Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 20

Morgunblaðið - 12.08.1984, Side 20
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST 1984 Það er ekki skammt austan við orlofshúsa- svæðið í Brekkuskógi. Á henni er ágæt göngubrú og yfir hana hest- arnir teymdir einn og einn í einu. Undir brúnni er áin illileg — en jafnframt hrikalega fögur þar sem vatnið steypist niður í gljúfr- in að norðanverðu. Einstaka mað- ur teymdi hestinn sinn yfir án þess að líta til hægri eða vinstri. 1 túnjaðrinum í Miðhúsum biðu kræsingar úr eldhúsbílnum og þar var slappað af — áð. Frá Miðhúsum var riðið að Geysi, aðallega eftir veginum eða meðfram honum, nokkru greiðar en áður. Birkir reið í fararbroddi og gaf hollráð í hægðum sínum. Ef mönnum varð á að ríða fram úr sagði hann þeim af umhyggju frá skemmtilegum ungverskum sið: þeir sem ríða fram úr þurfa að kaupa hverjum manni í hópnum einn dramm. Það var logn og blíða sumarsól og hestar og bílar þyrluðu upp rykskýjum. Fólki þótti því gott að koma að Geysi og geta farið þar í hressandi sund. Raunar mætti að skaðlausu laga laugina dálítið til, moka af veggjunum til dæmis og upp úr henni. Sturtubað er líka nauðsynlegt við Geysi. Það er synd að segja frá því, en víðar við Laugarvatn og í nágrenninu mætti fríska upp á hús og önnur mannvirki. Það á t.d. við um gufu- baðið góða og sundlaugina í Hér- aðsskólanum og gler í þeim glugg- um Húsmæðraskólans er snúa út að vatninu. Það er óþarfi að láta hlutina líta svona út, þykir manni. Rasssæralækningar Okkur þótti hins vegar enginn óþarfi að fara í sundið við Geysi, bæði fyrir og eftir matinn. Stirðir vöðvar liðkuðust og líf tók að fær- ast aftur í auma rassa. Árans gallabuxurnar höfðu í nokkrum tilfellum valdið skinnrispum á viðkvæmum stöðum og ef ekki tækist að laga það mátti reikna með að þurfa að ríða norður yfir hálendið í brokksetu. Sú tilhugsun var ekki beinlínis freistandi. Veðrið lék enn við okkur þegar lagt var af stað frá Geysi inn til fjalla upp úr hádeginu. Þá var Már Sigurðsson ferðabóndi við Geysi búinn að ausa sápu í Sóða sem stóð vel undir nafni með myndarlegu gosi skömmu síðar. Fólk var léttklætt og lét það ekki á sig fá skömmu eftir að lagt var upp þótt einhver vandræði væru með stóðið, sem rekið var á undan. Leit helst út fyrir að meri úr ná- grenninu hefði slegist í hópinn. Brúnn myndarklár sem notaður var til reiðar hneggjaði mikið þeg- ar hann sá til stóðsins enda voru þar á meðal nokkrar af trygglynd- um kærustum hans. Sá brúni myndi ævinlega hneggja mikil blíðuorð til meranna þegar hesta- hóparnir tveir komu saman eftir þetta. Og gæfist færi voru a.m.k. tvær fallegar merar komnar á vettvang, sem hann varði af tign- arlegri ákveðni fyrir skjóttum eða mósóttum hjónadjöflum. Leið- sögumennirnir voru fljótir að greiða úr flækjunni og áfram var riðið grösugar leiðir inn að Blá- felli, sem er myndarlegt fjall er sést langt að þegar lagt er upp frá Geysi. Austan við fellið eru Jarl- hetturnar í Bláfellsjökli og gefur ekki víða svo fagra fjallasýn. Þeg- ar líða tók á daginn bar meira á uppblæstri og gróðureyðingu, þar sem græna kápan hörfar undan ágangi sanda, sauðfjár og mis- kunnarlausra vinda. Framan af héldum við okkur nokkuð vestan við Kjalveginn, sem liggur í nærri beinni línu frá Geysi að rótum Bláfells en skömmu eftir kaffi fór- um við að fylgja veginum meira enda hvergi lengur grösugir balar. Óbyggðirnar og „der flu“ Andvarinn hafði breyst í norðan golu. Þetta voru þá óbyggðirnar. Klukkan var orðin rúmlega sex þegar komið var í Fremstaver, þar reimt á Kili Ferðin nr holl bæði mönnum og dýrum. Si skjótti, sem gæti verið af alibestakyni, fór í róiegbeitum með þýsku frúna. Bróðir bans, með sama vaxtariag, var einnig með f ferðinni og sagði sú þýska að si værijafnvel enn þýðari. sagði ég. — Ég hef fengið svona áður. Hún rak skeið upp i mig. — Segðu a, sagði hún. — Aaaaa- aagghhh. — Ja, sagði hún svo. — I zink you haf der flu. Svo gaf hún mér verkjastillandi töflur á meðan reynt var að út- vega pensillín. Þetta gat náttúr- lega ekki gengið — það var síður en svo hugmyndin að fara rúm- liggjandi yfir Kjöl. Draugurinn í Hvítárnesi Ástandið var engu betra morg- uninn eftir. Beinverkirnir og al- menn vaniíðan sá til þess að ég gat ekki hugsað mér að fara á hest- bak. Eftir morgunmat gaf ég mig á tal við franska lækninn — hún hafði kvöldið áður sagst geta haft áhrif á flensu með nálastunguað- ferðinni, sem hún hefði hlotið ára- langa þjálfun í og stundaði nær eingöngu. — Við skulum sjá til hvort þú verður hressari í kvöld, sagði hún. — Ef ekki verður sjálfsagt að hjálpa þér. Það er vel hægt. Með þessar upplýsingar klöngraðist ég hughraustari upp í eldhúsbílinn, sem átti að aka fyrst í Fremstaver og siðan í Hvítárnes. Þar skyldi gist næstu nótt. Á leið- inni ætlaði ég að reyna að liggja „der flu“ úr mér. Hópurinn reið af stað austur með Bláfelli undir hádegið en þar sem afturdrifið í eldhústrukknum hafði gefið sig á vegleysum á leið- inni varð að bakka upp helstu brekkurnar á veginum vestur í fjallinu. Sólin var hætt að glenna sig og mistur dró úr fjallasýn. Um fjórum tímum síðar hittum við hópinn aftur við Hvítárbrú og þá var ekki langt í Hvítárnes. Ferða- félagið hefur tekið upp á því í sumar að fá félaga til að skiptast á um að vera viku og viku í Hvítár- nesi og þar hittum við fyrir þau Árna Björnsson, þjóðháttafræð- ing, og Ingibjörgu Helgadóttur, hjúkrunarfræðing. Lasnir vildu leggja sig og jafnvel í reimleika- kojuna ef það gæti hrundið „der flu“. — Vandinn er, sagði Árni, — að menn vita ekki nóg um þennan draug. Flestir eru sammála um að það sé kona, sem hér er á sveimi, sumir segja að hún sé bláklædd. Hún á þó aðeins að leita á karl- menn í neðri kojunni til hægri þegar komið er inn í svefnskálann. Nálastungulækningar á Kili Það var kannski betra en ekkert — en fyrst í stað lagði ég mig í aðra koju; svona rétt á meðan ekki var fleira fólk á staðnum. Það varð ekki fyrr en vel var áliðið dags. Þá höfðu enn verið lagaðar kræsingar úr eldhúsbílnum og þegar allir voru orðnir mettir og frískir fór fram „rendezvouz" okkar franska læknisins, Isabelle Autonne. Þar var auk okkar hópur fólks, konan mín og tengdó og fimmti íslendingurinn í hópi túrista, Jón Geirharðsson. Hann vinnur hjá Grænmetinu og sór stíft af sér að bera nokkra ábyrgð á finnsku kartöflunum. Þau tóku myndir á meðan læknirinn var að störfum. ísabella er af frönskum ættum. Hún kom fyrst hingað til lands í fyrrasumar og ferðaðist um byggðir og óbyggðir við fjórða mann. Hún varð yfir sig ástfangin af landinu og kom aftur í sumar, nú til að kynnast undraskepnunni Matast við Hvítirbrú i leið íHvítirnes fri Fremstaveri. sem Tungnamenn eiga leitar- mannakofa. Þar beið rúta Ishesta- manna og flutti mannskapinn aft- ur niður að Geysi til að gista aðra nótt. Hestarnir voru settir í fær- anlega rafmagnsgirðingu skammt frá og sauðféð, sem verið var að flytja á fjall þessa daga, jarmaði sáran á meðan það var að lembast. Einstaka lamb var orðið hást af öskrum; hljóðin voru slík að mað- ur þakkaði sínum sæla fyrir að vera ekki einn á ferð í næturþoku. Um kvöldið kom sér vel að í hópnum voru tveir læknar, ein þýska frúin og sú franska. Einn úr hópnum, enginn annar en yðar einlægur, var orðinn illa sár í hálsi, skalf úr kulda og var þjak- aður af beinverkjum. Það leyndi sér ekkert að hér var flensuskratti á ferðinni. Eða of stór skammtur af súrefni með of miklu hita- innstreymi. Hvað sem það var taldi ég heppilegast að ná mér í pensillín við hálsbólgunni og fara í koju við fyrstu hentugleika. Fyrst var þó ákveðið að þýski læknirinn liti á mig. Ég lýsti sjúkdómseinkennum mínum og bar mig afar aumlega. — Þetta er líklega bara flensa, Riðið yfir StröngukvísI í Álfgeirstungum. Norður fyrir kvíslina fi nú afréttarbross norðanmanna ekki að fara samkvæmt samkomulaginu þar um, sem frægt er orðið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.