Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 18
74
MORGUNBLAÐID, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984
Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR
Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON
Hvönn
Ekki veröur boöiö upp é hvannarætur í þessum
þætti, en óhersla lögð ó stöngulinn. Nokkuö er liöiö á
sumar og hugsanlegt aö hvannstönglarnir séu eitt-
hvað farnir aö tréna, veljið mýkstu stönglana. Sykraðir
hvannstönglar eru hiö mesta Ijúfmeti. Eriendis eru
þeir seldir í Ijúfmetisbúðum og eru réndýrir. Eru þeir
notaöir til bragöbætis og sem skraut é kökur og búö-
inga. Þeir eru einnig góöir f kökur í staö súkkats og
meö rúsínum og hnetum, einnig með rjómaosti é kex.
Bretar nota sykraöa hvannstöngla mjög mikið og
nefna þé cryatallized angelica.
Sykraðir hvannstönglar
250 g ungir meyrir hvannstönglar
1 msk salt
2 dl vatn
250 g sykur
1 dl vatn
sykur til að velta stönglunum upp úr.
1. Takið blöðin af hvannstönglunum, kljúfið stönglana
og skerið í 4 sm bita.
2. Blandið saman salti og 2 dl af vatni og leggið stöngl-
ana í saltlöginn í 10 mínútur. Látið saltvatnið fljóta
alveg yfir stönglana, bætið meiru í ef með þarf. Skol-
ið.
3. Setjið stönglana í pott, hellið sjóðandi vatni yfir og
látið sjóða í 30 mínútur. Kælið, þerrið og takið síðan
ystu himnuna af stönglunum.
4. Stráið 125 g af sykri á fat, leggið stönglana þétt
saman ofan á sykurinn, stráið 125 g af sykri yfir.
Setjið síðan plastfilmu yfir fatið og látið standa á
eldhúsborðinu í tvo daga.
5. Setjið það sem er á fatinu í pott, skafið sykurinn vel
af fatinu og setjið saman við. Bætið síðan 1 dl af
vatni út í. Látið sjóða við hægan hita í 30 mínútur.
6. Takið bitana upp úr sykurleginum, leggið á eldhús-
pappír og þerrið vel.
7. Setjið sykur á disk og veltið bitunum upp úr sykrin-
um svo að þeir verði vel húðaðir. Leggið síðan á
grind. Kökugrind er hentug.
8. Setjið minnsta straum á bakaraofninn, setjið grind-
ina í ofninn og látið bitana þorna vel. Hafið ofninn
opinn og slökkvið öðru hverju á honum. Kælið bitana
síðan vel.
9. Setjið í krukku með loki. Betra er að krukkan sé ekki
glær.
Athugið: Þetta geymist í marga mánuði á köldum stað.
Kökur í pappírsformum með
hvönn og valhnetum
75 g smjörlíki
Hvönninni hefur hin síðari ár ekki
verið sá gaumur gefinn sem hún á
skilið. Hún skipaði háan sess í mat-
aræði okkar lslendinga áður fyrr,
og er tími til kominn að hefja hana til virð-
ingar á ný. Þeir sem unna góðum mat ættu
að reyna hvönnina. Hún svíkur engan.
í Garðyrkjuritinu 1979 skrifar Ingólfur
Davíðsson eftirfarandi: „Ætihvönn er lang-
frægust allra hvanna, enda kennd við Gabrí-
el erkiengil, kölluð erkihvönn og engilsjurt.
(Á latínu Archangelica.) Á tímum svarta-
dauða, plágunnar miklu, átti Gabríel erki-
engill að hafa vitrast góðum manni í draumi
og bent honum á að tyggja hvannarót til
varnar. — Á íslandi hafa hvannir verið all-
verulegur þáttur í mataræði þjóðarinnar frá upphafi og allt fram á 19. öld. Mun víða hafa
verið mikla villihvönn að fá á fyrstu öldum íslandsbyggðar. Heita má, að öll hvönnin sé æt,
en mest þótti varið í ræturnar til búdrýginda; eru þær matarmiklar, þefmiklar og nokkuð
rammar." Enn segir Ingólfur: „Grafnar hvannarætur voru teknar upp úr mold jafnóðum og
á þurfti að halda og borðaðar t.a.m. með harðfiski og sölvum. Ræturnar voru ennfremur
hafðar í brauð; þótti bezt að sjóða saman við mjólk til drýginda. Hvannarætur voru oft
etnar hráar með ýmsum mjólkurmat og harðfiski ný uppteknar. Bæði rót og fræ notað í
brennivín og líkjöra til smekkbætis. Hvannablöð voru etin snemma á vorin, þóttu bezt í sósu
með fiski. Loks eru stönglarnir — hvannnjólarnir — mesta ljúfmeti meðan þeir eru ungir og
meyrir. Yzta himnan er flysjuð af og hinn bragðgóði, hressandi stöngull stýfður úr hnefa,
eins og t.d. Mývetningar gera enn, eða borðaður með smjöri sneiddur niður. Hið þægilega
bragð situr lengi í munni."
75 g flórsykur
börkur af 1 appelsínu
1 egg
150 g hveiti
1 tsk lyftiduft
safi úr xk appelsínu
Vi dl brytjaðir hvannstönglar
Vi dl brytjaðar valhnetur
12 pappírsform, sem ætluð eru til að baka kökur í
1. Hrærið saman smjörlíki, flórsykur og appelsínubörk.
2. Bætið eggi út í og hrærið í nokkrar mínútur.
3. Sigtið hveitið, setjið lyftiduft saman við. Hrærið síð-
an saman við deigið ásamt appelsínusafanum.
4. Brytjið hvönnina og hneturnar og bætið út í.
5. Smyrjið formin og skiptið deiginu jafnt í þau.
6. Hitið bakaraofninn í 180°C og bakið þetta í 15 mínút-
ur í miðjum ofninum.
Sulta eöa marmelaði úr
rabarbara og hvönn
700 g rabarbari
300 g hvannstönglar
750 g sykur
1 dl vatn
atamon eða benso-mat.
1. Brytjið rabarbarann og hvönnina smátt. Setjið í pott.
Stráið sykri yfir og látið standa í 24 tíma.
2. Sjóðið í 2 klst við hægan hita.
3. Takið bitana upp úr pottinum og hakkið í hakkavel
eða kvörn (mixara).
4. Setjið aftur í pottinn og sjóðið í 1 klst.
5. Setjið atamon eða benso-mat út í samkvæmt leið-
beiningum á flöskunni.
6. Setjið sultuna á glös og bindið yfir.
Athugið: Þessi sulta er mjög góð með kexi eða í kökur.
í síðasta þætti féll niður fjöldi silunga í
fyrstu uppskriftinni.
Smásilungur steiktur í smjöri
Þar á að standa 9 smásilungar.
Smásilungur steiktur í smjöri
Handa 3
9 smásilungar
1 lk tsk fínt salt
o.s.frv.
Minningarkort
Landssamtaka hjartasjúklinga
fást á eftirtöldum stööum;
Reykjavík: Skrlfstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu.
Bókabúó isafoldar, Austurstræti, Reynisbúó, Bræðraborgarstig 47,
Verzlunin Framtíðin, Laugavegi 45.
Seltjarnarnee: Margrét Siguröardóttir, Nesbala 7.
Kópavogur: Bókaverzlunin Veda, Hamraborg 5 og viö Engihjalla.
Hafnarfjörður: Bókabúö Böövars, Strandgötu 3.
Grindavík: Siguröur Ólafsson, Hvassahraunl 2.
Keflavík: Bókabúó Keflavíkur, Sólvallagötu 2, Rammar og G>er,
Sólvallagötu 11.
Sandgerði: Pósthúsiö.
Selfoss: Selfoss Apótek, Austurvegi 44.
Ólafsvik: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjaröartúni 36.
Grundarfjðrður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5.
ísafjörður: Uröur Ólafsdóttir, Brautarholti 3.
Vestmannaeyjar: Skóbúö Axels Ó. Lárussonar, Vestmannabraut 23.
Hvolsvöllur: Stella Ottósdóttir, Noröurgaröi 5.
Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga í Hafnarhúsinu, 2. hæö er opln
á miövikudögum kl. 16—18, siml 25744.
Gerið verð- og
gæðasamanburð
j-IVEUI 2 kg. kr 22.90.-
HAGKAUP
HVEITI
Áskriftarsíminn er 83033