Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 11

Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 67 •2 OJ í © 6 á _ « ® ö a> . e E 43. £ >• 3 <D c u « = 4» o. > cu x; X (Q •» — 3* < (D -í 5L o CQ e 3 X3 B> 3* X* B> Allir aem reynt hafa hinn nýendorbætta YÁLKA-KATTl- BÆTI viCurkenna, aC hann sje jafngóCur hinum bestu út- lendu kaffibætistegundum. AthugiC verCmuninnl 55 aura pakkinn (stðngin). Auglýsing Ingólfs G.S. Espholins um Fálka-kaffibætinn, úr Morgunblaðinu 14. ágúst 1929. Vélar mannvirKjaíæki. Undirritaðir útvega og selja allskonar vjelar og verkfrœðlsleg: Ahðld til hvaða staðar í íslandi sem vera skal. Meðal annars: Motora I skip og báta, - motora til vinnu i landi, — jaröyrkju- motora og motorplóga. feina ttgundin, sem dugar einnig hjer á Is- landi), — motor- og eimvaltara til vegagerðar, — motorvlndur til skipa og hreyfanlegar do. til ýmsrar notkunar á landi. — Einnig rennibekki, borvjelar, heflivjelar og önnur verkfæri fyrir vjelaverk- staeCi og yfir höfuð vinnuvjelar og tæki til hvaða iðngreinar sem er. — Ennfremur allar vjelar og útbúnað til rafaflstððva af öllum stærðum og með vatns- eða motorafi, — fiystivjelar til stœrri og minni skipa og fyrir fshús á landi, — miöstöðvarhit- unar-toeki. Þess utan steinmulningsvjelar, margskonar nýtísku- vjelar til steinsteypu, - vjelskóflur eba graftrarvjelar og öll önnur nytískutæki til mannvirkjagerðar o. s. frv, Bifreiðar og vöruflutningsvagna, motor-reiðhjól og eftir stríðið flugvjelar. NB. Við erum eina sjerfrœðing-afirmað á (slandi i þeim greinum sem starfsemi vor nær yfir og hðfum þau skilyrði fram yfir aðra, er tryggja kaupendum og viðskiftamönnum virkilega góöa hluti fyrir sánn gjarnt verð. .Espholins". Espholin AKUREYRI Þessi auglýsing úr íslendingi 11. október 1918 er merkilegasta auglýsing um vélar og tæki á sínum tíma og án efa fyrsta auglýsing á fslandi þar sem flugvélar eru boónar til kaups. sest á þá parta vélarinnar, sem gera hana óhæfa sem flugu, þar eð ísingin sest eðlilega framan á vængi o.s.frv. ... Annars kemur ís- ingin aðallega fyrir það norðarlega (og sunnarlega) á hnettinum, að hún hefir ekki hingað til verulega bagað flugframkvæmdum, nema eitthvað síðasta frostavetur í Evr- ópu. Hefir þvl lítið verið gert til að vinna á móti þessu náttúruafli, en ég efast ekki um að fundin verða bráðlega ráð við þessum aðalgalla á Atlantshafs-loftleiðinni yfir fs- land. Aftur álíta flestir flugmenn nú þokuna og þykkni sem skæðasta óvin sinn. Að fljúga í þoku er þó hreint enginn ógerningur nú orðið, þegar radíó-tæki eru í vélinni og miðunartæki á þeirri leið, sem far- in er. Þó veldur erfiðleikum að lenda á áætlunarstöðum, ef þoka er. Tilraunir hafa verið gerðar til að yfirbuga þetta, t.d. með rafgeisl- um, og eru líkur til þess, að í mjög náinni framtíð geti flugvél farið leiðar sinnar og lent á ákvörðun- arstöðum þrátt fyrir þoku og myrkviðri ... Þá verður lika að minnast þess, að sú þyngd, sem þarf af bensini til að framleiða vissan hestaflafjölda, er að minnsta kosti V* meiri en þyrfti af hrá- eða dieselolíu ... Þarf þvi ekki að efast um, að i náinni fram- tíð fái bensinflugmótorinn skæðan keppinaut í dieselflugmótornum." Eftir að hafa fjallað nokkuð um mistök í íslandsflugi segir Ingólfur að lokum um að banna beri illa undirbúið flug um ísland: „Umsögn og vottorð heimsflugsambandsins (FIA) mætti t.d. krefja flugmenn um. Það mun lítið vera til fyrir- stöðu að banna slíkt, og íslenska ríkið mun vaxa mikið i áliti erlend- is við þesskonar ráðstafanir, fyrst með því að vernda framtíðarmögu- leika sína, og einnig með þvi óbeint að ýta undir, að þeim peningum, sem nú er kastað i sjóinn í mis- hepnuð og gagnslaus flug, sé varið til framkvæmda sem að gagni koma.“ Ingólfur mun að mestu hafa séð um Reykjavikurviðskipti þeirra bræðra, m.a. uppbyggingu Sænsk-íslenska frystihússins og kaffibætisverksmiðjuna. Um 1931 er hann við breytingar á frystihúsi KEA á Akureyri en siðustu spurnir eru af honum f Reykjavík og býr hann þá í Höfða, þar hafði hann mikið safn uppstoppaðra fugla og flutti úr húsinu 1965 og mun hafa látist um 1970. Hjalti virðist aðallega hafa starfað á Akureyri, m.a. við tunnu- verksmiðjuna, en hann var heilsu- veill og lést um 1940. Jón S. Espholin Jón var elstur þeirra bræðra og frá honum segir í merkilegri frétt í Norðurlandinu 8. júlí 1916: „ís- lenskur hugvitsmaður, Jón S. Espholin vélfræðingur hefir fundið upp nýja bifvélagerð (Motor), sem sérfræðingum í þeirri grein geðjast mjög vel að. Jón hefir lagt stund á ýmsa vélfræði erlendis í mörg ár, var til dæmis lengi í þjónustu Burmeister & Wain. Síðastl. ár var hann hér heima og fullgerði þá teikningarnar af bifvél sinni og fór með þær utan í nóvbr. sfðastl. Þeg- ar til Kaupmannahafnar kom, fékk hann þegar ýms tilboð um smíði á vélinni, og snéri hann sér að síð- ustu að nafnkunnri bifvélaverk- Co. Talsimi fyrsi um sinn: ,Espholin Company' Espholin-bíllinn „Dixie-Flyer“ irgerð 1919 sem enn er til og nýlega seldur óþekktum aðila. Bíllinn var m.a. notaður í kvikmyndina „Land og synir“. smiðju þar, sem þegar tók til starfa við smíðið, eftir teikningum og uppdráttum Jóns. Þetta er fyrsta bifvél sem búin er til af Islendingi, og er ánægjulegt að allar líkur eru til, að gerðin reynist mæta vel. Ættu útgerðarmenn nú að taka höndum saman og styðja Jón til þess að koma á fót bifvélaverk- smiðju hér eða í Reykjavík, svo at- vinna aukist í landinu og arðurinn af þessari alíslensku uppfynding lendi ekki í erlendar hendur. Ný- komin bréf frá Jóni segja, að smíði fyrstu vélarinnar miðar vel áfram. „Espholinmótor" á barnið að heita. Einn af kostunum er sá að 12—15 hestafla „Espholinmótor" tekur ekki meira rúm og eyðir ekki meiri olíu, en t.d. 8 hestafla „Heinmótor". Nú er Jón að gera teikning af skip- abifvélum, 25—30 hestafla, með einum „Cylinder" og 50—60 hest- afla með tveimur „Cylindrum". Annars hefir hann haft umsjón með bygging 4 mótorskipa í vetur og þegar því er lokið, kemur hann heim, snögga ferð. Þá hefir hann fyrsta „Esphólínsmótorinn" með sér ef hann verður fullgerður." Jón auglýsir síðan Espholin- mótorinn í Norðurlandinu svo sem sjá má hér á síðunni. Jafnframt er Jón með umboð fyrir Vesta-mótorinn sem fram- leiddur var af A/B Bergsunds mek. Verkstad, Stokkhólmi og auglýsir hann þann mótor einnig og er Jón hverfur utan til Danmerkur um haustið gerist Lárus J. Rist kenn- ari umboðsmaður Jóns fyrir Vesta-mótorinn. Engar nánari fregnir er að hafa um Espholin- mótorinn en árið 1924 þegar Jón er með eigið verkstæði á Akureyri auglýsir hann i íslendingi 31/10: „Fiskimenn athugið! ... Nýung! Ég hefi hugsað mér, ef nógu margir kaupendur gefa sig fram fyrir Jól, að smíða á verkstæði mínu í vetur nýja vél, hentuga í litla fiskibáta. Verður það ca. 5 hesta vél, aðeins ■ rúm 200 kg á þyngd, brennir vana- legri mótorsteinolíu og mun kosta kringum 1500 kr. ..." Um verkstæði Jóns og vélsmíðar segir næst í íslendingi 13. febrúar 1925: „t húseign Carl Höpfners, er liggur sunnan við Torfuneslækinn, en rétt ofan við bæjarbryggjuna, hefir nú Jón Espholin sett á lagg- irnar „Vélaverkstöð", er hann nefn- ir svo. Áhöld öll eru af nýjustu gerð: 2 rennibekkir, 2 borvélar, 1 stálsög, rafrekstursvél, „slípivél" o.fl. vinnuvélar, auk verkfæra af margvíslegri gerð. í sumar og haust hefir Jón aðallega gert við mótora, en hugmynd hans er, að smíða þarna mótora alveg að nýju, en það er einmitt það takmark, sem einhver Islendingur verður að ná fyrir þjóðarheildina, fyrir þjóðina, sem notar eins marga moótora og íslendingar gera. Síðstliðið vor smíðaði Jón 12 „snyrpispil" og seldi öll jafnharðan. Þau líkuðu mjög vel, reyndust traust og góð og voru þó ódýrari en þau útlendu. Nú er Jón að taka aftur til óspilltra mál- anna við „snyrpispil“-smfðið og mun búa til mörg í vetur. Vert er að geta þess, að „Véla- verkstöð" sína hefir Jón raflýst með raforku, er hann framleiðir sjálfur með lítilli bifvél, og einnig hitar hann með orku frá sömu vél alt húsið og skrifstofuna og rekur einnig allar vinnuvélarnar með raf- orku, er sú vél framleiðir. Hefir hann rafmagnsgeymi, er hann safnar í og getur svo notað af eftir vild, þótt orkuvélin sé ekki í gangi. Á verkstöð Jóns hafa unnið 4 menn í vetur. Er vonandi, að þessi vísir hans til fullkominnar bifvéla- verksmiðju blómgist og dafni, svo hann megni að stöðva þann straum af íslenskum peningum, sem nú lendir í vösum útlendinga, fyrir mótora og línuspil, sem íslendingar þurfa að nota.“ Þrátt fyrir þessar hugmyndir Jóns um mótorsmíði og frásögnina og auglýsinguna um Espholin- mótorinn í Danmörku hefir eigi tekist að fá staðfest að nokkur Espholin-mótor hafi verið byggður. Hugsanlegt er að vísu að mótorinn í Danmörku hefi verið smíðaður og framleiddur í fjöldaframleiðslu en þá aðeins undir nafni verksmiðj- unnar sem Jón treysti fyrir smíð- inni. Jón lét mjög til sín taka þennan áratug sem hann býr sem útlærður vélfræðingur hér heima á Islandi. I tengslum við bifreiðaumboð þeirra bræðra var stofnað félag, Hf. Bifreiðafélag Akureyrar, sem berði út Dixie Flyer-fólksbifreið- irnar A-3 og A-5 og Old Hickory- flutningabílinn A-4. Jón S. Esphol- in var framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins sem ekki starfaði lengi en út úr því fór Jón með annan fólksbíl- inn, A-5, sem hann leigði síðan út frá vélaverkstöð sinni en bifreið- astjórar voru vélfræðingar sem jafnframt störfuðu á verkstæðinu, m.a. Árni Jónsson vélfræðingur, nú á Húsavík, og Vilhjálmur Jónsson vélamaður. I auglýsingu Jóns um bílinn segir í Islendingi 1/8 1924: „A-5 er ábyggilegasta og ódýrasta bifreið bæjarins. — Bifreiðarstjóri er nú Árni Jónsson, vélamaður á verk- stæði minu, reglusamur, gætinn og góður vélamaður. — Bifreiðin fæst ætíð í langar ferðir (en ekki í smá- túra um bæinn, þegar annríki er á verkstæðinu). Jón S. Espholin. Símar 15 og 175.“ Það skemmtilega við þessa aug- lýsingu er að Jón segir Árna góðan og gætinn vélamann en ekki bíl- stjóra. Staðreyndin var sú að Jón hafði nýverið lokið við að kenna Árna á bíl og hafði hann tekið bílprófið 17. júlí eða tæpum hálfum mánuði áður. Árni ekur enn og heldur væntanlega upp á 60 ára bfl- stjóraafmæli sitt um þessar mund- ir. Færi vel á því að núverandi eig- andi Dixie Flyersins A-5, sem síðar varð A-2 og nýverið var seldur á 1250 þús. kr„ leyfði Árna að taka í gripinn á þessum tímamótum enda er gfrkassinn nú f lagi en sumarið sem Árni ók bflnum var annar gfr- inn bilaður og ónothæfur. Þótt þetta sé innskot er vert að hafa f huga að þessi Dixie Flyer sem enn er til er gamli Espholin- billinn. Hugmyndir Jóns um að fram- ieiða mótor hér á Islandi virðast hafa orðið að engu og þrátt fyrir margvísleg umsvif fór svo að árið 1927 flytja Carolina Espholin og Jón til Danmerkur og eru á lífi þar árið 1941. Þegar þau flytja utan eru eign- irnar seldar sem virðast allmikíar sem ráða má af auglýsingum. Þar kemur fram að selt er: „Ibúðarhús- ið, Hafnarstræti 66 (fjórar íbúðir, sölubúð með bakherbergi, stór kjallari o.s.frv. Eignarlóð). Véla- verkstæðið, fullbúið vélum ... bif- reið í fínasta standi .. \ Góð ný- tísku húsgögn o.fl. ..." Jafnframt selur Jón vönduð skrifstofuhús- gögn og áhöld og loks er þessi litla merkilega auglýsing í Islendingi 15. júlí 1927: „Ungu piltar! Litli dina- morinn og gufuvélin, er ég smíðaði er ég var unglingur, er til sölu nú þegar. Jón S. Espholin.“ Sama dag auglýsir Carolina tannsmíðar og segir í hennar auglýsingu: „Þann 18. þ.m. er ég alfarin héðan og eru þeir, sem ætla að fá tennur hjá mér beðnir að koma sem fyrst. Gjald- frestur til hausts ef óskað er. Caro- line Espholin." Carolina virðist þó hafa gert sér ferð til Islands árið 1930 en þá auglýsir hún í lok maí tannklinik opna í húsi Guðbjörns Björnssonar kaupmanns. Um líf þeirra hjóna í Danmörku hefi ég engar fregnir, aðeins óstaðfest að Jón hafi starfað hjá Burmeister & Wain sem ekki er ósennilegt. Þá má bæta því við að Ingólfur og Hjalti giftust ekki og áttu ekki afkomendur svo kunnugt sé. Um Carolinu og Jón er mér ekki kunnugt að þau hafi eignast börn en Árni Jónsson á Húsavík heldur að Carolina hafi verið vanfær er þau hjónin fluttu af landi brott. Niðurlag Eins og í upphafi sagði eru þetta sundurlausir punktar um merki- legt fólk, fólk sem átti sér stór- kostlega drauma og djarfar hug- myndir. Vegna þess sem rættist og Espholinarnir fengu að sjá verða til fjár og gagns landinu okkar og jafnvel ekki síður vegna hugmynda þeirra sem þeir settu fram og síðar urðu að merkilegum þáttum í þjóð- lífinu, þá væri vert að skrá sögu þeirra betur. Einhver góður maður þyrfti að gera það áður en of langt líður. Viðbætir Nýlega hefir fundist á víðavangi mótorvél með merkinu Bergsunds mek. verkstad og merkinu Espholin Co. Ekki er nokkur vafi á að þar er kominn Vesta-mótorinn sem Jón S. Espholin var tekinn að auglýsa ár- ið 1916. Þessari vél þarf að bjarga, og sem betur fer er sá sem fann vélina starfsmaður Þjóðminja- safnsins. HeiniMir: MorfOinbladiA, NorAurlnnd, Inlendinipir, Dag- ur, Vesturlnnd, Viair. Heimildamenn: Páll l.índal, Árni Jónsson. Ásgeir & Bjttrnn- son. Sifnirttur Helfason, Steindór Steindórsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.