni miklu og heimsfrægu stór- skipasmíðastöð *A|B. Bergsunds mek. Verkstað« við Stockholm, sem hefir einkaleyfið fyrir öll Norðurlönd. Verksmiðjan er líklega sú einasta, sem nú afgreiðir áreiðanlega á réttum tíma og sumar stærðir alveg um hæl. Verðlistar, teikningar og meðmœli til sýnishjá undirrituðum, sem tekur á móti pöntunum og gefur nánari upplýsingar. /ÓN S. ESPHÓLIN. Mótorinn sem nýlega fannst á víðavangi. Auglýsing úr Norðurlandinu 30 september 1916. Með tðng og skrúfjárni getur,hver sém er búið til hverskonar rndiómóllökitæki úr hin- um helmsfrœpu samstæðum (byggsatser) 1 lampa samstæða ko<tar kr. 64.70 2 - — — - 84,90 3 - — — — 11090 4 — — — — 146,25 5 —(hið frægaSlabilidyn)— 151,90 7 — samstæða (super 10) — 250,90 Stuttbylgju seudistöðva- samstæða — 203,75 Bylgjugildru og bylgjumælis samstæða — 30,40 NB Fullkominn leiðarvfsir fylgir hverri Kristaltæki kosta kr. 25,00 og kr 31,25. Einkaumboðsmenn: BRÆÐURNIR E8PHOLIN, Reykjav k NB. Athaglð rerftift á stuttbyIejusendistilftvnnrm. Gott dsmi um fjölbreytt áhugamál Espholin-bræðra. Auglýsing úr Vísi 2( mars 1927. fjórum mánuðum síðar en Esphol- inbræður fengu sendinguna frá Svíþjóð, en i henni segir: „Tilboð óskast fyrir mánaðamót um allt að: 2050 teningsmetra af byggingar- möl, grjóti eða mulningi og 1150 teningsmetra af byggingarsandi, komið á staðinn á Batteríislóðinni hér í Reykjavík. Einnig um 4200 tunnur sement. Afhending byrji í næsta mánuði. Bræðurnir Esphol- in, Austurstræti 5. Sími 1144. Frystihúsin hafa sfðan orðið okkur íslendingum sú gullnáma, að segja má að vel fari á því að þar sem áður stóð fyrsta frystihúsið skuli nú rísa bygging Seðlabanka íslands. Önnur verkefni Tunnuverksmiðjan á Akureyri, en fyrir henni stóð Hjalti Espholin, starfaði ekki samfleytt og keppti við innfluttar vörur. Bæjarstjórn Akureyrar styrkti reksturinn og rökstuddi styrkinn með því að verksmiðjan tryggði að ávallt væru til nægar tunnubirgðir. Tunnuinnflytjendur mótmæltu og töldu sig ávallt hafa sinnt eftir- spurn með litlum fyrirvara og ís- lendingur sagði 2. nóvember 1928: „Tunnuverksmiðja Espholins- bræðra er tekin til starfa að nýju.“ Kaffibætisverksmiðjan var í Reykjavík, rekin undir nafni Ing- ólfs G.S. Espholins og seldi vöruna undir merkinu „Fálka-kaffibætir" eða Fálkinn. f auglýsingu um kaffi- bætinn segir m.a.: „Kaffibætirinn er jafnaðarlega rannsakaður af herra Trausta Ólafssyni efnaverk- fræðingi ríkisins. Ábyrgð fylgir hverjum pakka." Eins og áður er að vikið, verð Espholinbræður fyrstir lands manna til þess að auglýsa flugvél ar, þegar árið 1918, og áhuginn i flugmálum dofnaði ekki. Árið 192 skrifar Ingólfur G.S. Espholin tvæ greinar í Vísi um „Ahren bergs-flugið“, þann 2. og 5. sept ember. Ingólfur bendir á að ill undirbúið flug yfir Atlantshaf me lendingu á Islandi geti orðið ti þess að spilla fyrir því að fasta áætlunarferðir hefjist á þessar leið. Ljóst er að hann hefur þ sannfæringu að áætlunarflug mill Evrópu og Ameríku með millilend ingu á íslandi sé allt að því f sjón máli og færir margt fram máli sím til stuðnings og segir m.a. í grein unum: „En það eru einmitt or Flormann kapteins: „... að telj megi norðurleiðina yfir Atlantsha ófæra, þar sem jafn duglegur flug maður og Ahrenberg neyðist til a hætta við flugið" — eins og segir símafregninni — sem eru ástæðai til að ég skrifa um þetta mál, Þv ekki má líðast óátalið, að slík or komi fyrir sjónir flestra þeirra sem hugsa um þetta mál ... Þa hefir afar mikla þýðingu fyrir ís land, að framtíðarflugleiðin Ugg þar um, en á hinn bóginn gerir þa aðeins ógagn og tefur fyrir fram kvæmdum ef menn eru að reyna a fara þessa leið og mistekst . ■ ■ Einnig verður að vera hægt að haf með sem mestan flutning (payini load) og sem minnst af eldsneyti en það þýðir stutta áfanga. Norður leiðin um ísland er einmitt best leiðin hvað þetta snertir ... ísin er afarhættuleg. Fyrst og frems þyngir hún flugtækið, og það ef ti vill um mörg hundruð kíló. ísim

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.