Morgunblaðið - 12.08.1984, Page 12
68
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
SVIPMYND Á SUNNUDEGI/ JOHN ZACCARO
Maðurinn
á bak
við konuna
John Zaccaro, eiginmaður fyrsta
kvenframbjóðandans í embætti
varaforseta Bandaríkjanna, er
kaupsýslumaður, rétt eins og Den-
is, maðurinn hennar Margrétar
Thatcher. Nú hafa sjónir manna
beinst að kaupsýslu hans en f Ijós
hefur komið að eitt mesta klám-
veldi Bandaríkjanna er til húsa í
byggingu sem fyrirtæki Zaccaro
hefur veg og vanda af. Þessi af-
hjúpun gæti skaðað Geraldine
Ferraro í kosningabaráttunni en
Zaccaro hefur gert lýðum Ijóst að
hann hafí ekki í hyggju aö bregða
sér í hlutverk hins hógværa
„drottningarmanns" f tilefni af
framboði konu sinnar.
Á sama tíma og John Zaccaro
er dreginn inn i hið pólitiska
sviðsljós hefur athygli manna
beinzt að flóknum titlum og
nafngiftum frambjóðandans.
Móður sinni „til heiðurs" ber
varaforsetaframbjóðandinn
nafn móður sinnar en leggur þó
um leið áherslu á hjúskaparstétt
sína með þvf að skeyta frúartitl-
inum „Mrs.“ fyrir framan nafnið
í stað „Ms.“ svo sem algengt er
meðal kvenna sem vilja leggja
áherslu á sjálfstæði sitt. Þetta
hefur kostað það að ýmsum hef-
ur orðið það á að ávarpa hr.
Zaccaro sem hr. Ferraro. Vara-
forsetaframbjóðandinn bregst
hinn versti við þegar þetta kem-
ur fyrir en eiginmaðurinn segist
bara hafa gaman af. „Þetta er
allt svo nýtt fyrir okkur," segir
hann, „en við eigum eftir að
sanna okkur."
Sigri demókratar í forseta-
kosningunum segist Zaccaro
ætla að búa áfram í New York og
reka þar fasteignafyrirtæki sitt
af því að „ég verð að halda áfram
að borga reikningana", eins og
hann segir. Önnur ástæða fyrir
því að hann vill ekki flytjast bú-
ferlum til Washington: „Ég
mundi ekki kunna við mig þar og
mér dettur ekki f hug að láta
mér líða illa.“
Zaccaro er fæddur 5. apríl
1933. Hann á ættir sínar að
rekja til Italíu og er fjórði ætt-
liður fjölskyldunnar sem fæðist í
Ameríku. Svipmót hans og lit-
arháttur bera uppruna hans
ótvírætt vitni. Hann hefur gefið
Geraldine Anne Ferraro
það ótvirætt til kynna að hann
hafi alls ekki f hyggju að láta af
hinu hefðbundna karlmennsku-
hlutverki sem fyrirvinna og höf-
uð fjölskyldunnar, enda þótt
hann hafi lýst því yfir að „fjöl-
skyldan verði að færa fórnir" og
„hlaupa undir bagga og standa
saman“.
Undanfarin sex ár hefur Ger-
aldine Ferraro, sem er 48 ára að
aldri, verið þingmaður og á
þessu tímabili hefur hún búið
ein í lítilli íbúð f Washington
nema um helgar en þá hefur hún
flogið til New York og verið
heima hjá fjölskyldunni sem á
glæsilegt hús í Queens. Hjónin
eiga þrjú börn, sem heita Donna,
Laura og John Jr. Þegar mikið
liggur við fer John Zaccaro á
mannamót ásamt konu sinni og
þegar hún ferðast um kjördæmi
sitt er hann oftast í fylgd með
henni. Fróðlegt verður að sjá
hvernig „femínistar", sem nú eru
í sigurvímu vegna framboðs
Geraldine Ferraros, eiga eftir að
líta á hlutverk John Zaccaros.
Þrátt fyrir allt er það hann sem
fjármagnaði kosningabaráttu
hennar og um tíma starfaði hún
Joan Mondale og John Zaccaro.
sem lögfræðingur í fyrirtæki
hans.
Um persónulega hagi sina er
John Zaccaro fremur fáorður.
Vinir fjölskyldunnar lýsa honum
sem dæmigerðu afsprengi
„Litlu-Ítalíu“, manni sem kunni
best við sig í hópi „hinna strák-
anna“. Hann hefur mikinn
áhuga á baseball, er trúrækinn
og sækir kirkju daglega eins og
kona hans. Vinir hans segja að
hann sé ágætis náungi, rólegur,
yfirvegaður og traustvekjandi og
ólíklegur til að etja kappi við
konu sína eða fá minnimáttar-
kennd vegna frama hennar.
Lærdómsbraut hans er ekki rós-
um stráð en árið 1955 lauk hann
BA-prófi í rekstrarhagfræði.
Hann hóf einnig nám t lögfræði
en það var Geraldine sem þrauk-
aði og lauk prófi i þeirri grein.
Sú staðreynd að kona hans hefur
hlotið meiri menntun er engin
minnkun í landi þar sem algengt
er að konur setjist aftur á skóla-
bekk er þær hafa komið börnum
sínum á legg.
Lítið er um það vitað hvernig
Zaccaro fór að því að efla svo
mjög fasteignafyrirtækið sem
hann tók að erfðum eftir föður
sinn. Sjálfur hafi hann verið þar
liðleskja í fyrstunni, en nú er
fyrirtækið orðið mjög stöndugt
og er skrifað fyrir a.m.k. 21
stórhýsi á Manhattan.
Eftir öllum sólarmerkjum að
dæma er Zaccaro hagsýnn og
röggsamur maður. Sögur fara af
þvi að hann fari stundum í eigin
persónu til að tæma myntbauk-
ana í þvottahúsum í íbúðablokk-
um fyrirtækisins. En gætni í
meðferð fjármuna spillir ekki
fyrir þeim sem vilja komast
áfram í pólitík í Bandaríkjunum,
heldur er hún staðfesting á því
að Zaccaro-fjölskyldan sé skikk-
anlegheita fólk. Sama er að
segja um fréttir af því er Ger-
aldine fór í stórmarkað á dögun-
um til að kaupa inn til helgar-
innar. Hún keypti niðursoðna
tómata sem voru innfluttir og
það var af því að þeir voru ódýr-
ari en aðrir tómatar í búðinni.
Tvennt er það í sambandi við
þessi innkaup sem kemur henni
til góða pólitískt: Zaccaro-
fjölskyldan hefur ekki gleymt
sínum ítalska uppruna og hún
sóar heldur ekki fjármunum sín-
um að nauðsynjalausu. Þjóðholl-
ustan er hér aukaatriði.
John Zaccaro er ákjósanlegur
maki konu sem sameinar þá
kosti að vera ofurvenjuleg
manneskja og að hafa náð langt
á framabrautinni. Tæki John
Zaccaro upp á því að hegða sér á
einhvern hátt öðru vísi en búist
er við af honum, t.d. þannig að
hann skæri sig úr eða færi að
hafa á sér höfðingjasnið, kæmi
það sér illa. Hann er í þeirri að-
stöðu að honum leyfist að eiga
peninga en ekki að sverja sig í
ætt við „fína fólkið". Hin ljós-
hærða, bráðhuggulega, snyrti-
lega og mjög svo kvenlega frú
Ferraro (sem er bara með pínu-
litla hörkudrætti í kringum
munninn) er fullsæmd af sínum
myndarlega og dökkhærða eig-
inmanni sem helgar sig kaup-
sýslu og lítur út fyrir að vera
bæði kurteis og vingjarnlegur og
allt annað en viljalaust verkfæri
í höndum konu sinnar. Demó-
kratar eru sagðir ánægðir með
það að hann skuli vera svo
karlmannlegur í fasi og muni
það losa um spennuna í sam-
bandi við framboð Mondales og
Ferraros þar sem hver blásak-
laus snerting og handaband
kunni að verða túlkað sem vís-
bending um kynferðislegt sam-
band.
En hver svo sem raunveruleik-
inn er á opinberum vettvangi þá
leikur enginn vafi á því hver það
er sem slær tóninn innan fjöl-
skyldunnar. Jólamyndin af Ferr-
aro/Zaccaro-fjölskyldunni segir
allt sem segja þarf: Það er John
Zaccaro sem situr eins og hvert
annað stórveldi á miðri mynd-
inni og á stólarminum hjá hon-
um situr Geraldine og í kringum
þau eru hundurinn og börnin.
Maður hefur hugboð um að þessi
stólarmur haldi áfram að standa
Geraldine til boða en að sætið í
öndvegi losni ekki.
(Úr The Observer.)
I
Laugalæk, s. 33755.