Morgunblaðið - 12.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
63
Nýjasta skipið í íslenska togaraflotanum, Gullver frá Seyðisfírði.
plássi vilja allar stelpur fá vinnu
þar. En í frystihúsið fara þær ekki
nema í neyð. Eins er þetta að
verða með sjómannastéttina, þá
stétt sem hefur haldið þessu gang-
andi í gegnum tíðina. Það þarf að
auka aftur virðingu manna fyrir
þessum störfum enda hætta á að
bankar og önnur þjónustufyrir-
tæki þrifust illa ef þessi störf
legðust niður. Nei, ég held að eng-
inn heilvita maður geti meint það
i alvöru að leggja niður togara-
útgerð. Afkoma landsmanna
byggist á þessari útgerð og það
verður að finna henni traust og
viðunandi skilyrði. Líttu til dæmis
á stað eins og Seyðisfjörð, allt
byggist þetta á útgerðinni. Svo
þarf maður að hafa sér eins og
hver annar beiningamaður á sama
tíma og rándýrar bensínstöðvar
spretta upp í hverju plássi. Fyrir
hvaða peninga heldurðu að þeir
byggi þetta?"
- • -
Þegar hér var komið höldum við
niður á bryggjuna við Fiskvinnsl-
una þar sem verið er að búa Gull-
ver til veiða, en ætlunin er að
senda hann út strax um kvöldið.
Þetta er glæsilegt skip og ólafur
hefur á orði að réttast væri að
breyta því í skemmtiferðaskip. I
brúnni hittum við skipstjórana
tvo, þá Jón Pálsson og Axel Ág-
ústsson, en Jón á skipið með Ólafi
og hafa þeir verið saman í útgerð í
25 ár. Axel er hins vegar yngri, en
hefur þó starfað við útgerðarfyr-
irtæki ólafs og Jóns frá árinu
1965. Þeir féiagar eru að vonum
ánægðir með úrslit mála og hafa á
orði að þetta sé besti veiðitíminn
og því slæmt að stoppa einmitt nú.
Talið berst að vanda togaraút-
gerðar og m.a. þeirri umræðu að
togaraflotinn sé of stór. Þeir eru
ekki sammála því og segjast vera
vantrúaðir á að færri togarar
gætu aflað þess, sem til þyrfti til
að halda þjóðarbúinu gangandi.
Hins vegar megi kannski deila um
tegundir skipa og samsetingu flot-
ans.
f Fiskvinnslunni er vinna enn í
fullum gangi. Óskar Þórarinsson,
verkstjóri, segir að hráefnið muni
endast fram að helgi, en þá verði
líklega vinna stöðvuð í nokkra
daga, þangað til Gullver kemur
aftur úr fyrsta túrnum. Þá færist
lífið í plássinu aftur í sitt fyrra
horf, a.m.k. á meðan útgerðinni er
haldið gangandi.
Það er farið að birta til á Fjarð-
arheiði þegar ég yfirgef Seyðis-
fjörð. Sólin er að búa sig undir að
verma Austfirðinga næstu dag-
ana, enda er Atlavikurhátíðin
framundan. Og það er hálf svekkj-
andi að þurfa endilega að fara aft-
ur í slagviðrið fyrir sunnan.
Óskar Þórarinsson, verkstjóri í Fiskvinnslunni, ásamt seyðfírðskri blómarós
í vinnusalnum.
Vanar hendur við verðmætasköpun.
Texti og myndir:
SVEINN GUÐJÓNSSON
Það er margt sem minnir á útgerð og sjávarútveg á Seyðisfírði. Hér hefur
einn Seyðfirðingur, Ásgeir Emilsson, málað húsvegg sinn á táknrsnan hátt
#
tekurvið
ðarsem
endar
MARKMIÐ: Lotus 1-2-3 er hugbúnaður sem náð hefur
gífurlegri útbreiðslu um allan hinn tölvuvædda heim
undanfarin misseri. Lotus 1-2-3 er fáanlegt á letur
gerðir 16 bita smátölvur, s.s. IBM RC og samskonar
vélar, Ranbow PC, Wang PC, og einnig fáanlegt fyrir
Mclntosh. í þessum hugbúnaði sameinast öflugur tölfu-
reiknir (spreadsheet), gagnagrunnskerfi (base) og síð-
ast en ekki síst grafisk framsetning upplýsinga. Þessi
, þrjú kerfi vinna náið saman (intergrated), og með því
hafa náðst áður óþekktir möguleikar í gagnavinnslu á
minni tölvur.
Efni námskeiðsins:
- Kenna á þá möguleika sem 1-2-3 býður í tölvu-
vinnslu
- Notkun allra skipana og verkþátta kerfisins með
hjálp tölvu
- Notkun gagnagrunns og grafisk framsetning
- Samtenging kerfanna 1-2-3 og samtenging við
önnur tölvukerfi.
Á námskeiðinu er notaður tölvubúnaður sem keyrir
Lotus 1-2-3.
ÞÁl l lAKENDUR: Stjórnendur fyrirtækja og stofn-
ana, fjármálastjórar, deildarstjórar hagdeilda, rekstr-
arráðgjafar og þeir sem ábyrgð bera á notkun tölvuk-
erfa við áætlanagerð.
TÍMIOG STAÐUR: Hótel Loftleiðir, Kristalssalur.
29.-31. ágúst kl. 9-17, alla dagana.
LEIDBEINANDI: Dan Remenyi, B.Soc.Sc. MBA,
forstjóri og aðalráðgjafi fyrirtækisins The Management
Centre í London. Hans aðalstarfsvið er hagnýting við-
skiptatölva í stórum og smáum fyrirtækjum og vinnur
hann sem ráðgjafi, útgefandi og kennari á því sviði.
Hans fyrri störf eru m.a. hjá ÍBM UK, og Barclays
Mcrchant Bank.
TILKYNNIÐ ÞÁTTTOKU
í SÍMA 82930
STJÓRNUNARFÉLAG
ÍSLANDS iffa^o23
BJARNIOAGUR/AUGL TEIKMSTOFA